Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 6
V 3 ~re MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTRAÚMÁR SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1991 SÍGILD TÓNLIST /Hvemiggeta söngvarar haldib sér íþjálfunf Exultate Jubilate íkvöld SIGRÍÐI Gröndal sópransöng- konu er óþarfi að kynna. Hún söng sig inn í hjörtu landsmanna er hún sigraði í Söngvarakeppni sjón- varpsins fyrir u.þ.b. áratug. Það hefur ekki farið mikið fyrir Sig- ríði í fjölmiðlum að undanförnu svo að ég hitti hana að máli til að forvitnast um hvað hún væri búin að vera að gera. Fyrir utan mína föstu vinnu, en ég vinn á Glaumbar við Tryggvagötu og sé um bókhald og íjármál, hef ég verið að kenna forfall- akennslu í Leiklistarskólanum. Eg hef lítið fengist við kennslu áður. En svo hef ég haldið röddinni í formi. Ég hef verið í lausamennskunni aigjörlega og sung- eftir Jóhönnu ið mikið f kirkJu- Þórhallsdóttur dagskrám. Röddtn hentar best í Moz- art og það var Sieglinde Kahmann sem þrælaði mér fyrst í gegnum hann.“ — Er það ekki rétt að þú syngir Exultate Jubilate í dag, sem er ein- mitt eftir Mozart? „Jú, mikið rétt, ég syng á tónleik- um Hafnarfjarðarkirkju í kvöld og meðal annars þessa leikfimiæfingu, eins og ég kalla Exultate Jubilate.“ — Já, það er víst betra að vera í formi. Og þú stundar leikfimina? „Já, elskan mín, ég fer í leikfimi á morgnana. Annars samdi Mozart Exultate Jubilate 1773 í Milano á Italíu fyrir heimsfrægan kastrati, Venahgio Rauzzini. Svo að þessi ein- söngskantata var sungin af karl- manni á þeim tíma. Það er alltaf gaman að syngja Mozart. — En ég kvarta ekki þótt ég þurfi að vinna aðra vinnu með söngnum. Ég vissi svosem að hveiju ég gekk þegar ég Sigríður Gröndal — „Það er vont að íslendingar kunna ekki að byggja upp þá söngvara sem þeir eiga.“ kom heim. Ég varð að gera það upp við mig að ég vildi koma heim í stað þess að vera útlendingur í útlöndun- um áfram. Þó verð ég að viðurkenna að stundum finnst mér að við „vinnu- hestarnir" hér á Islandi stöndum í skugganum af þeim sem eru í útl- andinu og koma öðru hvoru tiljands- ins að syngja. Það er vont að íslend- ingar kunna ekki að byggja upp þá söngvara sem þeir eiga. Því það er nóg af þeim. En það er líka ástæðan fyrir því að fólk flýr til útlanda. Auðvitað halda margir að maður sé sár og spældur. En ég hef aldrei skilið þetta „að vera eitthvað". Ég held að maður þurfi fyrst og fremst að vera sáttur við sjálfan sig. Mér finnst mjög gaman að fá að syngja svona mikinn Mozart. Það er í raun mjög blómlegt listalíf hér og hrær- ingar og breytingar í leikhúsinu og tónlistinni eru til góðs. Svo má mað- ur ekki gleyma því að maður er að syngja fyrir fólkið, og ég vildi gjarn- an hafa meiri tíma til að ferðast um landið." — En að lokum Sigríður, ætlar þú að vera með hatt eins og Kiri Te Kanawa þegar hún söng þessa frægu kantötu í brúðkaupi Karls og Díönu? „Nei, því miður á ég engan hatt.“ — Ég þakka fyrir jarðarbeijateið og kveð þessa ágætu sópransöng- konu (sem býr reyndar hátt uppi, á áttundu hæð) og hlakka svo sannar- lega til að heyra hana syngja þessa erfiðu kantötu í kvöld í Hafnarfirði. lVIYNDLIST/£r hér komin heppilegasta uppbyggingin? Listaliátíð í Hafnatfirði Þegar sumarið loksins kemur hér á landi, langt á eftir almanak- inu, dregur almennt úr sýningarhaldi íslenskra listamanna, og far- fuglar af ýmsu þjóðerni taka að hreiðra um sig í sýningarsölum. A þessu er ein mikilvæg undantekning — þegar haldin er listahátið. Slíkar virðast fara fram á sumrin hér sem annars staðar, og byggj- ast á því að flétta saman fjölda listviðburða í samfellda dagskrá, þannig að úr nógu sé að velja. En listahátíðir bera alltaf merki þess hver skipuleggjandinn er, og því rétt að skoða þá hlið nánar. Listahátíð í Reykjavík hefur verið haldin í júnímánuði ann- að hvert ár, í samvinnu ríkis og Reykjavíkurborgar. Sú hátíð hefur margoft skilað landsmönnum mikl- um listviðburð- um, einkum á tónlistarsviðinu, og í gegnum árin hafa merkar leik- listar- og mynd- listarsýningar einnig verið haldnar í tengsl- um við listahát- íðir, þó svo það hafi ekki endilega verið á þeirra snærum. Sú stað- reynd, að Listahátíðin í Reykjavík er haldin á vegum opinberra aðila, hefur nefnilega bæði reynst kostur og galli; það er kostur að hafa fjár- hagslegan styrk og ábyrgð á bak við sig, en því virðist fylgja sá galli að listafólkið sjáift hefur tak- mörkuð áhrif á hvað gerist. Fyrir vikið er stundum nokkur stofnana- bragur á því sem gerist, og listvið- burðimir ná ekki eins vel til hins almenna listunnanda og vert væri. Nú hefur Listahátíðin í Reykja- vík fengið samkeppni, því Hafnfirð- ingar hafa á þessu vori sett af stað eigin listahátíð. Þarna er nokkuð öðru vísi að málum staðið en í höf- uðborginni, og minna lagt upp úr umgjörðinni en innihaldinu. Undir- búnings- og framkvæmdanefnd er skipuð listamönnum og listunnend- um, sem eru ráðandi um efnisval hátíðarinnar, og bæjarfélagið styð- ur verkið,_ en stjórnar ekki. Guð- mundur Ami Stefánsson bæjar- stjóri orðar sína skoðun á fram- kvæmd menningarmála þannig í viðtali í Fjarðarpóstinum: „... Lista- hátíðin í Hafnarfirði er dæmi um það hvemig æskilegast er að standa að framgangi lista og menn- ingar hér og raunar víðar. Það eru listamennirnir sjálfir sem hafa frumkvæðið, kraftinn og áhugann og bærinn styður þessa einstakl- inga — siðferðislega og flárhags- lega. Við vildum ekki þurfa að vera í þeirri stöðu að listsköpun í Hafn- arfirði færi fram með tilskipunum að ofan. Hugmyndin mun vera að skipta um áhersiur frá einni hátíð til hinnar næstu, þann- ig að tónlist, leiklist og myndlist séu í forsæti til skiptis. Að þessu sinni eru það myndlist og tónlist sem skjpa öndvegið, og það er margt athyglisvert á dag- skránni. Hér býðst almenn- ingi að fylgjast með starfí listamanna í alþjóðlegri vinn- ustofu í Straumi, þar sem 14 myndhöggvarar, innlendir og erlendir, vinna með aðstoð iðnaðar- manna að gerð höggmynda, sem síðan verða settar upp í Hafnar- firði, og verða eign bæjarins. Er- lendir listamenn á hátíðinni munu halda opinn kynningarfund og segja frá starfi sínu og sýna mynd- ir af því. Fimm íslenskir listmálar- ar halda sýningu í og við Hafnar- borg, og verður boðið upp á leið- sögn um sýningarnar á ákveðnum dögum. Þannig mætti telja áfram úr fjölbreyttri dagskrá. Það sem verður hins vegar var- anlegasta framlag Listahátíðarinn- ar í Hafnarfirði til myndlistarinnar í landinu verður sá höggmynda- garður, sem komið verður upp á Víðistaðatúni. Þetta verður fyrsti garður sinnar tegundar hér á landi, og færir Hafnarfjörð endanlega inn á listalandakortið. Þau verk, sem verið er að vinna í Straumi, verða eign Hafnarfjarðar, og verða sett upp á þessu svæði. Þetta er stór- fengleg stofngjöf til bæjarins, og það má leika sér með tölur um peningavirði hennar, en þó er hin alþjóðlega listræna fjölbreytni mik- ilvægasti þátturinn í stofnun þessa höggmyndagarðs. Síðan verður bætt við svæðið smám saman eftir því sem bænum áskotnast listaverk og þau verða talin falla vel að því. Þannig verður þessi hluti listahátíð- arinnar ekki aðeins tímabundinn, lieldur til frambúðar; staðsetning hvers verks fyrir sig er ákveðin í nánu samráði við skipulagsyfirvöld Hafnarfjarðar. Það er skemmtilegt að fylgjast með myndlistinnni eflast sem víð- „Listahátíðin í Hafnarfirði mun skila af sér fyrsta högg- myndagarði á íslandi. ast í landinu. Mismunandi form listahátíða eru einnig sjálfsögð að- lögun að mismunandi aðstæðum í hinum ýmsu sveitarfélögum lands- ins. Ef til vill er þetta stjórnarform Hafnfirðinga á sinni listahátíð nokkuð sem aðrir geta tekið sér til fyrirmyndar, þegar séð verður hvemig það reynist. Það má einnig vona að þessi nýja iistahátíð verði hvatning til annarra til að hefjast handa; listin þrífst alls staðar, og það þarf ekki endilega mikla fjár- muni til að laða hana fram. Það sem til þarf er framtak og kjarkur einstaklinga, og aðstöðu til að láta þessa þætti njóta sín, ekki aðeins í þágu myndlistarinnar, heldur í þágu alls menningarstarfs í landinu. eftir Eirík Þorlóksson 'IÆXKJA.S'T/Vantar ástleitni í íslenskt leikhús? Astleitin leiksmiöja í KRAMHÚSINU við Bergstaðastræti hefur Leiksmiðja Reykjavíkur að undanförnu sýnt litla athyglisverða sýningu, sem gengur undir nafninu „Þjófur, fyrsta tilraun". Efni sýningarinnar byggist á saman- tekt á ýmsum textum franska leikskáldsins Jeans Genets, en það eru þau Árni Pétur Guðjónsson leikari og Sylvia von Kospoth dansari, sem standa fyrir leikgerð og leikstjórn. Þau hafa einnig stýrt leiklistarná- mskeiðum á vegum Kramhússins sl. tvö ár og upp úr námskeiðunum fæddist áhugaleikhópurinn, sem kallar sig Leiksmiðju Reykjavíkur. Leiksmiðjan starfar samkvæmt lögum um áhugaleikfélög, heldur aðalfund og kýs sér stjórn. Þetta er þó fyrsta verkefni hópsins eftir að hann var stofnaður og er meiningin að fara með sýninguna á leiklistarhátíð í Danmörku nú í sumar. Fólkið í hópnum er á öllum aldri og úr öllum , stéttum þjóðfélags- ins. Sumir ætla sér að halda áfram á leiklistarbrautinni og stefna að því „að verða atvinnuáhugaleikarar", eins og Árni Pétur orðar það, með frekara leikiistarnámi hér eða erlend- is. Leiksmiðjan er opin öllum sem hafa áhuga á leiklist, en þó eru gerð- ar lágmarkskröfur til leikreynslu þátttakenda af stjórn hópsins. Flestir hafa verið með í tvö ár og tekið þátt í námskeiðum þeirra Árna Péturs og Sylvíu. Þau tvö vinna sem einn hug- ur, eru svokallað „teymi“ og á milli eftir Hlin Agnarsdóttur þeirra ríkir fullkomið jafnræði og gagnkvæmt traust á öllum sviðum. Þau þurfa því sjaldan að rata veg málamiðiana í samstarfí sínu. Hug- myndafræði og aðferðir við kennsl- una eru af svipuðum toga hjá báðum og leikhúsáhuginn sprottinn af sömu rótum. Þau skammast sín ekki fyrir að viðurkenna, að þau séu undir áhrifum frá Grotowski, Barba, Pinu Bausch og Mörtu Graham: „Dansinn á stóran þátt í því „nýja“ sem er að gerast innan leikhússins í Evrópu og hefur brúað bilið á milli þessara tveggja listforma," vill Árni Pétur meina. Hann kemur með hugmyndir að sýningum hópsins og er ábyrgur fyrir allri textaúrvinnslu, á meðan Sylvia, sem er Hollendingur, sér meira um hið sjónræna og líkamlega þjálfun hópsins. Þau segja sig þó algeriega samábyrg fyrir heildar- mynd sýningarinnar. Árangurinn af samstarfi þeirra skilar sér á spennandi og oft framúrskar- andi hátt hjá þátttakendunum í „Þjófnum“ og er greinilegt að miklu hefur verið fórnað til þess að ná þeim sterku áhrifum sem sýningin miðlar áhorfendum. Athygli vekur að áhugamenn sýna okkur áþreifan- lega í mislöngum atriðum margar hliðar af mannlegu eðli og ástríðum sem svo sjaldgæft er að sjá á íslensku leiksviði. Þar má nefna t.d. marg- breytileika ástar og kynhvatar, þrá- hyggju árásarhneigðarinnar og grimmdina. Uppsprettu þessara ástr- íðna má svo finna í verkum Jeans Genets, sem iiggja til grundvallar sýningunni. Hann var utangarðs- maður í frönsku samfélagi, skrifaði um lífið í ræsinu, iýsti þjófum, morð- ingjum og hórum og sýndi okkur hvernig ástin getur blómstrað í rennusteininum og rósin nærst á skítnum. Hann skrifaði nokkurs kon- ar sjálfsævisögu, sem hann nefndi „Dagbók þjófsins“ og í hana hefur hefur Ámi Pétur sótt texta, sem hann leggur leikurunum í munn, ásamt nokkrum senum úr leikritun- um „Svalirnar" og „Vinnukonurnar". Sjálfur var Genet hluti af þeirri glæpa- og fangelsisveröld, sem hann lýsir svo vel í verkum sínum og hrifn- ing hans af utangarðsmenningunni var taumlaus. Hjá honum finnum við mjög skýrt fyrir öðrum lögmálum í mannlegum samskiptum en þeim sem gilda dagsdaglega hjá þorra fólks. Hann lýsir vel lífi og tilfinning- um þeirra sem eru á botni samfélags- ins,þar sem traustið og samstaðan er jafnvel tærari og sterkari en við, sem teljum okkur eðlileg eigum að venjast. Érótíkin eða ástleitnin er afar minnisstæður og vel útfærður þáttur í sýningu Leiksmiðjunnar og að sögn Árna Péturs nota þau Sylvía hana mikið sem tæki í kennslunni. „Ástin á fólkinu og viðfangsefninu situr ailt- af í fyrirrúmi í hjá okkur. Erótíkin er eitt sterkasta aflið í mannlegu eðli og ef hægt er að virkja það hjá leikurunum, þá ertu komin langleið- ina með að bijóta niður hömlur og múra og fá fólk til að skapa. Sú vinna fer aðallega fram í þeirri líkamlegu þjálfun, sem á sér stað á æfingat- ímanum. Við það leysist einhver frumkraftur úr læðingi, sem leikar- inn fer smátt og smátt að líta á sem eðlilegan hlut og ræður því betur við að setja hann í leikrænt form.“ En hvað er þá erótík í augum þeirra Árna og Syivíu? „Hér á landi hefur hún gjarnan miðast við sjáif kynfær- in, og oft á tíðum gera leikarar of mikið úr því á leiksviði og fjarlægj- ast þannig sjálfa sig og þar með hrynur erótíkin oft af þeim. Þannig getur leikari, sem úti í lífinu hefur vissa erótíska eiginleika, glatað þeim þegar á leiksvið kemur og jafnvel orðið fráhrindandi í atriðum, sem eiga að virka ástleitin og spennandi. Þegar leikari fer að „leika“ sig ást- leitinn er hann það sjaldnast. Fyrir mér er erótík eitthvað annað og meira, hún er ein allsheijar snerting, hún er leit að einhvetju, sem þú veist ekki alveg hvað er og þegar fólk virkar ástleitið á aðra, hefur það sjaldnast hugmynd um það. Um leið og þú biður leikara um að vera dáld- ið erótískur er eins víst að það hafi þveröfug áhrif. í sýningu Leiksmiðjunnar taka 12 manns þátt og vinnan hefur örugg- lega kostað svita og tár. Það er eng- in sérstök saga sem sögð er á svið- inu, heldur nýtur hver einstaklingur sín vel og framlag hvers og eins verður mjög minnisstætt að sýningu lokinni. Samt leika þau ekki mikið þessa klukkustund sem hún tekur, heldur streymir frá þeim orka, sem smitast yfir til áhorfenda. „Ein al- gengasta „nóta“, sem við gefum leik- urunum er: „ekki leika, ekki dansa“. Við reynum alls ekki að breyta ein- staklingnum eða móta liann í ein- hverja eina ákveðna átt eða farveg. Við forðumst að segja „verið dálítið opnari", því það er eins og að skella í lás. Hinsvegar notum við hreyfi- munstur hvers og eins og þá mann- gerð eða „týpu“ sem allir hafa að geyma og útfrá þessum þáttum leið- um við leikarana inn í ákveðið ferli og þannig finnst okkur fram- setn- ingin geta orðið heiðarleg. Og við hrósum fólkinu mikið, því það er eins með menn og hunda að þeir vaxa með hveiju hrósi sem þeir fá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.