Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 24
Zá X MORGUNBLAÐIÐ /MIN IVHWfíjftH ÍiIÍnIÍIaGUR'.Sí. 'JUNÍII9ÍJ1 hringdi Kalli í mig austur á Vopna- fjörð og áttum við þá eitt af þessum löngu og dásamlegu samtölum sem hækkuðu meir en nokkuð annað símreikningana og höfðum við það oft að gamanmáli að sækja um rík- isstyrk út af þessu. Og eins og svo oft áður var það tónlist og aftur tónlist sem áttu hugi okkar alla. Við töluðum um og tímasettum upptökur á fyrstu plötu Blús komp- anísins sem var okkar hjartans mál að yrði góð plata. Kalli sagði mér frá utanlandsferð sem hann hlakk- aði mikið til að takást á hendur. Frá jörðinni sem hann og Sigríður hans ætluðu að hafa sem sinn fram- tíðarstað og við göntuðumst með það að þar myndum við halda veg- legan konsert þegar við yrðum fimmtugir. Þegar ég svo talaði um hvað mér þætti leitt að samstarf okkar með Mannakornum hefði ekki gengið upp þá kom svarið sem lýsti þessum góða dreng með stóra hjartað betur en nokkuð annað. „Ég væri ekki sá maður sem ég álít mig vera ef ég nennti að eyða tím- anum í lítilsverð ágreiningsmál." Þar með vissi ég að málið var búið og við héldum áfram spjalli okkar um tónlistina. Og samtalinu lauk á sama hátt og svo oft áður: ,,Los Organista kveður Maestro Basso að sinni.“ Það var bjart yfir vini mínum þennan dag og mér fannst gott að vera til og eiga slíkan fé- laga og samferðamann. En nú er Kalli dáinn og kominn til guðsins sem maður skilur ekki alltaf. Minn- ingin um vin minn mun sefa sökn- uðinn og hjálpa mér að verða betri en ég er. Elsku litla drenginn hans Kalla sem var augasteinninn hans bið ég guð að geyma. Sigríði konuna hans sem hann elskaði svo heitt, Jonna bróður hans sem hann virti og þótti svo vænt um og alla aðra hans nánustu sem eiga um sárt að binda, bið ég almættið að styrkja í sorg- inni. Með söknuði en jafnframt þakk- læti í hjarta kveð ég vin minn að sinni. Pálmi Gunnarsson Nú er hann Kalli minn farinn í langt ferðalag, það ferðalag sem við öll förum einhverntíma. Það var Kalla líkt að fara á undan, hann fór yfirleitt fremstur í flokki og sjaldan lognmolla í kringum hann. En maður spyr sig, af hverju svona snemma, af hverju hann, aðeins fertugur. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Skyldi Drottin hafa vantað organista fyrir englakór sinn, þar fékk hann - góðan mann. Ég minnist þess er ég heyrði Kalla spila á Hammondið í fyrsta skipti, þá í hljómsveitinni Flowers. Aldrei hafði ég heyrt annað eins, síðan Trúbrot og áhuginn á orgelum var kviknaður hjá litla stráknum sem stóð agndofa fyrir framan svið- ið og drakk í sig allt er frá Kalla kom. í fyrsta skipti sem ég kynnt- ist Kalla hafði hann nýlega fest kaup á draumaorgelinu, Hammond C-3. Hvílíkt hljóðfæri, hvílíkir tón- ar, manni var öllum lokið. Það var því engin smá uplifun hjá 13 ára strák að fá að prófa hljóðfærið og síðan aðstoða við að flytja það milli húsa og tengja upp á nýtt. Karl leiðbeindi stráknum og útskýrði á föðurlegan máta innviði orgelsins. Síðan þá höfum við Kalli eytt mikl- um tíma í umræður um Hammond- orgel enda þau hljóðfæri honum sérlega kær og það spilar enginn eins og hann á slík verkfæri. Mér er minnisstætt er ég keypti áðurn- efnt orgel af honum, því leiðbein- ingarnar sem fylgdu hljóðfærinu og loforðin sem hann tók af mér um umhirðu þess, voru eins og hann væri að setja ungbarn í pöss- un. Síðar varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi, að vinna með Kalla sem kollegi og er mér minnisstætt er við unnum að tónlist sem hann samdi við kvikmyndina „Atómstöð- ina“. Þar kynntist ég nákvæmnis- manninum og eldhuganum betur en áður. Hann vildi til dæmis nota flygilinn í söngskólanum í eitt lag, orgelið í Kristskirkju í annað og orgelið í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í það þriðja, fá heilan sendibíl af slagverkshljóðfærum, celestuna frá sinfóníunni og svo mætti lengi telja. Manni féllust hreinlega hendur, en svona var Kalli, allt til að hafa það fullkomið. Kalli var sérlega greið- vikinn og góður drengur, alltaf fús til að aðstoða. Ég man er hann dvaldi í Bandaríkjunum við nám, þegar hann með mikilli fyrirhöfn og fjölda símtala til íslands þvæld- ist um alla Boston og nágrenni til að kaupa varahlut í hljóðfærið mitt. Þó tónlistin hafi átt hug hans og hjarta þá átti hann lítinn son sem honum þótti afar vænt um, og unn- ustu er var honum kær. Þegar við hjónin hittum Kalla fyrir aðeins nokkrum vikum hafði hann aftur eignast draumaorgelið, sem hann sýndi mér stoltur og skrúfaði í sund- ur á miðjum dansleik, svo ég sæi hversu góður gripurinn væri. Ég var bæði upp með mér og glaður, þegar hann bauðst að fyrra bragði að lána mér orgelið einhvern tíma, því Kalli Iánaði ekki orgelið sitt. Síðan keyrðum við hann heim og spjölluðum lengi um heima og geima. Lokaorðin voru þau að hann ætlaði að koma fljótlega í heimsókn til okkar hjóna en það verður víst okkar að heimsækja hann. Um leið og ég þakka samfylgd- ina, vináttuna og samvinnuna bið ég guð um styrk elskulegum syni, unnustu og fjölskyldu til handa á erfiðri stund. Blessuð sé minning Karls Sighvatssonar. Pétur Hjaltested í Orðskviðum hinnar helgu bókar segir á einum stað: „Hugsýki beyg- ir manninn, en vingjarnlegt orð gleður hann.“ Mér komu í hug þessi orð er stjúpsonur minn, Karl J. Sighvats- son, lézt af slysförum. Atvikið var óvænt og sárt. Fjölmargir hafa mælt fögur og vingjarnleg orð, sem að sjálfsögðu milda sársaukann, en eftir situr sjúkleiki hugans. Því kemur mér í hug, þá er Egill á Borg missti svipiega son sinn, Böðvar, og hafði ekki löngu áður misst hinn soninn, Gunnar. Hann bognaði; lokaði sig inni, og það var ekki fyrr en Þorgerður, dóttir hans, bað hann ei syrgja svo sárt, heldur yrkja sér til hugarhægðar. Egill mælti til hennar: „Mikla ást hefur þú sýnt mér.“ Egill orti síðan eitt fegursta kvæði, sem enn lifir og er perla íslenzkra bókmennta: Sonatorrek. Yndislegt væri að geta á sama hátt eytt sorg og hugarvíli. Kalli kynntist á heimili foreldra minna tveimur þjóðþekktum mönn- um lítillega, þeim Davíð Stefánssyni og Sigurði Nordal. Sá fyrrnefndi skólabróðir föður míns; hinn bróðir móður minnar. Þeir fengu strax dálæti á þessum unga hressa og glaðlynda manni. Tónlistin heillaði og Kalli spilaði. M.a. lék hann allmörg lög sem fað- ir minn hefur samið; eitt við texta sem Davíð orti fyrir hann og hefur raunar aldrei birtzt og er svona: Yfir höfunum, yfir gröfunum loga ljósanna raðir. Himnarnir Ijóma, hörpurnar óma hugurinn leitar þin, faðir. Lægðu byljina, brúa hyljina, lát oss lögmál þín skynja. Örvita þjóðir, illir og góðir, undir krossinum stynja. Lífsþrá bamanna leitar stjamanna, þótt vér þistlunum sáum. Einn ert þú, faðir, um alda raðir allt sem vér þráum. Amen Kalli var ákaflega næmur og átti auðvelt með að læra. En hann var friðlaus; átti erfitt með að festa sig við nám, en samt tókst mér að fá hann til að fara í háskóla í Vínar- borg í Austurríki og síðar í Mozart- Teum í Salzburg, en á báðum þess- um stöðum menntaðist hann og þroskaðist. Síðar fór hann til Boston í Bandaríkjunum og bætti við þekk- ingu sína og tónsvið. Árangurinn var ótrúlegur, en nú, því miður, heillum horfinn. Kalli var skapríkur. Það held ég að allir góðir listamenn séu. Sigurður Nordal segir í sinni frægu ritgerð um Snorra: „Þó Snorri kunni að hafa verið örðugur í sambúð, vegna mislyndis síns, hefur hann samt verið skemmtilegur á heimili...“ Þetta á vel við um Kalla. Glaðværð hans og kátína var með eindæmum. Samt samdi okkur ekki alltaf. Það er önnur saga. Ég hefði þó gjarnan vilja geta sagt eins og Egill í upphafsorðun Sonatorreks: „Mjök erura tregt tungu at hræra... (og síðar) síz, son minn úr sóttarbrimi heiftuglegur úr heimi nam...“ Skömmu skeiði er lokið. Guð blessi góðan dreng. Ragnar Ingólfsson, fósturfaðir Það var þungbær fregnin um dauða Kalla Sighvats, en svo var hann jafnan nefndur. Karl Jóhann Sighvatsson hét hann fullu nafni. Ég varð þess heiðurs og ánægju aðnjótandi að kynnast Kalla fyrir um 23 árum í gegnum sameiginleg- an vin okkar, Gunnar Jökul Hákon- arson. Þetta var á þeim árum sem mín kynslóð dýrkaði Bítlana og Rolling Stones og hvað þeir nú heita allir saman. Þessi kynslóð taldi sig merkilega og tók sig hátíðlega. Hún ætlaði sér hvorki meira né minna en að frelsa heiminn. Ekki með vopnum eða valdi heldur töfrum — töfrum og mætti tónlistar og sam- stöðu. Tónlistin var okkar baráttu- tæki. Tákn þeirrar óbeisluðu orku, sem bjó innra með okkur. Þessa orku hugðumst við nota þjóð vorri og mannkyni til blessunar. Kalli var alla tíð tryggur hugsjóninni. Missti aldrei sjónar af manngildismarkmið- um. Kalli lagði ekki mikið uppúr veraldarinnar gæðum. Hann helgaði sig listagyðjunni fögru. En það var ekki gert peninganna vegna. Leikur hans með landsfrægum hljómsveit- um á árum áður er flestum kunnur. Flowers og Trúbrot bera þar hæst. Þessar hljómsveitir báru höfuð og heröar yfir aðrar danshljómsveitir á árunum 1968 til 1972. Kalli fór utan til frekari tónlistarnáms eftir að hafa leikið með merkustu „popp- hljómsveitum landsins". Stundaði hann m.a. nám í Vínarborg og Bos- ton. Hann var hálærður þegar heim kom eftir margra ára námsdvöl. Tónverkin sem hann samdi eru mörg og merkileg. Hann samdi jafnt kirkjulega tónlist sem og tónverk fyrir kvikmyndir og dans. Slík var fjölhæfni hans. Jafnframt útsetti hann tónverk annarra tónskálda. Færði í nýjan öflugan og sérstæðan búning. Flest það sem Kalli lagði hönd á var gert með fullkomnun í huga. Hann þoldi ekki fljótfærni né viðvaningshátt. Hjá honum var markmiðið ætíð fullkomleikinn. Hann lét sér ekki nægja minna. Minningarnar með Kalla eru margar og margvíslegar en allar góðar og skemmtilegar. Ég minnist „góðu gömlu áranna" í Ljósheimun- um og ég minnist stundanna, sem við áttum saman í Hveragerði. Margan morguninn áttum við ánægjulegan í Sundlauginni Lauga- skarði, en Kalli mætti þar manna fyrstur. Hann lét sér sjaldan nægja minna en að synda 1.000 metra áður en til vinnu var haldið. En hann gaf sér góðan tíma til að ræða málin og spá í lífsgátuna. En tónlist- in var líf hans og yndi og efst í huga. Hann ræddi oft við mig um framtíð sína og fyrirætlanir, og það fór ekki á milli mála að hugur Kalla stefndi hátt. Mér er það mjög sárt að geta ekki fylgt vini mínum Kalla Sig- hvats til grafar. Það gerir dvöl mín í útlöndum. En tæknin gerir mér kleift að símsenda þessi fátæklegu orð um góðan dreng og sannan vin, ef þau mættu verða til huggunar. Mikill er söknuðurinn. Mestur hjá þeim sem stóðu Karli Sighvatssyni næst, syni hans, unnustu, föður, stjúpföður og bróður. Ég bið al- mættið að styrkja þau í sorginni. Róbert Árni Hreiðarsson Vinur minn og fjölskyldu minnar, Karl J. Sighvatsson, fórst í bílslysi á sviplegan hátt. Lífskyndill hans logaði svo heitt og skært fyrir ör- fáum dögum að manni sýndist hann líklegri til alls annars en að slokkna á einu andartaki. En svona ótrygg er sú skurn sem við göngum á. Mér þykir mjög vænt um að Kalli skyldi koma á heimili okkar nokkr- um sinnum að undanförnu, staldra við, spjalla og jafnvel gista. Það var síður en svo nokkur kveðjublær yfir þessum heimsóknum. Kalli var bjartur og geislandi af lífsorku, deildi með okkur áformum sínum að flytjast á enn friðsælli sveitaslóð- ir í góðri fylgd. Hann var líka ið- andi af tilhlökkun vegna ferðar til Frakklands og Ítalíu með hópi ís- lenskra organista. Ég kom með ábendingar um sitt af hveiju sem hann gæti skoðað og gert í París og skrifaði meðal annars niður nöfn á jasskrám og kaffihúsum með útis- kenkjum þar sem Kalli hugðist tylla sér niður nú þessa dagana. Það var sannarlega ekki að sjá á piltinum neitt fararsnið úr þessum heimi. Ég þekkti Kalla hátt á annan áratug og var kunningsskapur okk- ar náinn frá byijun. Samskiptin voru mikil og á margvíslegum svið- um. Við vorum um skeið nágrann- ar, fórum eitt sinn saman í hópi, vinir og fjölskyldur, í mikið ferðalag til Grikklands og um Eyjahafið, átt- um samstarf er hann gerði tónlist við kvikmynd sem ég framleiddi og svo mætti lengi telja. Aldrei bar skugga á vináttu okkar og ég man ekki til að okkur yrði nokkru sinni sundurorða. Var þó ekki alltaf logn í kringum okkur. Karl J. Sighvatsson var mjög sér- stakur maður. Hann hlóð kringum sig mikilli spennu og það fór ekki milli mála að hans svið var fyrst og fremst tilfínningasviðið. Ég Hulda er dáin. Því fær enginn breytt og eitt sinn verða allir menn að deyja eins og lagið sívinsæla segir okkur. En þegar ung kona, rétt liðlega tvítug, fellur frá getur maður ekki stillt sig um að spyija: Af hveiju hún? Af hveiju svona snemma? Svör fáum við aldrei við þessum spurningum. Hitt er víst að björt framtíð blasti við Huldu. Hún fór utan til starfa við hótel í eigu íslensks frændfólks í Lúxemborg svona til að víkka sjóndeildarhring- inn og vera í námunda við föður sinn, Birgi, sem býr þar og starfar við iðn sína. Daginn fyrir slysið var glatt á hjalla hjá þeim feðginum enda átti Birgir afmæli og gleði Huldu mikil að vera hjá pabba þann dag. Þau Hulda voru afar samrýnd og miklir vinir. En skyndilega rofnaði sjóndeild- arhringur Huldu og aðvífandi bíll ók á hana þar sem hún var að sópa stéttina fyrir framan hótelið. Eftir stöndum við hin, lömuð af undrun og hi-yggð yfir því að missa frá okkur þessa lífsglöðu og glaðlyndu ungu konu sem var svo gefandi og ætíð reiðubúin til þess að aðstoða aðra ef þannig stóð á. Hulda lauk stúdentsprófi fyrir ári síðan. Með skólanum og eftir að honum lauk starfaði hún nokkuð við þjónustustörf, meðal annars í Þórsc- afé og síðar nokkrum sinnum á Hótel Örk. Hulda var söngelsk og söng meðal annars inn á hljómplötu með kór Flataskóla í Garðabæ og er okkur hjónunum minnisstætt þegar við keyptum þessa hljómplötu af Huldu. Hulda átti eina systur, Hrönn, sem var árinu yngri en Hulda. Þær systur voru afar samrýndar og nutu hugsa að margir hafi talið hann óglúrinn að koma sér áfram miðað við þá stórkostlegu hæfileika sem hann var búinn og ef til vill ódugleg- an að koma festu á líf sitt. En ég hef þá trú að hann hafi sjálfur val- ið þær áherslur sem hentuðu til að takast á við þau verkefni sem honum voru ætluð í þessu lífi. Hann hafði anr.að verðmætamat en viðtekin kerfishugsun gerir ráð fýrir. Hann var kröfuharðari en svo að hin vin- sælu lífsgæði nægðu til að uppfylla væntingar hans. Hann sóttist ekki eftir öryggi, tók gjarnan áhættu, reyndi á þanþol. En ekki vantaði skarpskyggnina. Hann hitti yfirleitt á kjarna hvers máls sem hann hafði á annað borð áhuga á að íjalla um. Þessi skarp- skyggni hans kom mér oft á óvart af því að hún byggði bersýnilega ekki á tímafrekum athugunum. Hann beitti innsæi til að komast að snöggri niðurstöðu. Að ýmsum ytri eiginleikum var Kalli hinn klassíski skýjaglópur og draumhugi: ævintýrahetjan, skáld- mennið, skógarpúkinn, hringborðs- riddarinn, farandsöngvarinn, Pétur Pan. En hann var ekki síður dæmi- gert barn eftirstríðsáranna sem hlaut í vöggugjöf brostið traust á góðu eðli mannskepnunnar, dauðan guð og atómsprengju að leikfangi. Þó var Kalli ekki dæmigert eitt eða annað, hann var hvorki öpunargjarn né tilgerðarlegur og áreiðanlega ekki til nema í einu eintaki. Ekki veit ég fyrir víst hvaða lex- ía það var sem Kalli hafði einsett sér að læra í þessari stuttu vist sinni í hinum mikla skóla. En við lentum saman í fáeinum tímum og satt að segja datt mér ekki í hug að hann útskrifaðist svona snemma. Mér er efst í huga hvað okkur þótti gott að hafa Kalla nálægt okkur og ég er þakklátur fýrir að það skyldi vera gagnkvæmt. Við biðjum Guð að styrkja Orra, soninn unga, á þessum erfíðu stund- um. Sömuleiðis sendum við hlýjan hug til annarra sem harmi og sökn- uði eru slegnir, ekki síst til unn- ustunnar, Sigríðar, og bróðurins, Siguijóns, sem í annað sinn á skömmum tíma verður fyrir óvænt- um og sárurn missi. Ornólfur Árnason þess að eiga góðar stundir saman. Hrönn lauk stúdentsprófi fáum dög- um áður en áfallið dundi yfir og var stödd í sólarlandaferð með félögum sínum þegar hún fékk þessa harma- fregn. Hennar er söknuðurinn stór og skarðið seinfyllt. Berglind dóttir okkar og Hulda voru mestu mátar og áttu margar góðar stundir saman, en nú er skyndilega' höggvið skarð í frænd- systkinahópinn. Fyrir hönd fjölskyldu okkar send- um við Sæunni, Birgi, Hrönn og öðrum ættingjum og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um glaðværa stúlku mun lifa. Sigurður H. Tryggvason, Guðbjörg H. Traustadóttir Hulda Birgis- dóttir - Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.