Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 8
skólamAl/%* skólanemendur ad vinna í sumarfrtinu? Sumamnna EINN er sá unglingaskóli sem hefst þegar öðrum skólum lýkur. Það er vinnuskólinn sem starf- ræktur er í mörgum bæjarfélög- um. Með breyttum þjóðfélags- háttum og búsetu í landinu varð þörf fyrir að sjá bæjarbörnum fyrir vinnu á sumrin. Fyrrum þegar bændasamfélagið var fjölmennara var meira samband milli sveitamanna og bæj- arbúa, ættartengslin nánari. Bæjar- börnin dvöldust gjarnan hjá ætt- ingjum í sveitinni yfir sumarið. Þau gátu gert þar tals- vert gagn, sinnt lambánum um sauðburðinn, rak- að dreif, sótt hesta eftir Gylfa °& kýr- mokað flór Pólsson °S teymt bagga- lest. Þau töldust matvinnungar og þegar best lét fengu þau um haustið lamb að laun- um, e.t.v. gimbur sem sett var á vetur. Þeir sem verið höfðu nokkur sumur á sama bæ gátu átt sér dálít- inn fjárstofn og fengu með tímanum greitt innlegg úr sláturhúsi þegar kom fram á vetur. Dugmiklir unglingar voru eftir- sótt vinnuafl í sveitinni og veran þar létti á heimilunum á „mölinni“ svo að sveitaveran var beggja hag- ur. Bæjarfólkið annaðist líka ýmsa fyrirgreiðslu fyrir sveitafólk sem þá gat ekki skroppið í búð eða banka fyrirvaralaust. Um sláturtíð- ina gisti margur bóndinn hjá ætt- ingjum í bænum og launaði fyrir sig með innmat og slátri sem annað- hvort var fryst eða súrsað til vetrar- ins og þótti dijúg búbót. Algengt var að bændasynir og -dætur sem sóttu framhaldsskóla fengju hús- næði og fæði hjá frændfólki í bæn- um meðan á skólanámi stóð. Mest var þó um vert að í sveit- inni öðluðust börnin þroska og þrek við lífræn störf og útiveru í eðlileg- um tengslum við náttúruna, fengu innsýn í annan heim en þau áttu að venjast og víkkuðu þar með sjón- deildarhring sinn. Gengu að alvöru- vinnu með fullorðnum, lærðu verk- lag og kynntust heimspeki bóndans sem byggðist á fyrirhyggju að eiga nóg til vetrarins og sjá sér og sínum borgið. Að vísu voru til menn eins og dalabóndinn sem taldi, er hann leit yfir farinn veg, sig aldrei hafa skort neitt á lífsleiðinni nema þá helst hey, mat og eldivið! En hann var nú Skagfirðingur og þeir hafa aldrei verið taldir vílsamir. Þá eru ótalin þau minningabrot sem geymast í vitundinni alla ævi. Kyrrðin þegar komið var út á morgnana og enn rakt á, spóinn vall á grundinni og lóan bíaði uppi í hlíðinni. Léttskolað fljótið rakti sig eins og mjólkurtaumur um svart hraunið. Kolur gamli nuddaði sér vinalega upp við legginn á þér og vissi að þú áttir að fara að sækja hestana. Það var búið að kveikja upp í eldavélinni og birkiilminn lagði út um bæjargöngin. Hafragrautur- inn beið þín þegar þú komst aftur. Sveitarómantíkin hefur sjálfsagt breytt um svip með traktorum og annarri vélvæðingu. Þó þurfa ungir sveinar og meyjar enn að flýta vor- prófum af því að þeirra er vænst til yfirsetustarfa í sveitinni og er það vel. Aðrir eru ekki svo heppnir en þurfa þó ekki að vera aðgerðar- lausir, vinnuskólinn sér þeim fyrir verkefnum. Vinnuskólinn er merkilegt fyrir- brigði og væntanlega óvíða til í þeirri mynd sem sem hann er starf- ræktur hér á landi. Framsýnir skól- amenn í Reykjavík komu á fót svo- nefndri unglingavinnu árið 1948. Samfélagið hafði tekið stakkaskipt- um eftir stríðið, íbúum fjölgaði í bæjum en fækkaði að sama skapi í dreiíbýli svo að erfitt var að koma krökkum í sveit. Tveir flokkar drengja unnu við skurðgröft á vegum borgarinnar fyrsta sumarið. Þessi tilraun tókst svo vel að starfinu var haldið áfram næstu tvö sumur. Vinnuskóli Reykjavíkur var svo settur á lagg- irnar árið 1951 og 340 unglingum fengin verkefni við hæfi, aðallega garðrækt, skógrækt, hreinsun á opnum svæðum, gæslu á leikvöll- um, málningarvinnu og þess háttar. Auk þess fór fram ýmis fræðsla um atvinnulífið í formi kynnisferða og fyrirlestra. Stúlkum voru kennd vinnubrögð í fiskvinnslu og meira að segja var gert út skólaskip. Varla þarf að taka fram að áhöfnin var einvörðungu piltar! Veitt var á handfæri en einnig sagt til um beit- ingu og meðferð línu og hvernig ætti að ísa fisk. Þá var jurtum safn- að og þeim komið fyrir þurrkuðum náttúrugripasöfnum skólanna. Þessi aðferð borgar- og bæj- arbúa til að skapa unglingum viðfangsefni og atvinnu í löngu sumarleyfi úr skólunum er nú víða til fyrirmyndar og vekur athygli og allt að því öfund erlendra skóla- manna. Forsenda þess að vel takist til er að ungling- unum séu fengin verðug verkefni og þeim sé haldið '13 að verki. Þá dettur engum í hug að tengja þessa vinnu p* sýndarmennsku og gervivinnu. í sumumbæjarfélögumtaka flokk- ar vinnuskólans að sér verkefni fyr- ir fyrirtæki, stofnanir og einstakl- inga, einkum garðavinnu og um- hirðu lóða. Það sannar að vel er að verki staðið. MQRGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR sunnudagur 9. júní 1991 KYNORVANDI? Starfsmannafélög - Einstaklingar - Með Eyjaferðum og Hótel Stykkishólmi - Hörpuskelfiskur veiddur 0 g snæddur í réttu umhverfi. Alltafsól í Hólminum, jafnvel þó það rigni Hittumst í Hólminum! Hótel Stykkishólmur, simi 93-81330 Eyjaferóir - Egilshus, simi 93-81450 Hótel Eyjaferóir, simi 93-81450 SIÐTWEÐl/Hvemig eiga stjómmálamenn ad vera? Stjómmúlamenn f Ijósi siðfræðinnar SIÐFRÆÐI og stjórnmál eru frændsystkini. Þessi pistill fjallar um stjórnmálamenn, markmið þeirra, dyggðir, baráttumál og innri rödd: Stjórnmálamenn eru eins og strætisvagnastjórar. Þeir þurfa að fylgja umferðarreglunum, aka á viðeigandi hraða, stöðva á biðstöðvum, hleypa fólki út úr vagn- inum og inn. Þeir þurfa að koma far- þegunum á rétta staði og vagninum á endastöðina á tilteknum tíma. Starfið er erfitt, því hið óvænt er sífellt á sveimi. Götuljós bíla, fólk hleypur á eftir vögnum og stundum eru ólæti í vagninum. Einnig getur verið freistandi að stoppa ekki á biðstöðinni til að fylgja áætlun. Götur lokast og svo framvegis. Miklar kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna, enda er sífellt verið að skamma þá. Það er vakað yfir siðferði þeirra. Það er nefnilega ábyrgðarhluti að vera stjórnmála- maður og starfið krefst þroska. Stjórnmálamaðurinn þarf að þekkja eðli mannsins og nátttúru þjóðar sinnar. Hann þarf á djúpum skiln- ingi að halda til að skynja ósýnileg- an þráð sem bindur alla saman, veikustu mannveruna við sterkustu þjóðina. Hann þarf að hlusta á allar radd- ir og framkvæma það sem kemur öllum best í heildarsamhengi. Það er því ekki létt verk að vera stjórn- málamaður. Víðsýni er þörf, því það er almannaheill sem stjórnar ákvarðanatökum. Stjórnmálamað- urinn spyr í hjarta sínu: Hvað er best fyrir þjóðina? Og til að finna svarið, þarf hann að þekkja ein- staklinginn og þarfir hans. Starf stjórnmálamannins er göfugt, því hann á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Það er æðsta takmark hans og tilgangur starf- seminnar. Þroski stjórnmálamannsins felst í því að standast freistingar, láta ekki undan þrýstingi og fylgja sinni innri rödd. Hann þarfnast því dyggðanna. Hófsemi til að selja ekki sálu sína fyrir völd. Hugrekki til að vera hann sjálfur. Skynsemi til að vita hvað er best og draga réttar ályktanir. Og réttlæti til að stjórna viljanum. Þroskinn leiðir til þess að hann lætur ekki stjórnast af hagsmunum andartaksins andar- taksins, heldur heildarinnar í ljósi framtíðarinnar. Stjórnmálamenn eiga að vera einskonar foreldrar sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að öllum líði vel á heimil- inu. Og eins og foreldrum ber þeim að sýna gott fordæmi í einu og öllu. Hófsemi, hugrekki, skynsemi og réttlæti eru höfuðdyggðir, en heið- arleikinn er lykildyggð stjórnmála- mannsins. Hann byggir tilveru sína á honum. Ef stjórnmálamaðurinn er heiðarlegur hefur hann ekkert að fela og enginn hefur neitt á hann, og því líður honum vel. Heið- arleikinn gerir hann frjálsan. Hann gerir honum kleift að vera hann sjálfur og segja það sem samviskan býður honum. Heiðarleiki felur nefnilega í sér falsleysi, hreinskilni, áreiðanleika og siðlæti. Þegar stjórnmálamaður verður sekur um óheiðarleika, missir hann allt sem hann á, því heiðarleikinn er grund- völlurinn. Ef grundvöllurinn brestur þá verður stjórnmálamaðurinn þræll annarra. Það erfiðasta í stjórnmálum, eins og í öllu öðrum málum er að fram- tíðin er óvissan ein, og það er aldr- ei hægt að sanna á vísindalegan máta hvort ákvörðun sé rétt eður ei. Allt gerist aðeins einu sinni og aldrei meir. Tilraunir verða ekki gerðar í lífinu. Tíminn líður óstöðv- anlegur áfram. Heimurinn er á hverfanda hveli og það eru loforð stjórnmálamanna einnig. Loforð eru viðkvæmt mál í stjórnmálum. Það er tiltölulega auðvelt fyrir einstakl- inga að halda sín loforð, og flestir skilja að loforð ber að haida, því þau eru hornsteinn mannlífsins. Svikin loforð orsaka glundroða. eftir Gunnar Hersvein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.