Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐI& SUNNUDAGUR 9. JUNI 1991 IEN6STA / IHEIMI? eftir Valgeir Guðjónsson „Ætlarðu til Bergen? Þá verð- urðu að hafa með þér regnkápu,“ sögðu vinir og vandamenn þegar þeim var tjáð að ég væri á leið- inni til Bergen. „Ætlarðu að sigla á víkingaskipi? Þá verðurðu sjó- veikur! Þú verður að fá þér sjó- veikipillur, nei, kannski frekar svona sjóveikiplástur, sem þú setur bara á bak við eyrað ...“ og síðan kemur ýtarleg harm- saga Ingu mágkonu, sem er svo sjóveik að hún þolir ekki að hlusta á sjómannalög í útvarpinu og ælir ef einhver minnist á Akraborgina. En svo fékk hún sér sjóveikiplástur og breyttist í grimmasta sæúlf á tuttugu mín- útum! Og hvað getur maður svo- sem sagt? Undir svona kringum- stæðum er best að brosa glaðlegu þolinmæðibrosi og drífa sig síðan til Bergen til að sigla á víkinga- skipi til Orkneyja, því ef manni býðst að fara til Bergen og að sigla með víkingaskipi til Orkn- eyja, þá fer maður til Bergen og siglir með vikingaskipi til Orkn- eyja. Maður blæs á allt sjóveiki- tal og hefur með sér regnkápu og ekkert mehe með það! Veðrið í Bergen hefði sómt sér á hvaða Mallorkapóstkorti sem er. Skafheiður vorhiminn og dökk- blá gola sem dansar í nýútsprungnu laufi. Ég ákveð samstundis að láta ekki rigningar- leysið fara í taugamar á mér, þótt regnkápan mín rúmfreka sé í tös- kunni. Hjartað tekur kipp þegar flugvall- arrútan ekur niður að höfninni og þrjú víkingaskip koma í ljós, Gaia, Oseberg og Saga Siglar. Þau liggja við bryggjuna eins og sjálfsagðasti hlutinn í þeirri fallegu bæjarmynd, sem við blasir. Rennilegar línurnar bera skipa- smiðum fjarlægrar fortíðar fagurt vitni. Sumir halda því meira að segja fram að þessir gömlu skipasmiðir hafi slagað hátt í sjálfa fullkomnun- ina í sínum bestu smíðisverkum. Og kunnáttan hefur gengið mann frá manni, alveg fram til okkar daga. Um borð er mikið líf í tuskunum og ætti tæplega að koma á óvart þar sem úthafssigling er fyrir höndum. Gaia leggur á morgun til atlögu við sjálft Norður-Atlantshafið og hin skipin tvö sigla hvort til sinnar heimahafnar, í Ósló og á Sunn- mæri. Oseberg og Saga Siglar munu síðan slást í för með Gaia frá Hali- fax til Washington DC á hausti kom- anda, en áætlað er að Vínlandsleið- angrinum ljúki þar í bæ þann 9. október, á degi Leifs Eiríkssonar. Hetjur hafsins Ég ryð mér leið gegnum hóp for- vitinna Bergensara á bryggjunni og stekk um borð í Gaia. Fyrsti maður- inn sem ég rekst á er Gunnar Egg- ertsson úr Vestmannaeyjum, en hann og síðskeggjaði víkingurinn Ríkharður Már Pétursson eru full- trúar Sögueyjarinnar um borð í Ga- ia. Reyndar mun Ríkarður dvelja að verulegu leyti um borð í fylgdarskip- inu Havella, vegna tæknikunnáttu sinnar, og reynslu í meðferð ýmissa tóla og tækja, en þeir Gunnar munu sigla alla leiðina. Þrír aðrir íslendingar eru í áhöfn- um hinna skipanna, þau Ellen Rósa Gunnarsdóttir, Herdís Ellen Gunn- arsdóttir og Eggert Sigurðsson, og þetta góða fólk tekur vel á móti land- krabba að heiman. Það er verið að taka kostinn um borð og dytta að ýmsu smáu og stóru. Skeggjaður samanrekinn ná- ungi hefur vakandi auga með öllu saman: leiðangursstjórinn Ragnar Thorseth, sem í dag er fremsti könn- uður og ævintýramaður í Noregi. Hann reri einn, rúmlega tvítugur, litlum árabáti yfir Norðursjóinn og sigldi fyrir nokkrum árum knerrin- um Saga Siglar í kringum jörðina. Hann sigldi í kjölfar Roalds Amunds- en Norðvesturleiðina svokölluðu, frá Atlantshafí til Kyrrahafs og komst fyrstur Norðmanna á Norðurpólinn, svo eitthvað sé nefnt. Það fer svosem ekki mikið fyrir honum Ragnari, en þegar hann talar hlusta allir, því hann veit hvað hann segir og eyðir ekki orðunum i óþarfa. Þeir sem á bryggjunni standa horfa öfundaraugum á hvem þann, sem vogar sér um borð í langskipið og smátt og smátt fer ég að gera mér grein fyrir að næstu vikuna verð ég enginn venjulegur maður. Ég mun fylla hóp útvalinna sæúlfa og svaðilslarkara og kann strax al- veg stórvel við mig í þessu nýja hlut- verki. Ég gýt augunum í laumi á bryggjufólkið og ímynda mér að það hugsi kannski með sjálfu sér: „Hver skyldi hann vera þessi vörpulegi sæúlfur með myndavélina á magan- um? Ja, kannski er hann nú ekkert svo rosalega vörpulegur, en mikið ofboðslega hlýtur hann að leyna á sér. Sá held ég að geti tekið til hend- inni þegar kólgan tekur að yggla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.