Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 15
C 15 Robin Hood: The King of Thieves (Regnboginn, júlí). Það er erfitt að ímynda sér nokkurn slá út Kevin Costner í hlutverki Hróa hattar en það fer reyndar talsvert eftir því hvort myndin verður bönnuð ákveðn- um aldurshóp eða leyfð fyrir alla fjöl- skylduna. Hróa hattar myndirnar hafa verið ófáar í gegnum tíðina en hér er leitast við að finna sögunni um kappann frá Skírisskógi raun- sæislegan svip. Hann snýr úr kross- ferðunum með Mára sér við hlið, leik- inn af hinum ágæta Morgan Free- man, og tekur upp hatramma bar- áttu við sýslumanninn í Nottingham, leikinn af Alan Rickman. Marian hina fögru leikur Mary Elizabeth Mastr- antonio. Bogfími og sverðaglamur, hetjudáðir, húmor og rómantík hinna bestu æfintýramynda er lofað og áhuginn á Costner hérlendis sér um afganginn en sjöföld óskarsverðlaun- amynd hans, Dansar við úlfa, er nú kominn á fimmta tug þúsunda í aðsókn. The Naked Gun 2 Vr. The Srnell of Fear (Háskólabíó, júlí). Fyrri myndin naut mikilla vinsælda hér árið 1989 og var ein af stóru sumars- mellunum þá. Ekki er ástæða til annars en ætla að sagan endurtaki sig. Lögreglumaðurinn Frank Dreb- in, sem Leslie Nielsen leikur, er feng- inn til að koma í veg fyrir stórfelit mengunarslys og tekst það sjáifsagt á sinn yfirmáta klaufalega hátt. Fár- ánleikafyndninni eru engin takmörk sett undir leikstjórn David Zuckers úr hinu undirfurðulega ZAZ-gengi (David Zucker, Jim Abrahams, Jerry Zucker). Sýnishornið, sem Há- skólabíó hefur sportað, lofar góðu en það er útúrsnúningur á leirkeraat- riðinu úr hietsölumyndinni Draugar, sem bróðir Davids, Jerry, leikstýrði reyndar. Það átti ekki að vera í myndinni en David þótti það svo gott að hann setti það inní. Rocketeer (Bíóhöllin/Bíóborgin, sept.). Rakettumaðurinn er eina raunverulega æfintýramynd sumars- ins í ætt við þær sem George Lucas og Steven Spieiberg gera og hún lofar góðu. Það er Joe Johnston sem leikstýrir en hann kom mjög á óvart með metsölumyndinni Elskan, ég minnkaði bömin. Sögusviðið er seinni hluti íjórða áratugarins þegar nas- istar vaða uppi og hetja vor, Cliff Secord, finnur flugbúnað fyrír einn með tilheyrandi hjálmi og hann bjargar búnaðinum frá að falla í hendur þýskaranna. Óþekktir leikar- ar fara með helstu hlutverk myndar- innar en í aukahlutverkum eru m.a. Alan Arkin og Timothy Daiton, sem leikur illingjann. Secord er hasar- blaðahetja sem varð til í upphafi níunda áratugarins en sögurnar um hann hafa til að bera alla helstu þætti æfíntýramyndarinnar og undir leikstjórn Johnstons ætti hin klass- íska barátta góðs og ills að koma Rakettumanninum til stjarnanna. The Terminator 2 (Stjömubíó, ágúst). Framhaldsmyndin um útrým- andann Arnold Schwarzenegger er „Total Recall“ sumarsins. Hasar- myndaleikstjórinn James Cameron snýr aftur til að leikstýra þessum 88 milljón dollara tækniþriller (stjarnan fær 15 milljónir að því sagt er) og ljóst er að ekkert er sparað til að trekkja að áhorfendur. Linda Hamilton endurtekur hlutverk sitt sem móðirin en sonur hennar er ástæðan fyrir öllum látunum; hann mun koma til með að ógna framtíðar- valdhöfunum svo þeir senda vél- menni aftur í tímann til að ganga frá honum ungum. The Terminator 1 er með bestu myndum sinnar teg- undar og setti Cameron á blað og ekki er minna vænst af þessari. Ca- meron hlýtur að hafa lært af mistök- unum í The Abyss, í svona myndir þarf að dæla stanslausum hasar nú til dags ef þær eiga að virka. The Silence of the Lambs (Há- skólabíó, júlí). Ef hasarmynd sum- arsins verður The Terminator 2 verð- ur spennumynd sumarsins án efa þessi þriller eftir samnefndri met- sölubók Thomas Harris, sem brátt kemur út á íslensku. Lömbin þagna er umtalaðasta mynd ársins í Banda- ríkjunum og á hún því að þakka ein- um alversta illingja kvikmyndasög- unnar, Hannibal „The Cannibal" Lecter, sem breski leikarinn Anthony Hopkins þykir leika af stakri snilld. Myndin varð kveikjan að umræðu um aukið ofbeldi í bókum og bíó- myndum vestra en hún segir frá leit MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 Æfintýramynd í anda Lucas og Spielbergs; úr Rocketeer. Hnífsbeitt handtak; úr myndinni um Ját- varð klippikrumlu. Skjaldbökurnar snúa aftur. Skeggöld, skálmöld; úr þriðju víkingamynd Hrafns Gunnlaugssonar. Spáð mestri velgengni; Hrói hött- ur Kevin Costners. Arnold snýr aftur; Schwarzeneg- The Naked Gun 2'h; Leslie Niels- ger í The Terminator 2. en í hlutverki Drebins lögreglu- manns. lögreglunnar að fjöldamorðingja sem húðflettir kvenfómarlömb sín. Jodie Foster og Scott Glenn leika lögreglu- mennina sem annast rannsókn máls- ins en þau leita aðstoðar Lecters, frábærs sálfræðings, hugsjúks morð- ingja og mannætu, þar sem hann er geymdur í öryggisklefa geðsjúkra- húss. Jonathan Demme, frægur fyrir allt annað en þrillera, leikstýrir og víst er að hér sé hægt að ganga að spennunni vísri. Life Stinks (Bíóhöllin/Bíóborgin, ágúst). Þetta er nýjasta gamanmynd háðfuglsins Mel Brooks en hér segir af því þegar margmilli, sem Brooks leikur sjálfur, lendir í ræsinu og kynnist lífínu þar af eigin raun. Orð- rómur er uppi um að hér sé bráðskop- leg mynd á ferðinni en víst er að Brooks er á uppleið, það sýndi síð- asta mynd hans, geimæfintýradell- ugrínið Spaceballs. íslenskir kvik- myndahúsagestir hafa alltaf haft ofurtrú á manninum og ef honum tekst eins vel upp í þessari mynd og þeirri síðustu er aðsóknin gulltryggð. Hot Shots! An Important Movie (Bíóhöllin/Bíóborgin, ágúst). Ein af mörgum gamanmyndum sumarsins og varla sú sísta. Jim Abrahams úr áðurnefndu ZAZ-gengi gerir gys að skæslegu flugherskólamyndunum í ætt við Top Gun. Charlie Sheen fer með aðalhlutverkið í myndinni, leikur n.k. Tom Cruise-eftirlíkingu í flug- skóla flotans. Reyndar þykir tíma- setningin á myndinni ekki uppá það besta vestra því margir segja að Abrahams sé í leiðinni að gera gys að hetjunum úr Persaflóastríðinu. Hann hefur neitað því alfarið. En reyndar hefur það sýnt sig að honum er ekkert heilagt ... Backdraft (Laugarásbíó, sept.) Undirtitillinn gæti verið: Líf og dauði í slökkviliði Chicagoborgar. Kurt Russell og William Baldwin leika bræður sem keppast við að slökkva eldana í stórborginni. Brennuvargur gengur laus og skilur eftir sig eyði- leggingu hvar sem hann fer, n.k. Lecter loganna. Handritið bíður uppá mörg spennandi augnablik í eldhaf- inu og leikaralistinn er traustur; Robert De Niro og Donald Suther- land fara með aukahlutverk. Kurt Russell er með vinsælli leikurum hér eftir John Carpentermyndir eins og The Escape From New York og The Thing en á eftir að slá í gegn í met- sölumynd. Ron Howard leikstýrir. Teenage Ninja Turtles 2 (Bíó- höllin/Bíóborgin, ágúst). Ninja skjaldbökurnar eru betur kynntar hér á landi núna þegar von er á fram- haldsmyndinni en þegar fyrri myndin kom í Háskólabíó um jólin. Teikni- myndimar eru komnar í sjónvarpið og leikföngin fást í búðunum. Fyrri myndin varð metsölumynd uppúr þurru en þessari seinni vegnaði ekki eins vel vestra. Nu segir af leit pítsuætanna Donatellos, Rafaels, Michaelangelos og Leonardos að uppruna efnaúrgangsins sem breytti þeim úr litlu skjaldbökunum í ninja- hermennina skæðu. The Hard Way (Laugarásbíó, júlí). Michael J. Fox reynir að fóta sig í bíómyndunum eftir að trílóg- íunni um tímaferðalög Marty Mac- Flys lauk og leikur hér á móti James Woods í grínspennumynd John Bad- hams. Fox leikur heimsfrægan kvik- myndaleikara sem á að fara að leika löggu og ákveður að kynnast starfinu með því að vinna um tíma við hlið alvörulöggu, þ.e. James Woods. Dæmigerð sumarmynd á alla kanta eftir útlitinu að dæma. Only the Lonly (Bíóhöllin/Bíó- borgin, júlí). Einhver vinsælasti dú- ettinn vestanhafs þessa dagana eru John Hughes og Chris Columbus en þeir eru mennirnir á bak við ótrúlega velgengni gamanmyndarinnar Al- einn heima. Reyndar er sá litli Mac- aulay Culkin fjarri góðu gamni, nú fer John Candy, einn af uppáhaldsiei- kurum Hughes, með aðalhlutverkið, lögreglumann sem á ráðríka móður er skiptir sér óeðlilega mikið af kvennamálum sonarins. Þetta er dæmigerð gamanmynd af Hughes- skólanum en það má mikið vera ef hún kemst einhverstaðar nálægt „Aleinum" í aðsókn. Edward Scissorhands (Bíóhöll- in/Bíóborgin, júní). Tim Burton leik- stjóri „Játvarðar" er með frumle- gustu leikstjórum Bandaríkjanna og skaut sér upp á stjömuhimininn með Leðurblökumanninum. Sagan um Játvarð klippikrumlu er frá honum sjálfum komin en líkist nokkuð sög- unni um Gosa. Hún er um vísinda- mann (Yincent Price) sem smíðar fullkominn dreng (Johnny Depp) en deyr áður en verkinu lýkur og skilur hann eftir með flugbeitta hnífa í stað handa. Játvarði er ómögulegt að snerta fólk án þess að leggja það í hættu en býr til fegurstu útskurði. Vinona Ryder leikur kærustuna hans. What About Bob? (Bíóhöllin/Bíó- borgin, sept.) Bill Murray leikur geð- sjúkling sem eltir lækninn sinn, Ric- hard Dreyfuss, í fríið og gerir honum allt til miska. Leikstjóri er Frank Oz. Gamanmynd með tveimur stór- stjörnum sem reyndar veitir ekki af svolítiili metsölu til að hressa uppá sig. Síðasta gamanmynd Murrays, Quick Change, var illa vanmetin, og Dreyfuss á nokkrar góðar myndir að baki eftir að hann sneri aftur í bíó. Það er góður leikur að spyrða þá saman en samkomulagið var víst ekki alltaf uppá það besta, fréttir bárust af tökustað um handalögmál þeirra á milli. Robin Hood (Bíóborgin/Bíóhöllin, júní). Það er ekki oft sem gefst tæki- færi á að sjá tvær Hróa hattar mynd- ir sama sumarið en sem fyrr eru vegir Hollywoods órannsakanlegir. írski leikarinn Patrick Bergin (eigin- maðurinn í Sofíð hjá óvininum) fer með hlutverk hetjunnar í Skírisskógi en á næstum örugglega eftir að tapa slagnum fyrir Kevin Costner. Mun þó hala talsvert inn á eftirvænting- unni og umtalinu um Hróa og verður litið á hana sem upphitun fyrir Costn- er. Barton Fink (Laugarásbíó, sept.) Coenbræður, Joel og Ethan, komu öllum á óvart á Cannes þegar þeir hrepptu Gullpálmann fyrir þessa mynd. í ljós kom að Siguijón Sig- hvatsson var ekki fjarri góðu gamni, flármagnaði myndina að hálfu og hefur sýningarréttinn utan Banda- ríkjanna. Myndin segir frá leikrita- skáldi frá New York sem kemur til Los Angeles að skrifa bíóhandrit og lendir í slæmum félagsskap á hótel- inu sem hann býr á. Myndin er sögð gamansamur þriller. Coenbræður hafa gert frábærar myndir, frumleg- ar og skemmtilegar en aðsóknin hef- ur ekki verið uppá það besta. Það brejdist kannski með Barton Fink. Gullpálmamyndin Tryllt ást, sem Siguijón átti einnig þátt í, fékk 24.000 manns í aðsókn hér heima. Point Break (Bíóhöllin/Bíóborg- in, sept.) Enginn skyldi afskrifa Patrick Swayze svo glatt. Hann átti sinn þátt í því að gera Drauga að metsölumynd síðasta sumars og það er aldrei að vita hvað hann gerir í ár. Hér leikur hann n.k. brimbrettag- úru og ætti að taka sig vel út bringu- ber í sólinni. Demi Moore er reyndar ijarri góðu gamni og fátt yfirnáttúru- legt við brimbrettalistina. King Ralph (Laugarásbíó, júní). John Goodman kóngur yfir Bret- landi? Þær hafa varla komið frum- legri hugmyndirnar frá Hollywood. Heila konungsíjölskyldan þurrkast út við hátíðarmyndatöku og næstur í beinan legg er sá vörpulegi Good- man, sem kemur til Bretlands að taka við krúnunni og læra siði hefð- arfólksins. Talandi um fíl í postulíns- búð. Ágætir breskir leikarar fara með hlutverk í myndinni eins og Peter O’Toole og John Hurt en leik- stjóri er David S. Ward, brokkgengur leikstjóri en frægastur fyrir handritið að The Sting. Goodman er vel kynnt- ur hér á landi eftir sjónvarpsþættina Roxanne. Hudson Hawk (Stjörnubíó, sept.) Bruce Willis er innbrotsþjófur sem lendir í slagtogi með mönnum sem ætla að smíða vél byggða á löngu týndri uppfinningu Leonardo Da Vin- cis, sem malar gull úr blýi. Þetta er rándýr gamanæfintýramynd en Will- is á sjálfur hugmyndina að sögunni. Framleiðandi er Joel Silver, frægur fyrir að spreða dollurum í hasar- myndir (Die Hard) en leikstjóri er Michael Lehmann, nýliði í greininni með eina mynd að baki (Heathers). Auðvitað ber að taka allar spár af þessu tagi með varúð, metsölu- mynd sumarsins vestra í fyrra var Draugar (Ghost) en hún komst hvergi á blað spámanna fyrr en allt í einu hún tók að þjóta upp vinsælda- stigann. Óvæntir smellir er boðorð dagsins. Auk ofangreindra mynda bjóða bíóin uppá fjölda annarra yfir sumarmánuðina og verða þær helstu taldar hér upp: lögguþrillerinn Blue Steel, mafíumyndin Miller’s Crossing eftir þá Joel og Ethan Coen, Teenag- ent, n.k. Bondmynd táninganna, Avalon eftir Barry Levinson, Return to the Blue Lagoon, þrillerinn De- sperate Hours, rokkheimildarmyndir Madonna, flugherskólamyndin Fire Birds, Chuck Norrismyndin The Delta Force 2, mynd Bernardo Ber- toluccis, The Sheltering Sky, rétt- ardramað Class Action, gamanmynd- in L.A. Story, gamanmyndin Merma- ids og nýjasta mynd Roberts De Niros, Guilty by Suspicion.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.