Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 22 C Karl J. Sighvatsson tónlistarmaður Sjaldgæfur persónuleiki, ljóð í mannsmynd sem spannaði allt svið hinnar mannlegu tignar, hins mannlega breyskleika, var Karl Sighvatsson tónlistarmaður af Guðs náð. Á sinn hátt var hann einfari og hélt sínu striki í gegn um þykkt og þunnt, sínum sérstæða stíl sem var svo einlægur og sannur eins og þetta eina eintak sem almættið skóp í Kalla Sighvats bar glöggt vitni. Hann var sérfræðingur í Hammond-orgelinu, einn sá besti í heimi, og kunni á það til fullnustu og handlék það með sama öryggi og litir regnbogans eru óbreytan- legir. Daginn áður en kallið kom svo óvænt og nístandi sárt fyrir vini og vandamenn sungum við og spiluðum saman með góðu fólki í Þorlákshöfn og geislandi brosið hans Kalla var svo tært og fallegt. Hann hafði stjómað söngfólki Þor- lákshafnar við setningu 40 ára af- mælishátíðar Þorlákshafnar og hann gerði það svo glæsilega að unun var á að horfa, hann dansaði í hlutverki stjórnandans eins og lif- andi listaverk væri. Maður fann að allir hrifust af fágun hans á þess- ari hátíðisstund og Vigdís forseti vildi ábót, því að lokinni auglýstri dagskrá bað hún Kalla að spila fyr- ir sig á flygilinn og út úr því hófst síðan skemmtilegur íjöldasöngur afmælisgesta. Þegar ég hrósaði honum fyrir stjórnina og sagði að hann skapaði svo fagurt landslag með fasi sínu þá strauk hann hendi sinni um hár mitt og var svo glaður í augunuin sínum. Þannig kom hann svo oft á óvart í hinu smáa sem segir oft svo stórt. Stundarkorni síðar vom þessi leiftrandi augu brostin. Það var svo sárt og svo þungt að finna þannig smæð okkar mannanna barna í fallvaltri veröld. Gríska tónskáldið Theodorakis er með hávaxnari mönnum og þeg- ar hann stjórnar hljómsveitum er allur líkaminn undirlagður. Þannig var Kalli Sighvats einnig í túlkun sinni sem stjórnandi og orgel- og píanóleikari, en svo brothættur og viðkvæmur eins og þeir vissu sem þekktu hann vel. Kalli.var einstak- lega tryggur vinur vina sinna og það var alltaf jafnskemmtilegt að heyra hann segja frá áformum sín- um, tónleikum, gömlu Hammond- orgeli sem hugsanlega var hægt að ná í enda einstakur kjörgripur og aldrei man ég til þess að Kalli væri neikvæður í nokkru máli. Lífs- Ijóðið hans var stundum svolítið öðruvísi en menn áttu að venjast hversdags, kostirnir hans voru stór- kostlegir og gallarnir skemmdu fremur fyrir honum sjálfum en öðr- um. Það er skarð fyrir skildi og sárt verður Kalla Sighvats saknað sem tónlistarmanns í íslenskri menningu og sem vinar meðal vina. Hljóm- setningin hans í mörgum þekktustu og vinsælustu hljómsveitum lands- ins hefur hlýjað mörgum um hjarta- rætur, fólki á öllum aldri og svo var síðasta nótan slegin og ballið ekki hálfnað, hvílík ógæfa. Tónleik- arnir sem við vorum að skipuleggja daginn fyrir örlagastundina miklu verða vonandi haldnir í Klettsheili í Eyjum þótt mikið vanti á að þeir verði í sömu mynd og ætlað var með dúndrandi Hammond undir höndum Kalla, en örlagaþráður mannlífsins heldur áfram og víst er að Kalli heldur sjálfur sínu striki á hljómborði eilífðarinnar, Guðs órannsakanlegu vegum. Ástvinum hans votta ég innilegustu samúð. Megi góður Guð gefa fleiri augu og fleiri bros eins og Kalli Sighvats átti, megi minningin um yndislegan dreng hljórpa í sjaldgæfu ljóði þeirr- ar jákvæðu ímyndar sem hann var svo gjafmildur á. Árni Johnsen Helfregnin um snöggt og ótíma- bært andlát Karls Jóhanns Sig- hvatssonar færði drunga yfir und- urfagran sólardag. En Guð gaf og Guð tók. Minningarnar hafa þotið um hug- ann. Góðar minningar um hjart- fólgna vininn hann Kalla Sighvats. Kalli kom manni alltaf til að hugsa um það jákvæða í lífinu. Hann var sannkallaður sólargeisli .og gleði- gjafi í tilverunni. Kalli var alveg einstakur. Það var hreint unaðslegt að hlusta á hann segja sögur um hina ýmsu menn og málefni. Man ég ekki jafn skemmtilegan frásagn- arhæfileika. Hann lék á als oddi og ekki skemmdi fyrir þegar hann fann að hann hreif viðmælandann með sér. Þá færðist hann allur í aukana og beitti öllum töfrum sín- um til að gera frásögnina ógleym- anlega. Hin síðari ár hélt Kalli heimiii í Hveragerði ásamt ástkærri unnustu sinni, Sigríði. Þar leið honum vel inn milli ijallanna í guðsgrænni náttúrunni og kyrrðinni. Hann átti þar góðar stundir með syni sínum, Orra. Kalli var sannkallað náttúrubarn og tónlistarmaður af Guðs náð. Enda landsþekktur fyrir tónlist sína og tónlistarverk. Störf hans innan kirkjunnar fólust í voldugum orgel- leik er hann töfraði fram Guði sín- um til dýrðar. Þung verða þau spor, er við fylgj- um vininum okkar til hinstu hvílu. Eftirsjáin er mikil og þrungin trega. En við felum Kalla í hendur Guðs föður og biðjum hinn hæsta höfuð- smið himins og jarðar að varðveita hann og blessa að eilífu. Við sem eftir lifum eigum í hjörtum okkar minninguna um yndislegan vin. Við „grátum nú yfir því sem var gleði okkar“. Mínar dýpstu samúðarkveðjur og hluttekningu sendi ég öllum ástvin- um hans og bið góðan Guð að veita þeim styrk í sorg þeirra. Guð blessi minningu Karls Jó- hanns Sighvatssonar. Hann hvíli í friði. „Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (SB.1886 V. Briem.) Vinarkveðja, Áslaug M.G. Blöndal Ó blessuð vertu sumarsól er sveipa gulli dal og hól og gyllir pllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár nú fellur heitur haddur þinn um hvíta jökulinn. Þykkur reykjarmökkurinn grúfði sig yfír hvítdúkuð borðin. Lakkrís- bindin límdust við skyrtur strák- anna og stuttpils stelpnanna lyftust enn ofar í hitasvækjunni. Fyrir utan hímdu tugir ungmenna í frosti og byl, þeir óheppnu, það var löngu uppselt, enda Trúbrot að leika fyrir dansi. Árið var 1970, og staðurinn Glaumbær. Þá fyrr um daginn höfð- um við Kalli hist í fyrsta sinn. Hann hafði kynnt mig fyrir orgelinu sínu. í kvöld stóð það þarna í ísköldu sviðsljósinu og beið. Trúbrot hafði lokið Ieik sínum í bili. Salurinn ið- aði af fólki, háreysti, hróp og köll, einstaka brothljóð, en smám saman hljóðnar allt. .. Það er stigið uppá stóla og borð, ljósin dofna í salnum, næstum myrkur, svei mér ef sjást ekki líka andlitin, sem hímdu úti í frostinu fyrir stundu. Það ríkir graf- arþögn. Nokkrir furðufuglar úr Mynd- lista- og handíðáskólanum stíga á svið, úlpuklæddir og einn í stígvél- um. Combó Þórðar Hall, gjörið svo vel. Uppákomur þessa hóps höfðu vakið nokkra athygli, alltaf eitthvað nýtt og öðruvísi, hversdagsleikinn leikinn afturábak eða uppá nýtt, eða á stundum alls ekki leikinn, en hvað var þá boðið uppá í kvöld. Yesterday sungið af sérstökum gesti kvöldsins Shady Owens við undirleik þeirra fjórmenninga. Ekki gat það talist beint frumlegt, eða hvað? Jú, þannig var að enginn þeirra mátti leika umrætt Jag, bara eitthvað allt, allt annað. Ómar lék Stairway to Heaven á bassann, Grétar skottís á trommurnar, Áskell margslungnar ásláttarkviður úr myrkviðum Afríku á bongótromm- urnar og undirritaður „0, blessuð vertu sumarsól" á Hammondið hans Kalla. Að flutningi loknum kom Kalli til mín, sposkur á svip, tók í hend- ina á mér, bugtaði sig og beygði og óskaði mér innilega til ham- ingju. „Hugmyndin var góð,“ sagði hann og hló, en sagði svo grafalvar- legur: „Það verður víst að segjast eins og er, aldrei fyrr hef ég í raun- inni skynjað fegurð þessa einfalda lags og texta, ekki fyrr en nú, í þessum fáránlega flutningi." Svo hallaði hann sér að mér og bætti við: „... hins vegar tel ég þig vera frekar slakan hljómborðsleikara, félagi.“ Uppfrá þessu urðum við Kalli vinir. Dagurinn í gær hafði verið svo hljóður og friðsæll. í morgun hringdi síminn, þeir tilkynntu mér Iát hans. í dag rignir á Flórída. Hans er sárt saknað, elsku vinar, hann fór alltof fljótt. . . Guð geymi son hans ungan og ástvini alla. Egill Eðvarðsson og fjölskylda. í töskunni hans Kalla voru ótrú- legustu hlutir. Ég minnist hvítra ullarsokka, granóla, döðlupakka, ávaxtasafa og svo eðalvítamína, smyrsl að smyrja hendurnar með og olía á orgelið. Þarna var og org- elpartur úr Te deum eftir Berlioz, skór, uppkast af hans eigin ópusum, burstar af öllum gerðum, að ógleymdum sundfatnaði og enn er ekki allt talið. Við skemmtum okkur við að geta okkur til um hve lengi mætti halda sér uppi með þvílíkan kost í fartesk- inu og komumst að þeirri niðurstöðu að miðað við nútíma farkosti mætti fara í góða hnattreisu með viðkomu á fáeinum stöðum, án þess að þiggja annan kost. í hans tilfelli mátti ferð- ast í gegnum allt Iífið ef aðeins fáein Hammond-orgel og/eða pípu- orgel yrðu á veginum. En nú er Kalli farinn í annað ferðalag án töskunnar góðu og ég ásamt svo mörgum ástvinum hans og aðdá- endum stend eftir og kveð „Papa Karlos“ eins og við kölluðum hann. Nestor og uppalandi var hann í mínum augum og eyrum. Ósínkur að miðla af mikilli reynslu sinni í músíkinni. Ekki var músíkin í hans tilfelli eingöngu fengin með námi og reynslu, heldur var hún og í blóð- inu, sérhverri hreyfingu, heitri og ■ kvikri. Innsæi hans var sérstakt og þó hann væri elstur okkar og búinn að ganga í gegnum tímabil sem við aðeins horfðum á sem unglingar, þá var hann alltaf yngstur, fersk- astur, frumkrafturinn óyggjandi og galdur hans hóf sig hátt. Við stöndum eftir ráðþrota og spyrjum hver ræður mönnum slík örlög. En okkur hefur verið kennt að sættast við æðri mátt og þá um Ieið styrkjast fyrir ókominn dag. Ég þakka að hafa 'átt þess kost að starfa með Kalla, kynnast dreng- skap hans og veit að ég á alltaf eftir að búa við það ljós, er stafaði af nærveru hans og sköpun. Það ljós styrki nú ungan son hans og ástvini í sorg og missi. _ Egill Ólafsson Sumarið lofaði ekki góðu síðast er ég talaði við Kalla. Þá var jafnan þungbúið loft, og þoka grúfði sig yfir heiðina á milli Reykjavíkur og Hveragerðis, þá leið sem Kalli fór áður en hann kom að spila á Dans- barnum á Grensásvegi. Þar kynntist ég Kalla fyrst eftir að ég fór að fara þangað á helgum til að hlusta á hljómsveitina Manna- korn spila og Pálma syngja sín fall- egu lög. En með þeim spilaði Kalli á orgelið. Þann 3. maí talaði ég síðast við Kalla og þáði hjá honum góð ráð. Þá var ekkert sumar. Það var hins vegar glaða sólskin og fallegt sumai-veður þegar mér barst fréttin af láti Karls Sighvatssonar tónlistanhanns. Ég hafði nýlokið vaktinni minni á strætó og var á leið heim þegar vinnufélagi minn sagði mér að Karl Sighvatsson hljómborðsleikari væri dáinn. Á þessum heita degi varð mér skyndi- lega kalt, hrollurinn læsti sig um mig og hálfgerð kuldaflog gengu um skrokkinn. Það virtist nefnilega ekki nema örskotsstund liðin frá því að Kalli kom til mín eitt kvöldið niðri á Dansbar áður en hann byijaði að spila og leið honum mjög illa. Þá var hann harmi sleginn og mikið miður sín þar sem góð vinkona hans hafði dáið svo ung með svip- legum hætti. Hvorugum okkar datt þá í hug að annar okkar ætti þá ekki nema nokkrar vikur ólifaðar, hann Kalli Sighvats. Eftir það átt- um við eftir að spjalla oft saman og gera að gamni okkar þó alvara lísins væri skammt undan og dauð- inn. Þær voru oft notalegar stundirn- ar á Dansbarnum á Grensásvegi undir fallegri og fjörugri músík þeirra félaga um helgar, og oft í miðri viku leiddi ég hugann að hinu breiða brosi hans Kalla við orgelið, sem honum einum var lagið að kalla fram með tilheyrandi augna- ráði. Það kom mér ávallt í gott skap. Ekki þurfti ég annað en að minnast Kalla við orgelið. í ljúfum dansi undir músík þeirra félaga varð oft mikil kátína á milli dans- félaga þegar fylgst var með tilburð- um tónlistarmannsins við sköpun sína. Hann var hreint frábær. Kalli mætti oft snemma á Dans- barinn til að undirbúa tækin fyrir kvöldið. Mér er minnisstætt þegar hann koma með son sinn snemma kvölds til að setja í stand áður en fólkið tók að streyma inn. Nærvera þeirra feðga var bæði ánægjuleg og heimilisleg. Eitt sinn eftir ball gekk Kalli fram með inniskóna sína í höndunum, þegar kona vatt sér að honum og dásamaði hann fyrir heimilislegheitin. Það sama kvöld lýsti Kalli áhyggjum gínum af hálku sem þá var á leiðinni. Farðu var- lega, sagði ég þá við Kalla áður en hann lagði á heiðina. Hann gerði það, því enn átti hann eftir að spila nokkrum sinnum á Dansbarnum með félögum sínum eftir það. Guð geymi Kalla Sighvatsson tónlistarmann, vin minn, sem ég þekkti svo stutt. Einar Ingvi Magnússon Líknargjafinn þjáðra þjóða þú, sem kyrrir vind og sjó, ættjörð vor í ystu höfum undir þinni miskunn bjó. Vertu með oss, vaktu hjá oss, veittu styrk og hugarró. Þegar boðinn heljar hækkar, Herra, lægðu vind og sjó, (Jón Magnússon) Þessi fallegi sálmur var fluttur í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn á sjó- mannadaginn, 2. júní sl. Það var hátíðarguðsþjónusta, sóknarprest- urinn og prófasturinn, séra Tómas Guðmundsson, setti séra Svavar Stefánsson inn í embætti sóknar- prests í hinu nýja Þorlákshafnarpre- stakalli, Sigríður Ella Magnúsdóttir söng einsöng, Söngfélag Þorláks- hafnar söng, orgelleik annaðist org- anisti kirkjunnar, Karl J. Sighvats- son. Ekki spillti veðrið hátíðinni, það var glaða sólskin og blíða. En ekki var þessi fagri dagur að kvöldi kominn þegar þau hörmulegu tíðindi bárust að Karl Sighvatsson væri ekki lengur meðal okkar. Hann lést í bílslysi aðeins fáum tímum eftir að guðsþjónustu lauk í Þor- lákskirkju. Eftir stöndum við undr- andi og ráðvillt, þegjandi og magn- laus frammi fyrir dauðanum. Það var um haustið 1988 að Karl var ráðinn til starfa í Hvera- gerðisprestakalli sem organisti við fimm kirkjur og stjórnandi tveggja kóra, Kirkjukórs Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélags Þorlákshafnar. Ef til vill hefur ein- hvern undrað á því að hann sem hafði aðallega getið sér orð sem jassleikari og poppari gerðist skyndilega kirkjuorganisti og það í þessu stóra prestakalli. Við félag- arnir í Söngfélagi Þorlákshafnar gerðum okkur þó fljótlega grein fyrir því að þarna var óvenju næm- ur listamaður á ferð, það skipti ekki máli hvað átti að æfa, fyrir jarðarför, jólin, eða eitthvað létt fyrir þorrablótið, alls staðar var Kalli heima, þó voru eftirspilin eftir messurnar ef til vill eitt það eftir- minnilegasta, þá lokaði hann gjarn- an augunum og spilaði og spilaði, hvað það var sem hann var að flytja var ekki alltaf á hreinu, en fagurt var það engu að síður. Kirkjutónlistin hreif hann, það leyndi sér ekki, að sjálfsögðu var hann að sinna annarskonar tónlist á sama tíma og stundum var erfitt að koma því heim og saman. Ég hef nú látið tíðrætt um kirkjur og kóra og ástæðan fyrir því er sú að þá hlið á Kalla þekkti ég eingöngu. Ég hitti hann í fyrsta sinn á kóra- móti í Skálholti fyrir þremur árum, þá var hann búinn að sækja um í Hveragerði, þá var organistalaust í Þorlákshöfn og það talaðist þann- ig til hjá okkur að hann sækti um þar líka, og varð það úr. Tónlistin var honum allt, en þó var einn sólar- geisli í lífi hans ofar öllu öðru, það var litli sonurinn Orri, sem nú hefur misst mikið, við sendum Orra og öllum vinum og ættingjum Kalla innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Við erum ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum frábæra listamanni og starfa með honum þessi ár. Og ef þið getið ekki annað en grátið, þegar sálin knýr ykkur til að biðja, þá verður hún að knýja ykkur sporum, uns sorg ykkar breytist í gleði. (Kahlil Gibran) Fyrir hönd Söngfélags Þorlákshafnar, Halla Kjartansdóttir Við vorum ekki öll ýkja boru- brött sem settumst að á heimavist- inni í Reykholti haustið 1965, til vetrardavalar á fyrsta vetri Vil- hjálms Einarssonar við skólastjórn þar og ekki hátt á okkur risið frammi fyrir lærifeðrunum, en í hópi þeirra var nýr kennari, sem sérstök ógn stóð af í upphafi. Þó var einn í hópnum með bor- una bratta, ijórtán ára kotroskinn tappi neðan af Skaga með orgelið sitt í farteskinu, maður allur hinn sérstæðasti, í útliti, limaburði, framgöngu, fasi og hæfileikum. Það var merkilegt að fylgjast með því, hvernig þessi unglingsbít- ill bræddi smámsaman stórbrotið þel og vann hug okkar stríðlynda og síðan ástsæla kennara Jónasar Árnasonar, en sá var ógnvaldurinn í kennarahópnum og gekk það þó ekki alltaf hávaðalaust, að sögn Jónasar, enda báðir stórir upp á sig, þó annar ætti að teljast nem- andi. í kennslustundum lá bítillinn á því lúalagi, að koma kennaranum á kjaftasnakk um pólitík, því ungl- ingurinn hafði pata af því að hann ætlaði sér í pólitik og hleypti hann honum ekki upp með undanbrögð. Var oftast ljörugt í tímum og brátt náðu þeir saman í tónlistinni. Löðuðust þeir hvor að öðrum og fram hvor í öðrum sköpunargleðina, svo undir tók í skólanum og fleiri hrifust með og fundu í sér æðina. Návist þessara tveggja manna gerði veruna í Reykholti, sem ell.a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.