Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MEMMINGARSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 9. JÚNÍ 1991 -7— 45.500 á Aleinan heima Alls hafa nú um 45.500 manns séð gaman- myndina Aleinn heima að sögn Árna Samúelssonar eiganda Bíóhallarinnar og Bíóborgarinnar en myndin hefur verið sýnd síðan í jan- úar og er nú til sýninga um helgar. Þá kom fram hjá Árna að spennumyndin Sofið hjá óvininum með Juliu Roberts er komin í 26.000 manns í aðsókn og staðfestir það enn vinsældir Roberts hér á landi. Um 23.000 manns hafa séð hina hrollvekjandi spennumynd Robs Reiners, Eymd, eftir sögfu Stephens Kings og um 12.000 manns hafa séð gam- anmyndina Græna kortið Nálgast 50.000; Aleinn heima. 1BIO Það er langt síðan ís- lensk kvikmynda- gerð hefur verið jafnfjör- leg og nú í sumar. Alls verða teknar upp þrjár íslenskar bíómyndir og seinni part sumars verða tvær íslenskar bíómyndir frumsýndar. Ásdís Thoroddsen er þegar byrjuð upptökur á mynd sinni, Ingaló á grænum sjó. Óskar Jón- asson byrjar tökur á mynd sinni, Sódóma, Reykjavílc, i endaðan júní (sjá annarstaðar) og Kristín Jóhannesdóttir byrjar tökur á mynd sinni, Svo á jörðu sem á himni, í júlí nk. Þá mun Friðrik Þór Friðriksson að líkindum frumsýna myndina Böm náttúrunnar í ágúst og seinni partinn í septemb- er kemur svo Hrafn Gunnlaugsson með mynd sína, Hvíti víkingurinn. eftir ástralska leikstjórann Peter Weir. Árni sagði að um 10.000 manns hefðu séð Clint East- wood-myndina Nýliðann og um sjö þúsund manns fram- haldsmyndina Rándýrið 2r með Danny Glover. Tvær næstu myndir bíó- anna verða Hrói höttur með Patrick Bergin í titil- hlutverkinu og Senur úr Miklagarði eða „Scenes from the Mall“, gamanmynd með Bette Midler og Woody Allen. ffHundur“ vinn- ur verdlaun Stuttmynd Sigurbjarnar Aðalsteinssonar, Hundur, hundur, fékk ný- lega fyrstu verðlaun á kvik- myndahátíðinni No Budget eða Enginn kostnaður í Hamborg í Þýskalandi. Segir í fréttatilkynningu að myndin hafi deilt aðal- verðlaununum með tveimur öðrum, bandarískri og þýskri, en skilyrði fyrir inn- töku á hátíðina var að myndirnar væru gerðar í sjálfboðavinnu og að kostn- aður mætti ekki fara yfir sem svarar 300.000 ísl. krónum. Leikstjóri og handritshöf- undur „Hunds“ er Sigur- björn Aðalsteinsson, Rafn Rafnsson var kvikmynda- tökumaður en aðalhlutverk- ið er „leikið" af Tinnu, átta ára tík úr Skeijafirðinum. í tilkynningunni segir að myndin hafi verið keypt til sýningar í ríkissjónvarpinu. Úr myndinni Hundur, hundur. Utlitsteikning af atriði úr handríti Óskars Jónassonar, Sódóma, Reykjavík. Bjöm og Sóley í „Sódómii" Björn Jörundur Frið- björnsson úr hljóm- sveitinni Ný dönsk og Sóley Elíasdóttir, sem stundað hef- ur nám við leiklistarskóla í London, fara með aðalhlut- verkin í mynd Óskars Jónas- sonar, Sódóma, Reykjavík. Tökur á myndinni hefjast 27. júní nk. og sagði Óskar í samtali við Morgunblaðið að hann byggist við að þeim lyki um miðjan ágúst. Með önnur hluíverk í myndinni fara Helgi Björns- son, Eggert Þorleifsson, Þóra Friðriksdóttir, Stefán Sturla Sigutjónsson, Þröstur Guðbjartsson, Margrét Hugrún Gústafsdóttir, Sig- uijón Kjartansson, Ari Matt- híasson og margir fleiri. Kvikmyndatökumaður verður Sigurður Sverrir Pálssoií, Kjartan Kjartans- son sér um hljóð, Hrafnkell Sigurðsson um búninga og leikmynd er í höndum Þórs Vigfússonar. Framkvæmda- stjóri er Hallur Helgason og aðstoðarframkvæmdastjóri Ingvar Þórðarson. Mikil tón- list verður í myndinni en hún verður bæði innlend og er- lend. Óskar hefur lýst Sódómu, Reykjavík sem grín og glens- mynd og nokkurs konar út- tekt á næturlífmu í Reykja- vík á vorum dögum en hún gerist að talsverðum hluta á skemmtistaðnum Sódómu. Myndin gerist öll á tæpum sólarhring í Reykjavík en Björn Jörundur „leikur bif- vélavirkja sem þeysist um bæinn þveran og endilangan í leit að sjónvarpsíjarstýr- KVIKMYNDIR-~™ Jafngóóur ogfyrir 50 árumf Borgarí Karte HÚN varð fimmtug í síðasta mánuði myndin sem iðulega trónir í efsta sæti hvaða lista sem er yfir tíu bestu mynd- ir sem gerðar hafa verið. Borgari Kane („Citizen Kane“, fyrst átti hún að heita „John Citizen, USA“, síðar „Amer- ican“) eftir Orson Welles hefur ekki glatað grammi af stórfengleik sínum á hálfri öld og gerir það vart úr þessu. Myndin hefur verið sett í almenna bíódreif- ingu í Bándaríkjunum í til- efni aímælisins en hún hefur ekki staðið til boða á almenn- mmmmmmmm um kvik- mynda- sýningum þar í landi siðan hún var sett í endurdreif- ingu 1956. Óiíkt myndum eins og Arabíu-Lárensi eða Spartacus, tvö nýleg dæmi um myndir sem gengið hafa í gegnum gagngerar endur- bætur, er ekki hægt að bæta einum ramma í Borgara Kane. Welles hafði alræði- svöld við gerð myndarinnar og hann skilaði af sér full- eftir Arnald Indriðoson komnu verki, sem hefur sýnt sig að stenst tímans tönn. Borgari Kane er stóra minnismerkið um undrabar- nið Welles, sem var ekki nema 25 ára þegar hann gerði hana. Reyndar ætlaði hann að láta sína fyrstu mynd byggjast á sögu Jos- ephs Conrads, „Heart of Darkness". Hann gerði góð- ar myndir eftir Kane, „The Magnificent Ambersons" er ein, en aldrei neina sem komst nálægt því að vera jafngóð eða betri. Það er Paramount-kvik- myndafyrirtækið og Turner Entertainment sem sjá um dreifinguna vestanhafs en óvíst er hvort Borgari Kane komist hingað í bíó. Gerðist það væri það sannkallaður kvikmyndaviðburður. Kyn- Frumsýningardagurinn í New York; stórfengileg á tjaldinu slóðir hafa aðeins séð mynd- ina í sjónvarpi. Hún fékk nýtt líf þegar myndbanda- væðingin hófst en fróðir menn segja að heilmikið glatist við að sjá hana á litl- um sjónvarpsskjá. Hinar mikilfenglegu stærðir mynd- arinnar eru smækkaðar oní nánast ekki neitt. Að horfa á hána á litla skjánum er betra en ekkert en maður finnur strax að henni er troð- ' ið í sáralítið númer. Líklega hefur engin mynd eftir nýliða í greininni valdið jafnmiklu fjaðrafoki og feng- ið jafnmikla og góða gagn- rýni og Borgari Kane. Welles var auðvitað ekki einn að verki. Með honum voru frísklega þenkjandi sam- starfsmenn sem létu reyna á möguleika kvikmyndar- innar. Herman J. Manki- ewicz skrifaði handritið ásamt Welles (það var reyndar lengi deilt um hvor átti hvað í handrit- inu) sem íjallaði um græðgi og valdasýki og var byggt á ævi helsta pressubaróns , aldarinnar, Williams Randolph Hearst (hann gerði sitt til að stöðva gerð myndarinnar). Tökumaður var Gregg Toland sem stillti mynda- vélinni upp þar sem eng- um hafði áður dottið í hug; Bemard Herrmann sá um tónlistina og klipparar voru Mark Robson og Ro- bert Wise. Frásögnin fer fram og aftur í tíma í stíl fréttamynda en eitt af ein- kennum myndarinnar er djúpfókusinn sem gerir áhorfandanum kleift áð sjá hluti nær og íjær í sama myndramma með sama skýrleikanum. En sjón er sögu ríkari, sérstaklega á stóru, hvítu tjaldi kvikmyndahússins. Það yrði viðburður í lagi. ingu mömmu sinnar og Sól- veig leikur unga stúlku sem bruggar landa og flækist fyrir honum“, sagði Óskar. I Lífvörðurmn heitir mynd sem stórstjarnan Kevin Costner mun bráðlega leika í en mótleikari hans verður söngkonan Whitney Hous- ton. Costner leikur titilhlut- verkið, lífvörð frægrar söng- og leikkonu, sem hún ræður þegar bijálaður aðdá- andi tekur að elta hana á röndum. Myndin er byggð á handriti Lawrence Kas- dans, sem hefur skrifað ekki ómerkari handrit en „The Big Chill“ og „The Accidental Tourist". Warner Bros. gerir myndina en Kasdan og Costner eru framleiðendur ásamt Jim Wilson, sem var með Costn- er við gerð Dansa við úlfa. Mick Jackson, sem leik- stýrði Steve Martin mynd- inni „L.A. Story“, sem væntanleg er í Stjörnubíó, mun stýra Lífverðinum. MBandaríski leikarínn Lou Diamond Phillips, sem gerði garðinn frægan með La Bamba, er tekinn til við að skrifa sín eigin handrit. Nýjasta mynd hans heitir „Ámbition" og gerir hann sjálfur handrit hennar og leikur aðalhlutverkið, rithöf- und sem tekur að lifa sig meira en góðu hófi gegnir inní hugarheim sálsjúks morðingja sem hann er að skrifa um. MNýjasta mynd hins ágæta leikara Beau Bridges (litli bróðir Jeffs) heitir „Marri- ed to It“ og er gamanmynd um þrenn hjón. Mótleikarar Bridges eru Stockard Channing, Mary Stuart Masterson, Cybill Shep- herd og Ron Silver úr Óvinum — ástarsögu. Leikstjóri er Arthur Hiller. MMichael Keaton, sem býr sig nú undir að leika Leður- blökumanninn í annað sinn, fer með aðalhlutverkið í myndinni „One Good Cop“ þar sem hann leikur lögreglu í New York sem tekur við uppeldi barna fé- laga síns þegar sá fellur frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.