Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 28
m § MQRqy^BLAEjlÐ, VELvmtmw.m'v i 1991 Jim Ungar/Distributed by Universal Press Syndicate ,«3. fi » ri fr r MM^inUJnQej/DislnbuledbyjJmversa^PressSyridicate íég sé aSLöggan he.furnáS biLnutru þCnum. (xfbur." Já, hann er fölur, en ég var að þvo ’ann ... HÖGNI HREKKVlSI ,, £7? þerTA 17 TAi/a- p>/rr P'/ " Á FÖRIMUM VEGI Vil njóta gestanna á meðan þeir stoppa - segir Aðalheiður Júlíusdóttir í Munaðstungu í Reykhólasveit Miðhúsum, Reykhólasveit. rá því er sagt í Þorskfirðinga- sögu að Ketilbjörn sonur Gilla hins suðureyska byggði fyrstur bæ í Tungu sem nú kallast því fallega nafni Munaðstunga. Frá Munaðs- tungu lá vegurinn yfir Laxárdals- heiði norður í Steingrímsfjörð og má geta þess nærri að í Munaðs- tungu hefur verið gestkvæmt á meðan verslun úr Reykhólasveit og Geiradal fór fram a Hólmavík. Nu býr í Munaðstungu 76 ára gömul kona, Aðalheiður Júlíus- dóttir, og þegar fréttaritara bar að garði var Aðalheiður að smíða milligerð svo hægt væri að stía af lambær. Við lítum inn í fjárhúsið og þar er ær með lamb og lambið stendur fast við móður sína og horfir fo- vitnum augum. Ærin horfir hins- vegar með ótta í augum á þennan óboðna gest, en Aðalheiður strýkur ánni blíðlega um snoppuna og ótt- inn hverfur eins og dögg fyrir sólu. Þegar við komum út á fjárhús- hlaðið er stansað og smellt af mynd og svo er gengið til bæjar. A meðan að Aðalheiður er að hella á könnuna berst talið að liðn- um dögum. Hún segir mér frá því að hún hafi sótt nær alla þunga- vöru á áburðarhestum í Króks- fjarðarnes og þá hafi sig ekki munað um að snara 100 punda pokum til klakks. í þá dag var ég bara sæmilega sterk segir Aðal- heiður og hlær. Nú er ilmandi kaffið borið á borðið og fullur diskur af bakkelsi fylgir í kjölfarið. Kaffið hennar Aðalheiðar er gott og á meðan að kaffíð er drukkið þá er spjallað um heima og geima. í herberginu er litasjónvarp sem Aðalheiður segist horfa þó nokkuð á og spaugstofustrákarnir eru henni ofarlega í huga. Að kaffidrykkju lokinni er geng- ið um húsið og í eldhúsinu er bæði gamli og nýi tíminn. Tvær eldavél- ar eru í eldhúsinu, lítil rafmagn- seldavél og olíukynnt kolaeldavél „Svo berst talið að búpeningnum og Aðal- heiður kann að sníða sér stakk eftir vexti. Tveir hestar eru á beit og tveir til þrír tugir fjár eru á beit á tún- inu.“ sem líka hitar miðstöðina. Raf- magn er í öllum • herbergjum og útihúsum. Nu er mér boðið að sjá tugthúsið, en það er lítil snotur stofa sem er svolítið afsíðis. Aðalheiður segir að nafngiftin sé komin til af því að ekki sé mjög gestkvæmt hjá sér og vilji hún njóta gestanna á meðan þeir stansi og bjóði þeim í herbergið inn af eldhúsinu þá geti hún talað við þá á meðan hún sé að hella á könnuna. Reyndar komi pósturinn tvisvar í viku með póstinn, en hann megi aldrei vera að því að stoppa. Nú berst talið að íbúðarhúsinu og það þurfi viðgerðar og það fá- ist ekki nokkur smiður til nokkurs hlutar núorðið. Þótt húsið sé lítið er það snot- urt og sjónarsviptir að því úr lands- laginu ef það yrði látið grotna nið- ur. Svo berst talið að búpeningnum og Aðalheiður kann að sníða sér stakk eftir vexti. Tveir hestar eru á beit og tveir til þrír tugir fjár eru á beit á túninu. Kyrnar eru horfnar og núna í vor keypt Aðal- heiður engan áburð. Aðalheiður segir að það séu til menn sem vilji kaupa Munaðst- ungu en hún hafi sagt nei því að hún vliji ekki gerast leiguliði í ell- inni. I Munaðstungu sleit hún barnsskónum og lifði ein fullorð- insár og enn er elli kerling ekki komin heim að túngarðinum og verði hún sem allra lengst á leið- inni. Um leið og kvatt er berst talið að hænsnunum hennar og hún á líka íslenskar hænur og fallegan íslenskan hana. Víkverji skrifar egar lög eru samþykkt frá Al- þingi á tilgangur þeirra að sjálfsögðu að vera augljós og ákvæði þeirra svo skýr að enginn vafi leiki á hvað þingmennirnir okk- ar blessaðir eru að fara. Frá sjónar- hóli leikmanns virðist því miður nokkur brestur vera á þessu. Að minnsta kosti þegar upphefjast deil- ur um við hvað löggjafinn átti með einhverri lagagreininni. Það getur tæpast verið ætlun þingmanna að láta lögfræðingum eða dómstólum síðar meir eftir að ráða í þær rúnir og skera úr um hvað það í rauninni var sem þeir voru að samþykkja. xxx * Osjaldan kemur fyrir að ýmsir aðilar leita eftir lögfræðilegu áliti eins og það heitir. Eru þá hin- ir lögvísustu menn fengnir til þess að segja til um hvort þessi eða hinn. gerningurinn sé lögum samkvæmt eður ei. Er allt gott um það að segja. Eðlilegt er og sjálfsagt að menn vilji hafa allt á hreinu. En hvað gerist þá? Ef til tveggja lögspekinga er leitað ber þeim sjaldan saman og komast gjarnan að þveröfugri niðurstöðu. Fer það eftir túlkun þeirra á einhverri lagágrein, sem er svo óljós og loðin að skilja má iiana á ýmsa vegu. Og svo kemur kannski sá þriðji og álit hans geng- ur á skjön við álit hinna tveggja. itt nýjasta dæmið er deilan um lögmæti þess er nýskipaður þjóðleikhússtjóri sagði upp hluta áhafnar sinnar. Verður ekki dregið í efa að það gerði hann í góðri trú um lagalega heimild sína, enda lá fyrir „lögfræðilegt álit“ þar um. En annað „álit“ telur uppsagnirnar lögleysu. Þannig hefur innan Þjóð- leikhússins komið upp leiðindamál með hótunum um málshöfðanir, átaka sem ekki hefðu þurft að koma til, ef lagabókstafurinn hefði verið nógu skýr. XXX Löggjafinn verður að taka sig á. Ekki fara fram hjá neinum þau hroðvirknislegu vinnubrögð sem ástunduð eru á Alþingi í hvert skipti rétt fyrir þinglok. Hvernig væri til dæmis að sú regla yrði tek- in upp að áður en lög fara til endan- legrar afgreiðslu væru þau fengin í hendur tveimur mönnum, lögfræð- ingi og góðum íslenskumanni. Þeir færu grannt yfir þau og bentu á augljósar missmíðar og ákvæði, sem yrðu að vera skýrari — svo að ekkert fari á milli mála við hvað átt er. Gæti það komið í veg fyrir margan málareksturinn og þannig firrt menn fyrirhöfn og óþægindum. Auk þess gæti það fækkað mjög þeim málum, sem farið er með fyr- ir dómstóla og þannig orðið til hins mesta sparnaðar. Víkveija hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Hilmari Garðarssyni, skrifstofustjóra Gjald- heimtunnar: Vegna skrifa „Víkveija" í dag, 7. júní, óskast eftirfarandi athuga- semd birt: Innheimta fasteignagjalda í Reykjavík hefur verið eins í fjölda ára. Gíróseðlar eru sendir 3svar á ári með gjalddögum 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Fasteignagjöldin eru tryggð með lögveði í viðkomandi fasteign. Sé skuld vegna fasteignagjalda í miðjum maímánuði, er gjaldendum sent áskorunarbréf, eins og nefnt er í greininni, og er þar settur 30 daga frestur til greiðslu. Samkv. lögum koma áskorunar- bréfin í stað lögtaks og hafa sömu lögfylgjur, en skilyrði þess að svo sé er að bréfin séu send í hraðpósti (express). Kostnaður vegna þessa er ekki nema brot af lögtakskostnaði og er þetta því mjög hagkvæmt fyrir gjaldendur. Strax að loknum síðasta gjald- daga, 15. apríl, er auglýst í öllum dagblöðum í Reykjavík að ætlunin sé að beita þessari innheimtuaðferð. Þessa auglýsingu þarf samkv. lögum sem um þetta gilda að birta 30 dögum áður en sending áskor- unarbréfa hefst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.