Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 CBL— © 1991 Jim Unger/Oistributed by Universal Press Syndicate . þettc** i/oru I7.0O, istzr ekki svo ? Ast er ... .. .að biðja ætíð fyrír hon- um. TM Reg. U.S. Pat On\—ali hghts reserved c 1991 Los Angeles Times Syndicate *-//!' r)|tH ^lhi W" Þú ættir að sjá hve garðurinn Ég myndi selja 'ann og nota er fínn! peninganna í eitthvað af viti..? HOGNI HREKKVISI Lögmál kærleikans Guð er kærleikur, segir í heilagri ritningu. Hann vill að allir menn komist til iðrunar. Hatrið er svo ríkt í mönnum og stoltið, sem grefur undah elskunni og fyrirgefningunni. Okkur ber að elska þá menn sem Guð elskar. Slíkt er afar eðlilegt þeim sem Guð hefur opinberað sig. Þegar Jesús Kristur gekk um á meðal okkar fyrir nærri tvö þúsund árum kom hann að söfnuði manna á götu úti. Þar átti að fara að grýta konu, með öðrum orðum að taka hana af lífi, vegna þess að hún hafði gerst brotleg við lögmálið. Jesú Kristi fannst mennirnir ekki geta gert konunni þetta. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum", sagði hann. Allir fóru, því auðvitað var enginn þeirra syndlaus. Sonur Guðs hafði bjargað konunni en sagði um leíð við hana, að syndga ekki framar. Margt er það sem leiðir til sund- urþykkju í samskipum okkar manna. Við sjáum gjarnan fjand- - mann og óvin í hverju horni. Af því að Jón er ekki af sama litarhætti og við, þá útilokum við hann. Vegna þess að Pétur hefur ekki spmu trú, þá útskúfum við honum. Út af því að Páll er annarar skoðunar en við í kosningabaráttunni, þá rægjum við hann. Og enn alvarlegra er ástandið í stríði á milli þjóða, þegar menn drepa menn bókstaflega. Hugarfarsbreytingar er þörf. Ef okkur er.kennt að Guð elski alla menn; Jón, Pétur og Pál, hermenn beggja megin víglínunnar - þá er ómögulegt að hata þá sem Guð el- skar, ógerlegt að drepa þá sem Guð ber umhyggju fyrir. Köllum ekki yfir okkur þessa bölvun, sem við sjálf erum völd að og gætum verið laus við, ef við temdum okkur kris- tið hugarfar og elskum þá menn sem Guð elskar. Einar Ingvi Magnússon HEILRÆÐI Hestamenn, sem eru á ferð nálægt vegum, þurfa að sýna mikla gætni. Ökumenn, sem verða varir við hestamenn, eiga að draga úr hraða og reyna að koma í veg fyrir óhöpp. Eignaupptaka Nýlega kom fram í fjölmiðlum sú skoðun hjá formanni BSRB að ,, HMB K&n PyiziR. (áír<*R/NN Þ/NN/7J " Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeiiia, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. vextir og afföll húsbréfa jöðruðu við eignaupptöku. Ég get ekki annað en verið skoðun formanns- ins algerlega sammála. En það er einnig önnur eignaupptaka í gangi hjá þeim bönkum er lána öldruðum fé til framkvæmda vegna íbúðarbygginga í sambýlis- húsum. Vextir þessara banka- stofnana eru nú 19 prósent - trú- lega hæstu vextir í öllu kerfinu enda þótt lánin séu gulltryggð. Þetta er orðið alveg óviðunandi og getur vart heitið annað en okur. Seðalbanki og ráðherra bankamála hljöta að gera eitthvað til þess að stöðva þessa ósvinnu. Gamall eftirlaunamaður Víkverji skrifar Gríðarlegar breytingar eru að verða á allri þjóðfélagsgerð Vesturlanda og þá einnig hér á landi. Fróðlegt er að lesa hverju framtíðarfræðingar spá,um þróun næstu ára. Meðal þess sem við blas- ir er t.d. að ungt fólk mun þurfa að borga mun meira í lífeyris- greiðslur, þannig að Iífeyrissjóðirnir geti staðið við skuldbindingar sínar við ört fjölgandi gamalt fólk. Búast má við því að um 30% af ævitekjum hvers manns renni til aldraðra, sjúkra og atvinnulausra. Á sama tíma hefur kostnaður við öflun hús- næðis farið hraðvaxandi, hjá ungu fólki nálgast hann um 40% af ráð- stöfunartekjum í stað um 15% áð- ur. Með öðrum orðum: hlutfall þjóð- artekna til lífeyrisgreiðslna hefur í öllum vestrænum löndum aukist mikið. I sumum löndum er um þre- földun að ræða, en á sama tíma hefur kostnaður við menntun á íbúa minnkað mikið og er ástæðan að sjálfsögðu færri barneignir. Þessi þróun hefur verið áberandi í Þýska- landi og Skandinavíu og er að byrja hér einnig. xxx ^I enntun verður lykilatriði i "*¦"* framtíð okkar. Þeir sem best læra munu spjara sig framar hinum. Aðalatriðið er þó að sá tími er lið- inn að menn afli sér menntunar til lífstíðar; framtíðin felur í sér lær- dóm alla ævina. Stöðugt stærri hluti vinnutíma hvers manns fer til end- ur- og viðbótarmenntunar og reikna má með því, að innan nokkurra ára fari um 20% vinnutímans í ýmiss konar menntun; að meðaltali einn dagur af hverjum fimm. Sú mennt- un mun í æ ríkari mæli færast frá ríkisreknum skólum til fyrirtækja og stofnana á þeirra vegum og annarra einkarekinna skóla. Grósk- an á þessu sviði á eftir að aukast gríðarlega á næstu árum. Vaxandi markaður er fyrir alls kyns fjar- kennslu, þar á meðal elsta afbrigð- ið, bækur. xxx Við Háskóla íslands er verið að undirbúa ýmis nýmæli í fjar- kennslu, sem munu marka brautina hér á landi. Kennslusjónvarp er einn þeirra möguleika sem í skoðun eru, en aðrir ekki síður spennandi, eru einnig í þróun, t.d. fjarkennsla með tölvum. Gríðarlega mikið magn af kennslu- og námsgögnum er á hverju ári skrifað fyrir einstök nám- skeið Háskólans, sem gætu nýst á auðveldan hátt til fjarkennslu. Nemendur, hvar sem er á landinu, gætu þá tengst Háskólatölvu og farið í gegnum námskeiðsefnið. Þar gæti verið um að ræða texta, verk- efni og jafnvel myndefni. Þessu til viðbótar gætu komið tengsl við er- lenda gagnabanka. Möguleikarnir á þessu sviði eru nánast ótæmandi og verða raunverulegri með hverju misseri sem líður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.