Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 9
UMHVERFISMAL /Hvab er vitsmunalegforystaf Tekið djúpt í árinni Aralvatn var einu sinni 4. stærsta stöðuvatn á jörð- inni, mældist 41 þúsund ferkíló- metri að stærð árið 1960 eða um það bil 'A af allri stærð íslands. Nú er það aðeins 17 þúsund ferkíló- metrar og lífríki þess úr sögunni. Vatnið gæti horfið fyrir fullt og allt innan 30 ára ef ekki verður að gert. Svo afdrifa- ríkar breytingar á staðháttum af eftir Huldu Voltýsdóttur náttúrulegum mannavöldum hafa aldrei orðið áð- ur og margir líkja þessu umhverfis- slysi við slysið mikla sem varð í kjamorkuverinu í Chernobyl um þjóðarhag með stórfelldum fram- kvæmdum án þess að hugsa fyrir afleiðingunum í ríki náttúrunnar og hvaða áhrif þær kynnu að hafa á mannlíf i kring þegar til lengri tíma væri litið. Umhverfisvernd hefur lít- ið verið til umræðu í Sovétríkjunum fram til þessa en breytingar hafa orðið nú á síðustu tímum „glasn- ost“. Nú má tala og þá koma stað- reyndir í ljós. Aralvatn er í Mið-Asíuhluta Sov- étríkjanna á svæðinu í kringum 45. breiddargráðu (á svipaðri breidd- argráðu og löndin við norðanvert Miðjarðarhaf). Vitað er að á íárun- um 1926-1960 mnnu 55 kúbikkíló- metrar af vatni úr ánum Syr og Amur í vatnið árlega en þær ár eiga upptök í ijöllunum í suðri, Pamir og Tian Shan. Frárennsli úr vatninu hefur aldrei verið neitt en hins vegar ríkti gott jafn- vægi milli aðrennslis og upp- gufunar. Nú flytja þessar ár ekki dropa í vatnið og afleið- ingamar em eftir því. Ákvörðun stjómvalda árið 1918 var í því fólgin að veita vatninu úr þess- um tveim stórfljótum í gríðarmikla áveitu- skurði því breyta átti þurri eyðimörkinni á svæðinu í bómullarakra. Rússar vildu vera sjálfum sér nógir um bómull og bómull átti líka að verða ÉH útflutningsvara. Stærsti áveit- uskurðurinn er sá sem kenndur er við Kara Kum og er 1.360 km að lengd en út frá stóm skurðunum em minni áveituskurðir eins og þéttriðið net. árið. Upphaf þessa má rekja til stjómartilskipana frá Moskvu árið 1918 þegar ráðamenn vildu bæta Frá Þingvöllum — Sverrir Haraldsson, 1974. Yfírleitt gefa stjórnmálamenn sín loforð sem einstaklingur sem em engum háðir nema sjálfum sér, en þegar þeir verða atvinnumenn eru þeir háðir öðmm, flokkum, nefnd- um, mönnum og meirihluta. Þegar þeir verða hlutir af heild, þurfa þeir að stóla á stuðning annarra til að geta efnt loforðin sem þeir gáfu sem einstaklingar. Spyija má: Er ekki nóg að lofa því að leggja sig allan fram við að vinna þjóðinni hamingju og heill, og vera henni óendanlega trúr? Réttlætið er höfuðbaráttumál stjórnmálamannsins. Réttlætið er hugsjónin. Réttlætið gefur lífí hans og starfí gildi. Og ef hann er rétt- lætinu trúr, hefur hann ekkert að óttast. Völd krefjast þroska og vitur stjómmálamaður notar völd sín ein- ungis til að framkvæma réttlætið. Og réttlætið er ekki breytilegt held- ur eilíft og býr í náttúrunni og hjarta mannsins. Sannur stjómmál- amaður vill láta gott af sér leiða og afnema öll óréttlát lög og rang- ar reglur. Stjórnmálamenn vilja í rauninni allir það sama. Hugmynd- afræði er aðeins fatnaður sem stjórnmálamenn klæðast á daginn, en þegar þeir sofa á nóttunni dreymir þá alla sama drauminn um réttlætið, frelsið og ástina. Ekkert er þó erfiðara en að vinna að réttlætinu. Hvort sem okkur lík- ar betur eða verr þá gerist hið góða ekki ósjálfrátt. Hið vonda og hið rangláta æðir um eins og öskrandi ljón. Barátta stjórnmálamannsins getur verið erfíð og honum stendur sífellt til boða að falla á kné og til- biðja eigið veldi. List stjórnmála- mannsins felst í því að fylgja rödd samviskunnar hvað sem á dynur. Og treysta aðeins á sjálfan sig. Stjómmálamaðurinn verður að vera óhræddur að skýra frá sannfæringu sinni, jafnvel þó hann eigi það á hættu að öll heimsbyggðin reki upp skellihlátur. Enginn stjórnmálamaður er full- kominn, en frummynd þeirra og viðmið er afar fullkomið. Kröfurnar eru því og eiga að vera miklar. Stjórnmál em siðferðileg í eðli sínu því allar stjórnmálalegar ákvarðanir varða menn og koma þeim vel eða illa, og em réttar eða rangar. Ábyrgðin er því mikil eins og í öllum öðmm störfum. Speki: Aðeins þegar stjómmála- maðurinn hlýðir eigin samvisku, hlýðir hann þjóð sinni. Sköpunar- þörf Sásem ekki á þess kost að upplifa sköp- unargleði fer mikils á mis. SÁLARFRÆÐI /Hva& erfrelsi í listsköpun? Sköpunargleði Sköpunargleði taka menn sér oft í munn þegar rætt er um störf listamanna, rithöfunda og annarra þeirra sem vinna svonefnd skap- andi störf. En þar getur auðvitað verið um ótalmargt að ræða. Ein- att er þetta hugsað svo að í mönnum búi einhver þörf til þess að skapa, tjá sig í orði eða sýnilegri athöfn. Þegar þessi þörf fær útrás í einhvers konar sköpun fylgir því gleði, hamingjukennd. Upphaflega getur sköpunarþörf vafalaust beinst í ýmsar átt- ir, þó að oft verði vart við sérstak- lega sterkar hneigðir á tilteknu sviði (t.a.m. tónlist). Er þá gjarnan dreg- in sú ályktun að um arfgenga hneigð eða hæfi- leika sé að ræða, einkum þegar hneigðir margra skyldmenna ganga í sömu átt. Til þess að sköpunarþörf fái notið sín í verki er yfírleitt nauðsyn á undirstöðuþjálfun og í nútíma- þjóðfélagi eru möguleikar til slíkrar þjálfunar að jafnaði nokkuð góðir. Með því móti aflar viðkomandi sé nauðsynlegrar tækni og fínnur leið- ir til eðlilegustu og áhrifaríkustu tjáningar. Allir virðast vera á einu máli um að hverjum manni sé brýnt að fá sköpunarþörf sinni útrás og að sá sem ekki á þess kost að upplifa sköpunargleði fari mikils á mis. Þvl leggja nútíma uppalendur áherslu á þennan þátt uppeldisins. En þar er margs að gæta og margt að varast. Eitt er t.a.m. að ekki er ávallt víst að saman fari hæfíleikar og hneigð á tilteknu sviði eða áhugi eins og það er kannski oftar orðað. Áhuginn getur hæglega beinst í aðra átt þó að hæfíleikar séu þar eitthvað minni. Uppalandinn þarf vissulega að taka fullt tillit til þessa. Þá eru sumar tegundir listsköpunar í tísku á tilteknum tíma en aðrar ekki og getur það villt uppalendum sýn. Loks skiptir meginmáli hvemig undirstöðuþjálfun fer fram. Hún þarf vissulega að vera af því tagi að barnið (oftast) skilji og skynji að hún opni því leið að þeirri tján- ingu sem það sjálft sækist eftir. Annars er til lítils barist. Fræðimenn greina stundum á milli innlægrar þarfar eða áhuga og útlægrar. Innlæg þörf er sú sem sprottin er upp innanfrá, á rætur í einstaklingnum sjálfum. Utlæg þörf er hins vegar tilkomin fyrir utanað- komandi áhrif og er hún oft tengd öðrum óskyldum eða líttskyldum þörfum. Hugsum okkur nú einstakling sem hefur allt frá blautri bernsku haft einstakt yndi af að teikna og fara með liti. Með aldri og þjálfun þroskast þessi hæfíleiki og að því kemur að hann verður aðalfarvegur tilfínninga hans og upplifunar. Við- komandi fær formlega menntun og um tvítugsaldurinn er hann orðinn þjálfaður og fær myndlistarmaður. Smám saman verður hann þekktur. Fólk kemur að skoða myndir hans og kaupir þær. Verkin hækka í verði. Eftirspurn eykst. Frægðin blasir við. Sumum tekst að láta þetta sem vind um eyru þjóta. Þeir halda sínu striki, breyta yfir í ann- an stíl eða tjáningarform ef þeir telja það henta sköpunarþörf sinni betur, jafnvel þótt aðdáendur snúi við þeim baki. Sköpunarþörfín er sterkari en annað. Aðrir ánetjast útlægum þörfum. Frægðin, fjár- hagslegur ávinningur sest í fyrir- rúm. Áður en varir er hin fijálsa leikandi sköpun orðin að atvinnu- mennsku. Listamaðurinn finnur að hann endurtekur sjálfan sig í sífellu, neisti sköpunaragleðinnar fölskvast eða slokknar. Hann kann að að halda vinsældum sínum, frægð og tekjum, en veit sjálfur að hann slær falskar nótur. Stundum leiðir af þessu andlega kreppu sem lamar athafnir, I öðrum tilvikum flata meðalmennsku. Þegar talað er um frelsi í list- sköpun hygg ég að þar hljóti frem- ur öðru að vera átt við frelsi til þess að hin innlæga sköpunarþörf og gleði sem af henni leiðir geti notið sín sem hindrunarminnst. En um það frelsi sitja margir árar og þarf því að vera vel á verði. eftir Sigurjón Bjömsson werzalitr SÓLBEKKIR^i fyrirliggjandi. Þola vatn IIIÍhSST Mt SENDUM f PÓSTKRÖFU to Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla29 • Reykjavík • sími 38640 TVÍ Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands óskar eftir að ráða viðskiptafræðing til að kenna fjárhags- og rekstrarbókhald. Samhæfa þarf kennsluna tölvu- búnaði skólans og öðru námi nemenda. Tölvuháskólinn hefur til umráða net með Victor MX 386 tölvum annars vegar og IBM PS/2 hins vegar sem tengjast AS/400 tölvu frá IBM. Umsóknir skulu sendar Þorvarði Elíassyni eigi síðar en 20. júní nk. Tölvuháskóli VÍ, Ofanleiti 1, __________ 103 Reykjavík. SUMARBÚÐIR KIRK JUNNAR Heiðarskóla, Borgarfirði Við getum bætt við nokkrum börnum á aldrinum 9-12 ára í tvo síðustu flokkana, 8.-19. júlí og 22. júlí - 2. ágúst. Sund, íþróttir, gönguferðir, heimsókn á sveitabæ, kvöldvökur og kristin fræðsla. Dvalargjald fyrir hvern 12 daga flokk er kr. 20.000, allt innifalið. Innritun fer fram í Bústaðakirkju milli kl. 17 og 19 alla virka daga nema föstudaga. Sími 37801.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.