Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 29
MQRGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI sunnudagur 9. JÚNÍ 1991 G 29 Náttúruvemd og heilbrigð skynsemi að fallegasta er dáið og kemur aldrei aftur.“ Þarlendur rithöfundur um horfið fuglalíf (og mannlíf), á gresjunum miklu, las pampas, í Argentínu. Altént hefur „heimsmenningin" náð áfanga. Osongatið yfir Græn- landi veldur „magnaukningu" út- fjólublárrar geislunar, sem tekin er að eyða gróðrinum sem hreindýr og sauðnaut nærast á. Nokkrir tugir kílómetra úthafa, aðskilja Grænland og ísa Frón. Að fara með verk- smiðjuúrgang í venjulegum olíuföt- um út fyrir lögsögu Evrópubanda- lags, og henda tunnunum í sjóinn á Færeyjabanka eða íslandsmið, hefur tíðkast um árabil. Margar tunnurnar springa um leið og þær skella á haffletinum, sé borðstokkur skips í hærra lagi. Grátt, brúnt, gult og rautt eru algengustu litirnir sem sjórinn fær af efnum þessum, rétt í bili. Fyrirmæli eru um að hinkra við með losun, komi skip, flugvél eða þyrla í ljós. Handabakavinna, skollaleikur, sýndarmennska, það er svo sem góðra gjalda vert að planta tijám á veðrasaman berangur í rangan jarð- veg undir lúðrablæstri, og dreifa grasfræi suðrænnar ættar á kostn- aðarmesta hátt sem unnt er, með millilanda farþegaflugvél, yfir brun- asanda, þannig að áburður og fræ lenda sitt á hvorum staðnum. Ósonlagið er í hættu. Fólk fær samviskubit af því að nota „deodor- ant“, svitaeyði, eða startvökva. Fre- ónið úr smádollum þessum fer illa með ósonlagið, og veldur einhveiju tjóni á því, reiknað í prósentum og tugabrotum. Um flugvelli þakta slökkvifroðu og háloftaflug ofan veðrahvarfa þar sem vinda gæti ekki, talar næstum enginn. Náttúruvernd er fólgin í gildis- og verðmætamati, heilbrigðum markmiðum, sjálfsafneitun og lotn- ingu fyrir þeim einstaklingum jurta og dýra sem menn neyðast til að nýta. Ef vel á að fara, verður ekki hjá því komist að setja hömlur á einkagræðgi og að afrakstri verði þannig ráðstafað, að enginn líði skort. Fleiri ráðstefnur, meiri skóla- ganga, stærri og íburðarmeiri skrif- stofur, allt þetta er sóun á dýrmæt- um tíma, að óbreyttum forsendum. Því fyrr sem menn átta sig á að Evrópumenningin vestan og austan, er í blindgötu, því betra. Vistfræði og saga fara vel saman. Iðnvæðing og græðgislandbúnaður sem mestu tjóni valda eiga sér sér- staka sögu, er að mestu hefur legið í láginni. Guð einn veit tölu þeirra ótímabæru mannsláta fyrirþjóða og Afríkumanna í Rómönsku-Ameríku undir alræði Spánvetja og Portúgala og þeirrar yfirstéttar sem þeir létu eftir sig, um tugi milljóna manna er að ræða. Fyrir nýlendugróða með þrælahaldi í Norður-Ameríku, Afr- íku, Asíu auk ópíumsölu til Kína var iðnvæðingunni hrundið af stað. Arð- ur af þessari starfsemi skilaði sér til banka (t.d. í London), er síðan fjármögnuðu gereyðingarstríð gegn lífríkjum Eyjaálfu og Norður-Amer- íku, mannleg samfélög þar með tal- in. Sýndarmennskutilburðir gegn röngum lífsháttum birtast í ótal myndum á ólíklegustu stöðum, án þess að hafa hin minnstu áhrif á heildar glötunarstefnuferlið. Hver uppákoman og „míni krossferðin" rekur aðra. Undir slíkum kringum- stæðum þykir hver mestur sem abb- ast getur á fólk, er hann átti ekkert sökótt við í annan tíma. Ein slík „uppákoma" er að abbast upp á það fólk sem ánetjast hefur vímuefninu nicotin, enda þótt sala og neysla þessa efnis sé lögum sam- kvæmt. Hvers konar fordómar hafa aukist í samræmi við þetta, t.d. tíðni ofnæmis gegn tóbaksreyk um 80%. Til vegsauka telst að flæma vinsæla vinnufélaga úr hefðbundnum sæt- um, enda þótt viðkomandi vilji þiýsta sér milli þeirra alla aðra vinnudaga ársins, og verði þá ekki meint af. „Moðursýkin" eða krossferðarárátt- an á sér engin takmörk. Geðsjúkling- ar á deildum, hveijir sjaldnast eru of sælir af tilverunni, njóta þeirrar náðar að mega njóta reyks hríð- skjálfandi í kulda og trekki, enda flestir þrælar tóbaksfíknar. Aðrir tilburðir og gamlir eru að freista þess að troða Guði niður í bókarskruddu og halda því fram að hann rúmist allur þar, í eitt skipti fyrir öll. Þessi leið hefur þó einn ótvíræðan kost, sem fær menn til að sætta sig við óhjákvæmilegan endi. Honum var jú, alltaf spáð. Bjarni Valdimarsson Rútustæði í miðborginni akka ber það sem vel er gert, en ekki bara kvartað. Nú hefur loksins verið gert sérmerkt stæði fyrir hópferðabíla í miðborginni, nánar tiltekið fyrir neðan Arnarhól við Kalkofnsveg. í mörg ár hafa leiðsögumenn bent á nauðsyn þess að hafa einhvers staðar bílastæði fyrir rútur þar sem hægt er að hleypa farþegum út til að versla í miðborginni. Á aiþjóðadegi leiðsög- umanna í febrúar 1990 buðu leið- sögumenn borgarfuiltrúum í skoð- unarferð um borgina til að sýna þeim ýmsar hindranir sem verða í vegi þeirra ferðamanna sem ferðast um á stórum hópferðabílum. Þá lof- uðu borgarfulltrúar að athuga málið og finna lausn á ýmsum agnúum. Nú hefur fyrsta umbótin séð dagsins ljós og ber að þakka hana, þótt staðurinn orki tvímælis. Beina þarf hópum farþega yfir mikla um- ferðargötu sem hefur í för með sér vissa hættu. Eins virðast aðrir bíl- ar, bæði einkabílar og leigubílar, eigna sér þetta svæði og er það oft yfirfullt þegar að er komið. Nú fer í hönd mesti ferðamannatíminn og verða þá margir ferðamannahópar á ferðinni um borgina samtímis. Er þeim tilmælum vinsamlegast beint til þeirra sem hafa lagt í stæði hóp- ferðabílanna að muna að þetta er stæði fyrir rútur. Við höfum oft nauman tíma til að ljúka ferðinni á tilsettum tíma og því enginn tími til að leita að eigendum læstra einkabíla sem þarna standa. Erlendis má víða sjá bílastæði sem eru sérstaklega merkt „BUS“ eða hópferðabílum, t.d. fyrir framan byggingar sem eru mikið heimsóttar af ferðamönnum og hver rútufarm- urinn kemur af öðrum. Við höfum töluverðar tekjur af ferðamönnum, en skilyrðið er að þeir komist á áhugaverða staði, bæði söfn og verslanir, til að skoða og kaupa. Hér á landi hafa sérfræðingar okkar í skipulagi oft ekki áttað sig á að til ■ eru stærri bílar en leigubílar. Þessir sérfræðingar þyrftu að fara eins og eina skoðunarferð um borg- ina og lielst að sitja við stýrið um stund. Nú hefur bílastæðið við Hótel Esju verið lagað og ber að þakka það, en margir staðir eru enn eftir þar sem bæta þarf aðstöðu fyrir stóra bíla. Það er t.d. einhver árátta í gangi núna að mjókka eða þrengja aðkomu að ýmsum gatnamótum. Þeir sem þessu ráða þyrftu að sitja við stýrið á 70 manna rútu. Rútubíl- stjórar eru farnir að merkja inn á kort hvaða leiðir er ekki lengur hægt að fara um borgina á stórum bílum. Þetta þarf að hafa í huga þegar lagt er upp í ferð með 60-70 farþega í einum bíl. Eða er kannski ætlast til þess að rútur fari bara ákveðnar leiðir eða götur? Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það. Annað atriði vildi ég minnast á úr því ég hef tekið mér penna í hönd. Það hefur komið fyrir þegar Bandasafnið - og það er Svavar líka Varla fer það á milli mála að fáir útvarpsmenn hér á landi hafa tærnar þar sem Svavar Gests hefur hælana. Otvarpsþáttur hans, Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests, er með því besta sem Ríkisút- varpið býður hlustendum sínum. Stjórnandinn hefur einstakt lag á að tengja saman gamalt og nýtt, lagavalið er yfirleitt mjög gott og segulbandasafnið er sér á parti. Hin létta lund Svavars setur líka skemmtilegan svip á þáttinn. Segulbandasafn Ríkisútvarpsins er greinilega þjóðardýrgripur. Það hefur Svavar Gests leitt í ljós á áþreifanlegan hátt í þáttum sínum. Það er mikilvægt að fá að kynnast tungutaki og viðhorfum genginna kynslóða á þeim útþynningartímum sem þjóðin gengur í gegnum nú um stundir. Slíkt hefði þó ekki gerst án tilverknaðar manna eins og Stef- áns Jonssonar, fréttamanns, svo einungis einn sé nefndur af þeim sem höfðu lag á að láta háa sem lága tala í hljóðnemann. Hitt er einnig eftirtektarvert hve glöggir reynt hefur verið að sæta lagi og hleypa farþegum út í miðborginni að lögregluþjónar hafa komið og sektað bílstjórana. Einnig kemur fyrir að einstaklingar á einkabílum leggja þvert fyrir rúturnar (t.d. sundlaugargestir í sundlaugunum í Laugardal) og hindra þannig að hægt sé að aka áfram. Þessu taka farþegar okkar auðvitað eftir og spyija: Er Reykvíkingum eitthvað illa við útlendinga? Það er leiðinlegt ef erlendir ferðamenn sem eru að heimsækja okkur í mestu vinsemd finna að þeir eru ekki velkomnir. Vonandi sjá borgaryfirvöld sér fært að bæta úr fleiri atriðum sem leiðsögumenn hafa í næstum áratug bent á að væru til trafala þegar ekið er á stórum bílum um borgina. Leiðsögumaður er dýrgripur Svarvar Gests hlustendur eru að þekkja raddimar hjá Svavari. Sýnir það hve íslend- ingum er lagið að vita deili á mönn- um og málefnum og ekki hvað síst áhrifamátt útvarpsins í gegnum ár- in. Áfram Svavar! Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri. Innilegustu þakkir til vina og vandamanna, sem glöddu mig meÖ heillaóskum og gjöfum á niutiu ára áfmœli mínu 22. maí sl. Ragnheiður Brynjólfsdóttir. •Aj alliug þakka ég þann hlýhug, sem mér var sýndur á ferö minni til Mallorca í tilefni af 75 ára afmœli mínu. VinnustaÖur minn gerði mér daginn ógleyman/egan. Þó get ég ekki fullþakkað fararstjórum SamvinnuferÖa-Land- sýnar, sem lögðu á sig ómœlda fyrirhöfn til aögleðja mig. Þá vil égþakka gjafir og skeyti. Hafið öll hjartans þökk. — Georg B. Michelsen. EINSTAKT TÆKIFÆRI FYRIR AÐEINS 19.800,- KRÓNUR Innifalið í verði er flug, gisting og flutningur til og frá flugvelli úti. Þetta er alveg einstakt tækifæri til að halda upp á þjóðhátíðardaginn í hinni ægifögru borg Zurich í Sviss í góðra vina hópi. FERÐATILHÖGUN: 15. júní. Bröttför frá Keflavík kl. 07.40. Lent í Ziirich kl. 13.35. Akstur heim á hótel. Glassilegur svissneskur kvöldverður. 16. júnf. Boðin verður sigling um hið fallega Zurichvatn. Þjóðhátíðarkvöldverður um kvöldið með hljómsveit, gríni, glensi og gamni að haetti 17. júní. 17. júní. Frjáls tilhögun, t.d. hægt að versla. Brottför frá Zúrich kl. 14.25. Lending í Keflavík kl. 16.35. ATH! Þrír dagar og enginn vinnudagur. FtRÐAMIÐSTÖÐIH AUSTURSTÆT117, SÍMI 62 22 00 Bílamarkaóurinn v/Reykjanesbraut Smiðjuveg 46e, Kóp. Sími: 671800 Cherokee Laredo 4.0I '88, blár, sjálfs., ek. 60 þ. km., álfelgur, rafm. í rúöum, o.fl. Fallegur jeppi. V. 2.1 millj. Peugeot 205 XR 89, hvítur, 5 g., ek. 43 þ. km.t 2 dekkjag., o.fl. V. 620 þús. Nýlegur bfli á sýningarsvæði okkar selst fljótt og vel. Suzuki Swift GTi ’88, rauður, 5 g., ek. 62 þ. km. V. 680 þús. (sk. á dýrari bíl). Toyta Tercel 4x4 '88, grænsans, 5 g., ek. 48 þ. km. V. 850 þús. (Skipti á ód. bíl). Citroén DS Super '74, allur nýyfirfarinn. V. tilboð. Citroén AX „Sport“ ’89, hvítur, 5 g., ek. 14 þ. km., álfelgur, o.fl. V. 780 þús. MMC Lancer 4x4 Station '88, blár (tvílit- ur), 5 g., ek. 62 þ. km., aflstýri, sóllúga, o.fl. V. 950 þús. MMC Colt GLX ’88, hvitur, 5 dyra, 5 g., ek. 44 þ. km., 2 dekkjag., o.fl. V. 660 þús. Citroén BX19 GTi '89, grár, 5 g., ek. 44 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu. Bill fyrir vandláta. V. 1290 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.