Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 Morgunblaðið/Sverrir Halldór Sigurðsson umsjónarmaður gámasvæðis Sorpu í Garðabæ, við hrúgu af drasli sem skilin var eftir framan við hliðið. Garðabær: Rusli sturtað við gámastöð UNDANFAKNA morgna hafa starfsmenn við hina nýju gámastöð Sorpu í Garðabæ orðið fyrir heldur óskemmtilegri reynslu. Fram- an við gæsluhúsið hefur verið losað rusl yfir nóttina og hafa starfsmenn eytt drjúgum tíma „Þessu rusli er hrúgað upp framan við skiltið sem á stendur að opið sé á hverjum degi nema á stórhátíðum, frá kl. 10 að morgni til kl. 22 að kvöldi," sagði Halldór Sigurðsson umsjónarmað- að flokka hrúguna og hreinsa. ur á svæðinu. „Hver sem hér er að verki hlýtur því að koma á nóttunni. Vil ég beina þeim til- mælum til hans að hafa samband við okkur og er ég alveg til með að hliðra til og hafa opið lengur ef hann lætur vita af sér. Þetta er hins vegar ófært. Við höfum lagt metnað okkar í að halda svæðinu snyrtilegu og gróðursett í kring en svo ganga menn svona um. Eg er að kanna hvort ekki er að finna ákvæði í lögum um sektir fyrir sóðaskap en vonandi er þetta einangrað fyrirbæri." Réttargeðdeild að Sogni: Bogi Th. Melsted réttargeðlæknir kall- aður til ráðgjafar Staða „sérfræðings" auglýst í stað yfirlæknis BOGI Th. Melsted, yfirlæknir á réttargeðsjúkrahúsinu í Vastervik í Svíþjóð, mun koma hingað til lands síðar í mánuðinum og verða heilbrigðisyfirvöldum til ráðuneytis um undirbúning að starfsemi réttargeðdeildar að Sogni, sem stofnselja á í haust. Að sögn Ólafs Olafssonar landlæknis mun Bogi hafa hér stutta viðdvöl, en til greina kemur að hann verði hér síðar um lengri tíma. Að sögn landlæknis hefur Bogi verið yfirlæknir í Vástervik í fimm- tán ár og tekið á móti mörgum geðsjúkum afbrotamönnum frá ís- landi, sem ékki hefur verið unnt að meðhöndla á viðeigandi stofnun hér heima. Bogi hefur komið til íslands af og til, litið á sjúklinga og tekið með sér til Svíþjóðar. Bogi mun ræða við heilbrigðis- yfirvöld og gefa góð ráð varðandi starfsemi meðferðardeildarinnar að Sogni. „Ef með þyrfti, telur hann sig geta komið hingað um lengri tíma," sagði Ólafur Olafsson. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um að Bogi tæki að sér starf yfirmanns á Sogni, en það er nú laust til umsóknar eftir að Lára Halla Maack réttargeðlæknir sagði upp starfi sem yfirlæknir réttargeð- deildarinnar. „Bogi verður okkur aðeins til ráðgjafar," sagði Ólafur. Yfirmannsstaða á Sogni hefur nú verið auglýst í blöðum. Stöðu- heitinu hefur verið breytt úr yfir- lækni í „sérfræðing í geðlækningum fyrir heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið", eins og það er orðað í auglýsingunni. Þar segir jafnframt að lækninum sé ætlað að annast umsjón með ósakhæfum afbrota- mönnum og jafnframt að sinna geðlæknisþjónustu í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst, en staðan veitt frá 1. sept- ember. Fjármálaráðherra segir stefna í a.m.k. 25 milljarða halla á ríkissjóði: Athugað verður að taka upp gjöld fyrir opinbera þjónustu í undirbúningi að segja upp ríkisáskrift dagblaða FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að uppsafnaður halla- rekstur og skuldbindingar ríkis- sjóðs sem komi að óbreyttu til greiðslu á næstu árum þýði að útgjöld ríkisins umfram tekjur verði a.m.k. 25 miHjarðar kr. Ráð- herra segir að allar leiðir séu opnar varðandi sparnað og niður- skurð í ráðuneytunum og meðal þess sem sé a borðinu sé að taka gjöld af opinberri þjónustu við neytendur og færa rekstrarverk- efni út á markaðinn. Hugmyndir eru m.a. uppi um að taka upp skólagjöld. Þá er í undirbúningi í fjármálaráðuneytinu að segja upp ríkisáskrift dagblaða. Strandasýsla: Fiskeldisfyrirtæki: 28 umsóknir um 300 millj. fjárhagsaðstoð ALLS bárust 28 umsóknir frá að viðhalda sem flestum greinum fiskeldisfyrirtækjum um fjár- fiskeldis, hafbeit, strandeldi og hagsaðstoð þá sem ríkisstjórnin kvíeldi," sagði hann aðspurður um ákvað í síðasta mánuði að veita úthlutunarreglur starfshópsins. nokkrum fyrirtækjum til að við- halda þekkingu og þróunarstarfi í greininni. Samtals verður út- hlutað 300 inilljónuin kr. í formi verðtryggðra lána sem bera 5% vexti, en eru afborgunarlaus fyrstu 5 árin. 150 millj. á þessu ári og afgangurinn á því næsta. Ingimar Jóhannsson, fiskifræð- ingur hjá Byggðastofnun, sem er formaður starfshóps sem annast úthlutun lánanna, segir að ákvörð- un um hvaða fyrirtæki fái aðstoð verði tekin í byrjun næstu viku en óvíst hversu mörg þau verða. Talað hefði verið um 3-5 fyrirtæki upp- haflega en þau gætu orðið fleiri. „Við lítum fyrst og fremst á eig- infjárstöðu fyrirtækjanna og lausafjárstóðu þeirra. Ennfremur hvort fyrirtækin séu með fram- leiðslu í gangi og er lögð áhersla á „Vandinn er svo stór að hann verð- ur ekki leystur með hefðbundnum hætti, svo sem með því að kroppa í útgjöld og hækka skatta. Það verður að takast á við kerfislæg vandamál og spyrja grundvallarspurninga eins og þeirra, hvort þeir sem njóta vissr- ar opinberrar þjónustu greiði ein- hvern hluta kostnaðar við þá þjón- ustu sem þeir njóta, og þá undan- skil ég ekki menntamálin og heil- brigðismálin. Jafnframt verður að gæta þess að það bitni ekki á þeim efnaminni," segir Friðrik. „Hver ráðherra fyrir sig mun skila útfærðum hugmyndum sem skila þeim árangri sem um var beðið um næstu mánaðamót. Þegar það liggur fyrir mun ríkisstjórnin taka ákvarð- anir um til hvaða aðgerða verður gripið. Þessi mál eru því núna á ábyrgð einstakra ráðuneyta," segir hann. Friðrik sagði aðspurður að nú væri í skoðun að segja upp ákveðnum fjolda dagblaða en í tíð síðustu ríkis- stjórnar hefði af pólitískum ástæðum verið brugðið á það ráð að auka kaup ríkisins á dagblöðum. „Fjár- málaráðuneytið myndi því ekki standa straum af þeim kostnaði en ríkisstofnanir sem vilja halda áfram blaðakaupunum verða að gera það á eigin kostnað og spara önnur útgjöld á móti," sagði hann. Löngunin leiddi til handtöku MADUR á fimmtugsaldri var handtekinn í verzlun í Mjódd- inni á þriðjudag eftir að hafa veitt ungri stúlku eftirför. Eftir yfirheyrslur var mann- inum komið á geðdeild Landspítalans. Málsatvik voru þau að mað- urinn og stúlkan urðu samferða í strætisvagni. Stúlkan tók eftir því að maðurinn starði á hana mikið og lengi. Þegar hún fór úr vagninum á skiptistöðinni í Mjódd elti maðurinn hana. Stúlkan fór inn í verzlun, enn með manninn á hælunum. Henni þótti nóg um og kallaði á lögregluna, sem brá skjótt við og fjarlægði. manninn. Á lögreglustöðinni gaf mað- urinn þá hreinskilnislegu skýr- ingu á eftirförinni að í strætis- vagninum hefði löngun sín til kvenna gert ærlega vart við sig og orðið svo óbærileg að hann hefði ákveðið að ná tali af stúlk- unni. Listamiðstöð að Korpúlfsstöðum: Fimm arkitektar ráðnir FIMM arkitektastofur hafa verið ráðnar til að gera tillögu um skipu- lagningu rýmis í væntanlegri listamiðstöð á Korpúlfsstöðum. Hefur Korpúlfsstaðanefnd samþykkt að tilnefna til verksins: Albínu og Guðfinnu Thordarson, Arkþing, Guðmund Jónsson, Sigurð Harðar- son og Vinnustofu arkitekta sf. Ráðgert er að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Á Korpúlfsstöðum er ætlunin að komið verði fyrir listasafni Errós, listasafni Reykjavíkur, bókasafni á listasviði, tónlistar-, leiklistar- og ráðstefnusal, vinnustofum fyrir list- greinar, rými fyrir veitingarekstur, safni um sögu Korpúlfsstaða og Thors Jensen o.fl. Miðað er við að arkitektarnir skili tillögum sínum 1. bktóber næstkomandi og mun Korpúlfsstaðanefnd þá taka ákvörðun um framhald verksins. Grútur veldur fugladauða Grútarmengunin nær allt frá Bolungavik til Reykjanes- hyrnu og er rtimir 2Pkmábreidd. NOKKUÐ þétt breiða af Iivíf.um grútarflekkjum liggur á sjónum við strendur Bolungarvíkur í norðri til Reykjanesshyrnu í suðri á Ströndum. Óvíst er hvað grúturinn nær langt út á haf en sjómenn urðu varir við hann 12 mílur frá landi á mánudaginn. Hvorki er vitað hvaðan grúturinn kemur né um hvers konar grút er að ræða. Sams konar flekkja hefur orðið vart úti fyrir Húnaflóa. Nokkrir fuglar a.m.k. hafa drepist af völdum grútarins. „Grúturinn minnir á lint tyggi- 30 cm langa og handleggsbreiða. gúmmí," sagði Vilmundur Hansen, Breiðurnar eru misþéttar en menn fréttaritari Morgunblaðsins í Tré- kyllisvík. „Hann liggur í flekkjum sem eru allt frá því að vera litlar kúlur upp í mun stærri flekki, um Reykjarfirði segja að þar líkist grúturinn mest snjókomu. Ég veit til þess að hér hitaði kona grútinn og Iíktist hann þá rjóma." Vilmundur sagði að óvenjumikið af fiðri og fjöðrum væri í sjónum sem hugsanlega stafaði af því að fuglinn hefði reynt að hreinsa af sér grútinn. Sagði hann að menn hefðu orðið varir við að fuglar á túnum í Ingólfsfirði klóruðu sér ákaft eins og þeir vildu ná grútnum af sér. Nokkuð er um dauða æðar- unga í fjörunni. Þeir eru hreínir af grút en getgátur eru um að þeir hafi étið hann og drepist af því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.