Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 30
f30 'tJ MOBGUNBLAÐIÐ 'AMIá:^ÖÖ3íMÍL. ÆSKUMYNDIN... ER AF MARÍU KRISTJÁNSDÓTTUR LEIKSTJÓRA Gekká húsþökum MARÍA gekk eins og hallettdansmær á mænum húsanna í Hafnarfirði, falleg og í fullkomnu jafn- vægi, en áhorfendur horfðu lamaðir á aðfarirnar, einkum ef húsið var fjögurra hæða. Hún var jafn- víg á íþróttir og bókleg fræði, hafði blíðlega fram- komu en var bæði stjórnsöm og afskiptasöm. María Kristjánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 19. mars 1944, dóttir Salbjargar Magnúsdóttur og Kristjáns Andréssonar. Þau hjónin ráku lengi bókabúð Máls og menn- ingar á Strandgötunni í Hafnar- firði, en störfuðu sem fulltrúar seinni árin. María var önnur í röð- inni af sex systkinum, en elstur er Logi, þá María, síðan Jóhann Bjarni sem nú er látinn, Bergljót Soffía, Andrés og lestina rekur Katrín. „Til merkis um skipulagningu föður míns, þá fæddist til skiptis drengur og stúlka og ætíð tvö ár á milli,“ segir Bergljót. Þau systkin ólust upp í Vestur- bænum í Hafnarfirði, á Vörðustíg 9, í húsi sem afi þeirra, Andrés Runólfsson, byggði 1914. Auk þess að vera mesti húsþaka- gengill í Vesturbænum eins og syst- ir hennar Bergljót kemst að orði, þá var María í baliett og keppti í sundi. Logi bróðir hennar segir, að eitt sitt er hún hafí heimsótt hann í sveitina hafi hún slasast og senni- lega hafi það orðið til þess að hún hætti í keppnisíþróttum. María var yfirleitt efst í bekknum sínum í Barnaskóla Hafnarfjarð- ar.„Hún las mikið sem barn, var læs fjögurra ára, og þegar búið var að slökkva hjá okkur á kvöldin, las hún við ljósið frá ljósastaurnum. Hún var gífurlega vel að sér, og mér þótti gott að nota hana sem upp- flettirit," segir Bergljót. María var afar örlát, gaf allt sem hún átti, jafnvel peysuna utanaf sér, þætti einhveijum hún falleg. Hún var mjög blíð og skilningsrík, og er systkinum hennar minnis- stætt þegar hún kom heim eftir að hafa séð „Stóra Kláus og litla Kláus“. „Ég varð að halda með stóra Kláusi því allir voru á móti honum,“ sagði hún tárvot. Félagslegt jafnrétti var henni hugleikið frá fyrstu tíð og var hún orðin stórpólitísk tólf ára. „Hún átti ósjaldan orðaskipti við vini mína um pólitík, t.d. Guðmund í. Guð- mundsson yngra, og þurfti oftast meira en tvo stráka til að standa upp í hárinu á henni," segir Logi. Systkinin segja að María hafi verið skemmtileg og drepfyndin. „ En hún var nú líka stjórnsöm og af- skiptasöm og var það meðfætt," segir bróðirinn. „Þegar móðir mín hætti að stjórna mér, tók María við.“ María var í landsprófi í Vonar- stræti og segir Þjóðbjörg Þórðar- dóttir sem þá var vinkona hennar, að þær hafi á þeim árum oft setið fram á nótt og lesið ljóð. „Síðan lukum við stúdentsprófi frá MR, og ég minnist þess þegar ég kvaddi hana ári síðar á flugvellinum áður en hún hélt út í heim til að lesa leikbókmenntir, eins og hún hafði alltaf talað um.“ ÚR MYNDAS AFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Björgun afVatnajökli Hinn 6. maí 1951 safnaðist mik- ill mannfjöldi saman á Reykjavíkurflugvelli til að taka á móti leiðangursmönn- um frá Loftleiðum, sem unnið höfðu það þrek- virki að bjarga bandar- ískri skíðaflugvél af Vatnajökli. Forsaga málsins var í stuttu máli sú að bandaríska vélin hafði lent á Vatnajökli í september árið áður, í því skyni að bjarga áhöfn Loftleiða- vélarinnar Geysis, sem hafði brot- lent á jöklinum. En þegar til átti að taka komst skíðavélin ekki á loft og mistókust allar tilraunir til flugtaks og var vélin skilin eftir á jöklinum þegar áhöfn hennar og Geysis var bjargað. Loftleiðamenn voru hins vegar ekki af baki dottn- ir og gerðu út leiðangur, sem lagði upp frá Kirkjubæjarklaustri í byijun apríl 1951. Áætlunin var sú að bijótast upp á jökulinn með tvær stórar beltisýtur og fjóra sleða og draga vélina niður af jöklinum og þangað sem bráðabirgðaviðgerð og flugtak gátu farið fram. Þetta tókst og flugmennirnir Kristinn Olsen og Kristinn Olsen í flugstjórnarklefanum. Alferð Elíasson, ásamt Hrafni Jóns- syni bifvélavirkja flugu vélinni svo til Reykjavíkur þar sem þeim -var vel fagnað. Leifur Sveinsson lögfræðingur skrifaði grein um þenn- an atburð í Morgun- blaðið 7. maí síðastlið- inn og gat þess að gam- an væri að sjá myndir af komu björgunarvél- arinnar, þar sem nú eru 40 ár frá þessum viðburði. Og það þarf ekki að orðlengja það, að í myndasafni Ólafs K. Magnússonar fundust að sjálfsögðu myndir frá þessum atburði, sem okkur er sönn ánægja að birta. ÞANNIG BURSTAR... Garðar í Herra- garðinum skóna sína Garðar byrjar á því að ná gömlum áburði af skónum með þar til gerðum bursta. „MÉR finnst skófatnaður íslendinga almennt fyrir neðan allar hellur, sérstaklega strigaskó-menning- in sem hefur tröllriðið landinu. Þar fyrir utan eru margir latir að bursta skóna sína og hirða um þá.“ Garðar Siggeirsson eigandi Herragarðsins hefur orðið að þessu sinni. Eg fer náttúrlega ekki í skó án þess að þurrka yfir þá með þurrum klút,“ segir Garðar. „Svo bursta ég þá vel reglulega og byija á að ná gömlu skósvert- unni af skónum með rökum klút. Það þýðir ekki að bursta skó meðan maður er í þeim. Það á að halda á skónum meðan þeir eru burstaðir! Ég nota ekki fljótandi skóáburð, heldur vax í dós, það er gott að hella svolitlu af köldu kaffi út í dósina til að mýkja áburðinn. Síðan ber ég áburðinn á allan skóinn, líka hælinn og hliðarnar á sólanum. Þetta geri ég með rökum klút og leyfi áburðinum að harðna í fimm til tíu mínútur. Þá bursta ég skóinn og nota til þess bursta með bandi sem fer yfir handarbakið. Skórnir eru pússaðir vel með burstanum og síðan farið yfir þá með þurrum mjúkum klút. Um það bil einu sinni í mánuði tek ég reimarnar úr skónum og bursta tunguna vel.“ Varðandi strigaskó-menninguna svokölluðu segir Garðar: „Þessi skótegund gefur fætinum ekkert að- hald og fer illa með fætur. Vel lagaðir skór halda vel að fætinum og koma meðal annars í veg fyrir ilsig. Mér finnst oft áberandi ósamræmi í skóm og fatnaði hér á landi. Það er hörmulegt að sjá mann í jakkaföt- um og strigaskóm! Skórnir eiga að vera í stíl við fatnað- inn. Þegar menn búa sig upp og fara í smóking eða kjólföt eiga þeir að vera í lakkskóm ef samræmi á að vera. Hins vegar má segja að á síðustu árum hafi orðið breyting til betri vegar í klæðaburði hjá ungu fólki.“ Garðar segist hafa alist upp við að hugsa vel um skófatnað sinn. „Ég hugsa vel um alla skó, líka jökla- skóna mína. Eftir hveija ferð ber ég á þá, athuga að sólarnir séu í lagi og geymi þá síðan með innleggi. Það er mikilvægt að geyma skó með innleggi, sérstak- lega betri skó.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.