Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 1 Landssamband íslenskra verslunarmanna: Fella verður samn- ingagerð í nýtt form Akureyri MAGNÚS L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur segir mikilvægt að horfið sé frá því kerfi sem viðgengist hefur varð- andi gerð kjarasamninga. Atvinnurekendur ákveði einhliða hversu mikið greitt sé, menn setjist niður og athugi hversu há laun fisk- vinnslan í Iandinu þoli að greiða og það sé síðan haft til viðmiðunar þegar laun í öðrum starfsgreinum séu ákvörðuð. Þetta sé alls ekki eðlilegt, enda komi að auki ofan á laun t.d. fiskvinnslufólks bónus, sem verslunar- og skrifstofufólk fái ekki, þannig að sá hópur sitji eftir á hinuin lágu launatöxtum. Þetta sagði Magnús á 18. þingi Lands- sambands íslenskra verslunarmanna sem hófst á Akureyri í gær. Þinginu verður framhaldið í dag, laugardag, og því lýkur síðan á morgun, sunnudag. Tvö mál eru einkum til umfjöllunar á þinginu, kjaramál og lifeyrismál. Flutt voru tvö erindi um kjaramál á þinginu í gær, en þau fluttu Ás- mundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands íslands og Magnús L. Sveinsson formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Þá flutti Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ er- indi um vísitölur. Ásmundur Stefánsson ræddi m.a. um þann árangur sem náðst hefði á liðnu ár, eða frá þvi samningarnir VEÐUR frá því í febrúar 1990 voru undirrit- aðir og nefndi að atvinnuástand væri traustara nú en verið hefði á þeim tíma auk þess sem verðbólga væri komin niður í 7%. Hann lagði áherslu á að stöðugleikinn hefði bætt verðskyn manna og á þann hátt væri hægt að hagræða í inn- kaupum heimilanna, en þau stjórn- uðust í æ ríkari mæli af tilboðum ýmiss konar sem í gangi væru Frá þingi Landssambands verzlunarmanna. hverju sinni. Með því að kaupa vör- ur á hagstæðasta verðinu næðu heimilin inn ákveðinni meðaltals- lækkun á útgjöldum. Það sama væri uppi á teningnum hvað fyrir- tækin varðar, stjórnendur hefðu áður verið í kapphlaupi við verðbólg- una, en hefðu nú tíma til að sinna Hðlmild: Veðurstofa islands (Byggt á yeðut spá kl. 16.15 í gíBt) VEÐURHORFUR l DAG, 25. MAl YFIRLIT: Skammt vestur af Bretlandseyjum er hægfara'1.035 mb hæð, en 998 mb hæð um 300 km suður af Hvarfi. Frá henni ligg- ur lægðardrag norðaústur um Grænlandssund, SPÁ: Suðvestan gola eða kaldí. Þokuloft og súld vestanlands en annars þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG M4NUDAG: Fremur hæg vestlæg átt og hlýtt, einkum þó um austanvert landið. Þokuloft og súld um suðvestan og vestanvert landið en þurrt og vfða léttskýjað eystra. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TAKN: ^, Norðan, 4 vindstig: Vindörín sýnir vínd- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. f f r f r f f Rigning f r / * f * r * f * Slydda f * f * * # * * * # Snjókoma -J0 Hitastig: 10 gráður á Celsi'us V Skúrir * V El =5 Þoka = Þokumóða ', ' Súld OO Mistur -\- Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12,00 ígær að fsl. tíma hltf veður Akureyri 10 skýjað Reykjavík 10 sútd Bergen Helsinki S 12 Kaupmannahöfn 13 Narssarssuaq Nuuk úsló Stokkhólmur Þórshöfn 7 +1 13 9 11 súld skýjað úrkoma skýjað alskýjað skýjað skýjað skýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlfti Chícago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg LasPalmas London LosAngeles Ltkemborg Madrfd Mallorca Montreal NewYork Orlando Par/s Róm Vín Washíngton Winnipeg 24 13 21 9 23 17 12 17 12 16 13 13 28 24 26 21 18 24 15 17 9 22 11 skýjað léttskýjað heíðskírt skúr þokumóða léttskýjað skýjað skýjað skúr vantar alskýjað þokumóða heiðskfrt skýjað léttskýjað alskýjað mistur skýjað léttskýjað þokumóða Skúr þokumóða skýjað innra skipulagi og áætlunum fyrir- tækjanna betur með meiri árangri. Ásmundur ræddi einnig um þá kjarasamninga sem framundan eru og gerði grein fyrir væntanlegum kröfum launafólks. Nefndi hann í fyrsta lagi, almenna kauphækkun, þá sérstakar kauphækkanir til lág- launafólks, lagfæringar til ýmissa hópa, þar á meðal verslunarfólks sem gerði kröfu um að færa taxta að greiddu kaupi. Gerð væri krafa um áframhaldandi stöðugleika, traustar kaupmáttartryggingar og réttlátara skattakerfí. „Það verður augljóslega erfitt að koma þessu öllu heim og saman, við verðum sjálf í verkalýðshreyfmgunni að raða hlutunum í forgangsröð og fínna málamiðlanir sem ganga upp. Það vita allir að við hækkum ekki alla í_ kaupi umfram alla hina," sagði Ásmundur. Fráleitt að taka mið af einni starfsgrein við ákvörðun grunnlauna Magnús L. Sveinsson gerði að umtalsefni gerð næstu kjarasamn- inga og sagði mikilvægt að til kæmu skipulagsbreytingar, þannig að kjarasamningar yrðu gerðir eftir starfsgreinum og það hefði verið kynnt fyrir viðsemjendum inn á hvaða brautir menn vildu fara. Þar væri verið að ræða um einn grunn- eða rammasamning á svipaðan hátt og gert hefði verið á undanförnum árum, en síðan yrði samið við ein- stakar starfsgreinar þar sem nánar væri farið út í einstök sérmál er við eiga. Mikilvægt væri að tekið yrði mið af raunverulega greiddum laun- um við gerð samninganna, þar sem stefnt yrði að því að færa launa- taxta til samræmis við greidd laun. Atvinnurekendur sagði hann ráða alltof miklu um það hversu mikið greitt væri í laun og staðreyndin væri sú að m.a. verslunar- og skrif- stofufólk sæti uppi með hina lágu launataxta. Það kallaði á síaukið launabil sem fyrst og fremst bitnaði á konum. Magnús sagði að ekki væri tekið mið af getu fyrirtækjanna og einstakra starfsgreina er laun væru ákvörðuð, en afkoma þeirra væri misjöfn. Hann sagði menn trega til að Morgunblaðið/Rúnar Þór hækka dagvinnulaun fólks, en greinilegt væri að til að mynda verslunin þyldi að greiða hærri laun væri mið tekið af þeirri yfirvinnu sem hún taldi sig geta greitt. Samn- ingar hljóðuðu upp á 45-60 þúsund króna mánaðarlaun, jafnvel þó við- urkennt væri að á þeim launum gæti fólki ekki lifað. Þeir sem ekki hefðu annað þyrftu að leita á náðir félagsmálastofnana og það yrðu býsna margir að gera. „Það er lífsspursmál fyrir okkar fólk að komast út úr því kerfi sem nú er við lýði við gerð kjarasamn- inga, þetta kerfi hefur stórskaðað okkar fólk," sagði Magnús. Hann sagði fráleitt að tekið væri mið af einni starfsgrein, þ.e. fískvinnslunni og hvað hún þyldi að greiða og það síðan látið gilda fyrir alla aðra hópa, þetta væri ekki eðlilegt. Fólk í físk- vinnslu hefði möguleika á hærri launum í gegnum bónusinn, en verslunar- og skrifstofufólk sæti uppi með grunntaxtana, sem væru nokkurs konar sökklar undir önnur laun. Vinnuveitendur vildu að sjálf- sögðu halda þessu grunnlaunum eða sökklum sem allra lægstum því vit- að væri að ofan á bættist bónus eða yfirgreiðsla. Magnús sagði að verkalýðshreyf- ingin þyrfti að móta launastefnu og sér fyndist umræða um kjaramál væri oft á lágu plani innan hreyfing- arinnar. Sumir hefðu af því meiri áhyggjur að fólk hefði há laun en af þeim sem á lágu laununum væru. Vissulega bæri að fagna því að fólk hefði góð laun sem það gæti lifað sómasamlega af, en þyrfti ekki að leita á náðir félagsmálastofnana. Kröfu þyrfti einnig að gera til vinnu- veitenda og varpaði Magnús fram þeirri spurningu hvort þau fyrirtæki sem greiddu 50 þúsund króna mán- aðarlaun ættu virkilega rétt á sér, þar sem allir vissu að ekki væri hægt að lifa af þessum launum. „Það er illa sett þjóðfélag sem ekki getur borgað fólki laun sem það getur lifað af," sagði Magnús. Þinginu verður fram haldið í dag og verða lífeyrismálin þá í brenni- depli, en um þau mál flytja erindi þeir Guðmundur H. Garðarsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Þorgeir Eyjólfs- son framkvæmdastjóri sjóðsins. Formaður Sjómannasambandsins: Fetti ekki fingur út í aflakvóta Færeyinga ÓSKAR Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að hann hafi hingað til ekki viljað fetta fingur út í aflakvóta Færey- inga í íslenskri fiskveiðilög^sög^u. Færeyingar hafa fengið heimild til að veiða 9 þúsund tonn af botn- fiski í íslenskri lögsögu í ár sem er-* nokkuð meira en á síðasta ári. Hefur Kristján Ragnarsson, form- aður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, lýst því yftr að hann telji að við höfum ekki efni á að gefa Færeyingum þessar veiðiheim- ildir -og kvóti' þeirra sé því út í hött. Vill hann að samningurinn við Fær- eyinga verði sleginn af. Þegar Morgunblaðið leitaði álits Óskars 'Vigfússonar á aflakvóta Færeyinga sagði hann:„Ég hef nú verið frekar jákvæður gagnvart Færeyingum hvað varðar fiskveiði- heimildir en hins vegar ber að líta á að við þurfum á öllum okkar afla að halda í dag. Ég hef samt ekki viljað fetta fingur út í þessa litlu úthlutun sem þarna fer fram." Segir Óskar að mál þetta sé mjög lítið til umræðu innan sjómannastéttarinn- ar. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.