Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 Baktí alda-Makkbeð eftir Örnólf Árnason Leftchús. Purpurarauð tjöld. Skálmöld. Skruggur. Svækja. Spá- dómsnornir kyrja ginnandi vers um völd og upphefð. „Bumba barin er! brátt er Makbeð hér.“ Metnað- artryllt grimmd og ótti stíga dans. „Er þetta hnífur sem ég sé ... eða ert þú aðeins rýtingur hugans ...? Flærðarbros. Þar féll einn með rýt- ing í baki. Klappið nú! Ógn, ekki fögnuður, knýr klappið. í hvaða leik- húsi er þetta? Þjóðleikhúsinu, auðvit- að. Ekki á sviðinu og ekki á litla sviðinu heldur baksviðs, á göngun- um, í búningsherbergjunum en þó umfram allt á skrifstofunni. Það sem veldur því að sumar dýr- ustu perlurnar í arfí mannanna skína jafnvel enn skærar eftir að þær hafa fengið nafnið „sígild listaverk" er áreiðanlega ekki fyrst og fremst forvitni okkar um liðnar kynslóðir heldur miklu fremur sú staðreynd að eðli mannsins breytist ekki og hlutskipti hans er alltaf áþekkt þó að umhverfið taki stakkaskiptum. Fjögurra alda gamalt leikrit meist- ara Vilhjálms, Makbeð, fiallar um mann sem fellur í þá freistni að vinna ódæðisverk til áð sjá metnaðar- draum rætast. En auðvitað veitir sú blóði drifna upphefð engan frið. „Skilsöm réttvísin ber soradregg vors eigin eitur-kaleiks að vörum sjálfra vor.“ Eftir fyrsta ódæðið er engin leið til baka. Makbeð getur einungis unnið frest á syndagjöldum sínum með síharðnandi ógnarstjóm og fleiri níðingsverkum, ekki umflú- ið þau. Persóna Makbeðs er ekki ofin úr einlitum illskuþræði. Þar tvinnast saman það sem gott er og vont í bijósti mannsins. Makbeð veit að hann fyrirgerir sálu sinni, sterk öfl halda aftur af honum en jafnframt togar framagirndin af ómótstæðileg- um krafti. Hann hikar og tvístígur en grimm frúin brýnir hann harð- skeyttum orðum í ætt við realpólitík: „Þó óttast ég þitt eðli, það er of mengað mjólk hins blauta geðs til þess að bijótast beint. Þú þráir upp- hefð, — metnaðinn vantar ekki, — en án þess þó, að græska komi til. Þín hefðar-hyggja er helg á svip, vill engin brögð í tafli, en rangan vinning samt.“ Leikhúsið bregður, eins og öll list, upp spegli að lífinu. En leikhúsið er líka hluti af lífinu. Því gerast þar stundum baksviðs atburðir sem í spegli leikhússins mundu kallast skopleikir eða harmleikir eftir atvik- um. Oftast nær fer slíkt fram fyrir luktum tjöldum, kannski af tillits- semi við lífið eða leikhúsið, og ef það er svo leynilegt að það forðast bæði lífsins og sviðsins ljós kallast það baktjaldamakk. Um þessar mundir eru að gerast að tjaldabaki í Þjóðleikhúsi okkar atburðir sem óneitanlega minna á Makbeð. En snilld Vilhjálms er því miður fjarri. Tilvonandi þjóðleikhús- stjóri, Stefán Baldursson, sem hing- að til hefur virst prúður og hæglátur maður, er löngu áður en hann tekur formlega við embætti farinn að sveifla kringum sig beittu sverði valdsins af slíkri óbilgirni að sæmi- lega innrættu fólki býður við. Til- burðimir eru svo furðulegir að manni detta helst í hug viti firrt viðbrögð við sárum frýjunarorðum eins og þeim sem flagðið frú Makbeð lætur dynja á bónda sínum að eðli hans sé of mengað mjólk hins blauta geðs. Stefán er kominn á launaskrá við Þjóðleikhúsið til að fylgjast með starfseminni áður en hann taki við embætti af Gísla Alfreðssyni 1. sept- ember næstkomandi. Stefán boðaði til fundar við sig u.þ.b. tug lista- manna stofnunarinnar hvern á fætur öðrum. í stað þess að ráðgast við þá um framtíðarmálefni leikhússins stakk han'n að þeim uppsagnarbréfi bara rétt sisona. Meðal annarra sem hinn tilvon- andi leikhússtjóri sýndi þessa mak- beðsku háttvísi voru báðir fastráðnu leikstjórar leikhússins. Annar þeirra, Benedikt Ámason, átti að öðrum ólöstuðum fyrir margt löngu drýgst- an þátt í því að veita hingað til lands ferskum straumum með frækornum þess besta í samtímaleikhúsi um- heimsins einmitt þegar jarðvegur okkar eigin leikhúss var orðinn nógu gjöfull til að slík sáning gæti borið ávöxt. Sviðsetningar Benedikts á nýstárlegum leikritum, til dæmis Nashyrningunum eftir Eugene Io- nesco árið 1960 og Húsverðinum eftir Harold Pinter 1962, áttu eflaust ríkan þátt í því að einmitt á þéim árum var ieikhúsið í hávegum haft sem gáfuð og göldrótt listgrein. Benedikt hefur starfað við Þjóð- leikhúsið alla sína starfsævi, frá því hann kom ungur maður heim frá námi í Englandi. Hann hefur svið- sett í íjóðleikhúsinu á sjöunda tug verka af öllum hugsanlegur tegund- um. Reynsla hans af hinum íjöl- „Tilvonandi þjóðleik- hússljóri, Stefán Bald- ursson, sem hingað til hefur virst prúður o g hæglátur maður, er löngu áður en hann tek- ur formlega við emb- ætti farinn að sveifla kringum sig beittu sverði valdsins af slíkri óbilgirni að sæmilega innrættu fólki býður við.“ mörgu og ólíku þáttum leikhússins hefur m.a. nýst Þjóðleikhúsinu vel í uppfærslu stórra söngleikja. Bene- dikt verður sextugur á þessu ári. Þó að Stefáni Baldurssyni þyki þessi makbeðska afmælisgjöf hæfilegur þakklætisvottur leikhússins fyrir ævistarf Benedikts væri synd að segja að Benedikt gyldi í sömu mynt. Söngvaseiður, nýjasta uppfærsla Benedikts, troðfyllir nú Þjóðleikhú- sið svo að þess eru engin hliðstæð dæmi áður í sögu leikhússins. Upp- selt er á marga tugi sýninga, langt fram í tímann. Afraksturinn af þess- ari metsölu aðgöngumiða verður sá sjóður sem nýr leikhússtjóri hefur úr að spila í haust og myndi nú ein- hver ekki fúlsa við. Bóndi nokkur fyrir austan fjall, sem heyrði um tilburði nýja leikhús- stjórans, lét þessi orð falla um bú- mennsku Stefáns: „Eymingja, ræfils bjálfinn, hann byijar á að slátra mjólkurkúnni!" Brynja Benediktsdóttir er hinn leikstjórinn sem varð fyrir hnífsgleði hægláta leikhúsmannsins. Biynja hefur, líkt og Benedikt, lagt Þjóðleik- húsinu til allan sinn fræga kraft svo áratugum skiptir. Það þarf einstakt dauðyflisgeð og geldan smekk til að sjá ekki hversu mikilvægu hlutverki Brynja gegnir í leikhúsi okkar. Til dæmis fyrir sakir dirfsku og hugvits- semi hefur Brynju tekist að vinna ýmis stórvirki, sem eru í flokki eftir- minnilegustu leiksýninga. Eitt þess- ara verka, Inúk, sem Brynja var helsta driffjöðrin í, er til þessa dags frægasta og víðförlasta íslenska sýn- ingin á erlendri grund. Nú síðast urðum við aðnjótandi ljómandi upp- færslu Brynju á Endurbyggingunni eftir Havel í fyrravetur. Sú sýning hreif höfund leikritsins svo mjög er hann sá hana hér, sem forseti lands síns í opinberri heimsókn til íslands, að hann bauð Brynju til Tékkósló- vakíu að sjá fyrstu uppfærslu verks- ins í Prag. Þar var Brynja stödd þegar Stefán Baldursson rak sinn makbeðska kuta í bak starfssystkina hennar. Hann varð því að bíða milli bak-tjaldanna þar til færi gafst á Brynju er hún kom heim frá Tékkó. Aðrir listamenn sem lentu í vor- slátrun nýja bóndans við Hverfisgöt- una hafa unnið árum og jafnvel ára- tugum saman á þeim bæ og gengið í öll verk, smá og stór, fyrir smánar- kaup. Ekki eru þeir því að öllu leyti öfundsverðir sem taka eiga við af þeim, e.t.v. hópur sem nýi húsbónd- inn telur að verði sér mjög hand- genginn. Það er ekki af því að mér þyki uppsagnir þessa fólks hótinu skárri að ég fer ekki nánar út í þá sálma, heldur ætla ég að láta nægja dæmin af leikstjórunum tveimur vegna þess að þar er augljósast hvar persónulegir hagsmunir Stefáns og eiginkonu hans, Þórunnar Sigurðar- dóttur, kynnu að ráða ákvörðunum. Mörgum þykja þau tíðindi að leik- hússtjórafrúin skuli eiga að leikstýra hvorki meira né minna en tveimur verkum á stóra sviðinu fyrsta leiká- rið, sem Stefán Baldursson á að halda um stjórnvöl Þjóðleikhússins, lýsa svo miklum kjarki að jaðri við fífldirfsku. Og hafi honum ekki tek- ist að reka af sér roluorðið með uppsögnunum þá hljóti það nú að vera að eilífu þagnað. Þórunn hefur reyndar vakið verðskuldaða athygli fyrir liðugt málbein, aðdáunarvert sjálfstraust og fílefldan metnað til allra verka, einkum og sér í lagi mikið harðfylgi í hlutverki kosninga- stjóra Svavars Gestssonar sem í ráð- herratíð sinni skipaði Stefán Þjóð- leikhússtjóra. Stefán er að byija og nú þegar er búið að tryggja eigin- konunni tekjur fyrsta veturinn sem nemur árslaunum a.pi.k. tveggja þeirra fastráðnu leikara og leikstjóra sem Stefán hefur sagt upp. Áttu hinar makbeðsku aðfarir að tryggja þögn um svo umdeilanlegar ráðstaf- anir? Sú von hefur þá brugðist. Það er nefnilega fleira en leik- stjórnin sem Stefán hefur keypt af eiginkonu sinni yfir eldhúsborðið. Vegna aðstöðu sinnar var hann svo „heppinn" að næla í nýskrifað verk eftir Þórunni. Borgarleikhúsið hafði greitt Þórunni starfslaun til að ljúka leikritinu og vildi setja það upp á litla sviðinu en samkvæmt blaðavið- tali við leikhússtjórann, Sigurð Hró- arsson, kaus Þórunn heldur að sjá verk sitt á stóra sviði Þjóðleikhússins úr því að það stóð henni til boða. Einn meðlima verkefnavalsnefndar Þjóðleikhússins sagði mér að fyrsta verkið sem Stefán Baldursson lagði fyrir nefndina eftir að hann kom til starfa með henni hefði verið þetta leikrit Þórunnar. Sá kvað það og rangt, sem haft hefur verið eftir Stefáni Baldurssyni nýlega í fjöl- miðlum, að leikritavalsnefnd hefði einróma mælt með þessu verki. Lesendum til upplýsingar má geta AFMÆLISTILBOÐ í tilefni af 50 ára afmæli Grímsstaóa, Heiómörk 52, Hveragerói, bjóöum vió 1 5% Clfslátt af öllum trjáplöntum og runnum vikuna 25. mai - 1. júni. Ennfremur veróur boóió á sérstöku aff- sláttarverói eftirtaldar tegundir meóan birgóir endast: 3ja ára gljávíóir í pokum á kr. 90,- 3ja ára ösp ca 1 m í pokum á kr. 230,- 3ja ára birkikvistur í pokum á kr. 230,- Birki ca 70—90 cm í pokum á kr. 190,- Sem áður er mjög fjölbreytt úrval af sumarblóm- um fjölærum, kálplöntum og aó ógleymdu rósaúrvalinu. Veríð velkomin. Garðyrkjustöðin Grímsstadir, Heiómörk 52, sími 98-34230. Opió frá kl. 9.00-21.00. Sendum plöntulista. # Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ.ÞORGRÍMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Örnólfur Árnason þess að lágmarkstrygging til höf- undar fyrir leikrit er tæplega ein milljón króna og leikstjóralaun lausr- áðins leikstjóra eru miðuð við 6 mánaða laun fyrir hveija uppsetn- ingu. Eiginkonu leikhússtjórans eru því nú þegar tryggðar á þriðju millj- ón króna tekjur í lausamennsku vegna verkefna í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Sem. betur fer fyrir frúna útheimtir þetta þó auðvitað ekki viðveru hennar nema hluta vetr- arins þannig að hún getur væntan- lega aflað sér tekna víðar. Sannleikurinn er sá að tilvonandi stjórnandi Þjóðleikhússins hefur brugðist vonum þeirra sem bera hag leikhússins fyrir bijósti. Makbeð á að leika á sviðinu, ekki að leiða anda hans yfir leikhópinn. Og þó að fleira en heiðarleika og gott hjartalag þurfi til að vinna sigra á listasviðinu þá er andrúmsloft trausts og heilinda einna líklegast til merkilegrar sköp- unar i leikhúsi meðal annars vegna þess að leiklist er hópstarf. Hag- stæðust gróðrarskilyrði fyrir góða leiksýningu eru í senn fólgin í ör- yggi og spennu, öryggi gangvart hinum ytri skilyrðum, þ á m. starfs- aðstöðu og afkomu, en spennu gagn- vart hinu listræna viðfangsefni. Mér virðist Stefán Baldursson boða þá stórfurðulegu trú að óöryggi sé sjöundi himinn listamannsins. Enda er haft eftir honum og notað í fyrirsögn viðtals í DV 9. mars sl.: „Öryggið er listamönnum hættu- legt.“ Hefur mörgum ofboðið þessi yfirlýsing úr munni manns sem er meðlimur samtaka íslenskra lista- manna enda hefur það sjónarmið sem hún speglar varla heyrst áratug- um saman jafnvel ekki út úr rugluð- um bjánum. Það má Stefán reyndar eiga að hann hefur aftur og aftur komið öllum á óvart síðan hann var skipaður í hið háa embætti. En hlutverk þjóðleikhússtjóra er sannarlega ekki það að minnka öryggi leiklistarfólks. Þvert á móti er það skylda hans að standa vörð um starfsskilyrði leikhússins. Sú spenna, sem leikhússtjórinn mætti hins vegar gjarnan skapa, liggur í vali á ögrandi verkefnum og útsjón- arsemi í því að tefla saman kröftum sem við snertingu slá neista og kveikja bál. Þar nýtur sköpunargáfa góðs leikhússtjóra sín best. Og um metnaðinn er það að segja að hann þyrfti að ná út fyrir veggi heimilis leikhússtjórans og helst að vera fyrir hönd íslenskrar leiklistar eins og hún leggur sig. Um er að ræða listrænt leiðtogastarf en ekki verið að skipta um harðstjóra í ban- analýðveldi. Ef eiginkona eða aðrir skjólstæðingar búa yfir þeim hæfi- leikum, að leikhúsið geti ekki Iengur án þeirra þrifist, verður nýr leikhús- stjóri að kunna önnur ráð en blóðbað til að koma þeim hagsmunum í höfn. Það er ekki einungis ómaklegt gagn- vart þeim sem þannig er rutt úr vegi og áfall fyrir þá listamenn sem settir eru á til næsta vors, heldur og stórskaðlegt fyrir orðstír stofnun- arinnar. Hinn almenni leikhúsgestur og leiklistarunnandi kann illa við að sjá' blóðslettur upp um alla veggi í „Musteri íslenskrar tungu“. Vonandi þarf ekki skógur að fær- ast úr stað til að leikhúsið verði laust við þennan Flagða-tan. líöfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.