Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLABIÐ - MINNINGAR I4I/1IM araAjanyoHOM SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 hefði líklega orðið öðrum lík og mörgum þótti drungaleg dvöl, sér- stæða og eftirminnilega, satt að segja ævintýri líkasta og hefur sú tilfinning staðfest eftir því sem þeir hafa gert garðinn frægan með þjóð- inni. Sá sem þarna var á ferð var Karl Sighvatsson, sem nú er kvadd- ur. Samvinnu Karls og Jónasar gætti víða í skólalífinu, í tímum og uppi á vist þar sem var sungið og mussis- erað og síðast en ekki sízt átti hún hámark sitt í „sjóræningjakonsert- inum“, sem þeir Settu upp ásamt fimm uppdubuðum sjóræningjum af vistinni. Þar var Jónas að prufu- keyra sjómannatexta sína á okkur, við erlend sjómannalög, sem seinna urðu landsfræg í flutningi „Þriggja á palli“. Þarna voru flutt í fyrsta sinn lög eins og Híf op æpti karl- inn, Halía hó, Kútter Lars (sem Kalli var reyndar búinn að gleyma um daginn og við bekkjarsystkini hans rifjuðum upp fyrir honum með því að syngja fyrir hann) og fleiri. Og hver var sá sem gerði þetta kleift nema Kalli okkar, sem stjórn- aði, söng, og útsetti, lék undir á harmonikku og dreif Jónas í fyrsta sinn upp á svið og tókst meira að segja að láta hann syngja „Old man river“ einan. Ljóst má vera, að án Kalla hefði Jónas aldrei komist þetta með okk- ur og augljóst var að þeir nutu sín saman og aðrir nutu þeirra, enda telur Jónas Karl einhvern sinn eftir- minnilegasta nemanda, ekki aðeins íýrir námsgáfur, skemmtni í tímum og þessa ólgandi tónlistargáfu og ekki sízt fyrir vináttu hans. Anægjulegt er til þess að vita að vináttu sinni héldu þeir alia tíð og náði hún til eiginkonu Jónasar einn- ig, svo og að samstarf sitt höfðu þeir nýlega endurnýjað. Flyt ég kveðjur Jónasar og Guðrúnar. I morgnnsöng tók Kalli þátt i píslum okkar þjáningarsystkina sinna með kennurunum og lék þar undir á fomfálegt orgelið í matsaln- um og voru ekki alltaf allir viðstadd- ir. Enn eftirminnilegri eru draugs- legar halarófugöngur okkar skóla- pilta af vistinni í og úr tímum, upp og niður snúinn stigann, eins og munkar í klaustri, drynjandi svo glumdi um allan skólann. „Aaaaaaaaaaaaaa, búmm, búmm, búmm, still I am sad“ (lag með Yarbirds) undir stjórn Kalla og fór það vel á, því ábótinn var vistarstjóri og hafði lyklavöldin, sem ekki skal ijölyrt um frekar. Það var tilkomumikið. Á þennan og ýmsan annan hátt setti Kalli mark sitt á umhverfi sitt með lífsgleði sinni og afdráttar- leysi. Við vissum það gjörla hvað fyrir Kalla lægi, þegar hann kveddi Reykholt, enda fór það eftir og leið ekki á löngu þar til hann var kom- inn í virtustu hljómsveitir þjóðarinn- ar og varð þátttakandi og gerandi í því bezta sem gert hefur verið á því sviði hér á landi síðan. Við höf- um fylgzt með honum úr fjarlægð, hreykin, og stundum áhyggjufull og glaðst yfír velgengni hans. Upp á síðkastið höfum við verið í sambandi við Kalla, því aldarfjórð- ungur er liðinn frá Reykholtsdvöl- inni og fyrir þremur vikum sóttum við hann heim. Við ætluðum að koma saman uppfrá, endurnýja gömul kynni og jafnvel sviðsetja gömul skemmtiatriði, sérstaklega sjóræningjakonsertinn. Einn var sá, sem sízt mátti missa sín þar. Svo hefði þó orðið, því að Kalla bauðst óvænt að sækja organ- istaþing suður í löndum á sama tíma. „Chance of a lifetime“ kallaði Kalli það, þegar hann neyddist til að tilkynna mér þetta fyrir hálfum mánuði og lét ég hann þá vita hvers virði hann hefði verið okkur. Vildi hann verða að liði eigi að síður. Vel gátum við unnt honum þessa, þó mikils væri misst, en nú hefur orðið „change of a lifetime" í lífi þessa vinar okkar, en þó okkur setji hljóð munum við hittast eigi að síð- ur og minnast hans í anda hans. Með hjartans þökkum fyrir allt. Fyrir hönd gamalla Reykhyltinga og bekkjarsystkina, Hjalti Þórisson. Oft hafa menn vitnað í þau orð Bach að öll tónlist ætti að vera Drottni til dýrðar. Það hefur hins vegar yfirleitt gleymst að Bach botnaði þessa setningu með orðun- um: „Og þannig að náungi minn geti lært af henni." Þessi orð úr eftirmála Litlu orgelbókarinnar hafa mér vitanlega ekki verið nein- um manni meira leiðarljós en Karli Sighvatssyni: líf hans var trúboð þar sem var veitt á báðar hendur og hinn hæsti jafnt sem hinn lægsti fengu notið þeirrar náðar sem list- fengi hans var. Karli var það gefið að þekkja engin landamæri, en ólíkt öðrum sem þurfa að valta yfir veggina eða vaða yfir fyrirstöður með látum réði hann yfír einhveijum töfra- mætti sem gat látið hann birtast hvar sem hann vildi og hann var alltaf jafn mikið hann sjálfur hvort sem það var í rokki, djassi, blús, kvikmyndatónlist, kirkjutónlist eða kórstjórn. Auðvitað komu þeir tímar að það glamraði í kristalnum uppí fíla- beinstumunum þegar Karl vildi veita íslenskum æskulýð aðgang að meisturum eins og Wagner. En það er ljóst að turnbúarnir höfðu ekki kynnt sér rit Ríkharðs gamla um eðli og hlutverk listarinnar og er- indi hennar við fólkið og Kari í öll- um sínum trúboðshita hirti aldrei um þessi andlegu ættmenni þeirra kontórista og rukkara sem hafa í gegnum aldirnar gert skapandi list- amönnum, eins og til að mynda Wagner, lífið leitt. Og auðvitað komu þeir tímar að harðir rokkaðdáendur fengu álíka taugatitring við þá tilhugsun að Karl Sighvatsson sæti við orgelið í einhverri kirkju og væri að spila „Ó, Jesú bróðir besti" við barna- messu. En á meðan allt þetta fólk var að bauka við sínar bjöguðu heimsmyndir og reyna' að útskýra fyrir sjálfu sér og öðrum hverjir mættu gera hvað, hvar og á hvaða tíma, var Karl alltaf jafn hreinn, haftalaus og sannur sjálfum sér. Karl í öllu sínu fordómaleysi kunni ekki nema að gefa og það er ef til vill eigingjarnt að segja að við sem höfum þegið svo mikið höfum misst svo mikið. En í smæð okkar er erfítt að skilja að það skuli höggvið á líf þar sem mestu afreks- verkin voru svo augljóslega óunnin, því á meðan aldurinn virtist deyfa ákefð og áræði annarra var Karl að manni fannst óháður venjulegum lögmálum: hann óx að reynslu og viti en hélt samt ávallt æskunni með öllu hennar sakleysi og þrótti. Nú þegar ég hef verið að hugsa til baka situr alltaf efst í huga mér lítil minning: tónleikum er lokið og Karl hefur enn og aftur lyft sálum viðstaddra með list sinni. Það er ys og þys allt um kring. En í miðj- um látunum er Karl í einhverskonar yfírveguðu tímaleysi að setja á sig hvíta hanska og hann gengur frá hljóðfærunum hægt og blíðlega og þessi athöfn og listsköpunin verða allt í einu órofa heild. Mér verður ljóst að öll hans tónlistariðkun og allt sem henni fylgir er ákveðið helgihald. Drottinn fékk dýrðina sem honum bar, en við, þessir fjöl- mörgu náungar, lærðum svo óend- anlega mikið. Fari hann í friði. HÖH Ég sá hann fyrst í Silfurtungl- inu. Hann var að syngja hástöfum Sinatra-lagið „Strangers in the night“, sjálfur nýkominn á mölina af sementsskaganum og genginn til liðs við þekktan kvartett, Tóna. Svo kom orgelsóló og þá breyttist krúnerinn í negra og orgelið í trylli- tæki. Það var þá sem ég ákvað hvernig nýfengnum fermingargróð- anum skyldi varið. Ég skellti mér á Farfisa-orgel daginn eftir. Okkur varð snemma vel til vina, mér og Karli Sighvatssyni. Vegur hans óx ört í íslenska tónlistar- bransanum á þessum tíma, enda hafði slíkur fimbulorgansláttur ekki áður heyrst hér á landi. Hann eign- aðist ungur dýrindis hljóðfæri sem var bandarískt Hammond-orgel og upphófst þar með hið mesta ástar- ævintýri sem aldrei tók enda. Slíkur var ástarbríminn í öndverðu að ekki dugðu til tíu fimir fingur, heldur var bókstaflega öllum líkamanum beitt: handarbökum, olnbogum, hnjám, höku, nefi og enni svo eitt- hvað sé nefnt. Og síðan umbreyttist þessi unglingslosti smám saman í einskonar föðurlega umhyggju fyrir þessu hljóðfæri og öðrum þeim Hammond-orgelum sem hann smám saman eignaðist eða útveg- aði öðrum. Hann var í stöðugu sam- bandi við innlenda Hammond-eig- endur sem erlenda með verndun og viðhald stofnsins að leiðarljósi, sí- fellt að huga að velferð þessara dýrgripa sem nú er hætt að fram- leiða. „Þetta eru eins og börnin mín,“ sagði hann, „það verður að hugsa vel um þau.“ Orgelástin varð til þess að hann hélt utan til æðra tónlistarnáms, bæði í Vínarborg og í Boston, hvað- an hann sneri margefldur heim og lék Drottni til dýrðar í kirkjum landsins til hinsta dags. Og sem kirkjuorganisti var hann engum lík- ur. Ég mun aldrei gleyma því er ég gekk með nýfædda dóttur mína inn í Akureyrarkirkju fyrir nokkrum misserum, en þá hafði Karl nýlokið þar tónleikum ásamt fleiri kirkju- organistum. Þegar hann kom auga á sinn gamla vin niðri á kirkjugólf- inu með nýfætt barn í fanginu, þá opnaði hann orgelið aftur, kveikti á því og hóf að leika af fingrum fram einn þann magnaðasta spuna sem ég hef heyrt til þessa. Kollegar hans stóðu agndofa í kringum hann, barnið mitt uppnumið og ég að sjálf- sögðu harla ánægður með þessi fyrstu kynni barnsins af kirkjutón- list. Eftir á harma ég það eitt að hafa ekki haft segulbandstæki handbært, en því miður hefur allt of lítið varðveist af organspuna þessa sérstæða listamanns. Ég stend í þakkarskuld við Karl fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi var hann sá sem einatt hvatti menn til dáða, leiðbeindi og hrósaði óspart þegar vel tókst til. Hann varð jafnframt til þess að opna augu mín og margra annarra fyrir mikilvægi hollrar fæðu og meðvit- aðrar ræktunar sálar og líkama. Fyrir tuttugu árum byijaði hann að drífa mig með sér í daglegar sund- og heilsuræktarferðir sem enn í dag eru mér kær ávani. Fyrst og síðast var hann þó traustur vinur vina sinna og aldrei vílaði hann fyrir sér langferðir eða langlínusímtöl ef því var að skipta. Okkar vinátta var að því leyti sér- stök að mæður okkar fengu einnig að njóta hennar meðan þær lifðu. Þannig heimsótti Karl iðulega móð- ur mína til að spjalla og leika fyrir hana á píanó, og ég snæddi reglu- lega með móður hans og við rædd- um það sem henni var kærast: strákarnir hennar tveir. Kalli var afar lengi að jafna sig eftir fráfall hennar, svo sterk og kær voru þau bönd. Hann átti í rauninni oft mjög erfitt í sínu lífi, svo tilfinninganæm- ur og opinn sem hann var. En þján- ingin átti vafalítið einnig sinn þátt í að skapa hinn stóra og litríka lista- mann Karl Sighvatsson. Um fyrri helgi ræddum við lengi saman og það var mikill hugur í mínum manni. Hann hafði tekist á hendur ábyrgðarstarf við undirbún- ing og framkvæmd mikillar píla- grímaferðar íslenskra kirkjuorgan- ista og kirkjukóra á slóðir meistar- anna í París, Caprí og Róm. Lang- þráður draumur um að fá að hlýða á orgel Péturskirkjunnar í Róm, sjá og heyra helstu orgelsnillinga og kirkjukóra álfunnar átti að rætast í þessari ferð. Jafnframt var fyrir- hugaður tónlistarflutningur á all- mörgum stöðum. Þetta var sú ferð Karls Sighvatssonar sem aldrei var farin. í kvöld hefði hann staðið með félögum sínum við leiði meistara Chopins og sungið honum lof. Þess í stað stendur hann nú við hlið meistarans og hlýðir á sönginn, handan móðunnar miklu. Fjölskyldu, unnustu og syni votta ég innilegustu samúð. Okkar er minningin um góðan dreng. Jakob Frímann Magnússon Nú er elsku Kalli farinn burt úr þessum heimi, og hér fæ ég ekki að sjá hann framar. En hann hverfur ekki úr huga mér og ég sé hann sífelit fyrir mér. Kalla með þessi geislandi lif- andi augu, heillandi brosið og allan sinn sjarma. Mér finnst ég eiga eftir að tala um svo margt við hann. Þegar hann kom hingað austur til mín í haust tæptum við á mörgu, en áttum líka margt órætt. Síðast þegar ég heyrði í honum talaði hann um að koma austur með Orra og Bíbí og þá skyldum við ræða saman. Nú er hann farinn, elsku vinurinn, og við söknum hans öll svo tnikið. Sambandið var strjált, en þegar við hittumst gátum við talað saman eins og við hefðum síðast sést í gær. Stundum varð hann önugur og uppstökkur ef honum var sagt til syndanna eða eitthvað bjátaði á. En jafnan biiti yfir honum fljótt og hann brosti með glettnisblik í augum og ég sá ekki sólina fyrir honum. Ég veit að lífið var honum oft erfitt með þessa öru og viðkvæmu lund. En alltaf rofaði til aftur og þannig man ég eftir honum, glöðum og reifurn, þannig vildi hann vera, þannig naut hann sín best og gat heillað alla upp úr skónum. Endur fyrir löngu gerðum við með okkur samning um að hann væri stóri bróðirinn sem mig lang- aði alltaf að eiga, og ég litla systir- in sem hann langaði að eignast. En ég veit ekki hvort hann vissi nokkurn tíma hvað mér þótti vænt um hann. Það vissi mamma hans og hún skildi mig. Nú er hann far- inn til hennar sem hann saknaði svo óskaplega mikið, en við sem eftir sitjum eigunt um þau dýrmæt- ar minningar. Þau sem voru svo stórbrotin að þau létu engan ósnort- inn sem þeim kynntist. Gott er að vita að honum leið vel síðustu vikurnar og var fullur tilhlökkunar yfir ferðinni sem hann var að fara. Sú ferð var aldrei far- in, heldur önnur og mikið lengri. Þó finnst mér svo oft þessa dagana eins og hann sé hjá mér. Hann er eitthvað svo nálægur og þá líður mér vel. Mig langar að þakka honum fyr- ir allt, mínum elskulega frænda, bróður og vini. Jóhanna „Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt.“ • (Með sínu nefi. Vilhjálmur Vilhjálmsson) Nú er enn höggvið skarð í hóp okkar ágætu íslensku tónlistar- manna. Hann Kalli Sighvats er dáinn langt fyrir aldur fram. Kallað- ur burt svo snögglega í hörmulegu slysi. Allir sem tengjast tónlist þekktu Kalia Sighvats, þennan hressa hæfileikamann sem sett hef- ur svip sinn á íslenska tónlist síðast- liðinn aldarfjórðung. Hljómborðs- leikur hans mun seint gleymast og fylgja okkur um ókomna tíð á þeim fjölmörgu upptökum sem hann lék inn á. Mín fyrstu kyni af Kalla voru þegar hann lék með hljómsveitun- um „Flowers“ og síðan „Trúbrot" en þá var ég að bytja mín afskipti af tónlist og leit mikið upp til þess- ara hljómsveita og varð það in.a. til þess að ég leiddist inn á þessa braut viðskipta. Kalli lék inn á all- nokkrar hljómplötur, sem fyrirtæki mitt hefur gefið út og útsetti og stjórnaði upptökum á Jólastrengj- um, sem er ein metnaðarfyllstajóla- plata sem gerð hefur verið fram til þessa. Kalli var síungur, gamansamur og sannur listamaður sem alltaf var gaman að hitta og spjalla við. Hans verður sárt saknað og vottum við Helga unnustu hans, syni, bróður og öllum aðstandendum innilega samúð. Jón Ólafsson Einn af fremstu tónlistarmönn- um landsins er fallinn frá í hörmu- legu bílslysi. Undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með þessum meistara Hammond- orgelsins. Kynni okkar Karls hófust þegar hann fór kornungur að venja 3 £2 C 23 komur sínar í hljóðfæraverslunina Rín. Við seldum Hammond-orgel og urðu oft fjörugar umræður um hljóðfærin, kosti þeirra og galla. Karl hóf ungur að leika með hljóm- sveitum og skóp sér góðan orðstír með sveitum eins og Flowers, Trú- broti, Þursaflokknum, Mannakorn- um og Blúskompaníinu. Hann lék með okkur á fyrstu Mannakorna- plötunni og á hverri plötu sem gerð var síðan. Ef rætt var um að nota orgel á annað borð, kom engum annar en Kalli í hug. Þessi sérstaða og mögnuð persóna hans skilja eft- ir skarð sem aldrei verður fyllt. Það eina sem getur huggað í svartnætt- inu eru góðu minningarnar um lif- andi og yndislegan dreng sem gat á góðum degi lýst allt í kring um sig. Nú er Karl farinn á undan okkur og stórt skarð fyrir skildi. En Hammond-hljómurinn í sál okk- ar á aldrei eftir að hljóðna. Spor Karls í íslensku tónlistarlífi eru djúp og liggja ótrúlega víða. Hann var sérstakur, hann var sá eini og það kemur aldrei neinn í hans stað. Sambýliskonu Karls, Sigríði, synin- um Orra og aðstandendum öllum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Ég þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast og vinna með Meistaranum, Karli J. Sig- hvatssyni. Með vinsemd og virðingu, Magnús Eiríksson „Eitt sinn verða allir menn að deyja“ kvað góður vinur minn Vil- hjálmur Vilhjálmsson skömmu áður en hann lést í sviplegu bílslysi. Nú er annar góður vinur fallinn frá á sama hátt. Kalli Sighvats er dáinn, og mað- ur situr eftir höggdofa og skilur ekki almættið og tilganginn. Ég man vel eftir fyrstu kynnum okkar Kalla. Það eru rúm tuttugu ár síð- an. Ég var að stíga mín fyrstu spor sem tónlistarmaður á veitingahúsi í Reykjavík. Hann kom til mín í pásu glaðbeittur og hress, heilsaði mér og sagði: „Þú spilar nú bara býsna svart rnaður." Kalli hafði þá og alltaf síðan mjög gaman af tón- list sem kennd er við Tamla Motow- n-útgáfuna bandarísku og átti við að ég spilaði eitthvað í líkingu við þá frábæru svörtu tilfinningatón- listarmenn sem þar réðu ríkjum. Ég þarf ekki að lýsa því hvað þetta þýddi fyrir nýgræðinginn af lands- byggðinni sem var ekkert of örugg- ur um sig. Frá þeirri stundu urðum við nánir vinir og unnum saman að ótalmörgum ólíkum verkefnum þar á meðal Jesús Kristur Dýrðling- ur sem LR setti upp, söngleik fyrir Verslunarskólann og ótal hljómplöt- um og öðru sem ekki er ástæða að tíunda. Eitt var alveg á hreinu. Ef vantaði Hammond-orgel þá kom enginn annar til greina en Carlos. Kalli var orgelieikari af guðs náð. Hann var vel menntaður kirkjuorg- elleikari og lýsingar hans á stóru kirkjuorgelunum sem hann prófaði og skoðaði á erlendri grund eru ljós- lifandi í huga mér. En fyrst og síð- ast var Kalli á heimavelli þegar hann sat við Drottninguna eins og hann kallaði Hammond-orgelið sitt. Engir hljóðgerflar gátu komið í staðinn fyrir Hammondið og ég veit að honum leið ekkert of vel, ef og þegar hann þurfti að nota slík tæki. í þeim efnum var hann hreintrúarmaður. Vinátta okkar Kalla einkenndist af væntumþykju, þó oft neistaði á milli okkar, því ekki vorum við alltaf sammála og leyfðum okkur að þrátta um ólík- ustu málefni. Var þá oft heitt í kolunum. En það gerði ekkert til, því alltaf var stutt í útréttar sáttar- hendur og gleðin yfir því að spila eitthvað sem skipti máli útmáði í öllum tilfellum ágreiningsmál. Ég mun aldrei gleyma síðasta skiptinu sem við lékum saman. Það var í Lídó þar sem Blús kompaníið hitaði upp fyrir ameríska blússveit. Aldrei spilaði það band betur en þá og ekki síst Kalli sem fór á kostum. Ég veit að það var lítið gaman fyr- ir Bandaríkjamennina að stíga á svið á eftir okkur, enda kærðu þeir sig ekki um upphitun kvöldið eftir. Nokkrum dögum fyrir andlát sitt SJÁNÆSTUSÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.