Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 20
20 MORríTTNRT AOTF> r ATiíiAPnA/ : A J l Gro Harlem Brundtland um EFTA-ríkin: Framlag allra þarf ekki að vera hið sama GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, áréttaði á leiðtoga- fundi Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) í Vínarborg í gær að norska stjórnin myndi hvergi hvika frá kröfu sinni um greiðan að- gang fyrir sjávarafurðir að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í samn- ingaviðræðunum við Evrópubandalagið (EB). Stjórn sín viðurkenndi jafnframt að EFTA-ríkin þyrftu ekki öll að leggja það sama af mörk- um til að stuðla að réttlátri lausn deilunnar um sjávarútveginn. Brundtland sagði í ræðu sinni að órofa tengsl væru milli deilunnar um sjávarútveginn og annarra ágrein- ingsmála, þ.e. um landbúnað og stofnun þróunarsjóðs EFTA í þágu fátækari ríkja EB. „Við getum ekki fallist á samning um EES án þess að deilan um fisk- Danmörk: 300.000 án at- vinnu árið 1992 Kaupmannahöfn. Frá Nils ‘Jergen Bruun, fréttamanni Morgunblaðsins. í nýrri skýrslu frá danska efnahagsmálaráðinu er spáð 26 milljarða danskra króna (240 miHjarða ÍSK) halla á fjárlögum ríkisins fyrir árið 1991 og 16 milljarða halla 1992. Því er enn fremur spáð að tala atvinnulausra fari upp í því sem næst 300.000 árið 1992. Búist er við 1% aukningu þjóðarframleiðsl- unnar árið 1991 og 3% aukningu 1992, aðallega vegna aukinnar eft- irspurnar heima fyrir. inn verði leyst á sanngjarnan hátt,“ sagði forsætisráðherrann. „Við styðjum heilshugar þá afstöðu EFTA að ekki beri að tengja greiðan að- gang að mörkuðum við aðgang að auðlindum. Innan EFTA eru toll- frjáls viðskipti með sjávarafurðir og hið sama er að segja um EB. Því ber að semja um tollfijáls viðskipti með sjávarafurðir innan EES,“ sagði Brundtland. Hún bætti við að helsta markmiðið með stofnun Evrópska efnahagssvæðisins væri að skapa sömu skilyrði fýrir fyrirtækin á markaðinum og sjávarútvegurinn ætti ekki að vera undanskilinn. „Tollfijáls og greiður aðgangur fyrir sjávarafurðir að Evrópska efna- hagssvæðinu alls ræður úrslitum um hvort hægt verður að fallast á samn- inginn," sagði norski forsætisráð- herrann. „Til að ná þessu markmiði eru Norðmenn reiðubúnir að leggja sitt af rriörkum. Því viðurkennum við að EFTA-ríkin þurfi ekki öll að leggja það sama af mörkum til að stuðla að sanngjarnri iausn. Nú bíðum við eftir raunsæju tilboði frá EB til EFTA og á því munum við byggja þegar við leitum lausna á þeim málum, sem enn eru óleyst." Reuter Morðingi Gandhis á myndinni? Indverska lögreglan telur að Rajiv Gandhi, fyrrver- andi forsætisráðherra Indlands, hafi verið grandað með plastsprengiefni, svonefndu RDX, sem kona hafi borið á sér innanklæða. Sprengjan hafi verið bundin við mitti konunnar, er hélt á blómvendi, og hún hafi sjálf tendrað hana. Lík konunnar sem grunuð er um verknaðinn skaddaðist mjög en andlitið þó ekki og kanna lögreglumenn nú ljós- myndasöfn sín til að reyna að bera kennsl á hana. Skæruliðar úr röðum tamíla eru enn sterklega grunaðir um aðild að morðinu. Myndina tók ljós- myndari á staðnum rétt skömmu áður en spreng- ingin varð, hann fórst sjálfur en myndavélin fannst. Telur lögreglan koma til greina að konan í miðju hafi verið morðinginn. SUMARTILBOÐ ITALSKAR MOKKASINUR Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI KR. 3.990- HERRASKÓR, LITIR: SVART OG BORDO DÖMUSKÓR STÆRDIR 36-41 LITIR: SVART, BLÁTT OG BORDO KRINGLUNNI 8 - 12, 889343 ^MÍLANO LAUGAVEGI 61 S. 10655 Yfirlýsing leiðtogafundar EFTA-ríkjanna: Skilyrði fyrir EES er fullnægjandi lausn í sjávarútvegsmálum LEIÐTOGAR EFTA-ríkjanna ítreka þá sameiginlegu stefnu sína, að fullnægjandi lausn á deilunum um sjávarútvegsmálin sé skilyrði fyrir samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Kemur þetta meðal annars fram í lokayfirlýsingu leiðtogafundarins, sem haldinn var i Vín í Austurríki, en honum lauk í gær. Lokayfirlýsing leiðtoga EFTA- ríkjanna og ráðherra EFTA-málefna fjallar að langmestu leyti um samn- inga bandalaganna, EFTA, Fríversl- unarbandalags Evrópu, og EB, Evr- ópubandalagsins, um Evrópska efnahagssvæðið en einnig er vikið nokkuð að aukinni samvinnu EFTA við önnur ríki, einkum nýfijálsu ríkin í Mið- og Austur-Evrópu. I sjötta lið yfirlýsingarinnar, þar sem fjallað er um sjávarútvegsmálin, segir á þessa leið: „Varðandi fískimálið, sem er óleyst, áréttum við afstöðu okkar um, að samningurinn eigi að fela í sér fijálsan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Fullnægjandi lausn fyrir EFTA-ríkin á sviði sjávarafurða er skilyrði fyrir EES-samningi. Þetta mál er óijúfanlega tengt því, að hægt sé að ná heildaijafnvægi ábata í samningnum fyrir alla aðila að honum. Við áréttum, að engin tengsl geta verið á milli markaðsaðgangs og aðgangs að fískveiðilögsögu ríkja.“ I yfirlýsingunni fagna leiðtogamir þeim árangri, sem náðist á ráðherra- fundi EFTA og EB í Brussel 13. maí, og leggja áherslu á mikilvægi víðtæks EES-samnings fyrir öll EFTA-ríkin. Segjast þeir sannfærðir um, að unnt verði að skrifa undir samninginn í Salzburg í Austurríki dagana 24. og 25. júní nk. Fram kemur einnig, að verið er að vinna að fríverslunarsamningum milli EFTA og Ungveijalands, Póllands og Tékkóslóvakíu og gert er ráð fyrir, að viðræður við Búlgara og Rúmena geti hafist í haust. Reuter Kanslari Austurríkis, Franz Vranitzky, ráðfærir sig við fulltrúa Sviss á fundinum, Jean-Pascal Delamuraz viðskiptaráðherra (t.v.) og Flavio Cotti forseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.