Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 25. MAÍ 1091 25 Skoðanakönnun DV: Ríkisstjórnin með nauman meirihluta þeirra sem svara ALLS eru 43,8% kjósenda fylgj- andi ríkisstjórn Davíðs Oddsonar en 38,3% andvígir henni sam- kvæmt skoðanakönnun DV sem birt var í gær. 17,0% aðspurðra sögðust vera óákveðnir hvað stuðning við ríkiss^órnina varðar og 0,8% svöruðu ekki spurning- unni. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu eru 53,3% fylgjandi ríkissljórninni en 46,7% andvígir henni. Þegar spurt var hvaða lista við- komandi myndi kjósa ef alþingis- kosningar færu fram nú varð niður- staðan sú, ef einungis er tekið tillit til þeiira sem tóku afstöðu, að 9,8% sögðust ætla að kjósa Alþýðuflokk (flokkurinn fékk 15,5% fylgi í síðustu kosningum), 21,9% (18,9%) Fram- sóknarflokk, 40,0% (38,6%) Sjálf- stæðisflokk, 0,2% (1,2%) Frjálslynda, 18,6% (14,4%) Alþýðubandalag, 0,2% (0,3%) Öfgasinnaða jafnaðarmenn, 8,4% (8,3%) Kvennalista, 0,3% (0,3%) Grænt framboð og loks sögðust 0,3% (1,8%) ætla að kjósa lista Þjóðar- flokks-Flokks mannsins. Úrtakið í könnuninni var 600 manns og skiptist það jafnt milli kynja sem og hófuðborgarinnar og landsbyggðar. Skekkjufrávik í könn- uninni eru 3-4%. Aðalfundur BÍL á Blönduósi BANDALAG íslenskra leikfélaga heldur 41. aðalfund sinn í Félags- heimUinu á Blönduósi laugardag- inn 25. maí. Fimmtudagskvöldið 23. maí hófst dagskrá með kvöldverði á Hótel Blönduósi og leiksýningu þar á eftir í félagsheimilinu. Þar sýndi Leikfélag Sauðárkróks nýtt íslenskt leikverk eftir Hilmi Jóhannesson sem hann kallar Tímamótaverk og leikfélagið hefur sýnt á Sæluviku á Sauðárkróki og fleiri stöðum á Norðurlandi und- anfarið við góðar undirtektir. Föstudaginn 24. maí voru haldin tvö námskeið. Anna Jeppesen drama- kennari var með námskeið sem kall- aðist Listasmiðja fyrir börn og var það ætlað þeim sem áhuga hafa á að vinna með börnum og virkja sköp- unarþörf þeirra. Jóhann Morávek tónlistarkennari og tónskáld var með námskeið í því að búa til leikhljóð á leiksviðinu með því að nota það sem hendi ef næst, hvort sem það er líkami leikarans, leikmyndin eða leik- munirnir á sviðinu. Á laugardagskvöldið eftir aðal- fundinn býður Blönduósbær til há- tíðarkvöldverðar og þar sjá félagar Minningarguðsþjónusta í Langholtskirkju Minningarguðsþjónusta verður haldin næstkomandi sunnudag, 26. maí, í Langholtskirkju sem Samtök áhugafólks um alnæmis- vandanh og Samtökin 78 eiga frumkvæði að. Þar predikar Bragi Skúlason prestur við Landspítal- ann, kór Langholtskirkju tekur þátt í athöfninni og Bergþór Páls- son syngur einsöng. Athöfnin hefst kl. 14.00. Tilefni guðsþjónustunnar er minn- ingardagur sem á ensku hefur verið nefndur International AIDS Candlel- ight Memorial Day, en í maí er þeirra minnst um allan heim sem látist hafa úr alnæmi. íslendingar minnast þessa dags nú í þriðja skipti. í frétt frá Samtökum áhugafólks um alnæmisvandann segir: „Sífellt bætast fleiri lónd í hóp þeirra sem taka þátt í þessari sérstöku athöfn sem baráttuhreyfingar gegn alnæmi í San Francisco áttu upptök að fyrir sjö árum. Blysfarir eru víða farnar á minningardeginum, en ósk þeirra sem frumkvæði eiga að athöfnum erlendis er sú að þær séu sannkallað- ar ljósahátíðir, að þátttakendur minnist látinna og láti í ljósi von um betri tíð með því að kveikja á kertum eða blysum. Gullmolinn: Vonast til að 4-5 millj- ónir króna safnist GULLMOLINN, söfnunarhátíð íþróttasambands fatlaðra, fer fram á Hótel íslandi næstkomandi sunnudagskvöld, en hátt í fimmtíu af fremstu skemmtikröftum lands- ins leggja fram krafta sína. Skemmtunin er haldin til stuðn- ings íþróttasambandi fatlaðra sem hyggst senda 18 keppendur á Olympíuleika þroskaheftra í sumar í Minneapolis í Bandaríkjuhum. Skemmtunin verður hin glæsilegasta en boðið verður upp á fjórréttaðan matseðil þar sem aðalrétturinn er stórhumar sérstaklega innfluttur frá Kanada. Það er klúbbur yfirmat- reiðslumanna sem sér um matseld- ina. Aðgangseyrir verður 10 þúsund kr. og vonast aðstandendur hátíðar- innar að á milli 4-5 milljónir kr. safn- ist til þessa verkefnis. Skemmtikraft- ar koma fram endurgjaldslaust í þágu málefnisins. úr Leikfélagi Öngulstaðahrepps, Leikfélagi Húasvíkur og Leikfélagi Dalvíkur um skemmtidagskrá. Sunnudaginn 26. maí hefst svo ráðstefna um stöðu áhugaleiklistar á íslandi í dag og stuðning hins opin- bera við hana. Framsöguerindi flytja Þórunn Hafstein frá menntamála- ráðuneytinu, Valgarður Hilmarsson frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, Stefán Baldursson Þjóðleikhús- stjóri, Haukur Ágústsson formaður Menningarsamtaka Norðlendinga og Einar Njálsson bæjarstjóri á Húasvík og fyrrverandi formaður Bandalags íslenskra leikfélaga. I dag eru 84 leikfélög um allt land aðilar að Bandalagi íslenskra leikfé- laga, formaður er Guðbjörg Árna- dóttir á Akranesi og framkvæmda- stjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. (Fréttatilkynning) 'JnunifiIi VORLINAN ALDAN SANDGERÐI E?ÍPffSffl33 BILASYNING í DAG KL. 1317 fgjl ern betrienaðrir Honda Accord er búinn miklum góðum kostum. Kostagripir liggja ekki alltaf á lausu, en þessi er það og til- búinn til þinnar þjónustu. Bíll fyrir alla og við allra hæfi. Greiösluskilmálar fyrir alla. Verð frá kr. 1.432.000,- stgr. HJHOKTIXa. HONDA A ISLANDI. VATOAGÖRDUM 24. S-6899O0 W HONDA . ^ N ^ Steinakrýl Fyrir þá sem vilja mála sjaldan en gera það vel Þú vandar til vcrksins, þegar þú málar húsið með Steinakrýli frá Málningu hf. Stein- akrýl veitir steininum ágæta vatns- vörn og mögulcika á að að „anda" bctur cn hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinakrýls er gulltrygg og því getur þú einnig notað það seni grunn undir Kópal-Steintex. Þú geturjmálað með þessari úrvalsmálningu við lágt hitastig, jafnvel í frosti. Hún þolir vætu eftir um cina klst., hylur fullkomlega í tveimur umferðum, vcðr- unarþol er frábært og litaval gott. - ínwioattiMsitwuun. ntuMiniwimw''* lmálninghlf Næst þegar þú sérd fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er — það segir SÍg sjáíft—^ r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.