Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 31
. M,QRGIjNBLAÐIÐ SAMSA|j)M|Ð-SyNNUDAGUR 9. JÚNÍ.1991 C }31 Leiðangursg'arparnir Alfreð El- íasson, Kristinn Oisen og Hrafn Jónsson við komuna til Reykja- víkur. Lengst til vinstri er Kristj- ana Milla Thorsteinsson, eigin- kona Alfreðs, með barn þeirra hjóna á handleggnum. Skíðavélin lendir á Reykjavíkur- flugvelli í maí 1951, eftir langa útivist á Vatnajökli. SÍMTALID... ER VIÐ ÖGMUND EINARSSONFRAMKVÆMDASTJÓRA SORPU UM FLOKKUN SORPS Sveitafélögin hafa sofið á verðinum (76677 Sorpa, góðan dag. - Góðan daginn, er hann Ög- mundur við? Já, augnablik. — Ögmundur. - Sæli og blessaður, þetta er Brynja Tomer blaðamaður á Morg- unblaðinu. Já, komdu sæl. - Heyrðu mig. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til umhverf- isverndar og gæti vel hugsað mér að grófflokka ruslið mitt. Hins veg- ar er ég ósátt við að sorphreinsun- armennirnir taki ekki hjá mér ruslatunnu á þeirri forsendu að í henni er nýslegið gras og einhver úrgangur úr garðinum, eftir sum- artiltektina. Bílskrjóðurinn minn er á verkstæði, og ekki er hægt að ætlast til þess að ég fari með garða- úrganginn í strætó í næsta gám, eða hvað? Væri ekki nær að koma upp fleiri ruslatunnum við heimilin? Jú, það væri nær. Við erum hins vegar fyrst og fremst móttökuaðili fyrir sorp og það er í verkahring sveitafélaganna að skipuleggja inn- söfnun sorps frá húsum. Við höfum mælst til þess að fólk setji ekki gróðurafganga með öðru heimilis- sorpi, en hins vegar er það ekki bannað. Umræddur sorphreinsun- armaður hefur augljóslega túlkað þetta á sinn veg, en það eina sem bannað er að setja í ruslatunnur eru umhverfisspill- andi efni sem koma fyrst og fremst frá atvinnufyrirtækjum en ekki frá heimilum. Þetta eru ýmiskonar upplausnarefni og hreinsiefni, úrgang- ur frá efnalaugum, rafhlöður og þess háttar. - Ég er sem sagt að kvarta við vit- lausan aðila, ætti að kvarta við Reykja- víkurborg. Einmitt, sveitafé- lögin hafa sofið á verðinum í þessu mikla umhverfis- verndunarátaki og verða að taka sig á. Þau hafa ekki gert sér grein fyrir því hversu reiðubúinn almenn- ingur er að taka þátt í þessu átaki, og sofandahátturinn lýsir sér ein- mitt } dæmum eins og þú nefnir, fólk veit ekki hvernig það á að bera sig að. - Hvað er annars að frétta af gámastöðvunum á vegum Sorpu? Sú fyrsta verður opnuð nú um helgina og fyrir miðjan júlí er áætl- að að átta nýjar gámastöðvar verði opnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þær munu leysa gömlu gámastöðv- arnar af hólmi. - Það færir dæmið samt ekkert nær almenningi... Nei, eins og ég sagði er það í ; verkahring sveitafélaganna, sem vonandi fara að vakna til vitundar. Hins vegar verður skipulögð flokk- un á nýju gámastöðvunum og þar verður gæslufólk sem leiðbeinir um flokkun á sorpi. Þessar stöðvar eru ætlaðar fyrir almenning og verða opnar sjö daga vikunnar frá 10 til 22. - Mér líst ágætlega á það, en ^ segðu mér annað. Er einhver raun- ; verulegur grundvöllur fyrir endur- ; vinnslu á pappír að þínu mati? Satt að segja efast ég um það. Þetta er enn á tilraunastigi, en all- * ar líkur eru á að fjárhagslega sé slík endurvinna | ógerningur. Það fólk j sem vill safna blaða- j pappír á þess kost, i ef það hefur áhuga, j að koma honum í ! sérstaka gáma, en J tíminn verður að ^ leiða í ljós hvort i raunhæft er að flytja j pappírinn út til j endurvinnslu. - Það er nefnilega i það. Ég held ég j þakki þér þá bara ' fyrir upplýsingarnar. | Vertu blessaður. , Bless. Ögmundur Einarsson * Eftir töluverð umbrot tók ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar við stjórnartfiumum 28. ágúst þjóðhátíðarárið 1974 og sat í fjögur ár. Vilhjálinur Hjálmarsson, jafnan kenndur við Brekku í Mjóafirði, varð húsbóndi i menntamálaráðu- neytinu og stóð töluverður styr um embættið og ákvarðanir þess, ekki síst breytingar á Lánasjóði íslenskra náms- manna, brottrekstur dr. Braga Jósefssonar, frágang grunn- skólalaga og að Vilhjálmur af- tók vínveitingar í veislum ráðu- neytisins. Já, mér varð það um megn að vera vínveitingamaður á veg- um ríkisins," sagði Vilhjálmur, beðinn um að líta aftur til ráð- herradaga. „Aðeins einn ráðherra hafði gert hið sama; Tryggvi Þór- hallsson sem sat 1927-31 og veitti aldrei vín. Enginn áfelltist mig fyrir þetta, sumir brostu þó i kampinn og töluðu um þunnan mjöð hjá bónda.“ Árið eftir stjórnarskiptin 1978 lét Vilhjálmur einnig af þing- mennsku. „Ég gerði það sjálf- viljugur, gaman að breyta til og vera ekki sífellt í sama tuð- inu. Nú, og þetta síðasta ár mitt á þingi var óvenjulegt, mjög margir nýir þingmenn komu, þeim var mikið niðri fyr- ir og héldu sumir 40 ræður fyrir jól. Þetta voru því jafn þægileg skipti fyrir mig og flokkinn. Ég hafði líka verið að gæla við þá hugmynd að skrifa byggðarsögu úr Mjóa- firði, fjalla um hundrað ára tímabil þegar fólksfjöldi fór Mynd af Vilhjálmi frá síðasta ári. niður úr fjögurhundruð manns niður í þijátíu. Ég losnaði þó ekki strax úr orrahríðinni, sat í nefndum um niðurskurð á fiskveiðum og mjólk- urframleiðslu. Þarna urðu n.k. straumhvörf, maður var búinn að lifa og hrærast í umhverfi þar sem fiska átti sem mest og mjólka. Ekki skera niður. Síðar sat ég m.a. í nefnd um útvarps- mál og var formaður Sambands sveitarstjórna á Austurlandi. Loks gafst þó tóm til að skrifa og ég ritaði bókina Raupað úr ráðuneyti, sem fjallaði um árin þar. Ég var að leysa út ítökin, ef svo má segja. Síðan skráði ég ævisögu Eysteins Jónssonar, verk sem tók fjögur ár og fyllti þtjú bindi. Þá heillaði mig önn- ur ævi og ólík, líf frænda míns MVAR ERUÞAU MÚ? VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON FYRRVERANDI MENNTAMÁLARÁÐHERRA Skráir endur- minningar Hermanns „túkalls" Vilhjálms- sonar sem varð þjóðsagnaper- sóna á götum Reykjavíkur. Þijú bindi af Mjófirðingasögu eru komin út og fjórða eftir, í fram- hjáhlaupi bjó ég sögu Hús- mæðraskólans á Hallormsstað til prentunar. Svo hef ég feng- ist við að skrá eigin endurminn- ingar og eru þær væntanlegar með haustinu. Ég reyni að halda þessu sem mest frá póli- tík, reifa frekar eigið lífshlaup og bjástri^ eystra. Þar er ætta- róðalið og þangað er farið á hveiju sumri, síðustu árin til að heimsækja son minn er rek- ur blómlegan búskap á Brekku og ég gríp gjarnan í verk, hef jafnvel verið í sjóvinnu, söltun og aðgerð. Þráðurinn austur er óslitinn og slitnar seint.“ Árið 1977 heimsótti Vilhjálmur Færeyjar ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Islands og skoðar hér Kirkjubæ ásamt konu sinni o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.