Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 Bjöm Sigfús- son - Minning Fæddur 17. janúar 1905 Dáinn 10. maí 1991 Nýlega barst mér vestur um haf sú fregn, að góður vinur minn og lærifaðir, dr. Björn Sigfússon, fyrr- um háskólabókavörður, væri látinn. Mér fannst eitt augnablik, að þetta gæti ekki verið rétt. Ég kynntist Birni fyrst fyrir 26 árum. Geislandi lífsþróttur og sívakandi áhugi á mönnum og málefnum var auðkenni hans alla tíð. Þótt aldurinn færðist yfir, þá var andinn ávallt ungur og fijór og umhugsun um dauðann var ljarri í návist hans. Við slíkan mann er samtali aldrei lokið. Ég mun ekki rekja hér neina atburðasögu eða ártöl er varða ævi Björns Sigfússonar, því hafa aðrir gert skil. Mig langar aðeins að iáta hugann reika til liðinna daga og tína upp af handahófi nokkur minn- ingabrot. Það var í Háskólabókasafni árið 1966, að ég átti fyrst orðaskipti við dr. Björn Sigfússon. Ég sé enn svið- ið fyrir mér og viðræður okkar þetta fyrsta sinn eru mér jafn ljóslifandi og þær hefðu átt sér stað í gær. Hann var þá háskólabókavörður og hafði gegnt því starfi í röska tvo áratugi, en ég var í íslenskunámi í Háskóla íslands. Fram til þess hafði ég aðeins notað lestrarsal safnsins en nú þurfti ég að fá rit til útláns. Björn var einyrki á safninu um þessar mundir, eins og hann var raunar lengst af, þótt hann hefði stundum tímabundna hjálp. Ég gekk því rakleiðis til hans og bar upp erindi mitt, mig vantaði grein- ina „Um íslenskt skrifletur" eftir Björn Karel Þórólfsson og ég hafði ekki fundið neitt sem vísaði mér á hana í skrám safnsins. Maðurinn leit á mig, vatt sér snarlega inn fyrir hálfopna stálhurð, og var á samri stundu kominn fram aftur með nokkur samanheft blöð í hönd- um. Þetta var sérprent af greininni sem ég hafði beðið um og seinna komst ég að raun um, að innan við stálhurðina var aðalhelgidómur safnsins, Benediktssafn. Skráin um það var í höfði Björns eins og svo margar aðrar skrár og annar fróð- leikur um allt milli himins og jarð- ar. Eftir þetta notaði ég safnið mikið. Ég sá, að margt var til, sem skrárnar þögðu um. Viðmót Bjöms og andsvör öll voru mér þau bók- fræðigögn sem ég þurfti. Bókasafnsfræði var á þessum árum enn lítt þekkt grein á ís- landi. Eftir að Björn tók við starfi háskólabókavarðar árið 1945 leitaði hann fanga víða erlendis til þess að afla sér fræðslu um rekstur og málefni bókasafna. Jafnframt sá hann, að bókasafnsfræði yrði að kenna í landinu, ef nokkru sinni ætti að verða raunhæft framboð á sérmenntuðu fólki til bókasafns- starfa. Tímafrekt var að þjálfa upp einn og einn starfsmann, enda gat það engan veginn orðið nógu hnit- miðað. Eftir talsverða fyrirhöfn tókst honum að fá leyfí til þess að taka upp kennslu í bókasafnsfræði við Háskóla íslands og hefur grein- in verið kennd þar síðan árið 1957. Kennslubók í bókasafnsfræði, Bók- asafnsrit 1, hafði Björn gefíð út árið 1952 ásamt Ólafi F. Hjartar, bókaverði, og var það helsta ís- lenska ritið að styðjast við í kennsl- unni. Bjöm var því fmmkvöðull í kennslu bókasafnsfræði hér á landi og var stundakennari í greininni um langt árabil samhliða öðrum störfum sínum. Umsjón allrar kennslu í bókasafnsfræði var og samfellt í höndum Björns megin- hluta þess tíma er hann gegndi stöðu háskólabókavarðar, en af því embætti lét hann formlega árið 1974, þótt hann ynni á safninu enn um eins árs skeið. Þegar ég forðum daga innritaðist i bókasafnsfræði varð Björn því einn kennara minna og aðalráðunautur í þeirri grein. Hann kenndi flokkun samkvæmt DDC, þ.e. flokkunar- kerfí því sem kennt er við Banda- ríkjamanninn Melvil Dewey. Kerfið er alþjóðlegt að sniði, hefur notið síaukinnar útbreiðslu og er notað í söfnum víða um heim. Tók Björn það upp á Háskólabókasafni fljót- lega eftir að hann gerðist háskóla- bókavörður. í Bókasafnsriti 1 sem áður getur um, er að finna stytta þýðingu þess á íslensku. Bjöm var skemmtilegur og eftir- minnilegur kennari. Sumum þótti hann torskilinn á stundum, en þá sem höfðu raunverulega áhuga og voru ekki einungis að safna stigum, hreif hanp með sér. Hann var ný- stárlegur í líkingum og því auðvelt að muna þau dæmi sem hann kom með. Hann var mildur yfirmaður og sýndi oft mikið sálfræðilegt inn- sæi í samskiptum við aðra. Ungt fólk vann sér tiltrú hans ekkert síð- ur „en þeir sem meiri höfðu reynsl- una og aldrei fór hann í manngrein- arálit. Fyrir honum stóð maðurinn og féll með sjálfum sér. Björn var góður hlustandi og skoðanir ann- arra gátu verið honum áhugaverð- ar, hvort sem hann var þeim sam- mála eða ekki. Það var skemmtilegt að ræða málin, fá sem flesta fleti fram, láta fólk veija skoðanir sínar, fá innsýn í hugsanagang annarra. En burtséð frá öllum rökræðum var hjarta Björns alltaf á réttum stað, áhuginn og samkenndin með mann- eskjunni var ávallt til staðar og sveigjanleiki hans var mikill. Víðsýnir stjómendur sem horfa til framtíðar skila okkur fram á veg. Framþróunin verður tafsam- ari, ef staldrað er við í hveiju spori til að skoða ágæti verka sinna. Björn var maður framþróunar en ekki kyrrstöðu. Hann var hóglátur um sjálfan sig en sparaði ekki að uppörva og hvetja samferðamenn sína í öllu góðu sem þeir tóku sér fyrir hendur. Hann hvatti m.a. mjög þá sem fóru í framhaldsnám í bóka- safnsfræði til útlanda, en það var fátítt í þeirri grein framan af, og hann fylgdist af áhuga með fram- vindu í greininni, bæði af frásögn- um þeirra sem heim komu úr námi og lestri bóka og greina um þessi mál. Ég var ráðin bókavörður við Háskólabókasafn haustið 1970, þá nýútskrifuð úr framhaldsnámi við Strathclyde-háskóla í Glasgow. Þá var umræða um tölvuvæðingu bók- asafna í frumbernsku og talsvert óljóst enn hvað í henni fælist og hvaða breýtingar hún hefði í för með sér fyrir safnrekstur og not- endaþjónustu. Ég komst að því að Björn átti þýska bók um þessi efni og hafði þegar velt þeim talsvert fyrir sér. Á síðasta ári, 1990, var sett upp tölvukerfi á Háskólabóka- safni, og fagna ég því að Björn gat séð þá hugsjón rætast, áður en hann dó. Ég kynntist ekki aðeins Bimi sjálfum vel heldur einnig Ijölskyldu hans. Atvikin höguðu því svo haust- ið 1970, að íbúðin undir húsi Björns á Aragötu 1, stóð auð eftir eitt barna hans sem var þá nýfarið utan í framhaldsnám. Mér bauðst nú íbúðin á leigu gegn vægu gjaldi, en af því að ég ætlaði að reyna að safna mér fé up í eigin íbúð eins fljótt og kostur væri, þá spurði ég þau Björn og hans ágætu konu, Kristínu, hvort ég mætti leigja út frá mér. Þá svaraði Kristín að bragði, „já, þú mátt það, ef það er almennileg manneskja og ef leigan er í eðlilegu samræmi við það sem þú borgar sjálf“. Vistin hjá Birni og Kristínu var góð það rúma ár, sem ég bjó hjá þeim. Sænski lækna- neminn, sem kom inn sem leigjandi minn, bjó hjá þeim áfram um hríð eftir að ég fluttist í eigin íbúð og varð hann ágætur vinur þeirra eins og flestir sem kynntust þeim. Litla kjallaraíbúðin reyndist mörgum skjólgóður áningarstaður fyrr og síðar. Þegar ég bjó á Aragötunni voru uppkomin og flutt að heiman öll börn Björns og fyrri konu hans, Droplaugar, sem hann missti frá þeim ungum í blóma lífsins. Þau voru því þijú á heimilinu, Kristín, Björn og Hörður, sonur þeirra. Heimilislífið var kærleiksríkt og gott. Þau hjón voru samhent í upp- eldinu sem og öðru þar heima fyr- ir. Þannig gat ávallt annað svarað fyrir hitt eins og í dæminu hér að ofan. Þeir sem kynntust Birni eiga um hann góðar minningar. Við sem kynntumst honum vel töldum okkur öll eiga eitthvað í honum. Þegar þessar línur eru ritaðar er ég að /Eskilegur dagskammtur: 5-6 perlur MHtt/kt d«»iki.T«rtu< af A-vlUmM e> 1000 pQogai D-vítamlni 101*3. CMál i Iwnm 09 kadum suð I k*utam Súrmjólkin er ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum »«'•» e-Sf*# * XM 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.