Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 SMAÞJOÐALEIKARNIR I ANDORRA 4A,0ORRA '9' ■ SPÁNVERJAR, sem halda Ólympíuleikana í Barcelona 1992, hafa verið mikið að störfun hér í Andorra, en þeir nota Smáþjóða- leikana til að reyna ýmis tæki sem verða notuð í Barcelona. í gær af- hentu Spánveijar Gísla Halldórs- syni, forseta Ólympíusambands ís- lands, tölvu, sem íslenska ÓL- nefndin á að nota á íslandi til að komast að ýmsum upplýsingum fram að Ólympíuleikum. MSAGT var að íslenska liðið væri búið að fá sextán gull á verðlauna- lista eftir keppni á fimmtudaginn. Gleymst hafði að færa gullverðlaun Sigurðar Einarssonar inn á listann og þegar betur var að gáð gleymd- ist einnig að setja silfurverðlaun Einars Vilhjálmssonar inn á listann. ■ CARL J. Eiríksson fékk heldur ekki bronsverðlaun sín í loftskamm- byssuskotfimi inn á listann. MFYRIR keppnina í gær voru ís- lendingar búnir að fá 37 verðlauna- peninga, en Kýpurmenn og Lúxem- borgarmenn komu næstir með 26 peninga. MÞRÁTT fyrir að íslensku stúlk- urnar í blaki hafi tapað eiga þær möguleika á að tryggja sér brons- verðlaun. Þær leika um þriðja sætið gegn San Marínó í dag. ■ KARLALIÐIÐ í blaki leikur gegn San Marínó um fimmta sætið í dag. Þeir unnu Andorra 3:0 í fyrra- dag en töpuðu ekki eins og sagt var í blaðinu í gær. MRAGNAR Guðmundsson, sund- maður, sem er meiddur, kom til móts við sundlandsliðið hér í And- orra. Ragnar stundar nám við íþróttaháskólann í Köln. ■ YFIRMAÐUR sundsambandsins í Andorra kom til Jóns Helgasonar, flokksstjóra íslenska sundlandsliðs- ins, í gær og óskaði honum til ham- ingju með hvað ísland ætti góðan hóp sundmanna, bæði innan og utan keppnisvallar. MJÓN Helgason lagði fram kvört- un vegna hitamollu í hinni glæsilegu sundlaug hér í Andorra. Óskaði hann eftir því að gluggar væru opnaðir. „Það er slæmt að þurfa að synda hér í þunna fjallaloftinu án þess að fá súrefni,“ sagði Jón, sem óttast þunna loftið í lengri sundunum í dag. ■ SUNDMENNIRNIR stefna að því að vinna til fimmtán gullverð- launa í Andorra, eða jafn mörg gull og þeir unnu á Kýpur fyrir tveimur árum. ■ THEÓDÓR Kjarlansson var aðeins einni leirdúfu frá því að kom- ast í sex manna úrslitakeppnina í haglabyssuskotfimi. Theódór tók þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni. MMIKILL hiti og sól var uppi í fjöllunum hér, þar sem haglabyssu- keppnin fór fram í yfir 2.000 m hæð. Þeir Gunnar og Theódór urðu vel rauðir. „Maður hefur ekki húð í þetta,“ sagði Theódór. ■ GUNNAR Jóhannesson fékk brons í 60 kg flokki í júdó. MHALLDÓR Hafsteinsson fékk silfurverðlaun í 86 kg flokki. Hann tapaði úrslitaglímu gegn Lúxem- borgarmanni. MBALDUR Stefánsson tapaði einnig úrslitaglímu í 65 kg flokki — fyrir Kýpurbúa. MSIGURÐUR Bergmann tapaði fyrir Miiller frá Lúxemborg í úr- slitaglímu í 86 kg flokki. MKVENNALIÐIÐ í körfuknatt- leik fékk bronsverðlaun fyrir að verða í þriðja sæti. sagði Jón Helgason, flokkstjóri íslenska sundlandsliðsins. Sjö sundmenn hafa tryggtsérfarseðillinntil EM íAþenu SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Andorra SUNDLANDSLIÐ Islands hefur verið til fyrirmyndar hér í And- orra og verið landi sínu til sóma. Sundhópurinn hefur nú þegar unnið til 30 verðlauna- peninga af þeim 78 sem keppt hefur verið um. „Ég er mjög ánægður með mína menn," sagði Jón Helgason, flokkstjóri sundlandsliðsins. Krakkarnir eru nú í slökun og þeir byija aftur að keyra á fullu í næstu viku þegar þau verða komin til Frakklands, þar sem þau verða í æfingabúð- um í Canet í S- Frakklandi. Æf- ingaferðin endar með mjög sterku al- þjóðlegu móti fjórtánda til sextánda júní,“ sagði Jón. „Krakkarnir hafa þegar sett fjög- ur íslandsmet hér, en þnö verður að hafa í huga að flest Islandsmet- in eru mjög góð og erfitt að slá þau, en þau voru flest sett á Kýpur fyrir tveimur árum og í Mónakó fyrir Ijórum árum.“ Sjö hafa náð EM-lágmörkum „Hópurinn hér er sterkur og hafa nú þegar sjö sundmenn náð lág- mörkunum fyrir Evrópukeppnina í Aþenu í ágúst, en ferðin til Frakk- lands er undirbúningur fyrir hana,“ sagði Jón. Þeir sjö sundmenn sem hafa náð lágmörkunum eru: Eðvarð Þór Eð- varðsson, Ævar Örn Jónsson, Magnús Már Ólafsson, Arnar Freyr Ólafsson, Ragnheiður Runólfsdótt- ir, Ragnar Guðmundsson, Ingibjörg Amardóttir. „Tveir til viðbótar eru nálægt lágmörkunum. Bryndís Ólafsdóttir og Helga Sigurðardótt- ir. Við höfum aldrei áður farið með svo stóran hóp á Evrópumeistara- mót. Eftir meistaramótið í Aþenu hefst svo undirbúningur fyrir Ólympíuleikana í Barcelona á full- um krafti. Við erum strax byijaðir að leita eftir æfíngabúðum fyrir þá og eigum við tilboð frá Andorra eftir tvær vikur. Ef það tilboð hent- ar okkur ekki munum við fara með hópinn til Canet í Frakklandi einum og hálfum mánuði fyrir Ólympíu- leikana og vera þar í tvær vikur. Það fer þó allt eftir því hvernig fjár- hagurinn verður,“ sagði Jón, sem sagði að tvö mistök hefðu kostað íslenska sundfólkið tvenn gullverð- laun. „Fyrst þegar ræsir í 200 m bak- sundi ræsti sundið áður en Ragn- heiður var tilbúin. Hún bætti það upp í dag með því að vera í sigur- sveit í 4x100 m fjórsundi, en hún hefur ekki áður verið í sigursveit á Smáþjóðaleikunum í þeirri grein. Við áttum að hvíla Eðvarð Þór áður en við kepptum í 4x100 m skrið- sundi. Hann var þreyttur, en grein- in var hans þriðja í röð. Fyrst keppti hann í 100 m baksundi og síðan í 50 m skriðsundi, sem var fært aftur. Við hefðum átt að aftur- kalla þátttöku hans í 50 m skrið- sundi,“ sagði Jón Helgason, flokk- stjóri. Sundlandsliðið hefur unnið til 30 verðlaunapeninga af þeim 78 sem keppt var um í 26 greinum. Tólf gullpeninga, átta silfurpeninga og tíu bronspeninga. „Við stefnum að því að vinna hér fimmtán gull, eins og krakkarnir gerðu á Kýpur. Sundfólkið hefur staðið sig mjög vel á Smáþjóðaleikunum í Andorra og unnið margar greinar. Ragnheiður Runólfsdóttir var kjörinn íþróttamaður mótsins á síðustu Smáþjóðaleikum og miðað vi frammistöðuna nú ætti hún að eiga góða möguleika á að endur- taka þann leik Ingibjörg Arnardóttir. Lofaði að raka af sér skeggið Jón Helgason, flokkstjóri sund- landsliðsins, lofaði sínum mönn- um því að hann ætlaði að raka af sér alskegg sitt ef þau settu fimm íslandsmet í Andorra. Jón fór órak- aður í háttinn í gærkvöldi, en hann segist vera viss um að hann þurfi að raka sig í kvöld. „Ég lofaði þessu til að espa upp hópinn.“ Jón hefur verið með skegg í 20 ár og sonur hans, Ævar Örn, hefur aldrei séð föður sinn skegglausan. Ævar Örn er í landsliðshópnum hér í Andorra. „Ég fæ þijár vikur til að safna nýju skeggi í Frakklandi," sagði Jón brosandi. Ragnheiður og Helga meðflest verdlaun Ragnheiður Runólfsdóttir tryggði sér sín fjórðu gullverð- laun, er hún var í sigursveit íslands í 4X100 in fjórsundi, en áður um daginn hafði hún unnið gull í 100 m bringusundi — synti á 1:14,34 mín. Með Ragnheiði í fjórsundinu syntu þær Elín Sigurðardóttir, Arna Þ. Sveinbjörnsdóttir og Helga Sig- urðardóttir, sem einnig hefur unnið til fernra gullpeninga og eins silf- urs. Þær fengu tímann 4:35,66 sek. sem er ekki langt frá íslandsmeti. Ragnheiður hefur unnið til flestra verðlauna hér í Andorra. Hún hefur fengið fimm gull og eitt silfur, en á Kýpur fékk hún sex gull og eitt silfur. Ragnheiður á möguleika á að endurtaka þann leik í boðsundum sem eftir eru. ítftím FOLK ■ PÉTUR Guðmundsson og Andrés bróðir hans, keppa í Granada á Spáni um helgina, en ekki Grenada eins og misritaðist í blaðinu í gær. ■ LINDA Stefánsdóttir er 18 ára og yngst í körfuboltalandslið- inu, sundfólkið Hörður Guð- mundsson og Arna Þórey Svein- björnsdóttir er yngra, Hörður 17 ára og Arna Þórey 16 ára. ■ LANDSLIÐSÞJÁLFARI kvenna í blaki heitir Sigurður Þrá- insson en ekki Hafsteinsson eins og misritast hefur. M SÆRÚN blakstúlka er Jó- hannsdóttir en ekki Jóhannes- dóttir. ■ BJÖRN blakdómari er Guð- björnsson en ekki Guðbjartsson. „Ég er ánægður með að endurheimta bronsið“ Carl J. Eríksson tók á móti silfuiverðlaumun sínum í loftskammbyssukeppninni í gær. „Ég er ánægður með að endur- heimta bronsverðlaunin, sem ég fékk í San Marínó um árið, en tapaði á Smáþjóðaleikunum á Kýpur fyrir tveimur árum,“ sagði Cart J. Eiríksson, skotmaður. „Ekki skemmir það að þetta er ekki mín sérgrein. Ég keppi mest með riffli liggjandi á gólfi.“ Carl sýndi mikla keppnishörku í aukakeppni um þriðja sætið við Hurt frá Lúxemborg, en þeir voru báðir með 555 stig eftir venjulega keppni og því þurfti þeir að reyna með sér í úrslitakeppni. Viðureign þeirra lauk með því að Carl sigi- aði og hampaði silfurpeningnum - fékk 649,1 stig, en Hurt 645.1 stig. „Carl sýndi mikla keppnis- hörku i úrslitakeppninni," sagði Gísli Halldórsson, forseti Ólympíunefndar íslands. „Eg er mjög ánægður með árangurinn“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.