Morgunblaðið - 09.06.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 09.06.1991, Síða 2
;-,2_€ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ-il991 rið 1990 fluttu samtals 54.587 íslendingar innan sveit- arfélags, milli sveitarfélaga og landsvæða, eða milli landa. í Reykjavík einni fluttu 13.096 manns milli hverfa. Um 3.847 manns fluttust til annarra landa og að sögn Guðna Baldurssonar hjá Hagstofu ís- lands, eiga íslendingar metið hlut- fallslega þegar um brottflutning af landi er að ræða. „Um leið og harðnar í ári hér heima taka þeir sig upp og flytja til Norðurlanda. Þegar ástandið verður betra koma þeir oftast aftur. Hvað varðar fólksflutninga innanlands, þá virð- ist unga fólkið flytja mest, stund- um oftar en einu sinni á ári.“ , Ekki eiga allar þjóðir jafn nákvæmar skýrslur ummannfjölda og fólksflutninga og íslendingar, og segir Guðni að Bretar til dæm- is hafi engar nákvæmar tölur um fjölda landsmanna sinna eða að- fluttra til landsins. Norðurlandaþjóðirnar skrá sitt fólk og þótt tölur þaðan um flutn- inga innanlands og til annarra landa liggi ekki fyrir til saman- burðar við íslenskar tölur er þó fljótlegt að sjá, að óvenju mikil hreyfing virðist vera á íslending- Nágrannar koma því og fara og ekki að furða þótt menn geti ekki fylgst með öllum þeim hárlitunum og atvinnuuppsögnum sem eiga sér stað í götunni. Orsakir flutninga Orsakir þessara flutninga eru sjálfsagt margar. I húsnæðiskönn- un sem Félagsvísindastofnun Há- skólans gerði fyrir Húsnæðisstofn- un ríkisins árið 1988 um búsetu- óskir og fólksflutninga íslendinga, kemur fram hveijar eru megin- ástæður fyrir flutningum manna milli landsvæða. Þeir sem fluttu frá landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins töldu veigamestu ástæðu flutninganna vera félagslega þjónustu eða at- vinnu- og kjaramál, og þeir sem fluttu frá höfuðborgarsvæðinu út á land töldu veigamestu ástæðuna vera atvinnu- og kjaramál, en einn- ig húsnæðismál. Engin könnun hefur verið gerð um flutninga fólks milli hverfa i Reykjavík, en Stefán Ólafsson for- stöðumaður Félagsvísindastofnun- ar telur að húsnæðislánakerfið eigi sinn þátt í tíðum fólksflutningum. „íslendingar virðast þurfa að taka fleiri skref en nágrannaþjóð- irnar til komast í þá stærð hús- næðis sem hentar þeim. Erlendis fer fólk oft fyrr í framtíðarhús- næði sitt. Og það hefur komið í ljós í könnunum hér á landi að yngri ij'ölskyldur sem þurfa á mestu rými að halda, búa oftast þrengst.“ Um 80% þjóðarinnar búa í eigin húsnæði, sem er auðvitað eitt af heimsmetum vorum, en þótt leigu- markaðurinn sé ekki stór er hann afar ótryggur. Erlendis eru samn- ingar oft gerðir til 40 ára eða leng- ur við leigutaka, en hér heima er öryggi leigjenda minna þótt vissu- lega hafí málin færst í betra horf síðustu árin. Þetta eru sjálfsagt helstu orsak- ir fyrir fólksflutningum á íslandi, en einnig hafa tvær ástæður verið nefndar manna á meðal sem ekki eru eins afgerandi, en hafa þó sitt að segja. I fyrsta lagi má nefna háa tíðni skilnaða hér á landi sem hefur oftast flutninga í för með sér, og í öðru lagi lífsgæðakapp- hlaupið margumrædda sem veldur oft ónauðsynlegum fjárfestingum í íbúðahúsnæði. Sálarlaus hverfi Hugtakið „gatan mín“ fer ef til vill að heyra fortíðinni til, nema Húsin eru flest gömul og minna vegfarendur á að hér lifðu forfeðurnir í biíðu og stríðu. Myndin er tekin í Þingholtunum. Hvernig búa íslendingar? 'afla úr lifskjarakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans lerði árið 1988 og sýnir í hvaða tegund húsnæðis Landsmenn búa Bónda- býii Einbýl. hús Rað- hús Tvlbýl. hús U«ð sambýlis- Fjötbýlis- hús hús Fjðldi Annað íbúða Reykjavík 0,0 1 5,5 1 0,1 11,8 1 7,5 42,6 2,6 646 Reykjanes 0,5 42,5 13,9 13,9 11,2 16,9 1,0 402 Vesturland og Vestfirðir 10,3 50,7 2,9 16,2 5,1 11,8 2,9 136 Norðurland vestra og eystra 18,1 44,3 10,4 8,1 5,9 11,8 1,4 221 Austurland og Suðurland 19,6 55,0 1,9 14,8 2,4 4,3 1,9 209 Guðrún Þórðardfittir forstoOumaður NAGLA... Fjölskyldufólk vill gjarnan búa í hverfi þar sem hættulegar um- ferðargötur eru hvergi uálægar. þess fullyrðingar sem þessar bera vott um fordóma og þröngsýni. Ekki er þó erfítt að átta sig á hvað menn eiga við er þeir tala um að götur hafí sál. I þessum umræddu götum eru húsin flest gömul og minna því vegfarendur á að hér lifðu forfeðumir í blíðu og stríðu. Finnst mörgum slíkt hlý- Iegt og aðlaðandi. En líklega byggja menn ekki rándýr einbýlishús í nýjum hverf- um ef þeir hafa ekki löngun til að búa þar. Og oftast hefur framboð verið nægjanlegt á eldra húsnæði í miðborginni, svo ekki er það skorturinn sem rekur menn í nýju hverfín. Kannski kæra þeir sig hvorki um anda né smekk forfeð- ranna og vilja sjálfir skilja eftir hin fyrstu spor. Jafnvel er til fólk sem hefur hina mestu andstyggð á gömlu húsnæði og talar um óþol- andi mannaþef þegar aðdáendur hins gamla tala um sál. Ný hverfi eru oftast gagnrýnd meðan þau eru í byggingu og hef- ur svo verið alit frá því að byggt var í Norðurmýrinni á fyrri hluta aldarinnar. Breiðholtshverfið, sem er hið stærsta í Reykjavík með um 24 þúsund íbúa, hefur oftast þurft að þola fordóma nú síðustu árin og þá einkum frá fjölmiðlum. Ef afbrot eru t.d. framin í Breiðholti er hverfið oft nefnt í fyrirsögn dagblaða en séu þau framin í öðru hverfi bæjarins er ekki um slíkt að ræða. Hvað vakir fyrir þeim er slíkar HÁU húsin neðst á Klapparst- ígnum við sjóinn heilluðu Guð- rúnu Þórðardóttur bví þaðan var útsýni til allra átta, og hún fór í alvöru að hugsa um hvort ekki væri timi til kominn að þau hjónin færu að minnka við sig. Þau bjuggu í rúmgóðu ein- býlishúsi á Breiðholti með út- sýni yfir borgina og suudin og eiginmaðurinn Ingvar Ás- mundsson skólameistari var ekkert á því að flytja þaðan. Hann kom með afsakanir af öllum toga því hann tímdi ekki að seija húsið,“ segir Guð- rún, „og helstu rökin lians voru þau, að eftir því sem maður eltist þyrfti maður stærri flöt tii að snúa sér við á. Því væri það upp- Iagt fýrir okkur að búa áfram í húsinu eftir að synimir væru i’am- ir! Annars er lífið dálítið öfugsnú- ið. Þegar fólk er ungt bytjar það að basla með börnin í litlu hús- næði, flytur svo í einbýlishús þeg- ar það kemst í sæmilegar álnir, en fljótlega eftir það fara bömin að flytja að heiman og hjónin sitja eftir í sölunum. Við vorum orðin góðu vön hvað snerti útsýni og fundum því ekk- ert húsnæði sem uppfýllti kröfur okkar og óskir, þar til við sáum módel af þessu húsi sem átti að byggja við Skúlagötuna." Þau hjónin keyptu íbúð í hús- inu, hafa nú búið þar í mánuð og kunna ákaflega vel við sig. Bæði eru þau alin upp í grenndinni, hún í Vesturbænum og hann við Snorrabrautina. „Mér fannst það alveg sérstök tilfinning að komast fótgangandi inn í gamla hverfið við Laugaveginn," segir Guðrún, „en samt kýs ég nú sjálf að búa í nýju húsnæði, þá þarf minna að hugsa um viðhald og endurnýjun. Eg held að ný hús og hverfi hafi sál ekki síður en þau gömlu. Hver maður skapar sálina með vem sinni á staðnum. Með hveij- um nagla sem ég rek í nýju vegg- ina skapa ég sál á þessu nýja heimili.“ MEÐ HVERJUM Getur lað skipt máli Ijá irlum ið lörnin langi í pnla fþrótta- félagið leirra, ag má iíkja aislöðu gamalla KR-inga í |ví við trúarbrögð. að næstu kynslóðir snúi þróuninni við. En er nokkur eftirsjá af göt- unni heima? Skiptir það nokkru máli hvar maður býr, eða eiga kannski flestir sér sína drauma- götu eða draumahverfi? I viðtali við lækni nokkurn sem birtist hér í Morgunblaðinu sl. vet- ur er rætt um heimili viðkomandi og götuna sem hann býr í. Segist læknirinn vera afar feginn að búa í þessari ákveðnu götu í miðbænum því „þar bergmálar fótatak kyn- slóðanna", og finnst honum gatan og hverfið hafa ákveðna sái. Segir hann að þessa sál hafi nýju hverf- in ekki og nefnir tvö af nýjum hverfum borgarinnar í því sam- bandi. Staðhæfingar sem þessar eru ekkert nýjar af nálinni og eru yfir- leitt sagðar í mesta meinleysi. Sumir eru þó orðnir þreyttir á þessu „sálarkjaftæði", og telja auk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.