Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 iltorgiiiiiMafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁmiJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Aflaskerðing og tiltækráð Skýrsla Hafrannsóknarstofn- unar um ástand fiskistofna og tillögur um skerðingu afla- kvóta er að sönnu reiðarslag, eins ogKristján Ragnarsson, formaður LIÚ, hefur komizt að orði. Stofn- unin leggur til, að þorskaflinn verði skertur um næstum 70 þús- und tonn frá því sem gert er ráð fyrir að hann verði í ár. Hún legg- ur til, að þorskaflinn verði aðeins 250 þúsund tonn á ári næstu þrjú árin vegna lélegrar nýliðunar. Það alvarlega er, að þessi mikla afla- skerðing gerir ekki betur en að halda hrygningarstofninum í horf- inu. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir, að þessi afla- skerðing kosti útgerðina og þjóð- arbúið allt að níu milljarða króna á ári vérði farið að fullu að tillög- um Hafrannsóknarstofnunar. Hann segir, að lítið svigrúm sé til að víkja frá tillögunum. Það gerir þetta áfall enn alvarlegra, að það ríður yfir á sama tíma og ríkisstjórnin glímir við einhvern mesta vanda í ríkisfjármálum sem þekkst hefur - gífurlegan halla á ríkissjóði og óheyrilega lánsfjár- þörf hins opinbera. Ennfremur stendur endurnýjun þjóðarsáttar fyrir dyrum í haust og þetta mikla tekjutap þjóðarbúsins gerir heild- arkjarasamninga miklu erfiðari. Þjóðhagsstofnun telur að þjóðar- tekjur muni minnka um 3-4% á næsta ári, þótt reiknað sé méð álversframkvæmdum. Það er rétt hjá sjávarútvegsráð- herra, að lítið svigrúm er til að víkja frá tillögum Hafrannsóknar- stofnunar. Fiskifræðin er ófull- komin vísindagrein og reynslan hefur sýnt, að spár Hafrannsókn- arstofnunar standast ekki alltaf. En ljóst er, að ekki má taka mikla áhættu með hrygningarstofnana, því það mun valda ómældum erfið- leikum í náinni framtíð og við höfum engan traustari grunn til að byggja á en rannsóknir fiski- fræðinganna. Sá ljósi punktur er í skýrslunni, að skilyrðin í hafinu eru nú miklu betri en undanfarin ár. Þá er óvissa um göngu þorsks frá Grænlandi. Hafrannsóknar- stofnun leggur því til, að stærð stofnsins verði endurmetin í byrj- un næsta árs. Undir það skal tek- ið, því einskis má láta ófreistað til að fá sem nákvæmastar upplýs- ingar um stöðu fiskistofnana. Dökkt útlit er með loðnuveiðar í haust og kann svo að fara að engar veiðar verði heimilaðar. Sfldarstofninn styrkist hins vegar ár frá ári, en erfiðleikar í sölu saltsíldar geta dregið mjög úr arð- semi veiðanna. Þetta allt, ásamt erfiðleikum í rækjuvinnslu, veikir mjög stöðu útvegsins og þar með þjóðarbúsins í heild. Loks hefur orðið vart verðlækkunar á sjávar- afurðum á erlendum mörkuðum, þótt ýmsir telji að það sé tíma- bundið. íslendingar eru vanir þessum sveiflum í sjávarútvegi með til- heyrandi kollsteypum i efna- hagslífinu. Það hefur blasað við, að nauðsynlegt er að mæta afla- takmörkunum með því að minnka tilkostnaðinn við veiðar og vinnslu. Ennfremur að nýta hrá- efnið sem bezt og vinna nýjar afurðir úr hefðbundnum og ónýtt- um tegundum úr lífríki sjávar. Það þarf að beita öllum tiltækum ráð- um til að hverfa frá þeirri stefnu að flytja einungis út hráefnið og taka upp fullvinnslu í staðinn - stórauka þannig tekjurnar af út- flutningi sjávarafurða. I þessu sambandi er rétt að minna á, að hugsanleg aðild ís- lands að evrópsku efnahagssvæði getur opnað sjávarútveginum og iðnaðinum nýjar dyr. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefur minnt á, að tollmúrar Evr- ópubandalagsinss,miðist við að gera veiðiþjóðirnar að hráefnisút- flytjendum. Samningarnir um evr- ópskt efnahagssvæði miði hins vegar að því að gerbreyta starfs- aðstöðu íslenzks sjávarútvegs og fískvinnslu og skapa í fyrsta sinn aðstöðu til að byggja tæknivædd- an og þróaðan matvælaiðnað hér á landi. Skýrsla Hafrannsóknar- stofnunar sýnir glögglega, hversu nauðsynlegt er að fylgja. þeirri stefnu eftir. Einu sinni sem oftar er einnig rétt að minna á, hversu mikilvægt það er fyrir íslenzkt efnahagslíf að fleiri stoðum verði undir það skotið. Brýna nauðsyn ber til að draga úr þeim efnahagssveiflum sem eiga sér stað, þegar illa árar í sjávarútvegi eða verðfall verður á erlendum mörkuðum. Þar blasir stóriðjan að sjálfsögðu við og nýt- ing þeirrar auðlindar sem orkan er. Það er skjótvirkasta leiðin til auðsköpunar og bættra lífskjara, þótt sjálfsagt sé að sækja fram á öðrum sviðum atvinnulífsins, ekki sízt hátækniiðnaðar. Ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks bíður það mikla verkefni að finna leiðir til að mæta því áfalli, sem felst í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. Ofar- lega á blaði hljóta að vera aðgerð- ir til að ýta á eftir samningum um evrópskt efnahagssvæði, ljúka samningum um álver á Keilisnesi og nýta þá möguleika sem kunna að vera fyrir hendi um orkufrekan iðnað. VIÐBROGÐ VIÐ TILLOGUM HAFRANNSOKNARSTOF Halldór Ásgrímsson: Taka verður tillöguna mjög alvar- lega HALLDÓR Ásgrímsson fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknar- flokksins segir að lítið annað sé hægt að gera en taka alvarlega tillögu Hafrannsóknarstofnunar um þorskafla á næsta ári, en hún er um 70 þúsund tonna skerðingu miðað við þetta ár. „Þeirri línu hefur verið fylgt á undanförnum árum, að ganga ekki á þorskstofninn. En hann hefur heldur ekki verið byggður upp, í þeirri von að ganga frá Grænlandi gæti orðið til þess að stækka hrygn- ingarstofninn. En það má segja að þar sem enginn góður árgangur hefur bæst við í ár, þá er útlitið mjög dökkt. Hafrannsóknarstofnun lagði til, fyrir árið 1991, að veiðin yrði miðuð við 300 þúsund lestir. Á þá tillögu var fallist, en það var niðurskurður frá fyrra ári. Nú er tillaga uppi um enn frekari niðurskurð, sem eru að sjálfsögðu mjög alvarlegar fréttir. Eg er þeirrar skoðunar að það sé lítið annað að gera, en að taka til- löguna mjög alvarlega," sagði Hall- dór Ásgrímsson. Hann sagði að endurmeta yrði stöðuna næsta vetur, í ljósi upplýs- inga sem kæmu fram eftir vetrar- rannsóknir, en lög um fiskveiði- stjórnun gerðu ráð fyrir að þá væri hægt að taka úthlutun til nýrrar ákvörðunar. Það hefði verið gert á síðasta ári, en rannsóknirnar þá um veturinn hefðu ekki leitt til neinna breytinga. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna sagði í Morgunblaðinu í gær, að í ljósi stöðunnai- nú yrði að leysa Hagræðingarsjóð upp, og ráðstafa þeim veiðiheimildum sem hann hefði yfir að ráða beint til flot- ans. Þegar þetta var borið undir Halldór sagði hann að engum hefði dottið annað í hug en að veiða það sem í Hagræðingarsjóðnum væri. Á síðasta vetri hefðu orðið allmiklar deilur um það hvernig ætti að skipta þeim veiðiheimildum en á endanum hefðu þær gengið til loðnuskipanna. „Ég held að það sé best að sjá til með það hvernig lítur út með loðnuvertíðina áður en að segja á til um Hagræðingarsjóðinn. Ég held að það sé mikil þörf á því núna, að halda áfram á þeirri braut að sameina veiðiheimildir og fækka skipum, og það var markmiðið með stofnun sjóðsins, að gera það kleyft að hjálpa til við þær hagræðinga- raðgerðir. Ég held að þessar nýju fréttir gefi ekki tilefni til að draga úr því, heldur þvert á móti," sagði Halldór Ásgrímsson. Gísli Jónatansson: Bagalegt ef draga þarf meira saman GÍSLI Jónatansson, kaupfélags- sljóri Kaupfélags Fáskrúðsfjarð- ar, segir að ef af skerðingu þorskafla verði, eins og lagt er til í tillögum fiskifræðinga Haf- rannsóknastofnunar, hljóti það að koma afar illa niður á fyrir- tækinu og atvinnulífi á staðnum. „Okkur hefur vantað meiri afla og það er því bagalegt ef draga þarf meira saman," segir Gísli. „En þessar tillögur koma mér út af fyr- ir sig ekki á óvart. Maður átti svo sem ekki von á aukningu, heldur frekar skerðingu. Þetta er svona í samræmi við það sem maður hafði á tilfinningunni." Jóna Valgerður Kristjánsdóttir: Skýrslan málar dekkri mynden ástæða er til JÓNA Valgerður Krisfjánsdóttir þingmaður Kvennalistans, segir að sjávarútvegsráðherra eigi að leyfa meiri þorskafla á næsta ári, en Hafrannsóknarstofnun lagði til í skýrslu sem lögð var fram á þriðjudag. „Kvennalistinn telur að það verði að taka verulega mikið tillit til fiski- fræðinganna, og við höfum ekki viljað að vikið yrði mikið frá þeirra tillögum. Hins vegar kemur mér þessi skýrsla nokkuð á óvart. Ég er frá Vestfjörðum, og þar hefur verið mjög mikil fiskigegnd undan- farið, og mjög stór og mikill fiskur, sem er í raun og veru einnig hlutur sem ekki var búið að spá. Nú eru miklu betri skilyrði í sjónum en í meðalári. I þessari skýrslu er heldur ekki reiknað með Grænlandsgöngu, en hún hefur hingað til aldrei brugð- ist alveg. Mér finnst því að þessi skýrsla máli heldur dekkri mynd en ástæða er til," sagði Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir. Hún sagði að í ljósi þessa ætti sjávarútvegsráðherra að vera óhætt að leyfa meiri þorskveiði en fiski- fræðingar leggja til. Um leið ætti sjávarútvegsráðuneytið að herða aðgerðir gegn smáfiskadrápi, og kanna möguleika á að nýta vannýtt- ar fiskitegundir við landið. Ólafur B. Ólafsson: Þurfumað byggja upp þorsk- stofninn „EF farið verður nákvæmlega eftir þessum tillögum hefur það auðvitað í för með sér mikinn samdrátt og niðurskurð," segir Ólafur B. Ólafsson, fram- kvæmdasfjóri Miðhess í Sand- gerði. „En við höfum gengið mjög nærri hrygningastofni þorsksins, þegar komið hafa veikir árgangar og við verðum nú leggja höfuðáherslu á að byggja upp stofninn." „Eg tel að það sé full ástæða til að taka mikið mark á tillögum fiski- fræðinganna og það er frekar ástæða til að fara of varlega í þessu efni heldur en að ganga of langt," segir Ólafur. „En fyrir reksturinn í greininni er þetta auðvitað reiðar- slag. Við máttum síst við því að kvótinn minnkaði. Og þetta er ekki bara áfall fyrir sjávarútveginn held- ur líka allt þjóðfélagið." Ólafur segir að tillögur um niður- skurð nú þurfí ekki að koma á óvart í Ijósi þess hve hrygning á undan- förnum árum hafi gengið illa og hvernig samsetning aflans hafi ver- ið. Vonirnar í ár hafi fyrst og fremst tengst Grænlandsstofninum en nú sé gengið út frá því að ganga það- an komi ekki. „Við skulum nú samt vona að það komi Grænlands- ganga," segir hann. Ásmundur Stefánsson: Krafan um kjarabætur mjög sterk ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að það séu veruleg vandamál á ferðinni bæði hvað varði þann þorskafla sem Hafrannsókna- stofnun leggi til á næsta aflaári og eins í ríkisfjármálum og hvort tveggja hJjóti að setja mark sitt á þá kjarasamninga sem fram- undan séu í haust. Hins vegar sé krafan um kjarabætur mjög sterk meðal félagsmanna innan ASÍ og í þröngri stöðu í efna- hagsmálum hljóti áherslan að vera á að breyta tekjuskipting- uiini, þó sú leið sé auðvitað mjög erfið. „Það væri svo sem ósköp freist- andi að segja að svona fréttir hafi menn nú séð áður þegar kjarasamn- ingar eru að nálgast. Þegar samn- ingar eru í aðsigi, eins og það blas- ir við stjórnvöldum og þeim sem þar ráða, er það nokkuð venjulegt að ástandið verði hið hörmulegasta. Það er rekið upp ramakvein um stöðu atvinnurekstrar og stöðu í þjóðarbúskap, en það er auðvitað alveg Ijóst að það er raunverulegt vandamál á ferðinni bæði varðandi aflamagnið og eins í ríkisfjármál- um. Það fer ekkert á milli mála að sá vandi mun setja sitt mark a þær samningaviðræður sem eru fram- undan í haust, þó það sé út af fyr- ir sig ekki tímabært að leggja einhlítt mat á það í dag því við vit- um ekki ákvarðanir um afla og við höfum heldur ekki mikið fyrir okkur um það hvert stefnir raunverulega í ríkisfjármálum. Þeir þættir þyrftu að liggja skýrar fyrir áður en mikið er sagt," sagði Ásmundur. s „Ég held að það sé öllum nauð- synlegt sem að þessu máli koma að gera sér grein fyrir því að nú í hálft.annað ár hefur almenningur og félagsmenn okkar samtaka unn- ið mjög einlæglega að framgangi þeirrar stefnu sem mörkuð var með samningunum í febrúar í fyrra í trausti þess að samningarnir í haust muni skila kjarabótum. Það er alveg ljóst að krafan frá okkur félags- mö'nnum að sú verði niðurstaða samninganna er mjög sterk og það verður gert tilkall til okkar um að við fylgjum þeirri kröfu eftir hvern- ig svo sem staðið verður að samn- ingum. Kjarabætur geta komið til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.