Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 12
m.e ÍMÍlMb SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 Viðtal við Árnýju Snæbjörnsdóttur eftir Elínu Pálmodóttur Stórfjölskyldan ornar sér við elda, sem hún Árný Snæbjörnsdóttir hefur ekki aðeins kynnt heldur líka búið eldsneytið til. í sumarhús- um fjölskyldunnar er ekki kynnt með öðru en heimatilbúnu elds- neyti. Það er ókeypis og þarf ekki að spara. Þetta eldsneyti, sem brennur eins og viðarkol, býr Arný til úr dagblöðum og mjólkurhyrn- um. Kosturinn er að það er svo meðfærilegt og létt að flytja í bústað- inn, segir hún: „En það besta við það er að því fylgja engin óþrif. Þessi „kol“ brenna með fínni glóð, alveg lyktarlaust og ekkert kusk berst frá þeim.“ Birgðirnar, margir kassar af eldsneyti, voru komn- ar upp í Borgarfjörð fyrir sumarið, en Árný bauðst til að sýna okk- ur hvernig hún færi að. Það væri ekkert mál. Óneitanlega þarf þó til þess hugvit. Og það hafa þau Árný og maður hennar, Aðalsteinn Þórarinsson, greinilega. Árný stóð við vaskinn í eldhúsinu heima hjá þeim í Fossvoginum, þar sem hún hafði lagt dagblöð í volgt vatn.„Sjáðu, þegar Morgunblaðið er orðið að drullu, þá iæt ég síga svolítið úr massanum í skolvaskin- um við hliðina og treð þessu svo í femur. Ég nota mest mjólkurfern- urnar. Þær eru við hendina. Þarf að troða dálítið fast, gott að þjappa þessu með einhverju áhaldi.“ Þegar það er búið leggur hún hymingana ofan á miðstöðvarofninn. Hefur á þremur stöðum í húsinu og bílsk- úrnum komið fyrir neti ofan á ofn- um til hagræðis. En hefur áður klippt með skærum pappafemurnar utan af massanum enda mikið lím og samloðun í pappímum. Eftir tvo sólarhringa eru þeir orðnir harðir og þéttir. Molnar ekkert úr þeim. Þá er þessum snyrtilegu gráu kubb- um raðað í kassa úti í bflskúr og kassarnir teknir með þegar fjöl- skyldan á leið í bústaðinn. Þetta eldsneyti framleiðir Árný eftir hendinni allan veturinn. Alltaf leggst til blaðapappír og fernur. „Síðan við urðum bara tvö í heimili nægir það kannski ekki, svo vinir og nágrannar bæta við.“ Það er gaman að sjá þessa full orðnu konu leysa eins og ekkert sé mál sem nefndir og ráð hafa verið að velta sem þróunarverkefni á milli sín. Vandamálið hvemig eigi að koma öllum þessum blaðapappír sem til leggst í lóg án þess að það kosti of fjár og hvernig megi nýta hann. En hvernig datt Ámýju lausnin í hug? Hún segir að dóttir hennar og sonur hafí verið að fara með rusl á haugana og séð kubba úr pressuðu sagi sem höfðu eitthvað misheppnast og var verið að henda. Þeir voru svo lausir í sér. Þá kom þetta fram í hugann. En er ekki of erfitt fyrir 76 ára gamla konu að troða massanum í hymurnar? „Nei, svarar Árný um hæl. „Það er ágæt þjálfun fyrir handleggsvöðvana þegar maður er nýbúinn að kaupa hest og ætlar að fara að ríða út.“ Skýringin er sú að henni hafði oft verið gengið nið: ur í hesthús Fáks þama rétt hjá. í fyrstu aðeins til að sjá og gæla við hestana, en svo fór hún að kemba og hirða með gömlum manni og kynntist hestunum hans. Og fékk að fara á bak. Nú þegar hann var að hætta hestamennsku, þá vildi hann ekki selja þennan hest sinn hverjum sem væri, en gat best Árný Snæbjörnsdóttir að framleiða eldsneyti. Hún bleytir Mogga í vaskin- um, treður massanum í mjólkurhyrnur, klippir utan af og þurrkar í hörð fín “Moggakol". hugsað sér hann í höndum Árnýjar. Svo hún keypti hestinn. Og er farin að ríða út. Alltaf í vegabótum Bústaðirnir sem kynntir .em með þessu heimagerða eldsneyti eru í Múlakoti í Stafholtstungum. Þessa jörð keyptu þau Ámý og Aðalsteinn ásamt öðrum hjónum á árinu 1953 og leystu hana svo alveg til sín fyrir nokkram áram. Þá var þar gamall bær. En Aðalsteinn, sem er trésmiður og rak lengi Trésmiða- verkstæðið Heiðmörk hf., byggði 36 fermetra bústað heima við og flutti hann að Múlakoti í flekum. Þetta var ekkert áhlaupaverk á þeim tíma, en tókst þó að koma húsinu á sinn stað. Þetta var í þokkabót rigningarsumarið mikla 1955, en þau rétt sluppu upp eftir með húsið áður en hann lagðist al- farið í rigningar. Árný var þar með krakkana fimm allt sumarið og stytti aldrei upp. Múlakot er skammt frá Hreðavatni, beint upp undan Stóruskógum og þurfti að fara þar í gegn eftir vondri slóð. En þegar búið var að leggja veg upp að Langavatni vegna veiði- manna fyrir fáum áram, sá Aðal- steinn sér færi og byijaði sjálfur að leggja þriggja kílómetra veg frá brúnni á Gljúfurá að bústöðunum þeim megin frá. „Við erum alltaf í vegabótum, búin að setja í þennan spotta 7 ræsi og fleiri eiga eflaust eftir að bætast við,“ segir hann. „Árný er alltaf í vegabótum þegar hún er þarna.“ Þau hjónin, Aðal- steinn áttræður og Árný 76 ára, láta sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Þau era greinilega ekki af þeirri gerðinni sem volar ef eitthvað vantar, heldur ganga bara í að bæta úr. Fyrir fjóram árum byggðu þau annað hús og stærra. Fjölskyldan er svo stór. Fimm börn, tengdabörn og uppkomin barnabörn, 18 talsins. Bæði húsin eru eingöngu kynnt með pressuðum blaðakubbum. Þar er allt sameiginlegt, segir Árný. „Ég man í fyrsta skiptið sem við kveiktum upp í arninum með þessu, þá sátum við bara og horfðum í glóðina. Það var svo fallegt. Á sól- skinsdögum þarf ekki að kynda, en annars er alltaf kveikt upp í arnin- um. Stofan er stór og það er nota- legt,“ segir hún. Og Aðalsteinn bætir við að hitinn sé nægur til þess að Árný geti rist brauð ofan á ofninum. „Þegar unglingarnir eru uppfrá, þá ijúka þeir upp klukkan sjö á morgnana og eru mættir hjá okkur þegar hún fer að rista.“ Bera heyið á melana Þegar þau komu þarna fyrst fékk fyrri eigandi og bóndi að nota gamla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.