Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 35
Mifií 17.M .öS; aUDAOHAÐUAJ OIG i.ioií J>8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 35 Sjávarútvegsstofnun HÍ: Ráðstefna um hval- veiðar og hvalafriðun RÁÐSTEFNA um hvalveiðar og hvalafriðun verður haldin í tengslum við þing Alþjóðahval- veiðiráðsins í Reylqavík. Að ráð- stefnunni, sem haldin verður þriðjudaginn 28. maí og hefst klukkan 13 í stofu 101 í Odda, húsi Háskólans, standa Sjávarút- vegsstofnun Háskóla íslands og samtökin Lífsbjörg í norðri. Bjargfuglaegg úr Eyjum í Kolaportinu Bjargveiðimenn úr Bjarnarey í Vestmannaeyjum munu sejja ný- orpin svartfuglsegg í Kolaport- inu í dag, laugardag, og einnig bjóða þeir upp á fýlsegg. Bjargveiðimennirnir lágu við í Bjarnarey um eggjatímann, en Bjarnarey er eina úteyjan í Vest- mannaeyjum þar sem enn er sigið hefðbundið og skipuiega á svart- fuglabælin í bjarginu. Lengstu sigin eru nokkuð á annað hundrað metra löng þar sem bjargmaðurinn tekur tuga metra löng rið á milli staða í berginu og út frá því.Aður fyrr voru tekin allt að 10 þúsund egg í Bjarnarey, en til þess þurfti mikinn fjölda bjargveiðimanna. A ráðstefnunni verður fjallað um spurningamar hvort hvalir séu óvenju gáfaðar skepnur, hvort sér- staða þeirra sé slík að ástæða sé til að veita þeim hvalréttindi í líkingu við mannréttindi og hvort siðferðilega rangt sé að veiða hvali undir öllum kringumstæðum. Frummælendur verða dr. Margaret Klinowska frá Cambridge háskóla í Englandi, dr. Milton Freeman frá Alberta háskóla í Kanada og Finn Lynge frá danska utanríkisráðu- neytinu. Fulltrúum hvalfriðunar- sinna var boðin þátttaka en þeir höfnuðu sökum tímaskorts. í frétt frá Sjávarútvegsstofnun- inni segir, að nú sé ljóst að hvalaum- ræðan snúist ekki eingöngu um ofveiði og vistfræðilega hlið veið- anna. Þær raddir fái æ meiri hljóm- grunn að banna eigi hvalveiðar með öllu, jafnvel þótt ekki sé um ofveiði að ræða. Rökin fyrir og gegn friðum séu margvísleg og m.a. hafí birst grein í bandarísku lögfræðitímariti nýlega þar sem farið var fram á að hvalir öðluðust hvalréttindi í líkingu við mannrétindi. Ábyrg hag- nýting nátttúruauðlinda sé málefni sem varði lífshagsmuni íslendinga og þar sem á þingi Alþjóðahvalveið- iráðsins sé tekist á um grundvallar- reglur auðlindanýtingar sé ástæða til að kalla til opinnar og almennrar umræðu um þetta mál. Altaristaflan frá 1770, máluð af Jóni Hallgrímssyni. Gömlu meistararnir íGalleríBorg UM HELGINA verður sölusýn- ing á verkum gömlu meistar- anna í Gallerí Borg við Austur- völl. Myndir eftir Ásgrím Jónsson, Snorra Arinbjarnar, Þorvald Skúlason, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Blöndal, Mugg og fleiri verða til sýnis og sölu, einnig tvær stórar olíumyndir eftir Kjarval sem ekki hafa verið sýndar áður, báðar málaðar um 1950. Einnig verður á sýningunni alt- aristafla frá 1770, máluð af Jóni Hallgrímssyni fyrir séra Rafn Jónsson á Hjaltabakka. Jón Hallgrímsson, f. 1730 - d. 1808, var þekktasti málari hér á landi á seinni hluta 18. aldar. Jón mun hafa numið málaralist erlendis. Taflan er vængjatafla, 56 cm að hæð og 80 cm að lengd. Miðmynd- in sýnir hina heilögu kvöldmáltíð. Á vængjunum eru myndir af bræðrunum Móses, sem heldur á steintöflum með boðorðunum tíu og Aroni, sem Móses vígði til æðstaprests ísraelsmanna sam- kvæmt fyrirmælum Guðs. Kirkjan á Hjaltabakka var lögð niður árið 1985 og mun altaris- taflan hafa verið seld til Danmerk- ur eftir það, en hún var keypt aftur til landsins árið 1988 og er nú í einkaeign. Sýningin í Gallerí Borg er opin um helgina frá kl. 14.00-18.00 og einnig næstu viku 14.00-18.00, henni lýkur föstudaginn 31. maí. Flóamarkaður ÁRLEGUR flóamarkaður Upp- eldis- og meðferðarheimilisins í Sólheimum 7, Reykjavík, verður haldinn á sunnudaginn kemur, 26. maí, kl. 14-17 í Safnaðarheim- ili Langholtskirkju. Þar verða til sólu mjög ódýr föt, búsáhöld og skrautmunir. Uppboð verður á húsgögnum og góðum munum kl. 15.00. Einnig verður tombóla og blómamarkaður. Meðferðarheimilið í Sólheimum 7 er heimili fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára sem þurfa á aðstoð að halda. Heimilið sem er ein heild innan Unglingaheimilis ríkisins tók til starfa 1. september 1985 og geta 7 unglingar búið þar á hverjum tímá. Á heimilinu er lögð mikil áhersla á tómstundastarf og skipa ferðalög, bæði innanlands og utan, stóran sess í því starfi. í sumar er fyrirhug- að ferðalag hér innanlands og er nú unnið að fjáröflun til þeirrar ferðar. Kirkjureið Fáks ÁRLEG kirkjureið Fáks verður sunnudaginn 26. maí. Farið verður frá félagsheimilinu í Víðidal kl. 9.30 og hesthúsum félagsins við Bústaðaveg kl. 10.30. Messað verður kl. 11.00. Blásarasveit leikur, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Signý Sæmunds- dóttir syngja stólvers. Gunnar Ey- jólfsson og Klemens Jónsson lesa ritningarlestur. Stefán Pálsson bankastjóri predikar. Prestur verður séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti verður Jón Stefánsson. í kvöld: Ítveirvinir| ¦ ogannarifni 1 > ÍSLANDSVINIR Þessa helgi halda þeir upp á árs afmæli hljómsveitarinnar. Laugawegi 45 - s. 21255 Auk þeirra verða gestahljóðfæraleikarar. VITASTIG 3 .SÍMI623137 "¦ Laugard. 25. maí opid kl. 20-03 BLÚSKVÖLD VINIR DÖRA w¥ ít POTTPETT KVOLD - VINIR DÓRA SVÍKJA ENGAN JAPISS PÚLSINN Hinir geysi- vinsælu Papar frá Vestmannaeyjum skemmta gestum Rauða ljónsins í kvöld. Snyrtilegur klæðnaður. DRAGSHOW LAUGARDAGSKVÖLD GIONNE WARWICH AND THE CINDARELLAS DIANA ROSS AND THE SUPREMES ALDURSTAKMARK 20 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.