Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 KNATTSPYRNA / KNATTÞRAUTIR KSI Sex milljónir í styrk frá Vífilfelli Knattspyrnusamband íslands og Vífilfell hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára vegna knattþrauta KSI og nemur stuðningur fyrirtækisins um sex milljónum. „Þetta er okkur mikill styrkur og auðveldar mjög framkvæmd- ina," sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morg- unblaðið. Hann sagði að samstarf þessara aðila, sem hófst í fyrra, hefði tekist mjög vel og það hefði ýtt undir frekari samvinnu, en s.l. sumar tóku um 2.000 börn og ungl- ingar víðs vegar um landið þátt í knattþrautunum. Verkefnið verður nefnt Coke boltinn og er, að sögn Stefáns, ætlunin að leggja mikla vinnu í málið með knáttspyrnufólk framt- íðarinnar í huga. Stefán Konrádsson, framkvæmdastjóri KSI, og Trausti Sigurðsson, auglýs- ingastjóri Vífilfells, handsala samninginn. GOLF Knattspyrnu sigraði! KARL Hermannsson GS, varð sigurvegari á Pepsí-mótinu í golfi á Hólmsvelli. Karl sem betur er þekktur fyrir afskipti sín af knattspyrnu með ÍBK hlaut 39 punkta. Sigurður Benjamínsson GR var með jafn- marga punkta en fleiri högg í síðustu holunum og hlaut 2. sætið. Þorsteinn Sigurðsson GS, varð þriðji með 38 punkta. Rúmlega hundrað manns tóku þátt í mótinu. •^ Orðsending fra Lífeyrissjóöi verkstjora Lífeyrissjóður verkstjóra sendi í mars yfirlit til allra sjóð- félaga sinna, sem greiðslur bárust fyrir á árinu 1990. Yfirlit þessi voru send á heimilisföng sem sjóðfélagar höfðu 1. desember 1990 skv. þjóðskrá. Þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda og skrifstofu sjóðsins á Skólavörðustíg 16, Reykjavík, sími 27266. Lífeyrissjóður verkstjóra. RONTGENTÆKNI TÆKNI í Heilbrigðisdeild Tækniskóla íslands býðst áhugavert nám á háskólastigi. Fjölbreytt störf eru í boði að námi loknu. Innritun fer fram í Tækniskóla íslands Höfðabakka 9, sími 91-84933. STUDENTAR ATHUGIÐ Umsóknarfrestur er til lO.JÚNÍ LANDSPITALI tækniskóli BORGARSPITALI íslands Fjórar vikur til stef nu GARÐABÆR 1991 í síðustu viku birtist hér fyrsta JCVENNAHLAUP greinin vegna kvermahlaups ins í Garðabæ 22. júnf n.k. Þá var hlaupið kynnt og m.a. greint f rá mikilvægi göngu í undirbúningnum. I þessari grein er fjallað um undirlag og útbúnað, mataræði og æfingar. Þá eru 4 vikur til stefnu og því tímabært að spreyta sig á vegalengdunum 2 og 5 km. Huga þarf að fatnaði sem skapar vellíðan eins ogt.d. bómullarflíkur næst líkamanum og skjólgóður léttur fatnaður utan yfir. Fæturna þarf að útbúa af vandvirkni. Góð- ir ullarsokkar, þægilegir skór með mjúkum sóla, vettlingar og ennis- band eða eyrnahlífar. Malbik er hart undirlag og getur haft ýmsar aukaverkanir fyrir óvana að skokka eða ganga mikið á því. Til eru sérstök innlegg í skó sem gefa fjöðrun og eru heppileg á reglulegum æfingum. Gott er að fínna gras eða stíga sem er mýkra undirlag svo fæturnir fái þægi- legri viðspyrnu. Mataræði Að minnsta kosti einni klst. áður en lagt er að stað er gott að nærast. Ef miða á við morgun- trimm gæti ein tillagan verið: Ávaxtasafi - mjólk, gróft brauð, nýtt grænmeti, jurtate að ógleymdu lýsi á fastandi maga. Saðgóður morgunverður getur verið mismunandi samansettur og einstaklingsbundið hvað hentar. Ýmislegt fræðsluefni hefur verið gefið út og rétt að benda á bækl- ing dr. Laufeyjar Steingrímsdótt- ur um Mataræðifþróttafólks sem gefinn er út af ÍSÍ. Æfingar hafnar í Garðabæ Kl. 11 í dag og alla laugardaga fram að hlaupi verða sömu vega- lengdir farnar og í kvennahlaup- inu. Við íþróttamiðstöðina Ásgarð verða leiðbeinendur sem sjá um upphitun á undan og teygjuæfing- ar að hlaupi loknu. Kynntar verða fleiri heppilegar göngur og skokk- leiðir innan bæjarins og fræðslu- efni dreift um mikilvægi og til- gang hollrar hreyfingar og úti- veru. Réttur stígandi í líkamsrækt og íþróttaiðkun skiptir máli, góð upphitun, þ.e. staðæfíngar, arm- sveiflur, hnélyftur og fleira í upp- hafí. Þá tekur við þjálfunin en síðan teygjuæfingar sem stuðla að betri líðan. Sund og slökun í heitum potti gæti svo orðið rúsín- an í pylsuendanum. Lovísa Einarsdóttir, íþróttakennari. HANDKNATTLEIKUR / HSI Athugasemdir f rá Pressunni Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Press- unni: Morgunblaðið birti í gær bréf frá Jóni Hjaltalín Magnússyni, formanni HSÍ, þar sem hann skáldar í samtal sitt við blaða- mann Pressunnar sem átti sér stað á kaffistofu ÍSÍ síðastliðinn þriðjudag. Jóni segist svo frá að eftir að hann hafi rætt góða stund við blaðamanninn um málefni HSÍ hafi blaðamaðurin kveðið upp úr um að hann gæti minnst af upp- lýsingum Jóns notað, líklega ekk- ert. Og Jón lætur blaðamanninn útskýra hvers vegna: „Hann hefði fengið það verkefni af ritstjórn „Pressunnar", að „finna fram allt neikvætt um formann HSI" og að hann mundi sennilega hafa lítið að segja um endanlegt útlit grein- arinnar." Björn Hafberg, blaðamaðurinn sem ræddi við Jón, kannast ekki við þessi ummæli sín og ekkert frekar þó Jón kjósi að hafa þau í gæsalöppum eins og um beina tilvitnun sé að ræða. Hið rétta er að viðkomandi blaðamaður ræddi við Jón Hjaltalín í þeim tilgangi að fá hans hlið á málinu. Jón vildi hins vegar ræða um íþróttamál í víðu samhengi, þróun handboltans og afreksverk Islendinga á und- anförnum árum. Það var hins vegar viðfangsefninu óviðkom- andi. Blaðamaðurinn gerði Jóni skýra grein fyrir að hann hygðist fjalla um störf formanns HSI og gagnrýni innan sambandsins á þau störf. Þó afreksverk íslend- inga á sviði handboltans séu ánægjuleg þá er erfitt að tengja þau slæmri stöðu HSÍ. Á sama hátt og það er ekki venjan þegar fjallað er um bága stöðu ríkissjóðs að blanda inn í þá umfjöllun upp- lýsingum um námsárangur lán- takenda hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. í lok umrædds samtals bar þlaðamaður Pressunnar alla efnis- þætti greinarinnar undir Jón og gerði Jón engar efnislegar at- hugasemdir. Daginn eftir hringdi blaðamaðurinn í Jón en þá neitaði Jón að ræða frekar við hann. Það var hins vegar ekki fyrr en í gær eftir að grein Pressunnar birtist að hann leggur spilin á borðið og sundurgreinir þá upp- hæð sem hann fékk greidda í þóknun fyrir störf sín á síðasta starfsfári sambandsins. Þær full- yrðingar sem þar koma fram stað- festa einungis þær fjárhæðir sem nefndar eru í umfjöllun Pressunn- ar. Virðingarfyllst, Gunnar Smári Egilsson og Kris^ján Þorvaldsson, rit- stjórar Pressunnar, Björn Hafberg- blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.