Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 12
81 12 teei MORGUNBLAÐIÐ ÍTMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Strigaskór Verö695,- Litir: Svart, hvítt og blátt. Stærðir: 36-46. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum. Toppskorinn, Kringlunni, Veltusundi, s.21212. s. 689212. QGVID BftQSUMÍ UMFEftD/zy^ ARC 2 MW/FM steríó hljómgæði, útvarp og segulband I sama tæki. Magnarí 2x7 wött. Sjálfvirkur sloppari á snældu. ARC 754 MW/FM sterió úlvarp meö segulbandi, sjáifvirkur stoppari á snætóu. Bassa og hátóna stilling. Magnari er 2x10 wött. Stafraenn gluggi semsýnir bylgjulengd og fleiri upprýsingar. Tengi aó framan fyrir CD geislaspilara. ARC 716L MW/FM sterió hágæöa útvarp með segulbandi. Sjálfvirkur leitari á bykjju og „skanner" sem finnur allar rásimar og spilar brot af hverri þeirra. - Stafrænn gluggi er sýnir bæði bylgjulengd og klukku. Móguleiki á 4 hátölurum. Tækiö er í sleða \ ARC180 Ah^ta2kiMW/FMstertóú^ajpogsegulbarxJ.2x25wM.Ur^ýtíur stafrænn gluggi. SjálfVirk spólun á snæídu. Tenging fyrir CD geislaspilara. Útgangur fyrir fjóra bátalara meÖ fullkomið steró ínnbyrgðis. Heimilistæki hf SÆTUNI0SÍMI6915 1SHKHlNGLUNNISÍMt69152O ,\ta?ki- Staðreynd eða lýðskrum? „Nytjastofnar á fslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar" eftir Jóhann J. Ólafsson Ýmsir háskólamenn, stjórnmála- menn og ritstjórn Morgunblaðsins hafa túlkað lagasetningu um sam- eign þjóðarinnar á fískistofnunum mjög ófaglega. T.d. má nefna að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, fullyrti í sjónvarpi og útvarpi: „Fiskimiðin umhverfis land- ið eru þinglýst eign íslensku þjóðar- innar." (Ritað eftir minni undirrit- aðs). Á slíkum grundvelli halda menn fram þeirri kenningu, að selja beri veiðileyfi til útgerðarmanna gegn milljörðum, sem dreifast eigi til almennings, áður en nokkur físk- ur er veiddur, svo þjóðin geti fengið „réttmætan" arð af eign sinni. En hvers vegna athuga menn ekki forsendur sínar betur? Enn hefi ég ekki séð neina alvarlega tilraun gerða til þess að túlka það lagaá- kvæði, sem þesar hugmyndir byggj- ast alfarið á. „Sameign íslensku þjóðarinnar", „þjóðareign" eða „eign þjóðarinnar" er ekki eign að íslenskum lögum svo ég viti. Þessi hugtök eru ekki eignar- réttur í lögfræðilegum (juridskum) skilningi. Þegar Jón Baldvin segir fiskimiðin „þinglýsta" eign íslensku þjóðarinnar þá talar hann annað- hvort gegn betri vitund eða af fá- kunnáttu. Þinglýsingar fara fram hjá fógeta en ekki á Alþingi. Mér vitanlega hefur „sameign þjóðarinn- ar" hvergi verið þinglýst. Umrætt lagaákvæði er ákaflega veikt og óljóst, nánast aðeins skoðun Alþing- is, þingsályktun í lagaformi. Hvað er eign? í riti próf. Ólafs Lárussonar, „Eignarréttur", útgefíð 1950, er að finna svar við þessari spurningu. Þar er efni eignarréttarins skipt upp í fimm aðildir þó sú upptalning sé ekki tæmandi að áliti höfundarins, Ólafs Lárussonar, en þær eru: 1. Eigandi ræður yfir eign sinni. Hann getur notað eign sína eða lát- ið það vera. Hann hirðir arð af henni. 2. Eigandi getur ráðstafað eign sinni með löggerningi, selt hana, gefið, veðsett, leigt og lánað. 3. Eign er grundvöllur lánstrausts eiganda. 4. Eigandi getur eftirlátið erfingj- um sínum eign sína eftir sinn dag. 5. Eign nýtur lögverndar þjóðfé- lagsins og eigandi getur leitað til dómstóla og yfirvalda eignarrétti sínum til varnar. Hverja af ofangreindum aðildum hefur þjóðin að „sameign ísl. þjóðar- innar"? Enga. Þó eru nytjastofnar á íslandsmiðum kallaðir „eign". Hvernig á að skilja orðin „sameign íslensku þjóðarinnar" í þessu tilfelli? 1. Að fiskinytjastofnarnir, miðin, séu ríkiseign? •>• 2. Að fiskinytjastofnarnir, miðin, séu ekki í eigu útlendinga? 3. Að nytjastofnarnir séu ekki í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga? 4. Viðbót við samanlagðar eignir allra landsmanna, sbr. grein höf. í Morgunblaðinu 9.11. 1989? (Sam- kvæmt því eru allar eignir lands- manna, jarðir, skip, hús o.fl., sam- eign þjóðarinnar.) 5. Alþingi vill tryggja sér sem mest svigrúm við mótun fískveiði- stefnunnar. Eignarréttur er áralda úrræði mannkynsins til þess að stýra sam- skiptum sínum. Hugsanlega eldra en þjóðfélagsskipunin sjálf, sem ef til vill hefur myndast til þess að vernda eignarréttinn. Vegna örra þjóðfélagsbreytinga, mikilla framfara og vaxandi eignar- myndunar jukust deilur um eignar- rétt. Um miðja síðustu öld komu fram hugmyndir í þá átt að þynna út aðildir eignarréttarins, t.d. með samvinnufélögum, eða afnema hann algjörlega hjá einstaklingum og yfir- færa hann til hins opinbera. Afleið- ingar þess að bera fyrir borð alda- gamla reynslu mannkynsins af eign- arrétti eru nú að koma harkalega í ljós um allan heim. Ég vara íslendinga einarðlega við því að endurtaka hér mistök ann- arra. Það er ein helsta afleiðing hruns forsjárhyggjunnar, að al- menningur vill endurheimta hinar fimm aðildir eignarréttarins, eins og Ólafur Lárusson lýsir þeim. Afstaða Morgunblaðsins Ég er ekkert hissa á því þótt ýmsir vilji nota tækifærið, þegar við stödnum frammi fyrir stórkostlegu úrlausnarefni og vega að eignarrétt- inum. Það hefur fylgt mannkyninu í gegnum söguna. Afstaða ritstjórn- ar Morgunblaðsins er mér hins veg- ar óskiljanleg í þessu máli þar sem blaðið hefur löngum verið bakhjarl eignarréttarins. „Sameign þjóðarinnar" er ekki hugtak um eignarrétt að lögum. Varðandi eignarrétt á nytjastofnum er ekki um nema annaðhvort að ræða: 1. Eignarrétt einstaklinga, eða 2. Eignarrétt hins opinbera, en blaðið virðist vera á móti hvoru- tveggja. Hvað vill það? í leiðara Morgunblaðsins, sem svar til Kristjáns Ragnarssonar, formanns LíÚ, neitar blaðið í upp- hafi að það hafi gerst boðberi eignar- réttar hins opinbera á nytjastofnum, en seinna í sama leiðara segir það útgerðarfyrirtæki „hafa efni á því að greiða þetta sama gjald í sameig- inlegan sjóð landsmanna". Hver er sameiginlegur sjóður landsmanna annar en ríkissjóður íslands? „Sá á eign sem ræður," sagði Sveinn heitinn Valfells. Sumir þeir háskólamenn, sem fjalla um þessi mál, viðurkenna að um þjóðnýtingu og ríkisrekstur sé að ræða. Þorvaldur Gylfason er ekk- ert að skafa utan af hlutunum þegar hann segir að andvirði veiðigjalds eigi að renna beint í ríkissjóð til þess að bæta stöðu hans og lækka skatta. í grein í Morgunblaðinu 20. apríl sl. segir Þorkell Helgason: „Það vantar ekkert nema ákvæði um veiðigjald; helst í því formi að kvótarnir séu boðnir upp á frjálsum markaði." Þessar hugmyndir taka ekki nægjanlegt tillit til lögmála atvinnurekstrarins. Er grundvöllur útgerðar ekki nægilega veikburða, syndandi í sjónum og háður óstöðug- um gæftum og verðsveiflum, þótt ekki sé verið að bjóða hann upp á hverju ári þar að auki? Seinna í sömu grein segir: „Með veiðigjaldi, sem ákvarðaðist á frjálsum markaði, hefði mátt taka á vandanum. Drjúg- ur hlutur af auknum ábata til sjávar hefði þá runnið í sameiginlegan sjóð landsmanna." Hér er ekkert verið að læðupokast méð þjóðnýtingar- hugmyndirnar. Og aðdáun höfundar á forsjá ríkisvaldsins leynir sér ekki, því í beinu framhaldi segir hann: „Auðvitað skiptir þá máli hvað verð- ur um veiðigjaldið. A uppgangstím- um má kúfurinn ekki fara beint í opinbera eyðslu, heldur verður að safna gjaldinu í sjóði til mögru ár- anna." Hver trúir nú slíku? Ríkið safnar aldrei neinum sjóðum, en eyðir stöðugt meiru en það aflar. Meira fé til hins opinbera tefur að- eins bráðnauðsynlega uppstokkun Jóhann J. Ólafsson „Morgunblaðið hefur engar áhyggjur af því hverjar afleiðingar það hefur í för með sér ef sjónarmið þess ná fram að ganga. Blaðið segir að vísu að það hafi ekki tekið undir hugmyndir um uppboð á veiðileyf- um eða að auðlinda - skattur verði upp tek- inn, né að endurgjald fyrir veiðiréttindi gangi til þess að standa undir hallarekstri ríkis- sjóðs og verði þannig enn ein skattlagning." ríkisfjármála. En hvers á íslensk útgerð að gjalda að þurfa að þola jafn óraun- hæfa umræðu og raun ber vitni? „Sameign þjóðarinnar" er ekki til né sá hagnaður af henni, sem dreifa á meðal þjóðarinnar. Lætur almenningur ginna sig? Davíð Oddsson gerir alvarlega til- raun til þess að slá á fáránleikann með því að benda á að breyta þurfi stjórnarskrá íslands, ef eitthvað í þessa átt eigi að ganga eftir. Hér er hinn snjalli stjórnmálamaður greinilega að kaupa sér tíma til þess að þjóðin fái ráðrúm til að leysa málið, en verða ekki undir sameign- arfárinu. Almenningur hefur ekkert tekið undir þessar hugmyndir um arð af þjóðareigninni, enda er hann farinn að þekkja lýðskrum þegar hann sér það. Hann veit að hann fær hvorki lægri skatta né ávísanir sendar í pósti. Þetta eru aðeins blekkingar til þess að ginna fólk til fylgis við hugmyndir um meiri ríkisafskipti og útþenslu ríkisbáknsins. Almenning- ur lætur ekki glepjast og þegir, nema þegar hann er spurður leiðandi spurninga. Alþingi veit þetta og þeg- ir einnig. Svartir dagar í ríkisfjár- málum er sá raunveruleiki sem al- menningur í þessu landi þarf jafnan að búa við. Ég hefi verið samskipa háskóla- mönnum og Morgunblaðinu þegar þeir hafa bent á nauðsyn þess að koma á stjórnun fiskveiða. Einnig að sú stjórnun þurfi að gerast með lögmálum markaðarins. Þá er ég þeim og sammála í því, að við þurf- um að þróa okkur út úr kvótakerf- inu. En þegar þessir aðilar hafa viðrað túlkun sína á því, hvað sé sameign þjóðarinnar, sem hún þurfi að fá arð sinn af, hefur leiðir skilið. Sá „arð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.