Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 19 Sakborningar í máli Þýzk-íslenzka: Dómur Hæstaréttar kærður til Strassborgar ÓMAR Kristjánsson, forstjóri Þýzk-íslenzka, og Guðmundur Þórð- arson, fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins, hafa ákveðið að kæra til Mannréttindanefndar Eyrópu í Strassborg dóm Hæsta- réttar í refsimáli á hendur þeim og lögtaksmáli á hendur Þýzk- íslenzka. Dómurinn var felldur 21. júní síðastliðinn og telja kæ- rendur dóminn og málsmeðferðina brjóta í bága við ýmsar grein- ar mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindanefndin mun meta kæruna og ákveða hvort henni verði vísað til mannréttindadóm- stólsins í Strassborg. Með dómi Hæstaréttar voru sakborningar dæmdir til fangelsis- vistar og hárra sekta fyrir skatt- undandrátt, bókhaldsmisferli og brot á almennum hegningarlögum. Fyrirtækið sjálft, Þýzk-íslenzka, var dæmt til að greiða rúmléga 33 milljóna króna sekt, auk drátt- arvaxta af þeirri fjárhæð, vegna vangoldinna opinberra gjalda. Kærendur telja að Hæstiréttur hafi sakfellt fyrir brot, sem ekki var ákært fyrir og vísa þar til þess að sakfellt var fyrir skattund- andrátt vegna áranna 1981-1984, þótt aðeins hafi verið ákært vegna rangs skattframtals 1985 vegna ársins 1984. í kærunni er bví hald- ið fram að engin lögfull sönnun hafi verið færð fram um meintan skattundandrátt 1981-1983, held- ur hafí dómur verið reistur á út- reikningslíkani sem Sakadómur Reykjavíkur hafi búið sér til, í stað þess að fram færi opinber rann- sókn á skattskilum þessara ára. Ómar og Guðmundur telja að Þýzk-íslenzka hafi verið synjað um réttinn, sem það eigi að hafa sam- kvæmt lögum til að fá skorið úr ágreiningsefni í skttamáli fyrir „æðsta stjórnvaldi í landinu á því sviði, ríkisskattanefnd, sem í reynd sé eins konar stjórnsýsludómstóll." Þá álíta kærendur að dómari í fógetarétti Reykjavíkur, sem úr- Grafarvogskirkja: Forval verk- taka auglýst BYGGINGANEFND Grafarvosg- kirkju hefur auglýst forval verk- taka sem áhuga hafa á að taka þátt í lokuðu útboði við fyrsta áfanga að byggingu kirkjunnar. Skilafrestur eru til 16. júlí og liggja forvalsgögn frammi hjá Hönn- un hf. við Síðumúla. Gert er ráð fyr- ir að framkvæmdir hefjist í ágúst. skurðaði í lögtaksmáli Þýzk- íslenzka, teljist ekki hafa hlutlausa stöðu sem dómari. Embætti hans' sé að hluta til rekið fyrir inn- heimtufé gjaldheimtunnar í Reykjavík, sem fór fram á lögtak- ið, og dómarinn fjalli raunar aldrei um önnur mál en innheimtumál gjaldheimtunnar. Kærendur halda því fram að það standist ekki kröfur mannréttinda- sáttmálans um réttmæta opinbera rannsókn að Hæstiréttur skuli fella dóma um sönnunaratriði án þess að sönnunarfærsla sé bein fyrir dóminum, það er að dómstóll- inn yfirheyri sjálfur aðila og vitni. Loks telja þeir að í lögtaksmálinu hafi verið dæmt um allt aðrar kröf- ur en gert var í fógetarétti. Fóg- etaréttur hafi leyft lögtak fyrir viðbótarsköttum vegna ársins 1984, en Hæstiréttur fyrir skött- um áranna 1981-1984, án þess að viðbótarskattar fyrri áranna þriggja hafi nokkurn tíma verið lagðir á fyrirtækið af þar til bær- um aðila. ís mældur með radar í gær FLUGVÉL Landhelgisgæslunar, TF-SÝN, fór í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í gær. ísjaðar- inn var aðeins mældur með rat- sjá vegna þoku og þess vegna ekki hægt að fullyrða að engar ísdreifar séu á siglingaleiðinni fyrir Horn. Þar sem til sást við ísjaðarinn var mjög gisinn ís eða ísdreifar. Ratsjáin mældi ís 32 sjómílur norð- ur og norðnorðvestur af Kögri. ísjaðarinn lá næst landi 15 sjómííur austnorðaustur og 19 sjómílur norð- austur af Horni. Jafnframt lá ísröndin 31 sjómílu norðnorðvestur af Skagatá en þaðan lá hún til norð- urs. Minning Fjölnismanna verði heiðruð - segir Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra „Ég legg áherslu á að minn- ingu þessara manna verði sem mestur sómi sýndur og í fljótu bragði þykir mér þessi hug- mynd Björns athyglisverð og held að hún kynni kannski að vera eðlilegasta og besta leið- in," sagði Olafur R. Einarsson, menntamálaráðherra, aðspurð- ur um þá hugmynd Björns Th. Björnssonar, listfræðings, sem kemur fram í grein í Morgun- blaðinu laugardaginn 6. júlí, að reisa minningarmark um Fjöln- ismenn í Hjástoðargarði í Kaup- mannahöfn vegna fyrirhugaðra breytinga á kirkjugarðinum. Ólafur sagði að sér litist vel á að minningatafla yrði reist þarna. Sendirherrann í Kaupmannahöfn hefði vakið athygli ráðuneytisins á þessum breytingum og ráðuneyt- ið hefði skrifað Birni Th. Björns- syni og Aðalgeiri Kristjánssyni og óskað eftir tillögum þeirra í þess- um efnum og hann reiknaði með að fá svar frá þeim. Truflanir á síma- sambandi: Hitinn talinn hafa áhrif á tækjabúnað HLÝVIÐRIÐ undanfarna daga er talið hugsanleg ástæða símt ruflana á höfuðborgarsvæð- inu undanfarið. Tölvubúnaður í símstöðvum þarf á kælingu að halda og erlendis er sérstakur kælibúnaður í stöðvunum. Hér- lendis hefur hins vegar verið látið duga að dæla útiloftinu inn í símstöðvar. „Tækin hitna og loftræsting er alltaf nauðsynleg. I heitari löndum er kæling nauðsynleg, en hér höfum við kælt með útiloftinu. Þegar það er tuttugu og fimm gráða heitt verður ekki nógu hröð kæling og heitara en æskilegt er," sagði Ág- úst Geirsson, símstjóri í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Á þriðjudag varð örbylgjusam- bandslaust við Vesturland og einnig varð sambandslaust við mörg erlend ríki. Síðarnefnda bilunin varð í jarð- stöðinni Skyggni. Búnaðurinn, sem snýr stöðinni til þess að hún nái stöðugt sendingum frá gervihnött- um, bilaði um hálfsjöleytið og tókst ekki að gera við hann fyrr en eftir hálfa aðra klukkustund. Bilunin í Skyggni er ótengd þeim truflunum, sem hafa orðið á síma- sambandi innanlands. Þar kvarta menn þó einnig undan hita, hafa dyr og glugga opna en telja samt of heitt fyrir tækin. Pjórir sérfræðingar L.M. Ericson í Svíþjóð, framleiðanda símstöðv- anna, hafa undanfarið unnið að því í aðalstöðvum fyrirtækisins að reyna að finna hvað veldur bilunun- um. Einn Svíi kom til landsins í gær að líta á búnað Pósts og síma. wm FIMMTUDAGAR TjALDA DÁGÁR ™œ»N,NA cMnRRABRAUT60,SÍMH2045_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.