Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 TRAÖST VARAHLUTAÞJðNUSTA er opin frá klukkan 8-18. Sumaropnun ó laugardögum fró klukkan 10-14. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -686500 GALDRAMEISTARINN bókaflokkur eftir Margit Sandemo höfund Isfólksins IDRAMEISTARINX GALOKA^ Framhaldsskól- ar og kennarar eftir ÓlafOddsson Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um framhalds- skólana og störf kennaranna þar. Ýmislegt athyglisvert kemur fram í þeim umræðum, en annað orkar tvímælis. Þessi málefni eru afar mikilvæg fyrir þjóðina og geta skipt sköpum um framtíð hennar. Því er brýnt, að um þau fari fram umræður og margvísleg sjónarmið komi fram. Er ekki eitthvað að hjá okkur? í Morgunblaðinu 30. júní sl. birtist viðtal við hinn nýja mennta- málaráðherra. í viðtalinu segir blaðamaðurinn: „Nú er komin 10 ára skólaskylda í landinu, en nýleg rannsókn gefur til kynna að náms- árangur hafi farið versnandi þegar komið er í framhaldsskólana, nem- endur eru lengur að ná þessum áfanga og standa ekkert betur að vígi með stúdentspróf á vinnu- markaðinum. Við spyrjum menntamálaráðherra hvort þetta sé ekki dálítið varhugavert í ört vaxandi samkeppni menntamanna í heiminum. Er ekki eitthvað að hjá okkur?" í þessu sambandi skulu gerðar hér fáeinar athugasemdir og horft á málin af sjónarhóli allsreynds kennara í framhaldsskóla. í for- sendum spurningar blaðamanns- ins er fullyrt, að 1) námsárangur í framhaldsskólunum fari versn- andi, 2) nemendur séu lengur að ná þessum áfanga, 3) nemendur standi ekkert betur að vígi með stúdentspróf á vinnumarkaðinum. 4) Síðan er spurt, hvort þetta sé ekki „dálítið varhugavert". Kannski er hér undanskilið, að þetta sé kennurunum að kenna. Um það skal ekki fullyrt, en í for- sendur sprningarinnar vantar ýmsa þætti. Nýleg rannsókn í Morgunblaðinu 23. júní sl. er sagt frá rannsókn á 890 stúdent- PruUtamælar h- 50 til + 1000 c íeinu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. ±± Vestuíjatu 16 - Stnar 14680-132» ^"Abu Garcia ULTRA ...ogþú kastar lengra VAST, um frá MH árin 1975-1986. Margt kemur fróðlegt fram í þessari at- hugun og ég er sammála höf- undunum um sumt. T.d. koma í skólana allmargir nemendur, sem hafa ekki til þess getu að stunda erfitt nám. Þeim líður illa, er þeir fást við verkefni, sem þeir ráða ekki við. Auðvitað er þetta afar óæskilegt. En í tengslum við þetta allt þarf að huga að ýmsu og í blaðinu og viðtalinu við ráðherrann er ekki fjallað um mikilvæga þætti í þessu máli. í þessu sambandi má benda á eftirfarandi: 1) Fyrrgreind rannsókn nær aðeins til eins framhaldsskóla í landinu ogþá miðað við árin 1971- 1986 (miðað við fjögurra ára nám), en skólarnir eru margir og mjög ólíkir að gerð, stefnu og skipulagi. Það að alhæfa hugsun- arlaust í þessu efni um alla skóla á framhaldsskólastigi og störf þeirra um þessar mundir er hæp- ið, að ekki sé meira sagt. Þar með er ekki fullyrt, að ýmislegt í þess- ari rannsókn geti ekki átt við um aðra skóla. En forðast ber allar alhæfingar. 2) Sjá má á súluriti um náms- lengd í dagskólanum, að súlan hækkar nokkuð miðað við árið 1986. Hér þarf að athuga, að vor- ið 1985 varð harðvítug og löng vinnudeila, en þau dapurlegu fyrir- bæri eru afar skaðleg og mjög lík- leg til þess að lengja námstímann næstu árin á eftir. 3) Það kæmi mér ekki á óvart, að sú yrði raunin, að meðalnáms- lengd hefði orðið meiri í fram- haldsskólunum. í því efni má benda á, að mjög hefur færst í vöxt, að nemendur vinni með námi alltímafreka vinnu og geti þyí ekki sinnt náminu sem skyldi. Ég hef áður fjallað um og gagnrýnt þetta (í Mbl. 1.9. 88). Halda menn, að umfangsmikil vinna nemenda með námi hafi engin áhrif á námslengd og námsárangur? 4) Þá finnst mér það hæpið að fullyrða, að stúdentsprófið sé einskis virði á vinnumarkaðinum. Þetta virðist einkum byggt á því, að aðeins 13% þeirra, sem hafi verið á vinnumarkaði áður en þeir hófu nám, hafi færst upp í starfi eftir stúdentsprófið. Ekkert kemur fram í blaðinu til samanburðar um frama þeirra, sem höfðu ekki feng- ið þessa menntun. Hversu margir yfírleitt fá frama eða færast upp í starfi? Undarlegt framatal Og heldur finnst mér þetta framatal undarlegt. Er það ekki aðalatriðið á tímum atvinnuleysis, að menn geti unnið, gert gagn og látið gott af sér leiða. Stundum fínnst mér eins óg við mættum huga meira að eldmóði bestu manna af aldamótakynslóð- inni svonefndu. Þeir þráðu að láta gott af sér leiða, verða þjóð sinni að liði og berjast fyrir betra lífi. Ef menn vilja hér skýrt dæmi vil ég, þótt málið sé mér skylt, benda á bókina um Helga lækni Ingvars- son. Af honum og hans líkum megum við, sem nú erum uppi, margt læra. Þeir lögðu með starfí sínu grunninn að einni mikilvæg- TliitcUlCM/ Hcílsuvörur nútímafólks ustu eign okkar, íslenska velferð- arsamfélaginu. Ég sé stundum auglýsingar, þar sem sagt er, að stúdentspróf (eða samsvarandi menntun)d sé æski- legt. Hvernig stendur á því? Hefur menntunin sjálf þá ekki gildi og þýðingu í lífmu, hvað svo sem öðru líður? Telja menn það einskis virði, ef ungur maður hefur fengið rækilega tilsögn t.a.m. í Njálu eða Hávamálum og þar með aukið mjög á þekkingu sína um manneðl- ið og móðurmálið. Stendur hann þá ekki betur að vígi en ella? Það er engu líkara en sumir menn telji, að menntun yfirleitt sé fánýt. Ungur maður, sem hefur í skóla náð góðum tökum og leikni í með- ferð móðurmálsins, kynnst vel sögu lahds síns og þjóðar, numið náttúrufræði og bókmenntir, er- lend tungumál, stærðfræði og^ raungreinar, hefur ekki unnið fyr- ir gýg. Menntunin verður ekki tek- in fra honum. Þetta veit íslenskur almenningur og leggur því ríka áherslu á, að ungmenni á hans vegum fái menntun. I framhaldsskólunum eru marg- ir kennarar, og auðvitað þekki ég þá ekki alla. En mér er fullkunn- ugt um, að í skólunum eru margir menn, sem vinna vel og samvisku- samlega sín erfiðu, en afar mikil- væg störf. Hitt er annað mál, að bráðnauð- synlegt er að efla með öllum til- tækum ráðum verkmenntun hér á landi og gera veg hennar sem mestan. En hún er ekki andstæða hinnar bóklegu menntunar, þetta eru greinar af sama meiði. Og sannfærður er ég um það, að vel- ferð þjóðarinnar í framtíðinni er mjög svo undir því komin, að menntun, bæði bókleg og vei-kleg, verði efld með öllum tiltækum ráð- um. Þetta hafa menningarþjóðir eins og Þjóðverjar skilið, enda er menntuniri undirstaða framfara og hagsældar. Þeir hafa og kostað kapps um að hafa menntun kenn- aranna sem mesta og sýnt þeim framkomu við hæfi, — í þágu sam- félagsins í heild. Um þá siði, sem hér hafa tíðkast í þessum efnum, þarf ekki að ræða. Margt má lagfæra En það er vissulega ýmislegt, sem lagfæra þarf í framhaldsskól- unum. Þar má nefna menntun kennaranna. Þegar ég hóf kennslu í menntaskóla fyrir rúmum 20 árum, þá sögðu menn, að mjög æskilegt væri, að kennari hefði kandídatspróf (6-7 ára nám) eða samsvarandi menntun í fræðigrein sinni og BA-próf (3-4 ára nám) væri lágmarksmenntun í þetta starf. Þetta var sagt þá. En margt hefur hér breyst. Nú þykir mjög gott, ef það fæst mað- ur með BA-próf í kennslu. Og í seinni tíð haf allmargir „kollegar" mínir í sumum greinum verið lið- lega tvítugir stúdentar. Skóla- menn hafa og bent á, að mjög erfitt sé að fá hæfa kennara í mikilvægum greinum (sbr. Mbl. 2.7. 91, bls. 51). Skólameistari úti á Iandi talaði nýlega við 40 menn, áður en honum heppnaðist að ráða kennara í mikilvæga grein að sumra sögn, þ.e. íslenskuna. Nú í vor luku nokkur hundruð manns prófum frá Háskóla ís- lands. Af þeim voru tveir með kandídatspróf í sagnfræði og einn í íslenskum bókmenntum, sbr. Morgunblaðið í dag, 3. júlí, bls. 25. Kannski finnst fáum öðrum en mér þetta vera „dálítið var- hugavert". Þá hefur einnig lélegur að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.