Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 14
Sí J) I66Í ÍVÍÖL .6 5iUDA(lUKT/U8 GIQ/uISVlUOHOM t$ t5 MORGUNB'LAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 Sumar myndir eru SUMARMYNHR Hvarverða hvaða myndirsýndar og hvenær og hverjar ætli verði vinsælastar í sumar Börn náttúrunnar; Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í mynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar. aftur í skólana með sumarhýru er finnur sér auðveldlega leið að miða- sölunni. En bíósumarið er alltaf að lengjast og strax núna í júní er boð- ið uppá forvitnilegar myndir eins og Edward Scissorhands og aðra af tveimur Hróa hattar myndum ársins. Nokkrar myndir sumarsins koma glóðvolgar af frumsýningum vestra ef áætlanir standast og má þar nefna hina Hróa hattar myndina, þá með Kevin Costner, og gamanmyndina The Naked Gun 2‘/2 og The Termin- ator 2 með Amold Schwarzenegger undir leikstjórn James Camerons. Þa býður sumarið uppá myndir sem vakið hafa mikla athygli vestra eins og The Silence of the Lambs og nýjar framhaldsmyndir, þótt þær séu í miklum minnihluta miðað við oft áður. Ekki má gleyma því að aldrei þessu vant verða tvær íslenskar bíó- myndir frumsýndar í sumar, Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðrik- son og Hvíti víkingurinn eftir Hrafn Gunnlaugsson en það er best að halda þeim utan við hið bandaríska sumarflóð. Aætlað er að frumsýna þær í ágúst og september og það er ljóst að þær mundu mæta talsvert harðri samkeppni. Eftirfarandi er listi yfir helstu er- lendu bíómyndir sumarsins, septemb- er talinn með, í Reykjavík en þær verða að sjálfsögðu fleiri en hér eru nefndar. I sviga kemur fram hvar myndin verður sýnd og í hvaða mán- uði áætlað er að sýna hana en tíminn getur breyst eftir aðstæðum. Mynd- unum er raðað upp samkvæmt spá minni um gengi þeirra, sú sem ég spái mestum vinsældum kemur fyrst og svo koll af kolli. Eitt er víst, þess- ar verða í toppbaráttunni: Gætið hans vel; Hannibal „The Cannibal" Lecter í hönd- um réttvísinnar. eftir Arnald Indriðoson samkeppni, meira úrvali bíómynda og hraðari dreifingu hafa bíóin smám saman lagt áherslu á að bjóða góðar myndir yfir sumartímann. Um helm- ingur tíu mest sóttu mynda síðasta árs var frumsýndur yfir sumart- ímann. „Þetta var okkur sjálfum að kenna,“ segir Grétar Hjartarson í Laugarásbíói. „Áður var litið á suma- rið sem ómögulegan tíma og menn notuðu hann í að taka til hjá sér. Nú virðist þetta orðinn ágætis tími, menn vanda orðið miklu meira til myndanna. Enda er sumarið góður bíótími um flest allan heim og hvers vegna ekki hér líka?“ Líklega er einn mikilvægasti þátt- urinn í bættu bíóúrvali hér yfir sum- artímann hraðari og öflugri dreifíng en áður tíðkaðist. Það líður orðið svo stuttur tími frá því mynd er frum- sýnd vestra og þar til hún kemur hingað að við náum hreinlega í skott- ið á sumarmyndunum í Bandaríkjun- um strax í júlí og ágúst. Ámi Samúelsson bíóeigandi segir að júní sé ennþá daufasti tími árs- ins, nætur eru bjartar og fólk drífur sig útúr bænum um helgar. En strax í júlí tekur aðsóknin við sér. „Við höfum sett upp Bondmyndirnar okk- ar í júlí,“ sagði Ámi, „og þær virka eins og vítamínsprauta á sumarið. Aðsóknin kemur ef myndir eru góð- ar. Á undanförum ámm hafa bíóin verið að bæta úrvalið um sumart- ímann og það er spor í rétta átt þótt ég efist um að þetta geti orðið hér eins og í Bandaríkjunum þar sem sumarið er aðalvertíðin. Besti tíminn hjá okkur er frá miðjum ágúst og fram eftir hausti." Á þeim tíma Snúa skólakrakkar, sem er burðarásinn í bíósókninni. Blý gull en verður Haukur gull höndum Willis? Bruce Willis. Hrói fær nýjan hött (tvo reyndar), Hannibal „The Cannibal" Lecter bítur frá sér, Frank Drebin er næstum Drepinn, Mel Brooks lendir í ræsinu, Skjaldbökumar súpa seyðið af efnaúrgangi, Michael J. Fox leikur leikara í lögg- unni, Coenbræður mæta tvíefldir frá Cannes, Bmce Willis flýgur eins og haukur í uppfinningu Leonardo Da Vincis, Amold Schwarzenegger tortímir öllu kviku, ZAZ-gengið ger- ir grín að Tom Cruise, Patrick Swa- yze er brimbrettagúru og Madonna tekur stórt uppí sig sem fyrr. Öil verða þau á dagskrá kvikmyndahús- anna í Reykjavík í sumar og fleiri til og keppa um hylli (og peninga) áhorfenda. Eða eins og Frank Dreb- in mundi segja: Áhorfendur? Það er fólk sem kemur í bíó, borðar popp, drekkur kók og skemmtir sér. En það skiptir ekki máli núna. Vestur í Hollywood er sumarið tími afþreyingarmyndanna. Hasarmynd- ir, æfíntýramyndir og gamanmyndir takast á í miðasölunum, hver skot- bardaginn keppir við annan, tækni- brellur reyna að taka framúr öllu því sem gert hefur verið áður og brand- aramir keppast um hlátrana. Stóru myndirnar klifra upp metsölustigann og menn spá í hver trónir á toppnum í enda vertíðar. Islensk bíómenning þokast í þessa átt. Sú var tíðin, og margir muna hana, að sumarið hér heima var tími sem bíóin notuðu til að taka til i kompunum hjá sér. Sumarið þótti lakur sýningartími og vondu mynd- irnar voru gjarnan settar upp, endur- sýningar voru tíðar og ruslinu sópað út. Svo er ekki lengur. Með harðari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.