Morgunblaðið - 25.05.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 25.05.1991, Síða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAI 1991 n . m- fl ‘ 1 II g"} j T| h ' E J JL XI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAl 1991 ! i l/f; m 11 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. A bjargbrún opin- berrar eyðslu Stærsti þjóðmálavandinn, sem við blasir, er vöxtur ríkisút- gjalda næstliðin ár, langt umfram efnahagslegar forsendur í þjóðar- búskapnum. í stað þess að hemja ríkisútgjöldin innan eðlilegra marka, t.d. sem hlutfall af þjóðar- tekjum, og halda ríkisbúskapnum í jafnvægi, eins og eðlilegt og nauðsynlegt var í framhaldi af þjóðarsátt aðila vinnumarkaðar- ins, herti fráfarandi ríkisstjórn útgjaldaausturinn. Skattar hækkuðu. Hallinn á ríkissjóði óx. Opinberar skuldir hrönnuðust upp. Rekstrarhalli ríkissjóðs, sem samkvæmt fjárlögum líðandi árs, átti að vera 4.100 milljónir króna, verður samkvæmt nýju mati fjár- málaráðuneytis í 9.100 m.kr. Lánsfjárhalli, sem samkvæmt ijárlögum ársins átti að vera 5.900 m.kr., verður samkvæmt nýju mati ráðuneytisins 13.100 m.kr. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun fjármálaráðuneytisins mældist heildarlánsfjárþörf opin- berra aðila á árinu, það er ríkis- sjóðs, húsnæðislánasjóðanna og annarra opinberra sjóða, milli 33.000 til 34.000 m.kr. Ríkis- sjóðshallinn og lánsfjárhungur hins opinbera eru síðan megin- ástæður hárra vaxta hér á landi. Fj ármálaráðherra nýrrar ríkis- stjórnar hefur nú kunngjört fyrstu viðbrögð til að mæta þeim hrikalega vanda, sem við blasir í ríkisbúskapnum; vanda, sem hefur neikvæð áhrif á á þjóðarbú- skapinn í heild, atvinnulífið, hag- vöxt, kjaraþróun landsmanna og bindur þeim þunga skuldabagga til framtíðar. Aðgerðirnar koma fram í niðurskurði á áformuðum opinberum lántökum, frestun og niðurskurði framkvæmda, lægri fjárveitingum til ýmissa sjóða og hagræðingu og aðhaldi á rekstr- arsviðum. Erfitt er að leggja mat á þessi ráðgerðu viðbrögð nýrrar ríkisstjómar fyrr en framkvæmd þeirra, sem skiptir meginmáli, liggur ljós fyrir. Spurning er og, hvort þessar fyrstu aðgerðir duga til þess að þoka ríkisbúskapnum, sem hrakizt hefur fram á bjarg- brún óráðsíunnar hin síðustu árin [bjargbrún útgjalda langt um- fram það sem fámenni þjóðarinn- ar og efnahagslegar forsendur í þjóðarbúskapnum stóðu og standa til], nægilega til réttrar áttar. Það er hins vegar tiltölulega „létt verk en löðurmannlegt" fyr- ir Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkinn, hönnuði og höf- uðsmiði vandans, hins saman- safnaða ríkissjóðshalla sem og fjárlaga og lánsfjárlaga líðandi árs, að kynda undir óánægju með niðurskurð, sem óhjákvæmilega kemur víða við í samfélaginu. Þessir flokkar, sem bera stjórnar- farslega [pólitíska] ábyrgð á þeim sjúkdómi, sem hijáir ríkisbúskap- inn, gera sér nú mat úr þeim sársauka, sem læknisaðgerðinni fylgir. Það var við því að búast, að ýmiss konar hagsmunasamtök og þjónustusvið, sem verða fyrir barðinu á samdráttaráformum í ríkisbúskapnum, létu til sín heyra með mótmælum, svo sem lenzka hefur verið. Á því hefur heldur ekki staðið. Mótmælendur hafa að sjálfsögðu allan rétt til að kynna viðhorf sín, sem sum hver eru byggð á nokkrum rökum. Mergurinn málsins er hins vegar sá, að ríkissjóðshallinn, með til- heyrandi opinberri skuldasöfnun, er orðinn að höfuðmeinsemd í efnahagslífí þjóðarinnar. Það var óhjákvæmilegt fyrir nýja ríkis- stjórn að bregðaðst við þeim vanda - og freista þess að vinna okkur út úr honum - til að forða enn stærri vá sem samfélagið stefndi í. Aðgerðir fjármálaráð- herra nú eru einungis_ fyrstu skrefín á þeirri braut. í næstu lotu hlýtur Friðrik Sophusson að taka enn fastar á málum. Hann þarf á almanna stuðningi að halda vegna þess, að einstakir hagsmunahópar, þingmenn ein- stakra kjördæma og jafnvel ein- stakir fagráðherrar geta orðið Þrándur í Götu. Framundan eru miklir um- brotatímar í efnahagslífi og við- skiptaháttum á helztu markaðs- svæðum okkar erlendis. Mikil- vægt er að við þróum starfsað- stöðu atvinnuvega okkar og bú- skaparhætti að þeim efnahags- lega veruleika, sem við blasir í umheiminum. Við þurfum að fylgja fram fijálslyndri framfara- stefnu í atvinnumálum, sem er þess megnug að auka verðmæta- sköpun og sameiginlegar tekjur þjóðarinnar, m.a. til þess að tryggja vaxandi kaupmátt og standa kostnaðarlega undir sam- félagslegri þjónustu. Fyrsta skrefið að því marki er að rétta af ríkisbúskapinn og sniða ríkisútgjöldum stakk eftir fjár- hagslegri getu þjóðarinnar. Þess er því að vænta að þorri fólks styðji nauðsynlegan niður- skurð á ríkisútgjöldum, sem að- stæður krefjast. Þær aðhaldsað- gerðir eiga eftir að skila sér í bættum lífskjörum þjóðarinnar, til lengri tíma litið. Þess er jafn- framt að vænta að landsfeður forðizt að láta þennan niðurskurð bitna á þeim, sem höllustum fæti standa í samfélaginu, sjúkum og öldruðum. Vísindanefnd Atlantshafsbandalagsins: Opnað fyrir vísindasamstarf við Austur Evrópuþjóðir -Viðtal við Jaques Ducuing, formann Vísindanefndarinnar VÍSINDANEFND Atlantshafs- bandalagsins hélt aðalfund sinn í Reykjavík dagana 21. - 24. þessa mánaðar. Meðal helstu umræðu- efna á fundinum var hvernig nefndin geti beitt sér fyrir auknu samstarfi við vísindamenn í Aust- ur - Evrópu og veitt þeim stuðning við vísindastörf. Jaques Ducuing, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Vísindanefndin vildi aðstoða ein- staklinga í rlkjum Mið- og Austur Evrópu til að stunda vísindi og byggja upp samvinnu í framt- íðinni. „Við vinnum að þessu af fullum þunga og munum leggja tillögur fundarins fyrir Atlants- hafsráðið," sagði hann. Vísindanefndin hefur það hlutverk að styrkja vísindarannsóknir og stuðla að vísindasamstarfi milli aðild- arríkja NATO og hafa fjölmargir Islendingar notið góðs af starfi nefndarinnar, m.a. vegna styrkveit- inga til einstakra rannsóknarverk- efna. Jaques sagði að ýmis mikilvæg málefni hefðu verið til umfjöllunar á fundinum. „A árlegum fundum okkar endurmetum við meginmarkmiðin með viðfangsefnum Vísindanefndar- innar og í dag eru helstu verkefnin Morgunblaðið/Bjarni Jaques Ducuing formaður Vísindanefndar Atlantshafs- bandalagsins. að að viðhalda tengslunum á milli aðildarþjóða Atlatnshafsbandalags- ins og styrkja samstöðu þeirra. Þriðja og nýjasta markmið okkar, sem kom til umræðu á síðasta ári á leiðtoga- fundi Atl'antshafasbandaiagsins í London, er að opna starfssvið okkar fyrir vísindamönnum í löndum Aust- ur Evrópu. Þróunin í þeim löndum gefur okkur stórkostlegt tækifæri til að ná til vísindamanna þar, sérstak- lega í þeim löndum sem hafa verið Vísindanefnd Atlantshafsbandalagsins á aðalfundi sínum á Hótel Loftleiðum í vikunni. eitt stærsta umfjöllunarefnið á fundinum var aukið vísindasamstarf við einstaklinga í ríkjum austur Evrópu. að þróast hratt í lýðræðisátt á síðstu árum og er það raunar fyllilega í samræmi við það meginmarkmið sem Vísindanefndin hefur alltaf starfað eftir. Nefndin vill ná til einstaklinga en hefur ekki samskipti við stofnanir eða yfirvöld. Við viljum veita vísinda- mönnum í þessum löndum sem hafa verið utilokaðir frá mörgum mikil- vægum möguleikum, sem okkar vísindamenn eiga kost á, aðstoð á ýmsum sviðum. Þetta verði meðal annars gert með því að skiptast á hugmyndum og skoðunum um ýmis vísindaleg viðfangsefni og hugsan- lega með því að byggja smám saman upp samstarf á milli vísindamanna í austri og vestri,“ sagði hann. Jaques sagði að innan Vísinda- nefndarinnar væri almennt sam- komulag um þessi markmið og nú hefði verið talin þörf á að ræða í smáatriðum um hvernig þeim verði náð. Sagði hann að nefndin hefði samþykkt að gera tillögur um verk- efni og framkvæmd þeirra til að ná til vísindamanna í löndum Austur Erópu, sem lagðar verða fyrir Atlats- hafsráðið. sagði hann að um væri að ræða sex lönd, Sovétríkin, Pólland, Tékkó- slóvakíu, Ungveijaland, Rúmeníu og Búlgaríu. „Við viljum veita vísinda- mönnum þessara íanda möguleika á að hagnýta sér rannsóknir og vísindaþekkingu á Vesturlöndum og hjálpa þeim til að stunda vísindaleg- ar aðferðir við eigin rannsóknarverk- efni. Og gefa þeim einnig kost á að kynna sér vísindarit og rannsókna- niðurstöður. Þetta felur ekki aðeins í sér samstarf heldur að einnig að veita þeim aðstoð til að þeir fá notið þekkingar sinnar að fullu.“ Jaques sagði að aðrar samstarfs- hugmyndir væru einnig til umræðu en of snemmt væri að segja frá þeim. Vísindanefndin hefur ý mörg ár styrkt vísindarannsóknir íslendinga og sagði Jaques að á því yrði engin breyting. Við megum aldrei gleyma okkar eigin aðildarlöndum í þessu samstarfi. „Við höfum veitt íslensk- um námsmönnum sérstaka styrki, veitt þeim kost á að sækja sumar- skóla og svo framvegis en aðstaðan er auðvitað allt önnur hér en í Aust- ur Evrópu því ísland er auðugt land en vísindamenn í Austur Evrópu hafa þurft að glíma við stór vanda- mál. Við veitum þeim nú þegar nokk- urn fjárhagsstuðning en þetta er allt á byijunarstigi þó ég vænti þess að við fáum nokkur hundruð umsóknir frá þessum löndum,“ sagði hann. Grundvallarreglur Vísindanefnar- innar eru að starfa á fremstu sviðum vísindanna, styðja framþróun rann- sókna og þekkingar og ekki síst að styðja ungt fólk sem við framast getum því þekking unga fólksins er vísindunum frumnauðsyn," sagði Jaques Ducuing. HVALIR eftir Sidney Holt Samtökin „Survival in the High North“ ætla að efna til umræðna í Reykjavík, sem auglýstar hafa ver- ið á alþjóðavettvangi sem „umræð- ur um hvalamálið í tengslum við fund Alþjóða hvalveiðiráðsins". Ekki er reiknað með mikilli þátttöku áhugamanna frá öðrum löndum í umræðunum. Flestir vísindamann- anna sem voru á íslandi vegna fundar Vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins, IWC, verða farnir heim. Þeir vísindamenn sem eiga sæti í sendinefndum landa sinna, og aðrir sendifulltrúar í þessum nefndum, verða líklega of upptekn- ir af IWC-fundinum, sem er mjög áríðandi, til að gefa sér tíma til að hlusta á umræður um siðferði, án tillits til þess hve áhugi þeirra á málinu er mikill. Umræður tákna venjulega sam- komu þar sem tveir aðilar eða fleiri tala máli andstæðra skoðana á umdeildu vandamáli. Að þessu sinni virðist líklegt að einungis verði mælt fyrir einni skoðun á hverju þeirra þriggja mála, sem fyrir liggja, þar sem auglýstir framsögu- menn eru vel þekktir fyrir að hafa lýst sig eindregna stuðningsmenn ákveðinna skoðana í viðkomandi málum. Svo virðist sem að þrátt fyrir leit hafí Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands, sem er einn ábyrgðaraðila umræðnanna, ekki fundið fleiri ræðumenn. Forsenda umræðnanna er að í eðli sínu séu hvalveiðar spurning um siðfræði. Það eru þær á vissan hátt. Þær snúast um þá siðfræði að fara að alþjóðalögum, þótt sú leið geti verið vandrötuð. Þær snú- ast um sameign kynslóðanna — náttúruvemd — svo við getum gef- ið komandi kynslóðum endurreist og heilsteypt lífríki sjávar, þar á meðal gnótt hvala, og þær geti sjálf- ar ákveðið hvort þær vilja drepa hvalina sér til matar. Siðfræðilega hliðin snýst einnig um það að deila þessari plánetu með núlifandi kyn- slóð manna, en hvalimir eru hvar- vetna viðurkenndir fyrir að vera mikil flökkudýr, sem dreifast um öll höf, og allir hafa áhuga á vernd- un þeirra. Hvölunum hefur réttilega verið lýst sem „sameiginlegri arf- leifð alls mannkyns“, ekki í þrengsta lagalega skilningi, heldur í siðferðislegum skilningi. Loks telja margir að svonefndar „nútíma" hvalveiðiaðferðir séu viðbjóðslega grimmdarlegar og þessvegna ósið- legar. En þetta eru ekki þau siðfræði- legu atriði sem Lífsbjörg í norður- höfum vill fá umræður um, né held- ur vísindalegu hliðarnar á þessum siðfræðilegu atriðum. Samtökin hafa heldur kosið að reyna að sýna fram á skiptinguna milli siðfræði- viðhorfa traustra og jarðbundinna dreifbýlisbúa annarsvegar og þeirra borgarbúa sem, að sögn, telja sum dýr „ginnhelg" eða of „sæt“ til að drepa. Dr. Margaret Klinowska frá Cambridge-háskóla í Englandi flyt- ur fyrsta erindið í umræðunum, og nefnir hún það Hvalir og greind: Eru hvalir greindari en önnur dýr? Lesendur brezka vikuritsins New Scientist vita að svar hennar er „nei“, sem hún byggir á uppsöfnuð- um upplýsingum. En hversvegna er þessi spurning borin fram „í tengslum við fund IWC“? Grundvallarforsendur Lífsbjarg- ar í norðurhöfum eru kunnar úr bæklingum samtakanna. Rökfærsl- an er á þessa leið: (l)Þeir sem eru andvígir framhaldi hvalveiða telja að hvalir séu sérlega greindir og er það ein ástæðan fyrir andstöðu þeirra, (2) en hvalir eru ekkert sér- lega greindir, (3) þessvegna hafa þeir sem eru andvígir áframhald- andi hvalveiðum á röngu að standa. Reyndar álít ég að mjög fáum finnist að stöðva beri hvalveiðar eingöngu vegna þess að þeir trúi því að hvalir séu greindir. Vegna þess að veiðarnar séu grimmdarleg- ar, já, Vegna þess að þetta sé ósið- legur iðnaður, já. Vegna þess að við höfum enn engan vísindalegan grundvöll til að byggja stjómun hvalveiða á, já. En ekki vegna þess að hvalir séu greindir — þótt þeir séu það. Reyndar er hugmyndin um að gera skepnum svona mismun- andi hátt undir höfði eftir því hvort þær eru meira eða minna greindár fordæmd hjá flestum þeim sem málið er skylt. Þrátt fyrir allt viður- kennum við ekki dráp á andlega fötluðum á þeirri forsendu að þeir séu ekki jafn greindir og „venju- legt“ fólk. Engu að síður eru aðrar merkari ástæður til að íhuga vandlega spurninguna um greind hvala en deilur um það hvort heimila eigi hr. (Kristjáni) Loftssyni að veiða fleiri hvali á þessu eða næsta ári. Ein þessara ástæðna, og í mínum huga sú mikilvægasta, er að athug- un á greind dýra er einn athyglis- verðasti liður vísindalegra rann- sókna, og niðurstöður þeirra rann- sókna eru iíklegar til að breyta við- horfum manna til lífríkisins á 21. öldinni jafn mikið og þróunarkenn- ingin gerði á þeirri nítjándu. Eftir að hann sýndi fram á fram- þróun alls lífs, og þá sérstaklega náinn skyldleika mennskra manna og ómennskra dýra, ígrundaði Charles Darwin hugsanlegt andlegt samhengi milli „okkar“ og „þeirra“. Margir afburðasnjallir vísindamenn hafa reynt að halda áfram þessum ígrundunum undanfarin hundrað ár og stundað margskonar rann- sóknir og vísindalegar tilraunir. Donald Griffin prófessor við Rocke- feller-háskólann í New York spyr í snilldarbók sinni „The Question of Animal Awareness: Evolutionary Continuity of Mental Experience" (1976) hvort við getum, með því að reyna að ná sambandi við sumar dýrategundir, „fundið einhveija smugu inn í huga dýra“? Griffin hafði skömmu áður kannað hæfí- leika hjá leðurblökum til að nýta sér bergmál til staðarákvörðunar, og þessar kannanir vöktu áhuga dr. Rogers Payne (sem einnig rann-. Sidney Holt „Það sem þarf að vita, spurningin sem brenn- ur, er: „Hvað er svona sérstakt við hugarstarf hvala og höfrunga?“ Til að svara þeirri spurn- ingu þarf að teygja vit- und mannsins út að endamörkum.“ sakaði leðurblökur). Payne fékk áhuga á hljóðum sem hvalir gefa frá sér og komst að því að hvalir syngja mjög flókin og síbreytileg stef — nokkuð sem ekki er vitað til að aðrar tegundir en maðurinn geti. Carl Sagan prófessor, virtur stjamfræðingur hjá Corneil- háskóla, var þegar kominn lengra í rannsóknum sínum en Griffin. Hann hafði verið að reyna leiðir til að taka á móti „viturlegum“ raf- merkjum utan úr geimnum, og skrifaði, árið 1973: „Leitin að upp- lýsingum utan úr geimi getur tekið mjög langan tíma, en bezta byijun- in væri að vinna að endurreisn mennskunnar með því að vingast ■ við hvali og höfrunga." Sagan hafði, held ég, orðið fyrir áhrifum af til- raunum dr. Johns Lilly til tjáskipta á ensku við fangaða höfrunga — tilraunum sem mistókust en leiddu til fjölbreyttari og árangursríkari rannsókna. Hvers vegna höfrungar? Fyrstu tilraunirnar til tjáskipta við apa á þennan hátt mistókust. Líkams- bygging þeirra er þannig að útilok- að er fyrir þá að gefa frá sér mann- leg hljóð. Þessar rannsóknir báru árangur þegar menn fóru að beita aðferðum sem aparnir gátu leikið eftir — táknmáli. Sumir höfrungar geta myndað mannleg hljóð ofan- sjávar, en mun betur gengur ef neðansjávarhljóðum þeirra og hegð- an er beitt til að þróa sérstakt sam- eiginlegt „tungumál“. Það er at- hyglisvert að svo virðist sem mis- munandi afbrigði höfrunga hafi samband sín á milli með einhvers- konar hljóðbylgjum. Fram hefur komið sú hugmynd að tjáskipti höfrunga fari ekki fram á neinu í líkingu við „tungumáT1, heldur — í það minnsta að vissu leyti — með því að þeir sendi sín á milli hljóð- myndir. Sé svo ættu tjáskipti milli tegunda ekki að vera neitt vanda- mál. Margir vísindamenn töldu rétt að rannsaka höfrunga vegna þess hve heilinn í þeim er' stór. Mörg þeirra dýra sem okkur finnst sér- lega „greind" eru, eins og við, með stóran heila: apar, fílar, höfrungar og hvalir. Þeim sem rannsakað höfðu þessa heila þóttu þeir mjög áhugaverðir, og veltu því fyrir sér til hvers höfrungar og hvalir notuðu þá. Mikilsmetinn rússneskur sér- fræðingur, A.A. Berzin prófessor, skrifaði árið 1971: „Heilabú búr- hvalsins er þannig úr garði gert að segja má að hér sé um hugsandi dýr að ræða, með mikla vitsmuna- lega hæfileika." Búrhvalurinn er að sjálfsögðu stærstur ættingja höfr- ungsins. Um þá dýrategund sagði sendifulltrúi Panama hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu eitt sinn: „Þessi heili [hann var með líkan úr plasti hjá sér] er eina líffæri búrhvalsins sem hvalveiðimenn hafa aldrei haft nein not afl“ Búrhveli nota heilann til að greina þær hljóðmyndir sem þeim berast frá umhverfmu, til að muna eigin nöfn (sérhver búrhvalur íslenskur kristniboði í Eþíópíu: Trúnaðarmaður fyrir eitt- hundrað norræna kristniboða Guðlaugur Gunnarsson kristniboði ásamt fjölskyldu sinni. Eiginkona Guðlaugs, Valgerður Gisladóttir, heldur á syninum Gísla og fyrir framan þau standa dæturnar Katrín og Vilborg. GUÐLAUGUR Gunnarsson kristniboði hefur verið í Eþíópíu í 7 ár ásamt konu sinni og þremur börnum. Hann er nú staddur í höfuðborg landsins, Addis Ababa, þar sem hann gegnir tímabundið trúnaðarmannastöðu fyrir kristni- boða í Eþíópíu. í starfinu felst m.a. að vera í sambandi við sendi- ráð erlendra ríkja í höfuðborginni annars vegar og kristniboðana úti um landið hins vegar. Þeir eru um 100 talsins, flestir frá Dan- mörku, Finnlandi og Noregi en Guðlaugur og fjölskylda hans eru einu íslendingarnir. Guðlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástandið í höfuðborginni væri frekar spennt. Uppreisnarherir nálgast borgina úr þremur áttum og eru þegar komnir inn í úthverfi í henni vestanverðri. Herstyrkur stjórnarhersins er orðinn lítill nú miðað við það sem áður var en mikill fjöldi uppgjafarhermanna hefur verið að streyma til borgarinn- ar og í gær var von er á um 30.000 hermönnum til viðbótar frá þjálfun- arbúðum sem Ieystust upp. Mikið framboð er af vopnum í borginni þessa dagana því hermennirnir selja vopn sín fyrir mat og algengt er að óbreyttir borgarar fjárfesti í þeim. Guðlaugur nefndi sem dæmi um auk- ið framboð vopna að á miðvikudag hefði sjálfvirk vélbyssa af rússneskri gerð selst á sem sam svaraði 6.000 ISK, á fimmtudag kostaði sama byssa um 3.000 krónur og í gær um 1.200 krónur. Flestir kristniboðanna eru í suður- hluta landsins. Þar gengur lífið sinn vanagang og talið er nokkuð öruggt að dvelja þar. Fjölskylda Guðlaugs kom í gær til Konso, sem er um 600 km fyrir sunnan höfuðborgina en hann verður sjálfur að vera í Addis Ababa meðan hann gegnir fyrr- nefndu trúnaðarmannastarfi. Enn sem komið er hefur ekki komið til tals að flytja kristniboðana eða fjöl- skyldur þeirra úr landi en reynt er að koma þeim til öruggra svæða í suðurhluta landsins. Guðlaugur sagði enn næg mat- væli fáanleg í höfuðborginni en verð hefði þó farið hækkandi. Sú kornteg- und sem mest er notuð kemur frá norðurhluta landsins og hefur hækk- að gífurlega í verði. Mikill ótti er við að borgin einangrist því gera má ráð fyrir að þá verði fljótt erfitt um mat. kynnir sig oft með sérstöku hljóð- merki) og til að skilja hljóð sem koma frá öðrum hvölum. Einnig hefur því verið haldið fram að þessi hvalategund, og hugsanlega aðrar, noti sérlega mikil hljóð sem tæki, aðallega til að dasa væntanlega bráð. í framhaldi af rannsóknum Berz- ins hafa margir aðrir — í Sviss, Bandaríkjunum, Frakklandi og Sov- étríkjunum — rannsakað þessa líf- færafræðilegu hlið á „greindarmál- inu“ mun ítarlegar. Þær rannsóknir hafa leitt þá í sömu átt, en eftir öðrum leiðum, og Sagan. Hvaldýrin (hvalir og höfrungar) eru ef til vill greind, en þau eru mjög ólík okk- ur, og öpunum. Þau eru ótvírætt framandi. í hópi lífeðlisfræðinga sem vinna að rannsóknum á þessu sviði eru dr. Ilya Glezer frá Sædýrasafninu og Borgarháskólanum í New York, og doktorarnir Myron Jacobs og Peter Morgane. Þau hafa komizt að því að heilar höfrunga varðveita athyglisverð einkenni úr heilum spendýra frá því fyrir 70 til 90 milljón árum, um það leyti þegar forfeður hvala nútímans sneru á ný til sjávar. Tauganetskerfið í heila höfrungs er- sagt einfalt, einna líkast því sem er í „frumstæðum“ landspendýrum á borð við brodd- göltinn. Heilabörkur heilahvelanna í höfrungum er nokkuð samræmd- ur, ekki sérhæfður eins og hjá manninum. Hinsvegar er heilabörk- urinn mjög stór og undinn, jafnvel meira en hjá öpum. Þetta er merki um þróaðri eiginleika tengda æðri greind. Þessi sameining einfaldleika og stærðar gefur höfrungnum, að sögn Glazers, „sína eigin sérgreind". Glazer og dr. Myron Jacobs tala um hliðstæður við tvær tegundir af tölvum: önnur er sú sem margir kannast nú við og er búin flóknum örgjörvum (þetta á við um apana og manninn), hin er af nýrri gerð og búin miklum fjölda nokkuð ein- faldra kubba, svonefndra RISC: Þetta á við um hvaldýrin. Við áttum að vita það að hvaldýr- in eru framandi dýr. Þau hafa átt óralangan þróunartíma í umhverfi gjörólíku umhverfi þurrlendis. Þau hafa lært að skynja það umhverfi og hafa samband sín á milli með virkum lág- og hátíðnihljóðmerkj- um,' og það er alls engin ástæða til að ætlast til að tjáskipta-aðferðir þeiira eigi eitthvað sameiginlegt með tungumáli manna. Þessvegna kemur það enn meira á óvart að Lou Herman prófessor og sam- starfsmenn hans á Hawaii hafa sýnt fram á með rannsóknum að höfrungar „hafa óbeina þekkingu á reglum setningafræðinnar. Þeir geta skýrt og breytt merkingum áður framkominna orða í setningu, það er, greint setningu í orðflokka í samhengi við áður fram komin orð.“ Ég hef, óbeint, minnzt á þrjár leiðir vísindalegra rannsókna sem saman lfggja að svarinu við spurn- ingunni „Eru hvalir greindir?" Þess- ar leiðir eru líffræði taugakerfísins, tilraunir með tjáskipti milli höfr- unga og manna, og rannsóknir á hegðan, hljóðum og félagslíffræði lifandi frjálsra hvala og höfrunga. Allar þessar rannsóknir eru mjög erfiðar tæknilega, frábrugðnar því að drepa hvali og opna maga þeirra til að kanna á hvaða fæðu þeir lifa, eða að kenna höfrungum að leika „listir". Þær krefjast hárnákvæms skipulags og ómælanlegrar þolin- mæði. Og þær koma alltaf á óvart. Roger Payne hlustaði á og kannaði ítarlega hljóðupptökur af söng hnúfubaka um tíu ára skeið áður en hann tók eftir því að söngurinn breyttist árlega, ein ljóðlína í hvert skipti, með innri einkennum sem voru í fullu samræmi við kveðskap. Dr. Paul Spong, sem kannaði hljóð, hegðan og fjölskyldumynstur há- hyrninga mestan hluta ævi sinnar, varð það fyrst ljóst að sem tilrauna- sálfræðingur væri hann að fást við mjög afbrigðilegt dýr þegar honum varð Ijóst að „hans“ háhyrningur kunni skil á tölfræði. Hann var að kanna hve fijótur háhyrningurinn væri að læra ýmislegt með því að prófa sig áfram, og komst þá að því að hann var mun fljótari að læra en vitað var til um nokkurt annað dýr. En þegar háhyrningnum tók að leiðast leikurinn, fór hann að gefa röng svör — ekki handa- hófssvör — sem í fólst mikil töl- fræðileg merking, og benti það til að reyna bæri flóknari verkefni. Eitt vandamálið í þessu sam- bandi er að skíðishvalir eru allt önnur dýrategund en tannhveli. Þessir tveir hópar hafa sennilega þróazt frá ólíkum landdýrum sem sneru aftur til sjávar. Að því er bezt er vitað hafa skíðishvalir enga hljóðsjá, en þeir tjá sig langar leið- ir með hljóðum. Þeir nota sennilega einnig segulskyn til að komast lang- ferðir sínar milli æxlunar- og fæðu- svæða sinna. Heilar þeirra eru mjög stórir, en þó ekki hlutfallslega jafn stórir heilum höfrunga. Sagt hefur verið að hvalir hafi stóra heila vegna þess að þeir eru stór dýr. Það er alls ekki rétt. Sum mjög stór dýr, eins og til dæmis beinhákarlinn, eru með litla heila. Frekar mætti snúa dæminu við: Búkur hvalsins er stór vegna þess að hann er með stóran heila. Ef dýr snýr höfðinu óhóflega hratt getur það valdið skemmdum á við- kvæmum heilavefjum þess. Stórum heila er hættara við að skaddast en litlum heila. Þessvegna mega dýr með stóra heila ekki vera fær um að snúa höfðinu of hratt. Stórir búkar eru ekki færir um að snarsnú- ast jafn hratt og þeir litlu, rétt eins og að risaolíuskip tekur ekki jafn krappar beygjur og árabátur. Til að tryggja vörn heilans er háls stóru dýrategundanna ósveigjanlegur. Og hvaldýr þurfa vissulega ekki stóran heila til þess eins að taka við hljóðbylgjum. En stórir heilar þróast heldur ekki án tilgangs. Heilar hvalanna hljóta því að gegna einhveiju öðru hlutverki. En svar vantar . við spumingunni: „Til hvers?“ Spurningin í umræðum Lífsbjargar í norðurhöfum er röng. „Greind“ er enginn línulegur eigin- leiki þótt menn reyni að skilgreina hana þannig þegar þeir meta aðra menn samkvæmt greindarvísitölu. Og það er alveg fráleitt að færa það mat yfír á aðrar tegundir. Það sem þarf að vita, spurningin sem brennur,er: „Hvað er svona sérstakt við hugarstarf hvala og höfrunga?“ Til að svara þeirri spurningu þarf að teygja vitund mannsins út að endamörkum. Höfundurá sætí í vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.