Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 21
M()HtíUNBÍ.AI)H) I M m. iaA3M aiflAJ^JOflOM l-SUNNUÐAGUR 9. JUNI 1991 Alveg ovart INYLIÐNUM Músíktilraunum var þung’t rokk áberandi og dauðarokksveit bar sigur úr býtum. Sú sveit, Infusor- ia, sem endurvakti nafnið Soricide fyrir skemmstu, hef- ur verið iðin við tónleikahald undanfarið og stefnir í að hálf breiðskifa með sveitinni komi út í sumar. Infusoria/Sororicide er ekki ýkja gömul sveit, en að sögn sveitarmanna ákváðu tveir sveitarmanna að stofna hljómsveit haustið 1989 og fóru þá af stað að afla sér hljóðfæra. „Allra fyrst spiluðum við Bubba og Bootlegs. Þegar Músík- tilraunir voru í fyrrar stofnuðum við nýja hljóm- sveit, skiptum um nafn, tók- um upp nafnið Sororicide, og tónlistarstefnu; fórum að spila trashað dauðarokk og seinni partinn síðasta sumar varð það dauðarokk.“ Eftir mannabreytingar varð svo Infusoria til, sem síðan sigraði örugglega í Músíktilraununum. „Við áttum ekkert von á að vinna. Við stefndum bara á að komast í úrslit. Þetta var því alveg óvart.“ Hvað hyggist þið gera við stúdíótímana? „Við tökum upp eins mik- ið og við getum, 60 lög á 30 tímum. Við förum með öll lögin tilbúin og eyðum ekki stúdíótíma í að semja eða útsetja. Við reynum að vera eins Infusoria/Sororicide Byijað á Bubba og Bootlegs. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir frumlegir og við getum. Þungarokkið er yfirleitt ekki sérstaklega frumlegt, en við liggjum yfir öllu sem við gerum og ef við finnum eitt- hvað sem við höfum heyrt annar staðar er því hent undireins. Við erum að reyna að skapa eitthvað nýtt.“ DANSROKK DANSROKKIÐ á sér fylgjendur fjölmarga víða um heim, en fáar sveitir hafa Íagt þar fyrir sig hérlendis utan Formaika. Fyrir stuttu sendi sveitin frá sér smáskífu. Formaika, sem starfað hefur í hálft annað ár, er skipuð þeim Venna gítarleikara. Ottó söngvara, Einari Pétri FORMAIKA trommuleikara og Kalla bassaleikara. Ottó sagði lögin á plöt- unni ekki ný af nálinni, en þó ágætt dæmi um það sem sveit- armenn fengjust við um þessar mundir. „Það má kalla þetta dans- rokk.“ Ottó sagði að rólegt væri í sköpunardeild- inni um þessar mundir, enda menn uppteknir við annað. „Við höfum þó lagt drög að því sem við viljum gera í framt- íðinni og í haust verður þráðurinn tekinn upp og við gerum stóra hluti.“ DÆGURTÓNLIST Afhverju ekki tónleikaplötuf ÍSLENSKAR tónleikaplötur má nánast telja á fingrum annarrar handar. Ekki verður hér reynt að grafast fyrir um ástæðu þess, en á næstunni keniur út slíkt plata með Nýdönsk sem tekin var upp fyrir síðustu jól. Á plötunni verða fimm lög og að auki og að auki tvö ný. Oft eru tónleikaplötur til marks um að hljóm- sveit sé á krossgötum vegna mannabreytinga eða hún hafi tapað áttum. Þeir Bjöm wmmmm^mmmm Jörundur Frið- bjömsson og Jón Olafsson í Ný- danskri, segja slíkt. Motthíosson a^ °p?,/ra' „Við vorum með nýtt lag, Kirsu- ber, sem okkur langaði að gefa út og annað sem átti að fylgja með, en setja á safnplötu. Síðan voru til tónlei- kaupptökur sem hljómuðu mjög vel og við ákváðum að gefa út lögin tvö á disk og setja fímm tón- leikalaganna með. Þetta verður því tveggja laga plata með sjö lögum,“ segir Björn. „Það var ekki ástæða til að gefa út meira af tón- leikaupptökunum en þessi fimm lög, því sveitin var ekki búin að sig nógu vel saman til að það væri eitt- spennandi. dag gæt- gert fyrir- leika- farnir að með lög- útsetn- segir Sl hvað V«vnum°ukuT tóusvndahópa. Jón Ólafsson er nýliði í Nýdanskri; gekk í sveitina stuttu fyrir jól með félaga sínum úr Possibillies, Stefáni Hjörleifssyni. Má þá segja að sveitin sé vel skipuð lagasmiðum, með fjóra slíka innanborðs. Jón og Björn segja og að loks sé sveitin fullskipuð. Fram að þessu vora ýmsir íhlaupamenn í sveitinni, en nú er sveitin „fullmönnuð af meðlimum sem eru ekki í tónlistinni tímabundið", segir Björn. Nýdönsk hefur haft nóg fyrir stafni undanfarið í spiiamennsku og við laga- smíðar, enda hyggur sveitin á aðra skífu fyrir jól. Með- fram er einnig verið að und- irbúa að snúa éinhverjum lögum yfír á ensku, en ekki sögðu Jón og Björn mikinn hraða í þeirri vinnu. „Við erum enn að vinna okk- ur hlustendahópa hér,“ segir Jón. „Ég er búinn að vera í mörgum sveitum, en þetta er sveit sem ég trúi virkilega á. Við þekkjum allir okkar takmörk og það eru hæfi- leikar fyrir hendi.“ Platan nýja á að koma út næsta föstudag og verður þá gestum og gangandi boð- ið að fá sér kirsuber og hlýða á sveitina á Gauk á Stöng. MÁRLEGT Rykkrokk stendur fyrir dyrum og haf- in er skráning sveita. Rykk- rokk er útitónleikar á veg- um félagsmiðstöðvarinnar Fellahellis, en að þessu sinni munu 12 sveitir taka þátt í tónleikunum sem verða 10. ágúst og standa frá kl. 18 til 24. Undanfarið hefur Rás 2 útvarpað tón- leikunum. Að sögn Benón- ýs Ægissonar verður tekið á móti skráningu í símum 73550 og 73580 næstu vik- ur. ■ SEXMENNINGARNIR frá Birmingham, sem dæmdir voru saklausir á sín- um tíma fengu frelsið fyrir skemmstu. Um svipað leyti var aflétt banni á laginu Birmingham Six, með þjóð- lagarokksveitinni Pogues, í bresku útvarpi. Lagið var bannað 1988 á þeirri for- sendu að sveitarmenn væru að lýsa stuðningi við hryðju- verk með því að lýsa samúð með sexmenningunum. Sveitarmenn segja að það sé URISAEÐLAN hélt tón- leika í Púlsinum um síðustu helgi í fyrsta sinn eftir nokkuð hlé. Þar kynnti sveitin nokkur ný lög og hyggst halda slíku áfram, því næsta miðvikudag held- ur sveitin til Flateyrar, hvar hún mun leika á þrennum tónleikum miðvikudag og fímmtudag. Þar var ný- verið opnað- ur staðurinn Vagninn, sem hyggst hefja lifandi tónlist til vegs á Flat- eyri, en með- al annars hafa jass- menn troðið þar upp. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir ÚR EPÍSKRI NÝBYLGJU SVEIT Mikes Scotts, The Waterboys, var á góðri leið með að skipa sér í hóp sveita eins og U2 og Simple Minds 1986. Wat- erboys hafði sent frá sér þrjár breiðskífur og vax- ið ásmegin við hverja. Þá ákvað Mike Scott að kúvenda, brá sér til ír- lands og breytti sveitinni í þjóðlagarokksveit. vonum seinna að BBC-menn hafí áttað sig, enda bannið að þeirra mati ritskoðun af verstu sort. Ekki voru þó all- ir þó sáttir við að banninu væri aflétt, því þær raddir heyrðust að tónlistarlega væri rétt að banna lagið enn um sinn. Þjóðleg sveifla The Waterboys. Brot af því besta PAT Benatar hefur mátt horfa upp á frægðarsól sína hníga til viðar á síð- ustu misserum, en hún var í eina tíð heimsfræg fyrir þokkafulla túlkun sína á lagvissu þunga- rokki. Hún lætur þó ekki deigan síga og grípur til viðlíka ráða og annar þungarokkhundur, Gary Moore, sem sendi frá sér prýðilega blússkífu á síð- asta ári. Anýrri plötu Pat, True Love, eru flest lög eldri blúsar og sumir hveijir með jass- sveiflu, en sambýl- ismaður hennar og samstarfs- maður, gít- arleikarinn Neil Geraldo á þrjú lög. Ekki eru gagnrýnend- ur á eitt sátt- ir um hvern- ig tekst til; sumir lofa plötuna og aðrir lasta, en eru þó sam- mála um að í sprettum nái Pat að sýna brot af því besta frá árum áður. Fyrsta breiðskífan í nýja stílnum þótti gagn- rýnendum mikið meistara- verk o g seldist í bílförmum, en forðum fylgjendur sveit- arinnar þóttust margir sviknir. Næsta plata fylgdi sviðaðri formúlu og seldist lítt síður. Fyrir skemmstu kom svo út safnplata sem á var að finna helstu verk sveitarinnar frá upphafi, eins konar saga Waterboys og uppgjör á ferli sveitar- innar frá 1986 til dagsins í dag. Þrátt fyrir stefnubreyt- ingu sveitarinnar frá ep- ísku nýbylgjupoppi í þjóð- lega sveiflu, sem rakin er á plötunní, fer ekki milli mála að þetta er allt sama sveitin, því þróttmikill og tilfinningaríkur söngur Mi- kes Scotts er eitt helsta vörumerki hennar. Ekki er annað að ætla en Waterbo- ys undir hans stjórn sæki enn í sig veðrið hjá nýrri útgáfu, sama hver tónlist- arstefnan verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.