Morgunblaðið - 09.06.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 09.06.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 C 17 ljúka níu mánaða námsdvöl við stærsta bókasafn veraldar, banda- ríska þing- og þjóðbókasafnið, Libr- ary of Congress. Mér hefur oft orð- ið hugsað til Björns Sigfússonar þessa síðustu mánuði. Alltaf gerði ég ráð fyrir að hitta hann fljótlega við garðshornið á Aragötu 1, skoða hjá honum plönturnar og segja hon- um frá öllu. Þá óraði mig ekki fyr- ir, að áður yrði hann kallaður til starfa í öðrum garði. Kæra Kristín og Hörður, ég og fjölskylda mín sendum ykkur og öðrum í íjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningarn- ar um góðan vin og íjölskylduföður styrkja ykkur og lýsa veginn um ókomin ár. Guðrún Karlsdóttir frá Stóru-Borg Þar sem aðrir hafa skrifað all ítarlega um Björn Sigfússon. há- skólabókavörð, sem er nýlátinn, verður það sem hér fer á eftir fyrst og fremst persónulegar endurminn- ingar. Ég kynntist dr. Birni þegar ég kom til starfa í Háskólabókasafn haustið 1962, en þá veitti hann mér tilsögn í bókasafnsfræði sem hin síðari ár hafa verið kennd í félags- vísindadeild. Var ég síðan viðloð- andi Háskólabókasafnið til 1978 svo margs er að minnast. Björn var ákaflega hispurslaus og hreinskilinn maður og varð ég fyrir miklum áhrifum af honum. Hann gerði sér engan mannamun og hikaði ekki við að fara sínar eigin leiðir, ekki vegna sérvisku heldur vegna þess að hann fyrirleit alla eftiröpun og yfirborðsmennsku. Ég minnist til dæmis að ég spurði hann eitt sinn hvernig ætti að vinna ákveðið starf og hann leiðbeindi mér fúslega með það. En hann bætti við: Ég reyni reyndar oft að skipta um starfsaðferð til þess að hugsa upp á nýtt. Ef maður gerir allt af vana hættir maður að hugsa. Þar sem ég var stærðfræðideild- arstúdent fól hann mér oft verkefni sem féllu undir raunvísindi. Hann var einnig vel heima í mörgum greinum náttúruvísinda og sagði mér að það hefði verið erfitt val að loknu stúdentsprófi að velja á milli þeirra og íslenskra fræða sem urðu ofaná þar sem hann var hand- genginn þeim frá æskuárum. Björn virtist í rauninni vera síungur. í viðtali sem ég átti við hann áttræð- an sagði hann m.a.: Maður lifir ekki í einum og sama mannsaldri. Maður hefur ekki leyfi til að segja: Þetta er minn manns- aldur sem nú eruð of ung eða göm- ul. Það er reynandi að lifa sig inn í sömu aldursvíddir og þeir. Þetta hef ég vitað af því að ég ólst upp hjá gömlu fólki, aðallega kellingum, fyrir utan það að ég lærði ævinlega mikið af föður mínum. Fortíðin var ákaflega lifandi hjá kellingunum meðfram fyrir það minni sem þær höfðu um kynslóðirnar gleymdu, sem fæddar voru um 1800. Eldri amma mín var fósturbarn sinnar ömmu, sem hafði fæðst fyrir frönsku byltinguna. Þarna barst mér sjór af þjóðsögum og öðrum gömlum fróðleik. Björn var öllum góður, bæði skyldum og vandalausum. Það reyndiég ekki síst, því vegna starfs- aðstöðu hjá honum og bróður hans, Halldóri Sigfússyni skattstjóra, gat ég lokið háskólanámi sem annars hefði verið mjög erfitt á tímum þegar námslán voru lítil eða engin. Er því minning hans mér ákaflega kær. Páll Skúlason GALLERÍ SIGURÞÓRS JAKOBSSONAR VÍÐIMEL 61 - SÍMI 91 -25212 OPÐ DAGLEGA 13^-lS00 t Ástkær unnusti minn, faðir, bróðir, son- ur og stjúpsonur, KARL JÓHANN SIGHVATSSON, tónlistarmaður, sem lést af slysförum 2. júní síðastlið- inn, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. júní kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á einkareikning Orgel- sjóðs Þorlákskirkju nr. 7817 í Landsbankanum, Þorlákshöfn. Sigríður H. Pálsdóttir, Orri Grfmur Karlsson, Sigurjón Sighvatsson, Sighvatur Karlsson, Ragnar Ingólfsson og vandamenn. Morgunverðarfundur Verslunarráðs fslands í Skálanum, Hótel Sögo, miðvikudaginn 12. júní 1991 kl. 01.00-9.30 VIDHORFIN Í GJALDEYRISMÁLUM 0G TENGING KRÓNUNNAR VID ECU Mörgum spurningum er ósvarað um framtíðar- stöðu íslands varðandi fjárfestingu og viðskipti með gjaldeyri. Er jafnvel tími til kominn að tengja krónuna við Evrópumyntina ECU? Sú spurning er nú til skoðunar. Frummælendur: Birgir ísleifur Vilhjólmur Egilsson, Gunnarsson, framkvæmdastjóri VÍ Seðlabankastjóri Ólofur Davíðsson, framkvæmdastjóri Fll Aðgangur með morgunverði kr. 800. Þátttaka tilkynnist fyrirfram í síma 678910. Metsölublaó á hveijum degi! HUGSAÐU UM BÆTIEFNIN — en gleymdu ekki undirstööunni! og gefur auk þess zink, magníum, kalíum, A-vítamín og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg. Gencomplex" frtexisóámín, st&nefrú og Gtnseng extraksm G1L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.