Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 11 VERÐLAUNASAMKEPPNi: vttð Ww - LEIT AD NAFNI - Flugbjörgunarsveitirnar og Hjálparsveitir skáta hyggjast nú sameina landssambönd sín og stofna eitt öflugt björgunarfélag. Tilgangurinn er að efla björgunarstarf á íslandi. Kostir þessarar sameiningar eru ótvírœðir fyrir almenning í landinu og sveitirnar sjálfar: Samnýting mannafla og tœkja, skilvirkara skipulag og yfirstjórn, markvissari þjálfun ogfrœðsla. Flugbjörgunarsveitirnar og Hjálparsveitir skáta hafa verið með öflugustu björgunarsveitum landsins um áratuga skeið. Þær hafa sinnt björgunarstarfi og starfi að almannavörnum eins og alþjóð veit. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu: Tímafrekt þjálfunarstarf, útköll til leitar í lofti, láði og legi - hvenær sólarhrings sem er - á öllum árstímum. Fyrstu Flugbjörgunarsveitirnar eru stofnaðar skömmu eftir Geysisslysið á Vatnajökli 1950. Þær eru nú 6 talsins með u.þ.b. 500 félaga. Fyrsta Hjálparsveit skáta var hinsvegar stofnuð nokkru eftir Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930. Þær eru nú 22 með u.þ.b. 1500 félaga, þar af um 1000 í virkri útkallsþjálfun. VERÐLAUNASAMKEPPNI: Hér með er efnt til opinnar verðlaunasamkeppni um heiti á hinum nýju samtökum. Nafnið þarf að vera þjált, en að öðru leyti eru gefnar frjálsar hendur. Samkeppnin er öllum opin Tillögum, merktum sendanda, skal skila fyrir laugardag, l.júní og senda til: '' Nafnasamkeppni'' Pósthólf 5126 125 Reykjavík Glæsileg verðlaun! 1. verðlaun: Utanlandsferð að eigin vali kr. 150.000.- 2. - 11. verðlaun: Bakpokar, KARRIMOR, frá Skátabúðinni Dómnefnd velur síðan það heiti úr tillögunum, sem hún telur best. Dregið verður úr tillögum komi fram fleiri en ein um verðlaunaheitið. LANDSSAMBAND FLUGBJÖRGUNARSVEITA P#n LANDSSAMBAND U^j HJÁLPARSVEITA SKÁTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.