Morgunblaðið - 09.06.1991, Side 11

Morgunblaðið - 09.06.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 C 11 brá og fýla grön. Já, menn eru ekki allir séðir þar sem þeir eru staddir um borð í víkingaskipum. Það eru fleiri blaðamenn en einn íslenskur, sem hafa gert sér ferð til Björgvinjar í tilefni Gaia-leiðangurs- ins. Allmargir amerískir og kanad- ískir eru á svæðinu og um kvöldið birtast þrír til viðbótar frá Japan. Þeir hafa gert sér sérstaka ferð alla þessa leið, en missa fyrir slysni af blaðamannafundinum, þar sem farið er yfir tilurð og tilgang leiðangursins og fá því sérmeðferð. Knut Kloster, eldsálin á bak við Gaia-ævintýrið, leggur ríka áherslu á að ekki sé verið að upphefja hetju- dáðir forfeðranna í einhveiju fortíð- armærðarkasti. Hitt sé meir um vert að nota þetta tilefni, 1.000 ár eða þar um bil frá Vínlandsfundi, til að minna á þau mál sem brýnust hljóta að teljast í dag: Hið uggvænlega ástand í umhverfismálum Jarðar og það hrun lífkerfisins, sem við blasir verði ekki gripið til róttækra aðgerða til úrbóta. Hann notar nærtæka samlíkingu: „Ef við lítum á Jörðina okkar eins og skip, eru mörg okkar og kannski við flest sammála um að það þurfí að breyta stefnu skipsins. En það þarf mikið afl til að hreyfa stýrið á svo stóru skipi og leiðangurinn okk- ar er aðeins örlítið lóð á stóra vogar- skál.“ Ýmsir aðilar og samtök tengjast leiðangrinum með ýmsum hætti. Til hans er stofnað af íslenska og norska ríkinu, NRK eða Norska Ríkisút- varpinu og svo Word City Discovery, fyrirtæki sem vinnur að hugðarefn- um eigandans, Knuts Kloster, að baráttunni fyrir betri heimi. Minnug- ir þess að norskir landnámsmenn léku skóga grátt á sínum tíma, senda norskir skógræktarmenn þúsundir tijáplantna til fyrstu viðkomustaða Gaia, þar sem skólaæskan verður virkjuð við gróðursetningu og um- hirðu væntanlegs skógar. Norskur bóndi gerir stormandi lukku á fundinum þegar hann upp- lýsir að Norska búnaðarsambandið ætli að senda 27 skammta af úrvals nautgripasæði til Færeyja. Hann felur Ragnari Thorseth að afhenda Páli Paturssyni í Færeyjum sæðis- dunk einn gríðarmikinn og er það auðsótt mál. Samtökin Barnahjálp hyggjast vekja athygli á málefnum barna í tengslum við siglinguna. Til grundvallar eru lagðar 5.000 rit- gerðir skólabama um framtíðina. Rauður þráður í þessum ritgerðum er ótti barna við sinnuleysi fullorð- inna í umhverfismálum og mörg þeirra eru meira en lítið svartsýn á framtíð sína í þessum heimi. Gustav Lorentzsen, heimsfrægur í Noregi undir nafninu Ludvigsen, hefur sa- mið lagið „Barn har rett“ og lagið verður flutt af honum og börnum í flestum þeim höfnum sem Gaia mun heimsækja. Eitt erindið er meira að segja á íslensku og það hlýjar okkur löndum um hjartaræturnar. AFS eða American Field Service, sem flestir þekkja af hinum um- fangsmiklu nemendaskiptum sam- takanna um heim allan, eru líka með. Þar á bæ hefur verið efnt til mikillar ritgerðarsamkeppni og verð- laun eru veitt á fundinum fyrir bestu ritgerðirnar í Noregi. Samskonar verðlaun verða svo veitt heima í Reykjavík á 17. júní og það verður fróðlegt að sjá hvort íslenskir ungl- ingar séu öðruvísi þenkjandi en ann- arra landa jafnaldrar. Eftir fundinn skundar áhöfnin til starfa á ný. Á morgun rennur upp stóri dagurinn. 17. maí Ég hrekk upp með andfælum á slaginu 7 við þórdrunu eina ógurlega og fleiri fylgja í kjölfarið, ábyggilega einar 16. Heimamenn taka daginn snemma og skjóta úr kanónum til að ræsa mannskapinn og minna á þjóðhátíðarskapið. Veðrið er enn fal.legra en í gær, ef eitthvað er, þegar ég rölti mig af stað til að kanna hvernig menn bera sig að við hátíðarhaldið hér í bæ. Þegar ég kem á Fiskitorgið, sem margir þekkja, geng ég fram á gríð- arlanga bílalest, sem samanstendur af eingöngu rauðum og bláum bílum. í bflunum, uppi á bílunum, utan á bílunum, utan í bílunum og allt í kringum bílana úir og grúir af rauð- og blásamfestingsklæddum stúd- entsefnum. Hér í landi kallast verð- andi stúdentar Rússar. Ekki spyija mig af hveiju. Rússarnir fara mik- inn, hrópa slagorð og beija bamb- usprikum í bílþökin af djöfulmóð. Þó klukkan sé ekki nema rétt rúm- lega 7 er margt fólk á ferli, uppá- búið og spariklætt með hátíðar- glampa í augum. Margir skarta þjóð- búningum. Norðmenn eru duglegir að nota þjóðbúning, sem má kannski skýra að hluta til með því að yfir- leitt eru þetta falleg föt. Ég fylgi Rússunum eftir og hlýði andagtugur á hávaðann og lætin í góða veðrinu. Bílalestin nemur staðar við stórt opið svæði. Þar stendur hátíðarsvið Bergenbúa, gríðarmikið víkingaskip, sem bráðlega fyllist af fólki sem syngur, spilar og heldur hátíðarræð- ur. Rauðrússi heldur ræðu og Blár- ússi heldur ræðu, sem er næstum því eins og ræðan, sem Rauðrússinn hélt og sú ræða var aftur á móti alveg nauðalík ræðunni sem einhver eldri maður með pípuhatt á höfði hélt rétt áður og svona á þetta líka að vera. Á þjóðhátíð það er að segja. Enda fjalla ræðurnar að stórum hluta um að einmitt svona eigi þetta að vera, svona hafi þetta alltaf verið og verði vonandi um ókomna tíð. Ég er hjartanlega sammála siðasta ræðumanni því mér líður vel þarna framan við víkingasviðið í Bergen á þessum gullfagra morgni og geng i hálfgerðri þjóðhátíðarvímu heim á hótel að pakka ofan í þessa einu tösku, sem ég má hafa með mér í plássleysinu um borð í Gaia. Og svo stekk ég um borð. Lengsta skrúðganga á N orðurlöndum? Áhorfendum á bryggjunni fjölgar stórlega rétt á meðan ég kem tösk- unni minni fyrir í káetunni, sem er svo þröng að það að koma 9 manns fyrir í koju á ekki fleiri fermetrum gæti gengið sem einn af betri brönd- urum Spaugstofunnar. Áhafnir skipanna eru í óða önn að skrýðast nokkuð svona víkinga- legum treyjum, sem verða harla vík- ingalegar þegar leðurbelti vígalegu er brugðið um mittið. Tíðindamaður Morgunblaðsins er umsvifalaust drifinn í mussu og megingjörð því fyrir höndum, eða öllu heldur fótum er þátttaka í 17. maí-skrúðgöngu Bergenbúa. Ragnar Thorseth og menn hans skipa heiðurssess framarlega í fylk- ingunni, á undan Skipstjórafélaginu og rétt á eftir lúðrasveit í glæsilegum búningum. Skært lúðrar hljóma og við þrömmum af stað í þrefaldri röð. Eftir skamma stund, á að giska hálfan kílómetra, tökum við 180 gráða beygju. Skipuleggjendur göngunnar beita sumsé því snilldar- bragði að láta göngumenn snúast á hæli og því geta þátttakendur í göngunni horft hveijir á aðra. Og nú verður mér ljóst hversu gríðar- legt mannvirki þessi skrúðganga er. Fremst og í broddi fylkingar gengur sjálf 17. maí-nefndin. Einkennisbún- ingur nefndarinnar er pípuhattur og þegar við víkingar mætum 17. maí- nefndinni fæ ég það sterklega á til- fínninguna að engum þyki meira gaman í 17. maí-göngpnni í Bergen en 17. maí-nefndarmönnunum. Þeir bókstaflega stafa frá sér ólýsan- legri, viðkunnanlegri sjálfumgleði þarna í fararbroddinum, veifandi litl- um norskum fánum og allt í kring andagtug fólksmergðin. Því er hvísl- að að mér svo enginn heyrir að hærra sé varla hægt að komast í bergenska mannvirðingastiganum en í 17. maínefndina og ég trúi því vel. Svo kemur slökkviliðið og lög- reglan og herinn, bæði fyrrverandi og núverandi hermenn og dátar og þá Víkingasveit Ragnars Thorseth. Mér svellur móður í bijósi, ég er háleitur og harður á svip en þó mannúðlegur og mildur og ég fínn hvemig augnaráð þúsundanna leikur um mig eins og sæla vindar þýðir. Einstaka eldri kona hrópar: Hurra, hurra, en ekki mjög hátt eða af neinu offorsi og nú fer ég smámsam- an að skilja hvað Ragnar Thorseth skipar sérstakan sess í hugum landa sinna. Hér í landi standa menn föst- um fótum í hefð, arfleifð og fortíð. Norðmenn eru sæfarar og landkönn- uðir frá fornu fari og Ragnar er arftaki víkinga, Amundsens og Nansens. Fólk tekur viðbragð um leið og hann birtist og allir keppast um að ná athygli hans. Við hin erum í aukahlutverkum og erum stolt af því. Og áfram heldur skrúðgangan og áfram og áfram. Hún er endalaus og lúðrasveitirnar eru óþijótandi. Ég held ég geti fullyrt að hver ein og einasta deild Haukeland- sjúkrahússins hafi gengið undir sín- um fána í göngunni miklu þennan dag. Röntgenfræðingar, skurðstofu- hjúkrunarfræðingar í fullum skrúða, magasérfræðingar, gangastúlkur og inn á milli rólfærir sjúklingar. Og svo koma trúarsöfnuðir og sveitir Hjálpræðishermanna og hvítasunnu- menn og allskonar menn og konur, sem ég kann ekki að nefna. Sumir rogast með risavaxnar Biblíur, sem ég vona heitt og innilega að séu úr frauðplasti og það er með gleði- bragði allt þetta trúaða fólk. Nú birtast Rússarnir og Rússarn- ir koma og Rússarnir fara, en áður en Rússamir komu, komu sveitir kennara og lögfræðinga og annarra starfsstétta þjóðfélagsins og þetta er bara rétt að byija, því börnin og unglingarnir eru eftir. Állir skólarnir og öll barnaheimilin. Að maður gleymi nú ekki Bogasveitunum. Bogasveitimar eru skipaðar ung- um drengjum með dúskalpahúfur á höfði og lásboga og eða trériffla reidda um öxl. í hverri Bogasveit er síðan hópur trumbuslagara sem lemur flóknar göngustrófur og slær saman trommukjuðunum af slíkri einurð, listfengi og krafti að húsin nötra. Og enn göngum við. Þegar ég hef næstum gert mér grein fyrir að helmingur bæjarbúa gengúr í skrúðgöngunni og hinn helmingur- inn horfir á, birtist allt í einu víkinga- skipssviðið góða og von bráðar er okkar þætti í göngunni miklu lokið. Enn em haldnar ræður og sungið og síðastur á mælendaskránni er höfðingi vor Ragnar Thorseth. Ragnari mælist vel og skörulega og hann segir okkur glottuleitur á eftir að hann hafi skrúfað alveg frá sinni sunnmærsku mállýsku, til að halda Bergenserunum við efnið. Enda var hlustað á Ragnar. Nu skundum við til skips því brott- fararstundin nálgast óðfluga. Áhorf- endum fjölgar stöðugt og ekki bara á þurru landi, því bátar af öllum stærðum og gerðum taka, nú að streyma út á höfnina og dóla í nám- unda við seglskipin þijú. Nu tekur við þriðja ræðuhrina dagsins, en jafnframt hin stysta. Borgarstjóri Björgvinjar og forseti norska Stórþingsins flytja árnaðar- óskir leiðangrinum til handa og mik- ilúðlegur Leifur heppni Eiríksson leggur Ragnari Thorseth línurnar. Leifur veitir Ragnari sérstakt leyfi til að nota viðurnefnið „heppni“, sem ekki er að efa að gæti komið sér vel. Gustav Lorentzen, alias Ludvigds- en syngur „Böm hafa rétt“ með aðstoð raddmikils barnakórs og gömlu bryggjuhúsin enduróma söng- inn. Fín stemmning! Og Erik Bye kynnir allt saman með stæl. Kari Thorseth, kona Ragnars, skírir að því búnu „Oseberg" formlega uppúr öli og nú er ekkert að vanbúnaði. Knut Kloster og Einar Benedikts- son sendiherra í Ósló veifa og allir veifa og við veifum á móti. Gunnar Eggertsson stendur í lyftingu, og mundar stjórnvölinn, festar eru leystar og við sígum út á höfnina, sem er svo fleytifull af skipum og bátum að erfítt er að athafna sig. Ábúðarmikinn sunnudagsskipstjóra með uppsnúið yfirskegg setur dreyr- rauðan þegar hann álpast í veg fyr- ir Gaia í viðleitni sinni til að missa nú örugglega ekki af neinu. Snarráð- ir áhafnarmeðlimir sjá hættuna fyr- ir, óumflýjanlegur áreksturinn er dempaður með fríholtum og áfram höldum við, í átt til hafs. Óskabyrjun langrar sjóferðar Mér er ómögulegt að giska á hversu margir hafa lagt leið sína að höfninni til að kveðja Gaia, en það mátti lesa í blöðum daginn eftir að lögreglan hafi giskað á um 50.000 manns. Og nú taka skipin að flauta, slökkviliðsbátar sprauta vatni og yfir öllu þessu stórbrotna sjónar- og heyrnarspili brosir sólin út að eyrum, enda annað ekki hægt. Þeir sem hafa verið til sjós þekkja tilfinning- una, sem fylgir því að sigla úr og í höfn og þýðingu þess að þeir sem í landi eru kveðji og heilsi með virkt- um. íbúar Björgvinjar standa svo sannarlega undir merkjum þennan dásamlega dag og skapa fordæmi, sem erfitt verður að bæta. Gaia kemur til Reykjvaíkur á sjálfan 17. júní. Þá mun Vigdís Finn- bogadóttir, forseti vor, skíra skipið formlega og mikið verður um dýrðir. Reykvíkingar og nærsveitungar hafa oft sýnt og sannað að þeir kunna að taka á móti góðum gest- um. Á 17. júní skulum við taka á móti Gaia og áhöfn hennar á þann hátt að seint líði úr minni, enda hæfir tilefninu ekkert annað en það, að við gerum okkar besta! Valgeir Guð-" jónsson fór til Björgvinjar tií að munstra sig ó víkingaskip til Orkneyja og tók virkan þótt í þjóðhótíðar- fagnaði Norð- manna 1 7. maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.