Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1991, Blaðsíða 12
12 sr M0RÚÚ^BLAÐIÐLAUGARDAtíuÉr,áá:.;lílí'm05. Miðbærinn: dauð- ur er hann (ei) eftírBjörn Ólafs Almannarómur segir Kringluna vera morðingjann. Ég er þó á þeirri skoðun, að miðbærinn hafi um ára- tugi verið heilsulaus, en að þó tóri hann enn. Læknar hafa staðið yfir honum, tekið honum blóð og gefið honum vatnssprautur. Er miðbær- inn þá Lazarus og mun hann upp rísa jafngóður og áður? Far West um aldamótin: Nokkur hraðbyggð timburhús mynda laus- lega götumynd. Roggnir strákar ríða um hana með svipur á lofti. Út úr krám velta drukknir dreifbýl- ismenn og reka guðhræddar konur á flótta. Embættismenn og kram- búðareigendur sitja í Klúbbnum og ræða um umbætur á þessum voða- lega stað. Fátækt fólk kemur langt að og reynir að fá inni. Borgir Aust- urstrandar og Evrópu eru fjarlægar draummyndir. Þaðan kemur spilling og óþarfi. Far West 1955: Roggnir strákar aka rúntinn á glampandi bflum. Pelsklæddar frúr taka krók framhjá rónum. Embættismenn taka ofan hatt og flýta sér á fiindi til um- ræðna um umbætur á þessum voða- lega stað. Skvísur skrækja. Mennta- skólapiltar í nælonskyrtum drekka kók. I útjaðri bæjarins setjast inn- flytjendur að í gömlum herbúðum. Er Reykjavík amerísk borg. Svar: Já. Kvosin er þá kannski með kvef, en læknar segja kvillann vera æða- stíflu. Uppskurður er óhjákvæmi- legur og fjaríægja þarf ofvöxt í lungum, hjarta, heila og vöðvum. Miðbærinn er ófrægur og orðstírs- laus. Hann er ljótur og kaldur. Samt þykir okkur vænt um hann, enda enginn annar elskhugi viðlátandi. Eftir áratuga umbætur og aðgerðir er miðbærinn enn á" lífí en... Þá opnar Kringlan, feit og hlý og björt. Bæjarbúar skoða hana og þeir segja: „I love you," og nú sjá þeir að Laugavegurinn er langintes í tötrum og að Kvosin er hjartköld, og snúa við þeim baki. Gamlir Reykvíkingar gráta: Hvað skal gert? Eigum við að bera á hann vara- lit, setja á hann hárkollu, gefa hon- um vítamínsprautu, eða sætta okk- ur við að öllu sé lokið og láta hann deyja eðlílegum dauða. „Downtown — forget-it" sögðu þeir við mig í L.A. Neikvæð lýsing á „downtown": Fáeinar laglegar byggingar frá ný- lendutímabili, sem taldar eru á fíngrum annarrar handar. Nokkrar virðulegar millistríðsbyggingar: ör- væntingarfull tilraun til að móta höfuðborg. Síðan ekkert í mörg, mörg ár. Tvær opinberar byggingar nýreistar og fallegar snúa baki að bænum og horfa, önnur út á sund, hin yfír tjörnina. Hallærisplanið hefur verið hallærislegt í hálfa öld. Tvær ráðandi skoðanir í þróun miðbæjarins: 1. Koma í veg fyrir umferðaróngþveiti. 2. Koma í veg fyrir niðurrif gamalla húsa. Hvort tveggja hefur heppnast, bærinn stirðnar. Jákvæð lýsing á „downtown": Hann er alvörubær, með götum, torgum, görðum og húsum sem standa við þau. Þess vegna er hann enn eini staðurinn á þéttbýlissvæð- inu, sem getur verið miðbær. íbúðarhverfí hans eru eftirsótt. Verslunargötur hans eru hnign- andi, en þær og gatnakerfíð í kring- um þær hafa betri þróunarmögu- leika en nokkurt annað hverfi á höfuðborgarsvæðinu. í mörgum borgum Evrópu og nokkrum í Bandaríkjunum hefur hnignandi miðhverfum verið breytt í eftirsóknarverðasta hluta borg- anna. Þróun þessi byggist á mjög sterku frumkvæði borgarstjórna í samvinnu við einkaaðilja. Beitt hef- ur verið aðferðum, sem í aðalatrið- um eru þessar. 1. Bæta almenningssamgöngur. 2. Skapa göngugötur og -svæði. 3. Vernda og gera við gömul hús og koma fyrir í þeim nýrri starfsemi. 4. Rífa úrelt iðnaðarhús og -svæði og byggja í staðinn eftirsókn- arvert húsnæði. 5- Byggja bílastæði á mörgum hæðum ofan- eða neðanjarð- ar. 6. Byggja nýjar verslunar- og menningarmiðstöðvar með miklu aðdráttarafli. Allar þessar aðferðir nema sú síðasta eru nú hluti af framtíðar- áformum Reykjavíkurborgar um gamla bæinn. Allar eru þær jákvæð- ar, en að mínu viti ekki nægjanleg- ar. Af hverju? Vegna þess að Reykjavík er ekki gömul og evr- ópsk, heldur ný og amerísk. Evrópuborgir, sem tekið er hér mið af, eru héraðs-, lands- eða heimsborgir, gömul valda- og menningarsetur. í þeim eru þétt- skipuð verslunarstræti og viðamikið net gatna, umkringdra hundruðum eða þúsundum gamalla bygginga, kirkna, halla. Unnt hefur verið að stöðva hnigfnum þeirra og síðan auka aðdráttarafl þeirra, án þess að þurft hafi að ýta mjög undir nýja starfsemi í þeim. í mið- og vesturhluta Bandaríkj- anna hafa borgir ekki þessi ein- Björn „Allar þessar aðferðir nema sú síðasta eru nú hluti af framtíðaráf orm- um Reykjavíkurborgar um gamla bæinn. Allar eru þær jákvæðar, en að mínu viti ekki nægjan- legar. Af hverju? Vegna þess að Reykjavík er ekki gömul og evrópsk, heldur ný og amerísk." kenni. Saga þeirra og þróun er með örfáum undantekningum sú sama og hér, þótt hún hafi verið hraðari undanfarna hálfa öld þar. Miðbæj- arstarfsemi vex utan gömlu bæj- anna, sem gegna sísmærra hlut- verki og jafnvel hverfa. Vöxtur gerist á Suðurlandsbrautum og í „hverfiskjörnum" fyrst í stað. Bær- inn splundrast. Þegar gamli mið- bærinn er augljóslega úreltur, og jafnaugljós er vöxtur á sterkri þyrp- ingu verslana og þjónustu myndast „Kringlur". Borgir þessar eru marg- ar blómstrandi og frá hreinu efna- hagslegu sjónarmiði er öruggt að miðbær af evrópskri gerð er þeim ónauðsynlegur. Tengslin milli fólks, stofnana og fyrirtækja gerast án hans. Bærinn hefur ekki breyst í borg heldur í víðáttumikið þéttbýl- issyæði. í sumum þessara borga, eins og í Pasadena og San Diego, hefur gamli bærinn verið uppvakinn. Að- ferð til þess er vítamínsprauta í líki sterkrar þyrpingar verslunar- og menningarstofnana með miklu að- dráttarafli, sem felldar eru inn á milli eldri bygginga. Jafnframt er beitt öðrum kunnum aðferðum. Þú gleymir veðrinu góði! í Suður-Kaliforníu er eitt besta loftslag í heimi. Dagleg atburðarás er þó sú sama og hér: bílferð um auð hverfi, stansað á bílastæði, gengið með hljóðfæraslætti inn í glæsilegan, lokaðan stað þéttskip- aðan töfrandi og fáguðu fólki. Veðrið er aðalafsökunin hér til að halda að sér höndum og syngja kvörtunarsöng. En fara ekki Reyk- víkingar í illviðrum á heiðar að ríða hrossum og að skoða grjót, og snúa svo glaðir heim? Sannarlega er hnignun miðbæj- arins ekki veðrinu að kenna, heldur því að hann hefur "ekki þróast um leið og borgin sjálf, lifnaðarhættir, smekkur og menntun borgarbúa. í rigningu ríða menn hrossum, af því að það er spennandi, en fara ekki á labb niður í bæ. Aðdráttar- afl hans er horfið og það vaknar ekki aftur, þótt bílastæði verði byggð, almenningssamgöngur bættar eða gömul hús máluð. Hvað skal gert? Fjórar uppástung^ir um framtíð miðbæjarins næstu áratugi: — Fyrsta. Látum örlögin ráða. Skipulagsstefna: bíða. Miðbæjarverslun hverfur, nema sú sem á erfitt uppdráttar og kvöldstarfsemi í smáum stíl. Nokkrar opinberar skrifstofu: byggingar verða byggðar. í huga fólks verður miðbærinn gamli bærinn, smásegull sem dregur að sér lítinn minnihluta fólks. — Onnur: Nautið í postulínsbúð- inni: Skipulagsstefna: framtak. Nýtt skrifstofuhúsnæði á höfuð- Kvótakerfið og kapítalismínn eftir Onund Asgeirsson Smám saman aukast upplýsingar um áhrif kvótakerfisins innan sam- félagsins. Jafnframt verður með hverjum nýjum degi ljósara það rang- læti, sem framið var af alþing- ismönnum með lögum um stjórnun fiskveiða sl." haust. Þar var um 500 stórútgerðum gefinn allur fískur í sjónum, þrátt fyrir það, að í lögunum standi, að fiskurinn sé sameign allrar þjóðarinnar. Það sem í raun gerðist var aðeins það, að núverandi Alþingi svipti sjálft sig rétti til stjórnunar á fiskveiðunum, og fól sjávarútvegs- ráðherra alla framkvæmd um þessa stjórnun. Úthlutun liggur nú fyrir af hendi ráðuneytisins, nema um ca 40.000 tonn, sem trillukarlar eiga að fá. Úthlutunin er þannig. 1. fl. 115 togskip, þar af 26 frysti- skip. 2. fl, 246 bátar, án sérveiðiheim- ilda. 3. fl. 69 síldveiðibátar. 4. fl. 52 humarbátar. 5. fl. 15 humar- og síldarbátar. 6. fl. 63 rækjubátar. 7. fl. 23 skelfiskbátar. 8. fl. 45 loðnuskip. Alls eru þetta um 600 stór skip, sem fá úthlutað veiðikvótum. Þessi skip eru væntanlega í eigu um 500 útgerða, því að margar útgerðir eiga fleiri en eitt skip. Fáir draga í efa, að nauðsynlegt hafí verið að úthluta kvótum til skipanna, því að veiðigeta flotans er of mikil, qg því verður.a.ð beita takmörkunum. En Alþingi gekk miklum mun lengra. Það ákvað, að úthlutunin skuli ekki aðeins gilda fyrir veiðar þessa árs, heldur um aldur og ævi, og að þessum fáu út- gerðum, sem nú hafa fengið úthlutun ráðuneytisins, skuli heimilt að selja kvótana og stinga söluverðinu í vas- ann, þótt þeir hafi aldrei greitt neitt fyrir kvótann, enda staðfest í lögun- um að sé eign almennings í landinu. Það er rétt í þessu sambandi að minna á þá grundvallarreglu eignar- réttarins, að enginn getur afhent til eignar eða selt það, sem hann ekki á, og ennfremur að viðtakandi getur ekki eignast meiri híut en seljandi eða framseljandi átti. Af þessu ætti að leiða, að eignarhald útgerða á kvótum er ólöglegt. Sennilega er þetta stjórnarskrárbrot, ef það er gilt, sem í lögunum stendur, að fisk- urinn í sjónum sé sameign allrar þjóðarinnar, en sú regla hefir í raun gilt hér á landi frá landnámi, og er þannig hefðuð. Heildarverðmæti þorskkvótans á þessu ári, miðað við 300.000 tonna ársveiði á 170 kr./kg nemur 51M (milljarði). Þetta er þannig hin veg- legasta þjóðargjöf, ef gild væri. Uthlutun kvótanna Úthlutun til skipanna endaði með 24% niðurskurði á þorskkvótum mið- að við fyrra ár. Mann grunar í aðra röndina, að þetta sé hálfgerður klíku- skapur, byggður á einhverskonar leynilegum, kannske pólitískum véla- brögðum. Að framkvæmdin sé byggð á tilraun til, að viðhalda rangfengnum „réttindum." Sami stjórnmálaflokk- urinn hefur stjórnað sjávarútvegs- ráðuneytinu nær samfellt í 20 ár. Hversvegna? Er einhver sá, sem get- ur staðið upp og sagt að úthlutun hafí jafnan á þessu tímabili verið hlutlaus, og að engum hafi verið hyglað á kostnað annars? Er þá grundvöllurinn undir úthlutuninni hlutlaus og rétt lagður? Það var sjáv- arútvegsráðuneytið, sem stjórnaði yfirbyggingunni á fískiskipaflotan- um. Sama ráðuneyti lagði í rúst íslen- skar skipasmíðar, með því að leyfa kaup á lélegri erlendum niðurgreidd- um skipum. Það var stefna SÍS að yfirtaka fiskveiðarnar, verkun og verslun með físk, þar með talinn útflutning á fiskafurðum. Það lá engin þjóðfélagsleg nauðsyn að baki uppbygjnngar tvöfalds dreifíngar- kerfis fyrir alls konar fiskafurðir bæði í Ameríku og Evrópu. Aðeins yfírgangur SÍS. Svona má lengi telja. Þessi stefna SÍS hefir orðið samfé- laginu dýr og er enn. Það var aðeins metnaður nokkurra æðstu forystu- manna SÍS, sem lá að baki. Öll þjóð- in hefir tapað á bramboltinu. Sænskur viðskiptafrömuður, einn af Wallenbergunum, kom hér á sl. ári og sagði: Hvaða vandamál eruð þið að tala um? Þið kunnið að veiða og verka fisk. Hversvegna kaupið þið ekki upp fiskveiðarnar í Skotl- andi? Skotland var kannske augljós- asta dæmið, en það er upph/st, að nógur ónýttur fiskur er við Nyja Sjá- land, Tasmaníu, Ástralíu, víða við Afríku, Falklandseyjar, Eldlandið.og víðar. Hversyegna var ekki blustað. Önundur Ásgeirsson „Uppkaup nokkurra stór- útgerða á öllum veiði- heimildum hér stenst ekki, enda fylgir henni fyrirsjáanleg byggða- röskun og örbirgð þess fólks, sem unnið hefir að þessum málum í landi. Þessi þróun er þegar í hröðum vexti, og sýnileg öllum þeim sem vttja sjá." á manninn? Ef við tækjum 15-20 góð togskip og settum í víking áTaðrar veiðislóðir, væri það hrein viðbót við núverandi sjávarafla, og þá væri ekki um neitt vandamál að ræða í fiskveiðum hér. Allir hefðu nóg, og það þyrfti ekki að spenna sultarólar á neina íslenska útgerð, eins og nú er gert af eintómum aulaskap. Veið- ar 20 góðra togskipa eru yfir 100.000 tonn af þorski á ári. Eftir að SÍS gprakk á limminu vegna offjárfest- ingar í sjávarútvegsgeiranum, er ekki ástæða til að draugur þess spilli fyrir heilbrigðisráðstöfunum í fisk- veiðimálum. Ég er ekki að segja, að SÍS hefði ekki mátt snúa sér að sjáv- arútvegi, en einstrengingshátturinn og metnaðurinn hefði mátt vera minni, og meira samstarf um hina takmörkuðu auðlind hefði verið hepp- ilegra. Nú hefir þessi „vandi" verið búinn til, og þar með verður að leysa hann á sem sársaukalausastan hátt. Það er þegar ljóst, að hann verður ekki leystur með niðurskurði á árleg- um kvótum, þótt Alþingi hafi sam- þykkt þá leið. Það er stjórnmála- eða stjórnsýslumál að leysa þrautina, og auðveldasta leiðin er að beina hluta veiðiflotans á aðrar veiðislóðir. Upp- kaup nokkurra stórútgerða á öllum veiðiheimildum hér standast ekki, enda fylgir þeim fyrirsjáanleg byggðaröskun og örbirgð þess fólks, sem unnið hefír að þessum málum í landi. Þessi þróun er þegar í hröðum. yexti, og sýnileg öllum þeim sem vilja sjá. Hvar liggja stjórnmálalegir hags- munir í sjávarútveginum? Hjá Kvennalistanum? Þeirra hagsmunir liggja í barnaheimilum, og verða aldrei annars staðar. Hjá Alþýðu- flokknum? Allar bæjarútgerðir eru búnar að vera og litlir hagsmunir eftir þar. Alþýðubandalagið hefir enn verulegra hagsmuna að gæta, enda hafa menn og útgerðir í tengslum við þann flokk staðið sig vel. Rekst- urinn er líka víðast í hlutafélags- formi, og má þannig segja að hann sé byggður á kapítaliskum grunni. Hugsjónagrundvöllurinn, sem lá í upphafi að baki, hefír einnig gjör- breyst á síðustu tímum. Stærstu hagsmunirnir liggja og hafa alltaf legið hjá mönnum og útgerðum, sem styðja að jafnaði Sjálfstæðisflokkinn, en sú ást er mjög einhliða. Þeir mega gjarnan styðja og kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, en flokkurinn hefir aðeins kosið að hafa stjórn þessara mála á hendi í 3 ár Matthíasar Bjarnasonar 1974-1977 af síðustu 40 árum. Matt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.