Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 13
MOftGUNffUAÐIÐ LAt|QARDAGUR 25, MAÍ 1991 13. borgarsvæðinu verði byggt aðal- lega í Kvosinni og næsta ná- grenni, ásamt tilheyrandi bíla- stæðahúsum. Miðbæjarverslun staðnar en hverfur ekki. Smá- þjónusta og kvöldstarfsemi flyst innar á Laugaveginn. Eftirlíking af Reykjavík um aldamótin, verður byggð annars staðar sem svar við angurværð vemdunar- stefnu. Miðbærinn verður áfram miðbær en fólk kemur inn í hann af nauðsyn en ekki af löngun. Vöxtur miðbæjarverslunar verð- ur í nýrri „Kringlu" sem gerð verður eftir formúlum næstu áratuga, innar á höfuðborgar- svæðinu. — Þriðja: Bjarga því sem bjargað verður. Skipulagsstefna: vísind- aleg varúð. Miðbærinn þróast samkvæmt núverandi stefnu. Margar lag- færingar eru gerðar á götum og húsaþyrpingum. í Kvosinni og næsta nágrenni eru byggð fáein hús, sem felld eru fínlega inn í byggð. íbúum og gestum fjölgar vegna nýrrar byggðar við Skúla- götu. Útlit miðbæjarins batnar, en ekki nægjanlega til að heilla borgarbúa. Aðdráttarafl hans eykst lítið eða ekki. Kvöldstarf- semi í smáum stíl heldur þar áfram. Þróun miðbæjarstarf- semi: sjá uppástungu tvö. — Fjórða: Miðbærinn, dauður er hann ei. Skipulagsstefna: auka aðdráttarafl. Byggð verður á þessum áratug ný yfirbyggð verslunargata í tengslum við núverandi götur. Menningarstofnunum, sýningar- og samkomusölum verður komið á fót í tengslum við verslunar- götu. Bíla- og hallærisplönum verði breytt í ekta torg umlukt gullfallegum húsum. Vagnamir frá vellinum og utan af landi fá að koma inn í bæ. Vexti miðbæj- arstarfsemi verði þannig beint niður í bæ. Miðbærinn 2000 verður þá ef til vill aftur aðal- samkomustaður landsmanna, og því ekki líka tákn þeirra og stolt. Höfundur er arkitekt og starfar í París. hías stóð sig vel, og tók upp skrap- dagakerfið, sem var virðingarverð tilraun til að beina umframgetu físk- veiðiflotans út úr landhelginni, sem nú hlýtur að teljast jákvæð stjómun- arstefna. Eftir er þá enn að geta hagsmuna Framsóknarflokksins, sem venjulega taldist þjóna stefnu SÍS, enda þótt þar séu og hafi jafnan verið fleiri járn í eldinum. Undir svo til sam- felldri stjórn þessa flokks í sjávarút- vegsráðuneytinu sl. 20 ár, hefir hlut- deild þessi aukist upp í um 40% Þessi hlutdeildaraukning sýnist hafa náðst með kaupum á nýjum skipum, sen hafa fengið nýja kvóta, þótt þeirra væri ekki þörf. Nú er svo komið að skuldadögunum, og kvótar eru skornir niður um 24% miðað við fyrra ár, hjá öllum veiðiflotanum, sem er augljós sveltistefna fyrir útgerðar- fyrirtækin, og mun leiða til gjald- þrots þeirra á skömmum tíma, ef enn frekari niðurskurður fer á eftir. Auðvitað væri heppilegast, að LÍÚ skipti um stefnu, hætti að láta stórút- gerðir kaupa upp kvóta, en útvegaði þeim þess í stað hagkvæmar fiski- slóðir annars staðar. Þetta gæti ver- ið mjög arðvænlegt, því að sam- kvæmt nýju lögunum gætu þeir selt árlegan kvóta sinn hér, sem .væri þægilegur peningur fyrir þær útgerð- ir, sem tækju þátt í úthafsveiðunum. Það myndi leysa mikinn vanda hér ef LÍÚ rannsakaði og framkvæmdi slíka veiðistefnu. Kannske þyrfti að hafa stórt móðurskip með flotanum til vinnslu og geymslu, svo sem Rúss- ar hafa gert í meira en 30 ár. Höfundur er viðskiptafræðingur. Tlutcincb Heílsuvörur nútímafólks ÁLITrAI5(»S SÝNIR UM HELGINA NÝ PARHÚS Á EFTIRSÓTTUM STAÐ 25. og 26. maí frá kl. 13:00—17:00 að FURUBYGGÐ 26 í Mosfellsbæ Smiðjuvegi 11 200 Kópavogur Sími 91-641340 — til fyrirmyndar í framkvæmdum. íálftArósi Húsin eru í Skógarneshverfi, þar sem Álftárós annast allar framkvæmdir. Þau eru seld á mismunandi byggingarstigum allt eftir óskum kaupenda. Teikningar og allar uppiýsingar fást á sýningunni. SKÓGARNES er nýtt íbúöahverfi í grónu og fallegu iandslagi í ná- grenni Reykjalundar, þar sem byggð hafa verið einbýlishús, parhús og raðhús á sl. árum. Öllum fram- kvæmdum við lóðir, götur og gang- stéttir verður lokið voriö 1992 og í hverfinu verða barnaleikvöllur og opin útivistarsvæði. MOSFELLSBÆR er vaxandi kaup- staður með á fimmta þúsund íbúa. Þar er fullkomin heilsugæslustöð, grunnskóiar, íþróttamiðstöö, félags- heimili og fyrirtaks aðstaða til íþróttaiðkana og útivistar. Öflugur verslana- og þjónustu- kjarni er í byggingu og verður fullbúinn innan fárra ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.