Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAG.UR W. JPLU991 «21 ^* :A: ¦ - '* '.. '¦ M Reuter Rúmenskur sígaunadrengur fyrir framan tjald fjölskyldu sinnar við borgina Stettin í Póllandi. Tugir sígaunafjölskyldna bíða í námunda við landamærin að Þýskalandi í von um að verða hleypt þangað en Þjóðverjar hafa neitað að taka við þeim. Austur-Evrópa; Sígaunar sæta æ meirí ofsóknum Genf. Reuter. HRUN kommúnismans í Austur-Evrópu hefur leitt til þess að lagaleg staða sígauna þar hefur stórbatnað en hins vegar ber æ meira á ofsóknum á hendur þeim, að því er Nic- olae Gheorghe, leiðtogi Al- þjóðasambands sígauna, sagði á ráðstefnu um málefni þjóðar- brota í Genf í gær. „Við erum höfð til blóra vegna alls sem miður fer í þessum lönd- um á meðan þau ganga í gegnum mikla umbrotatíma í stjórnmálun- um," sagði Gheorghe á ráðstefn- unni, sem er haldin á vegum Ráð- stefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (ROSE). „Sígaunar í mörgum Austur- Evrópuríkjum hafa stofnað eigin stjórnmálaflokka, tekið þátt í frjálsum kosningum og eiga full- trúa á þjóðþingum," sagði Ghe- orghe og bætti við að lagaleg staða sígauna hefði stórbatnað. Hann sagði að árásum á sígauna hefði hins vegar fjölgað stórlega í Rúmeníu, Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi og Póllandi að undan- förnu. Þeim væri kennt um allt sem miður færi, til að mynda svartamarkaðsbrask, vöruskort í verslunum og verðbólgu. „Áður var andúðinni á sígaunum haldið í skefjum," sagði hann. „Nú, þeg- ar komið hefur verið á rit- og málfrelsi, lætur fólk hatur sitt í ljós á opinskáan hátt." Áætlað er að sjö til tíu milljón- ir sígauna séu í Evrópu, þar af 2,3 milljónir í Rúmeníu. Hermenn Saddams: Brennisteinssýra gegn óbreyttum borgurum París. Reuter. ÞYRLUSVEITIR Saddams Hus- seins íraksforseta úðuðu brenni- steinssýru á íraska borgara að- eins átta dögum eftir að vopna- hléssamningar í Persaflóastríð- iriu voru undirritaðir, að því er fram kom í frönsku sjónvarps- stöðinni FR3 í gær. Sjónvarpsstöðin hafði þetta eftir frönskum hermönnum sem fengu fólkið til læknismeðferðar í bænum Salman í Suðvestur-írak. Sýndar voru lýsandi myndir af körlum, konum og börnum með alvarleg brunasár. Ekki var tekið fram hversu margir hefðu látið lífið eða hlotið sár en árásirnar voru gerðar til að kveða niður uppreisnina gegn Saddam strax eftir ósigurinn gegn bandamönnum. Sagt var, að írakar hefðu gert árásirnar strax og þeir voru orðnir vissir um, að þeir mættu nota þyrl- ur en í vopnahlésskilmálunum var þeim bannað að nota aðrar flugvél- ar. „Við horfðum upp á -þessi við- bjóðslegu grimmdarverk og skömmuðumst okkar fyrir að geta ekki gripið í taumana. Vopnahlés- skilmálarnir komu í veg fyrir það," sagði franski herlæknirinn Jacques Vaquette. ¦ BONN - Samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar sem birtar voru í Þýskalandi á laugardag myndi ríkisstjórn Helmuts Kohls kanslara falla ef kosið væri nú. Ástæðurnar eru skattahækkanir, ákvörðunin um að flytja stjórnsýslu til Berlínar og óvissan og hræðslan við kostnaðinn sem fylgir samein- ingu þýsku ríkjanna. Niðurstöður könnunarinnar bentu einnig til þess að Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), sem er í stjórnarandstöðu, myndi geta myndað samsteypu- stjórn með samstarfsflokki kristi- legra demókrata (CDU), Frjálsa demókrataflokknum (FDP). ¦ BONN - Aðildarþjóðir Comecon, efnahagsbandalags austantjaldsríkjanna sem nú hefur verið lagt niður, skulduðu Austur- Þýskalandi 23,4 milljarða marka (um 756 milljarða ÍSK). Vilja þýsk stjórnvöld að skuldunautarnir standi skil á þessum peningum, en eru þó ekki of bjartsýn á að til þess geti komið. Þýskir embættis- menn hafa þegar haldið tvo fundi með sovéskum starfsbræðrum sínum og telja Þjóðverjarnir að langir og strangir fundir séu fram- undan vegna gjaldeyrisskorts Comecon-ríkjanna fyrrverandi. Gott grillsumar með Knorr! Kryddaðu grillmatinn með Knorr og njóttu þess. Sjö kryddtegundir fyrir óteljandi tilefni. Þú færð Knorr gæðakryddið úr sérstökum tilboðsstöndum í næstu verslun. f{jlJCtft' -einmitt rétta bragðið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.