Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1991 Þorkell Þorleifs- son - Minning Fæddur 9. maí 1907 Dáinn 14. maí 1991 Höfðingi er fallinn. Hann beið ósigur fyrir elli kerlingu. Vel var hann viðbúinn, enda vissi hann að ekki þýddi að streitast á móti þar sem hún hafði komið sjálfum guðin- um Þór á kné. í þessum efnum var hann raunsær eins og endranær. Raunsær var hann og skarpskyggn á alla tilveru manna hér á jörð. Snemma horfði hann á yfirgang veraldlegs og geistlegs valds. Það var því eðlileg afstaða að taka ætíð málstað hins minnimáttar og þess, sem undir högg átti að sækja. Með réttu eða röngu komst hann á þá skoðun að kirkjan væri tæki vald- hafa til þess að stjórna lýðnum sér til þjónkunar. Þetta átti eflaust við um önnur trúarbrögð einnig. Það var því fagnaðarefni fyrir hann, þegar hann kynntist kommúnism- anum, sem hélt fram rétti hins minna megandi lýðs til þess að stjórna eigin málum og stefndi að jafnrétti allra manna. Hann gekk því manna einarðlegast til verks til þess að vinna þessum málstað brautargengi. Ef undirritaður getur rétt til munu þar ekki hafa verið neinar málamiðlanir til umræðu. Hann og félagar hans voru kenndir við götu í Reykjavík og kallaðir Bröttugötu-kommar. Ekki mun þá, sem til þekktu, hafa fýst til kapp- ræðna við þann flokk, enda úrval gáfumanna vel menntaðra. En þeg- ar félagar hans fóru að stunda póli- tískar málamiðlanir voru það svik við málstaðinn, menn stóðu ekki við það, sem sagt hafði verið. Það var ekki betra en að níðast á lítil- magnanum. Og þegar félagar hans Einar og Brynjólfur, sem veittu flokknum forustu, voru orðnir svo hægrisinnaðir að ganga til stjórnar- starfa með erkifjendunum, stjórn- endum auðs og valda, þá var nóg komið og þeir gátu átt þetta allt saman. Eftir það var ekki lengur um pólitíska þátttöku að ræða. Það munu líka hafa verið sár vonbrigði að foringjum hreyfíngarinnar aust- ur í álfu tókst heldur ekki að ná settu marki, þó að ekki væru þar málamiðlanir til trafala. En það var kannski mönnunum en ekki mál- staðnum að kenna. Hann bar því mál hinna undirokuðu fyrir brjósti til hinsta dags. Því fór fjarri að þessi fjölhæfi maður sæi ekkert nema eymd í þessu lífi. Hann var einn gagn- menntaðasti maður, sem ég hef kynnst. Hann kunni skil á tónlist, myndlist og ekki síst bókmenntum. Að vísu var skipulögð skólaganga aðeins 10 mánuðir. Sannaðist þar enn að menntun manna fer ekki eftir því hve löngum tíma þeir hafa eytt innan skólaveggja, heldur þeirri vinnu, sem þeir hafa notað til þess að fræðast og skilja hugsan- ir annarra og þeirri einlægni, sem í þá vinnu er lögð. Þetta leiddi ósjálfrátt til þess að hvers kyns list- amenn drógust að honum og sótt- ust eftir félagsskap hans. Kom þá t Ástkær móöir, tengdamóðir og amma 'okkar, GUÐRÚN SCHIÖTH LÁRUSDÓTTIR, áður til heimilis á Langholtsvegi 2, lést á öldrunardeild Borgarspítalans fimmtudaginn 23. maí. Eygló Yngvadóttir, Haraldur Haraldsson, Erna Ludvigsdóttir, Elsa Haraldsdóttír, Gústaf Óskarsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA SIGURÐSSONAR, Háa-Rima, Þykkvabæ. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks Sjúkrahúss Suður- lands. Jóna K. Guðnadóttir, Guðrún Guðnadóttir, Sigríður F. Guðnadóttir, Sigurður Guðnason, Guðjón Guðnason, Sigvaldi Armannsson, Guðlaugur Árnason, Benedikt Júlíusson, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Magnea Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát dóttur okkar, stjúpdóttur, systur og dótturdóttur, HÖRPU MATTHÍASDÓTTUR, Heiðmörk 55, Hveragerði. Kolbrún Hilmarsdóttir, Vilhjálmur B. H. Roe, Matthias Gilsson, Gils Matthíasson, Hilmar Páll Haraldsson, VilhjálmurV. Rose, Ásta Sölvadóttir, Hilmar Valdimarsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát bróður okkar, mágs og frænda, BJÖRNS J. SIGURÐSSONAR múrara, Bústaðavegi 95. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki lungnadeildar Vífils- staðaspítala fyrir frábæra umönnun. Erna S. Sigurðardóttir, Pétur Kjartansson, Dagbjört Sigurðardóttir, Kjartan Guðmundsson, Eybjörg Sigurðardóttir, Geir J. Geirsson og systkinabörn. stundum fyrir að ekki voru þeir allir sannir og þynntist þá hópurinn þegar dró úr auraráðum. Sannir vinir úr þessum hópi sóttu þó í vizkubrunninn til hins síðasta og miðluðu list sinni og vináttu á móti. Varla er nokkur móðgaður þó að ég færi einum úr þessum hópi, Þor- geiri Þorgeirssyni, rithöfundi, sér- stakar þakkir fyrir umhyggju hans. Svo undarlega, sem það kann að hljóma eftir það, sem að framan er sagt, þá kunni hann að vera með höfðingjum. Maðurinn var hár vexti og myndarlegur á velli, þannig að allir, sem börðu hann augum, vissu að þar fór höfðingi. Sjálfkrafa varð hann miðpunktur þar sem hann var staddur. Hann kunni enda skil á flestum hlutum, ekki aðeins listum. Hann er sá leikmaður, sem ég hef vitað hvað bezt kunna skil á biblíu kristinna manna. Ekki nóg með það. Hann kynnti sér til hlítar gang fjármáia í hinu kapítalíska þjóðfé- lagi, sem hann varð að hlíta. Hann eignaðist því marga góða kunningja úr fjármála- og atvinnulífínu. Eru það nokkur undur að menn sæktust eftir félagsskap svo fjölhæfs manns? Við, sem þekktum hann, snerum okkur jafnan til hans þegar vanda bar að höndum. Þar hittum við allt- af fýrir mann, sem lagði öllum vin- um sínum lið og af reynslu sinni gat hann jafnan fundið nýjar leiðir út úr hvers konar vanda. Hann rak lengst af húsgagnabólstrun. Hann var mjög á mínum aldri, sem nú er, þá er ég kynntist honum 1960. Tilefnið var að dóttir hans hafði tekið bónorði mínu. Æ síðan miðlaði hann mér af þekkingu sinni og er það eitt mitt mesta happ, að hafa fengið tækifæri til þess að rökræða við hann um hin margvísle- gustu málefni og hinstu rök til- verunnar. Eins og ráða má af því, sem að framan er sagt, var ekki skortur á umræðuefnum. Ég vona að þau ár, sem ég kann að eiga eftir, geti nýst jafn vel og hjá hon- um til samskipta við mér yngra fólk. Um það leyti sem við kynntumst varð ættfræðin mesta áhugamálið. Brennandi áhugi fyrir sögunni og forfeðrunum átti þá hug hans. Kom sér þá vel hið feikigóða minni, sem aldrei brást. Afkomendur hans og tengdabörn njóta nú þeirrar miklu vinnu, sem hann lagði í að rannsaka og skrá ættir barna sinna og tengdabarna. Hann hét fullu nafni Þorkell Þor- leifsson, fæddur 9. maí 1907. Hann var því fimm daga framyfir 84 ár þegar kallið kom. Hann var fæddur Daníel Friðriksson Akranesi - Minning Fæddur 21. maí 1909 Dáinn 17. maí 1991 í gær var til moldar borinn fyrr- um tengdafaðir minn Daníel Frið- riksson bifvélavirki. Hann var einhvern veginn svo fastur punktur í lífi mínu alla tíð að ég hef varla áttað mig á að hann sé farinn af verkstæðinu yfir á annan og stærri vinnustað. Þar er auðvitað margt sem kemur upp í hugann við svona þáttaskil, marg- ar skemmtilegar og yndislegar stundir og verða ekki allar rifjaðar upp, læt ég nægja að segja frá nokkrum atvikum, nokkurskonar svipmyndum. Efst í huga mér kem- ur sú stund er ég kom í fyrsta sinn á heimili hans og hans yndislegu konu Rósu, þá í fylgd sonar þeirra og væntanlegs eiginmanns míns, Haraldar. Þau tóu mér tveim hönd- um og voru mér alla tíð elskuleg og hjálpsöm, ég var alltaf velkomin á þeirra heimili og ekkert síður eft- ir að leiðir okkar Haraldar skildu. Synir okkar, Daníel, Friðrik og Sig- urður Vignir, áttu líka góðar stund- ir á verkstæðinu hjá afa sínum, því þótt mörgum fullorðnum þætti yfir- borð gamla mansins hijúft, var hann einstakur bama- og dýravinur og það eitt segir heilmikið um hvern mann hann hafði að geyma. Hann var þeim ekki bara venjulegur afi, hann var þeim bæði kennari og ein- staklega góður vinur sem þeir tre- ystu og það sem afi „Dani“ sagði voru lög. Daníel var nágranni minn alla tíð, ég átti heima hinumegin göt- unnar og vissi ég að gamli maður- inn fylgdist vel með okkur og reynd- ist mér og drengjunum mínum mik- ill drengskaparmaður og góður vin- ur og fyrir það verð ég ávallt þakk- lát. Önnur svipmynd er þegar við Björn (seinni eiginmaður minn) fór- um með Daníel til Reykjavíkur á stóra bílasýningu hjá Fornbíla- klúbbnum. Þegar við komum í and- dyrið tóku á móti Daníel gamlir „Skagamenn“ og.miklir bílaáhuga- menn og gengu með honum um allt og sýndu honum, en hann gat aldeilis sagt þeim sitt af hveiju um bílana. Hann Ijómaði allur og mér fannst hann allur yngjast upp, verða allt að því strákslegur. Hann sagði mér seinna að sér hefði fundist hann vera 30 árum yngri þarna á bílasýningunni. Daníel var fæddur á Eystra-Súlu- nesi í Melasveit 21. maí 1909. For- eldrar hans voru Friðrik Bergsson og kona hans, Steinvör Guðmunds- dóttir. Ungur maður var Daníel strax alþekktur af miklu tápi og dugn- aði. Hann var með þreknari mönn- um og allur hinn karlmannlegasti og jötunn að burðum. Hann flutti hingað til Akraness 1925 og varð einn af fyrstu bifreiðastjórunum hér, síðar meistari í bifvélavirkjun og byggði stórt bifreiðaverkstæði á tveim hæðum og íbúð í hluta neðri hæðarinnar. Þetta var Suðurgata 126 og þar hefur heimili hans verið síðan árið 1938. Um margra ára- tugaskeið var þarna rekin grósku- mikil starfsemi. Þarna fengu marg- t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför JÓDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR, Merkjateigi 7, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem gerðu henni lífið léttara í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Kristín Jakobsdóttir, Ólafur Unnsteinsson, Hannes Ólafsson, Þórdis Torfadóttir, Kristín Hannesdóttir, Ásdís Hannesdóttir, Ólafur Hannesson. í Selárdal í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Þorleifur Jónsson og Jó- hanna Ólafsdóttir, sem þar bjuggu. Þau bjuggu á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi og Mýrum, en fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þá fyrst í Langholti og síðast í Breiðholti. Þorleifur og Guðmundur sonur hans voru síðustu bændur á þeirri jörð, sem lifðu af gróðri jarðarinnar. Nú búa þar tugþúsundir og það er viss- ulega lífsreynsla að ganga um þetta svæði núna með þeim, sem þar hafa áður aðstoðað við hefðbundin bústörf. Þorkell var kominn af traustum ættum úr Dölum og af Snæfells- nesi. Flestir forfeðurnir hafa verið vel upplýstir bændur og ljóst að Þorkell hefur þaðan móttekið menn- ingararfinn og leitast við að skila honum áfram. Þorkell fluttist ungur til Reykja- víkur. Hann stundaði þar ýmis störf, en hóf fljótlega vinnu við húsgagnabólstrun og varð meistari í þeirri grein. Hann rak verkstæði í greininni um áratugaskeið. Þar sem annars staðar kom fram ná- kvæmni og vandvirkni og virðing fyrir því verkefni sem unnið var að. Því var hann eftirsóttur þegar vanda þurfti til verks. Um 30 ára skeið bjuggu þau saman Lilja Eiðsdóttir og hann. Hún er einnig ættuð af Vestur- landi, þ.e. Breiðafirði og norðan- verðu Snæfellsnesi. Þeim varð sjö barna auðið og lifa öll. Afkomendur þeirra eru nú 34. Nú er dagur að kveldi. Góðu dagsverki hefur verið skilað. Megi íslenzk þjóð njóta fleiri manna á borð við tengdaföður minn. Magnús Bjarnason ir sína menntun í bifvélavirkjun og þarna bar margan viðskiptavininn að garði. Reyndar hefur þetta verk- stæði verið rekið með sóma um langt árabil og átti Daníel marga trygga og góða viðskiptavini og kunningja öll þessi ár. Daníel var greiðugur maður og úrræðagóður. Fyrr á árum hafði hann allt eftirlit og viðgerð á áætl- unarbílum Norðurleiðar. Öllum þótti gott að eiga hann að því hann var maður traustur, sannur og áreiðanlegur. Lengi er Daníel búinn að eiga nokkrar kindur sér til gamans í litlu húsi á lóðinni. Svo átti hann sumar- bústað og tún hér ofan við Akra- nes. Þetta búsýsl veitti honum ómældar ánægjustundir því hann var mikill dýravinur eins og áður var sagt. Kona Daníels var Rósa Þ. Ben- onýsdóttir, hún var fædd 5. nóvem- ber 1908, en hún lést 15. febrúar 1966. Synir þeirra eru: Benoný Guðberg, bifvélavirki f. 1932. Mar- geir Steinar f. 1935, sem lést í bíl- slysi árið 1942. Haraldur Steinar, bifreiðastjóri f. 1946. Fóstursonur þeirra hjóna er Margeir Rúnar Daníelssoh (Vigfússonar), hagfræð- ingur f. 1941. Þeir eru allir kvænt- ir. Barnabömin eru orðin 11 og barnabarnabörnin 4. Ég bið algóðan Guð að blessa látinn heiðursmann og þakka sanna vináttu og kærleikshug. Blessuð veri minning hans. Sigga Grein þessi átti að birtast í blaðinu í gær. Beðist er velVirð- ingar á að svo varð ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.