Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJÖLM8ÐLAR SUNNUDAGUR 9. JUNI 1991 EB styrkir nýtt sjónvarpskerfi FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins tilkynnti í byrjun síðustu viku að það mælti með því að varið yrði um hálfu milljarði bandaríkjadollara eða um 30 milljörðum íslenskra króna til að aðstoða sjónvarpsiðnað bandalagsins að þróa nýtt litsjónvarpskerfi með há- skerpu mynd, þannig að myndgæðin yrði áþekk því sem gerist við kvikmyndasýningu með 35 mm kvikmyndafilmu. Róbert Arnfinnsson leikur aðalhlutverkið, einstæðinginn Svein, í sjónvarpsmynd sem Hilmar Oddson vinnur nú að eftir handriti Matthíasar Johannessen. Sjóarinn, spákonan, blómasalinn, skóarinn, málarinn og Sveinn; Ljóðræn mynd um utangarðsfólk TÖKUR eru vel á veg komnar á sjónvarpsmyndinni „Sjóarinn, spákonan, blómasalinn. skóarinn, málarinn og Sveinn" eftir Matth- ías Johannessen í leikstjórn Hilmars Oddssonar. Margar gamlar kempur úr leikhúslífi þjóðarinnar koma þar saman ásamt ýmsum vngri leikurum. að var framkvæmdastjóri rann- sóknaráðs EB, Filippo Maria Pandolfi sem gerði þetta að tillögu á fundi fjarskiptaráðherra til lausnar djúpstæðum ágreiningi innan sjón- varpsiðnaðarins evrópska um það hvenær tímabært sé að háskerpu- sjónvarp leysi eldri kerfi af hólmi. Bauð hann fram 500 milljóhir ECU í þessu skyni sem dreifast eiga á fimrn ára tímábil frá 1992. Útvarpslöggjöf EB rennur út á yfirstandi á ári og Pandolfi freistar þess að ná einhverri þeirri niðurstöðu sem getur sætt framleiðendur sjón- varpsviðtækja og forsvarsmenn sjón- varpsstöðvanna á sama tíma og heimilað yrði að hinn nýji D2-MAC sjónvarpsstaðall yrði tekinn upp í stórum stíl en hann er hlekkur á leið- inni til sjónvarps meða háskerpu myndgæðum. Innan Evrópu eru nú í notkun tveir sjónvarpsstaðlar í litútsendingum, þ.e. PAL sem er m.a. notaður hér á landi og raunar í flestum Evrópu- löndum öðrum en Frakklandi þar sem svonefndur Secam-staðall ræður ríkjum. Viðleitni Evrópubandalags- ins í þá veru að byggja upp markað- seiningu í kringum nýja staðalinn þykir geta skipt sköpum um sam- Af nýjungum er fyrst að nefna morgunþátt miili kl. 7 og 9 sem er í umsjón þeirra Hönnu Á. Sigurð- ardóttur og Ævars Kjartanssonar. í bland við tónlist verður flutt frétta- yfirlit, pistlar og þættir um daglegt mál, svo eitthvað sé nefnt. Tónlistin árdegis verður í fastari skorðum og meira verður Iagt í kynn- ingar á henni. Á mánudögum verður leikin nútímatónlist, á þriðjudögum ýmist rómantisk 19. aldar tónlist eða þjóðlagatónlist, á miðvikudögum tón- list frá miðöldum og endurreisn- keppnishæfni þessa heimshluta í kapphlaupinu við Japani og banda- ríska aðila um þróun nýs háskerpu- sjónvarps þar sem hver þessara markaða virðist ætla að fara sína eigin leið. Pandolfi mun hafa lagt til að öll ný gervihnattaþjónusta sendi út á D2-MAC kerfinu strax í byijun næsta árs en þó verði fyrirtækjum sem bjóði þjónustu á PAL fyrir þann tíma, ekki knúin til að hverfa frá því kerfi. Frá og með 1993 vill Pandolfi að öll sjónvarpsviðtæki með stærri en 22ja tommu skjá verði þannig úr garði gerð að þau geti tekið við send- ingum á hinu nýja kerfi. British Sky Broadcasting og gervi- hnattafyrirtækið Societe Europeenne í Luxemborg hafa eindregið lagst gegn öllum áformum sem fela það í sér að þau þurfi að hverfa frá PAL- útsendingum. Með sama hætti mæta þau harðri mótstöðu frá risum evr- ópsks rafeindaiðnaðar á borð við Philips og Thomson sem hafa fjár- fest gífurlega í MAC tækninni. For- svarsmenn þeirra telja hana einu leiðina til að tryggja markaðseiningu og veijast með því ágangi keppinaut- anna úr Austurlöndum fjær og Bandaríkjunum. artímabilinu, á fimmtudögum verður leikin háklassísk tónlist og á föstu- dögum djass. Af nýjum þáttum má nefna Ferða- lagasögur Kristínar Jónsdóttur sem verða á mánudögum. Meðal þess sem Kristín rifjar upp, er saga sunnu- dagsbíltúrsins. Þá eru að hefja göngu sína þættirnir „Ég berst á fáki fráum“ sem verða á sunnudögum í umsjón Stefáns Sturiu Siguijónsson- ar leikara. Stefán verður með fréttir af hestamótum, vísur og bókmennta- efni tengt hestum. Samkvæmt röðinni í titli verks- ins, eru þetta Gunnar Eyjólfs- son, Bríet Héðinsdóttir, Eyvindur Erlendsson, Gísli Halldórsson, Rúr- iU Haraldsson og Róbert Arnfinns- son en auk þess leikur Valdimar Flygenring veigamikið hlutverk," segir leikstjóri verksins, Hilmar Oddson. „Miðað við tímann hefur allt gengið vonum framar nema þegar við kvikmyndatökumaður minn, Sigurður Sverrir Pálsson, erum að eltast við einstakar stemmningar, næturtökur eru t.d. orðnar margar. Við tökum á mynd- band og reynum að teygja mögu- leika þess til hins ítrasta. Það er alltaf slæmt að taka á band, við Sigurður Sverrir hefðum báðir vilj- að sjá þess mynd á filmu, en það verður ekki á allt kogið. Hann er að taka í fyrsta skipti á mynd- band, miðað við gæðin er þó eins og hann hafi aldrei gert annað. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson sem- ur síðan tónlist og Ólafur Engil- berts hannar leikmynd, þannig að að baki þessu er einvalalið." -Um hvað fjallar myndin? „Hún lýsir sólarhring í lífi fólks sem orðið hefur undir í samfélag- inu, fólki sem hefur orðið Bakkusi að bráð og tengist þess vegna ein- kennilegum böndum, .fólki sem við sjáum drukkið í sólskini. Á þeim sólarhring sem við tökum og setj- um undir smásjá, verða einhvers konar tímamót í lífi þeirra allra, mismikil þó. Aðalpersónan, Sveinn, hefur verið allsgáður um tíma, samskipti hans við klíkuna eru því með öðrum hætti en fyrr. Atburðir gerast víða, við tökum upp á Suð- umesjum, í Grimsby, á litlum knæpum í Reykjavík og í mynd- veri. Atburðarás er ekki í hefð- bundnum skilningi, við eigum stundir með fólkinu; brot. En efnið á vel við mig, er raunar eitthvað hið áhugaverðasta sem ég hef fengist við. Öryggið sem felst í að vinna fyrir Sjónvarpið, laus við þær í fjölmiðlum ■ ÁKVEÐIÐ hefur verið hvaða blaðamenn hefja nám í hagnýtri fjöl- miðlun við Háskóla íslands næsta vetur samkvæmt samningi Blaða- mannafélags íslands og útgefenda. Af hálfu blaðamanna af_ Morgun- blaði og DV mun Bragi Óskarsson Morgunblaði stunda nám á haustönn, áhyggjur sem fylgja eigin kvik- myndagerð, veitir líka visst frelsi. Ég leyfi mér að gera hluti sem ég hef ekki þorað áður, þ.e. í efnistök- um. Samstarfið við Matthías hefur líka verið einstaklega gott.“ -En samvinnan með jafn reynd- um leikurum, nú eru þau flest óvön því að túlka jafn litríka utangarðs- menn og myndin segir frá? „Það er auðvitað áskorun fyrir ungan leiktjóra að velja toppfólk, en ég treysti engum nema stórleik- urum til að túlka þessi hlutverk. Góðir leikarar gefa meira, eru í senn erfiðari og auðveldari. Þetta hefur þó gengið mjög vel og þau hafa verið yndisleg við mig. Það er hreinn og klár munaður að vinna með fólki sem maður var búinn að sjá og dá á sviði síðan í æsku.“ en nám á vorönn er laust til umsókn- ar. Af Blaðprentsblöðunum, Degi, Stöð 2 og Bylgjunni stundar Frið- rik Þór Guðmundsson, Alþýðu- blaðinu/Pressunni nám á haustönn og Egill Héðinn Bragason, Degi á vorönn. ■ Stöðu kennslustjóra í hagnýtri fjölmiðlun hefur verið breytt í sér- staka tímabundna stöðu lektors og hefur hún verið auglýst laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur rennur út 15. júní. Þá hafa vel yfir 20 manns, sem fullnægja settum skilyrðum, sótt um að heija nám í hagnýtri fjöl- miðlum en að sögn Þorbjörns Broddasonar lektors, er ekki talið fært að hafa fleiri en 15 nemendur í vettvangs- og starfsþjálfun á vetri. Stefnt að því að Rás 1 verði aðgengilegri NOKKRAR breytingar verða á dagskrá Rásar 1 í sumar og miða þær að því að efni rásarinnar höfði til stærri hóps og sé aðgengilegra, að sögn Ágústs Tómassonar dagskrárritara. „Við stefnum að því að fá meiri heildarmynd á dagskrána og leggja enn meira í dagskrárgerð- ina,“ segir Ágúst. Ahrifaríkt og miskunnarlaust ví verður varla móti mælt að sjónvarp er áhrifaríkasti fjölmið- ill okkar tíma. Það getur flutt stórviðburði líðandi stundar inn í stofu til okkar og mynd- ir þess tala skýru máli, þegar heiðarlega er að verki staðið. Sumir vildu vera án þess... Mér hefur á stundum orð- ið hugsað til þess að margir vildu sennilega að sjónvarp hefði aldrei verið fundið upp. Tökum sem fyrsta dæmi óheiðarlega dómara í knatt- leik. Það orð hefur lengi loð- að við þá stétt erlendis að ekki sé allt sem sýnist um dómgæslu sumra þeirra og mesta furða hvað þeir komist á stundum í álnir á skömm- um tíma. íþróttamenn hafa raunar á stundum ekki legið á því að gera megi samninga við þá um hagstæð úrslit leikja. Én blessaðir dómaramir virðast ekki allir hafa áttað sig á því hve sjónvarpið af- hjúpar gerðir þeirra fyrir milljónum manna, eða þá þeir eru vissir um að komast upp með hlutina. Nú vil ég ítreka, að ég á við erlenda dómara en ekki íslenska. Þá eru það þeir sem skrifa um t.a.m. knattspyrnukapp- leiki eða lýsa þeim í útvarpi. Þeir eru ef til vill ekki alltaf alveg hlutlausir og einkum á það við um landsleiki eða leiki „okkar“ manna við er- lenda keppinauta. Mér er til dæmis enn í fersku minni allir úrvalsleikir landsliðanna okkar sem lýst var i útvarpi hér áður fyrr, þar sem ís- lensku leikmennirnir áttu leikina og voru \sí og æ í dauðafæri, en svo voru það árans útlendingarnir sem skoruðu mörkin og sigruðu, þvert gegn gangi leiksins! Nú virka slíkir tilburðir í lýsingum ákaflega barna- lega. Að vísu bregður þeim fyrir enn, jafnvel þótt útlend lið eigi í hlut, en dæmum um það fækkar sem betur fer. Glæpir afhjúpaðir Þetta eru nú smámunir. Atburðimir taka á stundum á sig alvarlegri myndir. Þeg- ar þetta er skrifað er sak- sóknari í Moskvuborg búinn að úrskurða að vesalings svarthúfudátarnir í Litháen hafi bara verið að veija hend- ur sínar gegn óþægum skrfl, þegar þeir myrtu þrettán frelsisvini og misþyrmdu og limlestu íjölda í viðbót. Fyrir nokkrum áratugum hefði fjöldi manns um allan heim trúað þessum yfirlýs- ingum, þar á meðal hérlend- is. Fullyrðing hefði staðið gegn fullyrðingu, menn hefðu trúað því sem þeir vildu trúa, allt eftir pólitísk- um skoðunum. En þökk sé sjónvarpinu, nú þarf ekki að deila. Næi' gjörvöll heims- byggðin utan Ráðstjórn- arríkjanna og þeirra fáu kommúnistaríkja annarra sem enn eru við lýði veit betur. Yfirlýsingar nómen- klatúrunnar í Moskvu virka allt að því hlægilegar þrátt fyrii' þá miklu alvöru sem í málinu felst. Svipaða sögu má segja af blóðbaðinu á torgi hins „himneska friðar“ í Peking-borg. Þar vilja yfir- völd láta líta svo út sem nán- ast ekkert hafi gerst þótt umheimurinn hafi marghorft á grimmdarverk þeirra. Nú veit ég vel að margir heiðarlegir prentmiðlar og útvarpsstöðvar hefðu borið sannleikanum vitni, þótt engu sjónvarpi væri til að dreifa. Hins vegar verða lýs- ingar manna aldrei eins af- dráttarlaus sönnunargögn og bein útsending frá atburð- um, hvort heldur knattleikur eða grimmdarverk myrkra- afla eiga í hlut. í þessum til- vikum sem hér hafa verið nefnd hafa útsendingar sjón- varpsstöðva fært fólki um allan heim svo afdráttariaus tíðindi 'að ekki þarf um að deila. Miskunnarleysi sjónvarps Sjónvarpið er ekki aðeins afdráttarlaus miðill, heldur einnig miskunnarlaus, bæði gagnvart atburðum og ein- staklingum. Það kemur til dæmis fram í einföldum við- tölum og viðtalsþáttum. Eigi blaðamaður á prentmiðli við- tal við aðila, sem hann vill „sauma að“, og sá eigi erfitt með að svara skýrt og skor- inort, getur blaðamaðurinn að vísu haldið því fram að fát hafi komið á hann við spurninguna, en erfitt verður með sönnunina. Hinn getur mótmælt því harðlega í sama miðli og svo trúa menn því sem þeir vilja trúa. Hik í útvarpsviðtali getur jafnvel litið þannig út að maðurinn sé að ígrunda svarið vel, svo ekkert fari nú milli mála, sé sem sagt að vanda sig. En þegar fát kemur á hann fyr- ir framan sjónvarpsmynda- vélar þarf ekki að deila. Þeg- ar hann svo þar ofan í kaup- ið fer að koma sér hjá því að svara því sem hann er spurður að, en reynir í sífellu að snúa sig frá spurningun- um með því að koma „hag- stæðari“ skoðunum á fram- færi, snýst miskunnarleysi sjónvarpsins gegn honum. Þetta verða íslenskir stjórn- málamenn að fara að skilja. Magnús Bjarnfreðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.