Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 41
IPP : ' ' •• - MORGUNBLAÐIÐ íÞRármi^ú LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 41 „Eg héft að ég væri búin ad vera sem spjótkastari" - sagði íris Grönfeldt, sem tryggði sér gullið ÍRIS Grönfeldt gaf ekkert eftir í spjótkastkeppninni, þar sem hún stóð uppi sem sigurvegari á Smáþjóðaleikunum í Andorra ígær. Iris kastaði spjótinu 56,20 m, sem er nýtt Smá- þjoðamet. Eg er mjög ánægð með þennan árangur. Sérstaklega þar sem strekkingsvindur var í bakið og óhagstætt að kasta spjóti. Ég kom hingað til að vinna gull," sagði Iris, sem hefur náð Iágmark- inu fyrir heims- . meistarakeppnina í SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Andorra Tvö gullí júdó Islendingar unnu tvö gull í júdó. Eiríkur Kristinsson lagði Trev- isan frá Möltu á ippon í 71 kg flokki og Freyr Gauti Sigmundsson vann Hediger frá Liechtenstein í 78 kg flokk á ippon eftir eina mín., en glíma Eiríks stóð yfir í fimm mín. Tókýó í ágúst. „Satt best að segja hélt ég að ég væri búin sem spjót- kastari. Ég er búin að taka mér frí frá spjótkasti í eitt ár og snúið mér að kringlukasti og kúluvarpi," sagði íris, sem ætlar nú að endurskoða hvað hún"gerir með kringluna og kúluna. „Fyrir utan hið óhagstæða veður er þetta gott kast miðað við það að ég fékk ekki að keppa með spjótunum mínum. Mótshaldarar vildu ekki viðurkenna spjótin. Sögðu að þyngdarpunkturinn væri ekki réttur { þeim. Ég varð því að fá lánað lélegt spjót, en samt kast- aði ég 56,20 m," sagði íris, sem hélt um tíma að hún hefði bætt íslandsmetið sitt, sem er 62,02 m, sett á Bislett-leikvanginum í Ósló 1988, eða sama ár og hún meiddist á hægri öxl. „Ég sá 60 m línuna lyftast upp, þannig að ég reiknaði með að spjótið hefði farið vel yfir 60 m. Mér finnst ég vera vel upp- lögð og geti bætt mig verulega sem spjótkastari. Það var gaman að taka á móti gullpeningnum og heyra þjóðsöng Islands leikinn," sagði ír- is, sem kastaði 54,42 m, 51,34 m, 56,20 m, 51,26 m. Birgitta Guðjónsdóttir keppti einnig í spjótkastskepþhinni og hafnaði í fjórða sæti. „Það munaði ekki miklu að hún kæmist einnig á verðlaunapallinn," sagði íris. Birg- itta kastaði spjótinu lengst 47,84 m, en stúlkan sem varð í þriðja sæti kastaði 48,26 m. íris Grönfeldt fékk gull og setti Smáþjóðaleikamet í spjótkasti. Aðeins átta dúfum fra verðlaunapalli Gunnar ' Kjartansson, hagla- byssuskotmaður, var aðeins átta leirdúfum frá að lénda á verð- launapalli. Hann hafnaði í fjórða sæti í úrslitakeppninni, fékk 196 stig, en næstur á undan honum kom maður frá San Marínó, sem fékk 204 stig. Sigurvegarinn fékk 221 stig. í aðalkeppninni skaut Gunnar niður 176 dúfur af 200 möguleg- um. „Ég er mjög ánægður að fá meðaltal 22 út úr hverri átta umferðanna," sagðí Gunnar, sem skaut niður 184 dúfur á Kýpur fyrir tveimur árum. „Það er skort- ur á keppnisreynslu, sem háði mér. Síðast keppti ég á alþjóðlegu móti fyrir tveimur árum, en mót- herjar mínir keppa þetta á sjð mótum á ári og eru miklu reynd- ari. Kýpurmenn hafa til dæmis verið með sovéskan þjálfara og verið grimmt í æfingabúðum," sagði Gunnar, sem mátti vel við una. Valur Ingimundarson J6n Kr. Gislason Valur og Jón Kr. fóru ákostum VALUR Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason léku við hvern sinn fingur þegar ísland tryggði sér rétt til að leika gegn Lúxem- Islandsmet karia í 4x1 OO m fjórsundi Karlasveitin bætti íslandsmet- ið í 4X100 m fjórsundi un nálægt þrjár sek. og setti Stná- þjóðaleikamet. Sveitin, sem var skipuð Eðvarð Þór Eðvarðssyni, Arnþóri Ragnarssyni, Magnúsi Má Ólafssyni og Gunnari Ársæls- syni kom í mark á 4:00,16 mín. Sundfólkið vann þrenn gullverð- laun, tvenn siifur og fern brons- verðlaun í gær. Arnþór Ragnars- son varð þriðji í 100 m bringu- sundi á 1:07,54 mín. og Óskar Guðbrandsson sjötti á 1:10,39 sek. Ingibjörg Arnardóttir varð önnur í 200 m flugsundi (2:25,51 mín.) og Arna Þ. Sveinbjömsdóttir þriðja (2:32,58 mín.) Magnús Már Ólafsson varð þriðji í 200 m skriðsundi (1;57,63 mín.) og Hörður Guðmundssoh áttundi (2:14,11 min.) Helga Sigurðardóttir varð önnur ;' 200 m skriðsundi (2:12,28 min.)N og Bryndís Ólafsdóttir þriðja á 2:15,87 mín. Arnar Freyr Ólafsson varð fjórði í 200 m flugsundi á 2:21,71 mfn. borg í úrslitaleik í körfuknatt- leik karla. íslenska liðið vann Andorra, 79:65, ígærkvöldi. Valur skoraði 19 stig og flest eftir frábærar þriggja stiga körfur, en Jón Kr. stjórnaði leik íslenska liðsins eins og herforingi. „Valur hefur fundið sig vel í tveim- ur síðustu leikjum okkar og er til alls líklegur í úrslitaleiknum gegn Lúxemborg," sagði Torfi Magnús- son, þjálfari íslenska liðsins. Strákamir byrjuðu vel og komust yfir, 20:6, en heimamenn náðu að minnka muninn mest í fjögur stig. Þá settu leikmenn íslenska liðsins á fulla ferð og unnu öruggan sigur. Valur Ingimundarson skoraði flest stig, eða 19. Guðmundur Bragason skoraði 12, Falur Harðarson 11, Jón Arnar Ingvarsson 11, Jón Kr. Gísla- son 8, Sigurður Ingimundarson 8, Axel Nikulásson 4, Albert Óskars- son 2, Guðni Guðnason 2 og Teitur Örlygsson 2. Jón Kr. Gíslason, fyrirliði landsliðs- ins, leikur sinn 100. landsleik gegn Lúxemborg í dag. ^A^OO RRA ¦BLAKLANDSLIÐ kvenna tap- aði, 0:3, fyrir Kýpur í gær. Stúlk- urnar verptu eggi í fyrstu hrinu, sem þær töpuðu, 0:15. Síðan töpuðu þær 8:15. og 8:15. 'USÆRÚN Jóhannsdóttir, sem lék sinn 20. landsleik, var kölluð í lyfjapróf eftir leikinn og var hún því ekki samferða vinkonum sínum aftur að hótelinu, sem íslendingarn- ir búa á. UíiGILL Eiðsson varð sjöttíí 110 m grindahlaupi í gær, en Ólafur Guðmundsson keppti ekki vegna meiðsla í baki. Sjöís- , lendingar eiga Smá- þjóðamet Sjö íslendingar eiga Smáþjóða- met í frjálsum íþróttum. Pétur Guðmundsson í kúluvarpi (18,61 m) og Guðmundur Karlsson í sleggjukasti (63,64 m). Fimm stúlk-- ur eiga met. íris Grönfeldt í spjót- kasti (56,20 m), Guðrún Arnardótt- ir í 100 m grindahlaupi (14,19 sek.), Þórdís Gísladóttir í hástökki (1,86 m), sem hún setti í Mónakó 1987, Oddný Árnadóttir í 400 m hlaupi (55,12 seíc.), sem hún setti á Kýpur 1989, og Soffía Gestsdótt-. ir í kúluvarpi (12,54 m), sem hún setti í San Marínó 1985. r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.