Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 19
leei inúi .e auoAíiunM'ja JlAiK&HfifLIQtff uiöAja/iUoaoit ‘morgunbiaðið FJOLMIÐLAR SÚNNUDÁGUR 9. JÚNI 1991 —€■ "13--- Fjölbreytni er lykilatriði Sveinn Einarsson í spjalli um dagskrá sjónvarps FJÖLDI verkefna er nú í bígerð hjá Sjónvarpinu sem fyllir 25 ár í haust. Aukin áhersla er á vand- aðar, leiknar myndir og heimildarþætti. „Þrjú stórverkefni eru í vinnslu eða burðarliðnum," sagði Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrágerðar, inntur eftir helstu verkefnum sjónvarpsins á næstunni. Fyrst er að telja mynd sem gerð er eftir handriti Matthíasar Johannessen en Hilmar Oddsson leikstýrir og aðlagaði handrit. Myndin sem ber hið óvenjulega nafn; Sjóarinn, spákonan, blómasal- inn, skóarinn, málarinn og Sveinn, er ljóðræn og hlýleg lýsing á högum útigangsfólks í Reykjavík sam- tímans með sterkum tilvísunum aft- ur í fortíð. Verkið hlaut styrk úr Menningarsjóði útvarpsstöðva og er stefnt á frumsýningu í nóvember- lok. í þessum mánuði hefjast upptök- ur á mynd í leikstjórn Viðars Vík- ingssonar sem heitir „Marías" eftir samnefndu spili og byggir á einni þekktustu smásögu Einars H. Kvar- an. Rakin er uppvaxtarsaga stráks í sveit og fjallað um happdrættið í sjálfu lífinu. Viðar hefur fært tíma sögunnar frá aldamótum til upp- hafs sjöunda áratugsins og spunnið við hana vegna ólíkra forsenda rit- máls og myndar. Drengurinn bland- ast inn í togstreitu tveggja ungra manna um heimasætu. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrir síðan „Hjartanu", eftir handriti forsætis- ráðherra, Daviðs Oddssonar. Þetta er lítil og fíngerð saga fyrir alla fjölskyldunna, er fjallar um tvo smástráka sem hafa náð sam- bandi við guð og reyna að rækta þau tengsl, m.a. í leikjum sínum. Jóladagatal- ið, sem naut mikilla vin- sælda í fyrra- vetur, verður tekið upp aftur með tilheyrandi ævintýrum en verður myndað um víðan völl, í stað myndvers áður. Sigrún Eldjárn leysir þá Sveinbjörn I. Baldvinsson og Sigurð Valgeirs- son af hólmi sem handritshöfundur. Þeir félagar semja hins vegar „Millj- ón blöðrur" sem er leikinn fram- haldsþáttur í léttum dúr, deilt er á spákaupmennsku landans en jafn- framt hylla þeir ódrepandi lífsvilja hans. Aðalpersónur þáttanna hafa sífellt ný áform á takteinum sem flestar miða að ríkidæmi, með mis- jöfnum árangri þó. Ótal heimildarþættir eru í undir- búningi, t.d. leikin mynd um líf og störf Jón Leifs í fullri lengd, sem þegar hefur vakið töluverða at- hygli, m.a. erlendis. Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um konur í ís- Davíð Siffrún Sigurður Soffía lenskri ljóðlist og Ingi Bogi Bogason um Jóhann Jónsson skáld. Hrafn- hildur Schram og Júlíana Gott- skálksdóttir gera Svavari Guðna- syni skil. Einar Heimisson mun skyggnast um Kaupmannahafn- arnýlenduna á stríðsárunum og Björn Emilsson kafar til hafsbotns í þáttum sem nefnast Gull í greipar Ægis. Árni Johnsen skoðar Dyr- hólaey og byggðir norrænna manna á Grænlandi. Eins og þetta ágrip gefur til kynna ræður fjölbreytnin ríkjum í verkefnavali, enda er það lykilatriði að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Okkur var að berast í hendur ný þjónustukönnun og erum mjög sátt- ir við hve mikið er horft á ólíka þætti, og hversu áhorfendur gefa innlendum þáttum góða einkunn. Skemmtiefni hefur eflst mjög upp á síðkastið og er meðal þess sem áhorfendur biðja um meira af; söm- uleiðis t.d. leikna framhaldsþætti. Auðvitað heyrast gagnrýnisraddir en mín reynsla er sú, að oftar en ekki komi þær frá fólki sem ekki fylgist vel með dagskránni. Órök- studdum sleggjudómum svörum við að einungis einn veg; reynum að hafa enn betri dagskrá á boðstól- um.“ Viðar Stöð 2: Ihugar útsend- ing*ar textavarps Á STÖÐ 2 er í athugun að hefja útsendingar textavarps. Að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra markaðs- sviðs hefur sú athugun staðið í 3 mánuði og er niðurstöðu að vænta á næstu vikum. Segir Baldvin að kanna verði nánar ýmit tæknileg atriði, auk þess sem enn sé leitað leiða við fjármögnum slíkra útsendinga. Textavarp er útsending þar sem upplýsingar, t.d. um veður, fréttir, færð og flugsam- göngur birtist á sjónvarpsskján- um og hægt er að flettta í upp- lýsingunum. Til að taka á móti sendingum textavarps þarf sér- stakan útbúnað á sjónvörp.„Við vitum ekki enn hversu mörg tæki geta tekið við útsendingum textavarps, í einhveijum tækjum er upplausnin of gróf til að ís- lenska letrið sjáist og okkur vantar m.a. upplýsingar um hversu stór hluti áhorfenda á slík sjónvörp. Fyrir þá sem hafa góða skjái en vantar útbúnað til að fletta í textavarpinu, er hægt að bæta við móttökutæki," segir Baldvin. Hann segir áætlaðan bytj- unarkostnað við útsendingar textavai-ps vera um 3-4 milljónir króna. Ef auka eigi gæði útsend- ingarinnar eða bæta upplýsing- arnar þurfí að kosta meiru til. „Við erum nú að kanna fjár- mögnunarhliðina, t.d. þann möguleika að fyrirtæki geti keypt sig inn i textavarpið, er- lendis eru síður í textavarpi seld- ar í stórum stíl.“ Undirbúningur að útsending- um textavarps er hafinn hjá Sjónvarpinu og segist Baldvin ekki telja of mikið að vera með tvær slíkar útsendingar þar sem þær verði svo ólíkar. „Breyting- arnar á þessu sviði eru mjög örar og möguleikarnir óþijót- andi. I Bretlandi binda menn miklar vonir við framfarirnar í textavarpinu; gæði útsending- anna eru meiri, hægt er að koma upplýsingum á framfæri jafn- skjótt og þær berast og nú er hægt að panta t.d. flugmiða í gegnum textavarpið." Baldvin sagði fjölda nýjunga í skoðun hjá Stöð 2 og þar væri helst að nefna útsendingarbúnað sem gerði eigendum svokallaðra sjóræningjalykla ómögulegt að ná læstum útsendingum stöðvar- innar. 4. úrslitaleikur þessara frábæru körfuknattleiksliða í beinni útsendingu Stöðvar 2 í samvinnu við Mylluna sunnudagskvöldið Beint frá Los Angeles \ Lo Angeles Lakers ámóti Chicago Bulls MYLLAN 9. júni, kl. 23.30. Magic Johnson, Los Angeles Lakers Michael Jordan, Chicago Bulls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.