Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JUNI 1991 C 13 húsið og þótt hann væri fluttur í Borgames hirti hann þar kindur í nokkur ár og heyjaði túnið. Gamla fjárhúsið með hlöðu og hesthúsið er nú orðið að skemmu, þar sem Aðalsteinn hefur trésmíðatól sín. En hvað gera þau þá núna við tún- ið? „Það verður auðvitað að slá það. Við ökum heyinu í kerru aftan í traktor út á melana þar í kring og dreifum því í börð og mela. Af þessu sprettur gróður. Fyrst kemur mosinn, svo fara að koma blómjurt- ir og síðan annar gróður. Allt mynd- ar þetta jarðveg. Við höfum líka sáð lúpínu á melana. Og nú eru bamabörnin farin að gróðursetja tré. Við emm búin að setja niður um þúsund tré á tveimur árum,“ segja þau hjónin. Og þau taka fram að þau ræsi ekki fram mýrar til þess að planta þar trjám. Þarna er svolítil mýri. Hún dregur að gæs, jaðrakan og fleiri votlendisfugla. Ámý sýnir myndir og segir frá lóunni, sem verpti þama rétt út undir veggnum hjá þeim. Hreyfði sig ekki þótt þau kæmu alveg að henni. Árný gat lagt handlegginn yfir þúfuna hjá henni, án þess að hún færi af hreiðrinu. En ekki komu ungarnir úr eggjunum fjórum og Ámý var farin að hafa áhyggjur af þessu. Eftir 28 daga skriðu fjór- ir ungar úr eggjum. Þá var komið fram undir júlílok. Þau gátu sér þess til að hrafninn hefði verið bú- inn að steypa undan lóunni og hún þá flúið í skjólið af húsinu. Þess- vegna hafi hún verið svo seint á ferðinni. Það fer ekki á milli mála að þau hjónin eru miklir náttúruunnendur. Það kemur glampi í augun á þeim þegar þau lýsa fyrir mér þeim mikla friði sem þama ríkir. Kemur enginn nema „þessir stóm jeppadraugar". Landið er 450 hektarar að stærð. Þau hafa fýrir löngu fjarlægt alla gamla girðingarstaura og grafið gaddavírsdræsur. Og girt svo snyrt- ilega lítinn blett í kring um bústað- ina. Þarna er „álfasteinn" með skál ofan í, sem alltaf stendur vatn í. Aldrei hafa þau þó séð íbúana í þessum álfasteini. Aðeins tvisvar sinnum á þurrkasumrum hefur vatnið þornað upp og þá hefur Árný borið í skálina vatn. Skammt frá húsunum _er Litlaá, sem rennur í Gljúfurá. í ánni eru fossaflúðir og katlar, einstaklega fallegt, og hægt að baða sig í ánni. Sólarrafmagn Lengst af hefur ekkert rafmagn verið í húsunum, bara notuð kerta- ljós. En í fyrra fékk Aðalsteinn sér sólarrafstöð, svo hægt sé að bregða upp rafljósi ef fólk kýs. Eftir að hann fékk kransæðastíflu um árið og tók fimm tíma að koma honum undir læknishendur, fengu þau sér bílasíma. En eins og hann segir þá getur geimirinn slaknað. Hann keypti því einnar sellu sólarrafstöð, til öryggis fyrir símann og lagði rafmagn í húsið. „Sólstóðin hleður alltaf, jafnvel þótt ekki sé sólskin. Bara ef fæst svolítil birta,“ segir hann. í sólskini hleður sólstöðin ört, en rétt heldur sér gangandi á vetmm. Þá leggur Aðalsteinn plöt- una upp að húsinu til að hlífa henni, en getur samt haft svolítið gagn af henni. Yandamálin virðast bara til þess að leysa þau í þessu hús- haldi. „Vinnan drepur mann ekki ef maður hefur gott viðurværi," segir Árný þegar haft er orð á því að allt hafi þetta verið mikil vinna. Og bæði bæta hjónin við að þau hafi gaman af þessu öllu. „Maður væri ekki að þessu ef maður hefði ekki gaman af því,“ segja þessar kempur. Mercedes Benz 1117 D, órg. 1989, ekinn 40 þús. km. með 8 m löngum kassa. Verð 2,5 millj. + vsk. UPPLYSINGAR I SIMA 620278. lUámstefna um evrópska staðla midvikudaginn 12. jjúní kl. 13:00-17:30 Fimm norrænir sérfræðingar ræða um staðia á sviði stálsmíði, prófana og gæðastjórnunar I málmsuðu Klámstefnan verður haldin á Iðntæknistofnun Tilkynnið þátttöku í síma 687000 síðast 10 júní. ____ M' ióntæknistofnun ■ ■ PENINCAR Nú þarf færri krónur til að geta eignast góða, hraðvirka og áreiðanlega TÖLVU. PS/2 gerð 55SX BUNAÐURIMN Intel 80386SX/16Mhz Örgjörvi, 2MB minni, 1,44MB/3,5" disklingadrif, 60MB harður diskur, þrjár MCA tengiraufar, VGA grafík, lyklaborð og DOS 4.01 stýrikerfi. m — ZslI ITTTmTE Cr-— —— r VERÐIN 8503 Svait/hvítur VGA Skjár Staðgreiit kr. 154.600,- Greððsiudreifing pr. vnán.* 7.931,- 8513 Litaskjár Litaskjár 12" VGA 14" XGA 171.000,- 177.000,- 8.772,- 9.080,- Hafið samband við sölumenn okkar strax í dag og heyrið nánar um fjölmörg tilboð okkar. SAMEIND Brautarholti 8 1 05 Reykjavík Sfmi: 61 5833 * Miðast vió breytilega vexti og afborganir í 24 mán. Tilboðiö gildir meðan birgðir endast. Öll verð eru með VSK 24,5%. ■vAv.y.v-w.rcW'r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.