Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 17 upphafi. Hún hvatti til málefna- legra umræðna um Evrópumálin og sagði síðan: „Þær umræður mega aftur á móti hvorki byggjast á hræðslu við einangrun né útlend- inga, ekki á sleggjudómum um að menn séu annað hvort heimóttar- legir einangrunarsinnar eða land- sölumenn og ekki á vanþekkingu á því sem vinnst og því sem tapast í þessum samningum og á kostum og göllum Evrópubandalagsins. Umræða af því tagi getur hæglega leitt til þess að áður en við er litið sé búið að skipta þjóðinni upp í tvær fylkingar sem ekki séu í kall- færi hvor við aðra og láti því duga að munda vopn sín og verjur. Umræðan um herstöðvarmálið og Nato ætti að vera okkur víti til varnaðar." Umræðurnar um varnarmálin hafa af hálfu andstæðinga varnar- stefnunnar ekki snúist um gildi þess að ísland sé varið og þá stað- reynd að með þátttöku okkar í NATO hefur tekist að tryggja frið og skapa forsendur fyrir lýðræðis- þróun í Mið- og Austur-Evrópu, svo að vitnað sé til orða Havels, forseta Tékkóslóvakíu. Umræður andstæðinganna hafa snúist um menningarlega hættan, landsölu og kjarnorkuógn. Ef umræðurnar um evrópska efnahagssvæðið snú- ast ekki um gildi þess að samið sé um aukið frelsi í viðskiptum og komið á fót stofnunum til að tryggja þetta frelsi í framkvæmd, eru þær að fara í sama fárveg og umræðurnar um varnarmálin. Eini munurinn er sá, að kommúnistar koma ekki lengur við sögu með hið dulda markmið sitt að tengja okkur á einn eða annan hátt Moskvuvaldinu. Þeir sem vilja að aðild Islands að Evrópubandalaginu verði á dag- skrá í umræðum um þátttöku í evrópska efnahagssvæðinu verða fyrir vonbrigðum og geta auðveld- lega talið sér trú um að eitthvert feimnismál sé til umræðu. Þessir menn róa einfaldlega á vitlaus mið. Samningur um evrópskt efna- hagssvæði liggur ekki fyrir en þó hafa verið stofnuð samtök gegn honum á opinberum fundi í Reykja- vík og hafin er söfnun undirskrifta gegn hinum ógerða samningi. Eru slík vinnubrögð til marks um að málefni skuli ráða ferðinni? I ræðu sinni á stofnfundinum sagði Ingibjörg Sólrún einnig: „Ég hef eytt talsverðum tíma í að kafa í málið og tel mig samt ekki komna til botns í því. Það er líka til marks um stærð þessa máls að við sem tölum á þessum fundi gerum ekki mikið meira en að gára yfirborð- ið." Þótt menn hafi ekki komist til botns í máli og geri ekki mikið meira en gára á því yfirborðið, stofna þeir samtök gegn málefn- inu. Er það til marks um einlægan vilja til málefnalegra umræðna? Höfundur erþingmaður fyrír Sjálfstæðisflokkinn íReykjavik. GARÐHUSGOGN- STÓRGLÆSILEGT STÓLASESSUR f. hærri stól: f.lægri stól: ^ /ÍRUMFATA-Í m Skeifan 13 AuBbrekku 3 óseyri 4 • Reykjavík Kópavogi Akureyri J ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ í BORGARNES VIÐ Koníið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. U Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA - OLIUFELAGIÐ HF. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.