Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 173. tbl. 79. árg. FOSTUDAGUR 2. AGUST 1991 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Noregur: Verkamanna- fiokkurinn klofinn í af- stöðu til EB Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins í Noregi. AFDRIF viðræðna um Evrópskt efnahagssvæði eru nú á góðri leið með að kljúfa norska Verka- mannaflokkinn í afstöðunni til Evrópubandalagsins. Yfirlýstir andstæðingar nánari tengsla við EB blása nú tU stórsóknar. „Það verður alger klofningur í Verkamannaflokknum í sveitar- og fylkjastjórnarkosningunum í haust. Flokkurinn mun missa tugþúsundir atkvæða," segir Aslak Versto, fyrr- um þingmaður flokksins, í viðtali við norsku fréttastofuna NTB. Versto er nú byrjaður að undirbúa skipulegt andóf innan flokksins gegn nánari tengslum við EB. Einn helsti bandamaður hans er þing- maðurinn Inge Staldvik. Þeir halda því fram að forysta Verkamanna- flokksins, einkum Thorbjörn Jag- land, ritari flokksins, hafi gefið flokksmönnum rangar upplýsingar um gang EES-viðræðnanna. Jag- land brást þannig við að hann kall- aði Staldvik inn á teppið til að fá skýringar. Segist hann ekki skilja um hvaða röngu upplýsingar sé að ræða. í gær kom einnig fram að Kristi- legi þjóðarflokkurinn vill þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES-samning verði hann að veruleika. Segja leið- togar flokksins að sú afstaða sé óháð því hvort flokkurinn greiðir á endanum atkvæði með samnirign- um í Stórþinginu. Áður höfðu Framfaraflokkurinn, Miðflokkurinn og vinstrisósíalistar krafist þjóðar- atkvæðagreiðslu. Gunnar Berge, einn af talsmönnum Verkamanna- flokksins, sagðist í gær hissa á kröfu Kristilega þjóðarflokksins. Talið er að hún komi illa við Verka- mannaflokkinn því fulltingi Kristi- lega þjóðarflokksins er'nauðsynlegt til að EES-samningur hljóti tilskil- inn 2/3 meirihluta í Stórþinginu. Reuter Flóð á Indlandi Óttast er að um 350 manns hafí farist í flóðum á Indlandi undanfarna sólarhringa. Það var áin Wardha í Nagpur-héraði sem flæddi yfir bakka sína fyrr í vikunni í kjölfar monsúnrigninga. Úrkoma mældist t.d. 400 mm á mánudag. Flóð- ið hreif með sér 52 þorp og talið er að 16.000 manns hafi misst heimili sín. Myndin sýnir eyði- legginguna af völdum náttúruhamfaranna. Júgóslavía: Hemaðar- íhlutun EB möguleg - segir utanríkisráð- herra Lúxemborgar London. Reuter. JACQUES Poos, utanríkisráð- herra Lúxemborgar, sagði í gær * að til greina kæmi að ríki Evr- ópubandalagsins reyndu með hervaldi að stilla til friðar í Júgó- slavíu. Poos fer í dag ásamt tveimur öðrum utanríkisráðherr- um EB til Júgóslavíu til að leita sátta. Poos sagði í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina Channel Four að ekki væri eining um það innan EB hvers konar hemaðaraðgerðir yrði þar um að ræða. „Erj ef til vili er þess ekki langt að bíða að við verð- um að grípa til aðgerða og jafnvel þótt Evrópubandalagið hafi ekki yfir herafla að ráða þá gæti ég ímyndað mér að við myndum beita Vestur-Evrópusambandinu [þar sem eru níu af tólf EB-ríkjum] fyr- ir okkur í þeim tilgangi," sagði Poos. Sjá „Króatar ekki...“ á bls. 20. ísraelar fallast á þátt- töku í friðarráðstefnu Setja sem skilyrði að sættir náist um fulltrúa Palestínumanna Moskvu, Jersúalem. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra Israels, skýrði í gær frá því, eftir fund með James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að ísraelar hefðu fallist á að taka þátt í alþjóðlegri friðar- ráðstefnu um málefni Mið-Austur- landa. Shamir setti þó það skil- yrði fyrir þátttöku Israela að ásættanleg lausn fyndist á því hverjir ættu að vera fulltrúar Palestínumanna á ráðstefnunni. George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti lögðu á fundi sínum í Moskvu til að ráðstefnan yrði haldin í október. Shamir sagðist ætla að leggja þessa ákvörðun sína fyrir ríkisstjórn- arfund á sunnudaginn. Vitað er að harðlínumenn á borð við Ariel Shar- on húsnæðismálaráðherra eru andvígir þátttöku ísraela í friðarráð- stefnu, en forsætisráðherrann er samt talinn hafa öruggan meirihluta fyrir afstöðu sinni. ísraelsk stjómvöld neita að ræða við fulltrúa Palestínumanna frá Austur-Jerúsalem og einnig þá sem START-afvopnunarsamningurinn: ísinn brotinn í Reykjavík - segir Edúard Shevardnadze í viðtaii við Morgunblaðið Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. EDÚARD Shevardnadze, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, segir að á Reykjavíkur- fundinum 1986 hafi ísinn verið brotinn hugarfars- lega hvað varðar fækkun langdrægra kjarnorku- eldflauga. Fundur þeirra Míkhaíls Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, og Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta í Höfða hafi verið upphafið að öðru og meira í afvopnunarmálum. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Shevardnadze, sem fram fór I Moskvu í gær. „í Reykjavík náðist samkomulag í mikilvægum grundvallaratriðum, þótt þar væru engir samningar undirritaðir," segir Shevardnadze, en hann var utanríkisráðherra Sov- étríkjanna á tíma Reykjavíkurfund- arins. „Þá vorum við að tala um 50% fækkun langdrægra kjarn- orkuvopna. START-samningurinn, sem nú hefur verið undirritaður, gerir ráð fyrir að vopnunum fækki um 30%. Þótt tölurnar séu ekki þær sömu, hefur mikilsverður árangur náðst. Ég kýs að lýsa Reykjavíkur- fundinum þannig að þar hafi ísinn verið brotínn hugarfarslega. Engin plögg voru undirrituð, en Reykjavíkurfundurinn var sannar- lega einhvers konar upphaf annars og meira.“ Shevardnadze segir í viðtalinu að stöðva verði ofbeldi í Eystra- saltsríkjunum og koma á viðræðum milli stjórnarinnar í Moskvu og leið- toga Eystrasaltsríkjanna. „Ef mið- stjórnarvaldið í Moskvu heldur áfram að nota vopn og hermenn gegn þessum lýðveldum, er illa komið fyrir stjórninni og hún er einangruð og ráðlaus," segir Shev- ardnadze. Utanríkisráðherrann fyrrverandi er nú einn helzti leiðtogi umbóta- afla í Sovétríkjunum, sem segja vilja skilið við kommúnisma. Hann segir enn hættu á því að harðlínu- menn notfæri sér óróann í innan- landsmálum til að hrifsa völdin. „Ef lýðræðis- og umbótaöflin samein- ast, þá verður umbótastefnan borin fram til sigurs. En ef við verðum áfram sundraðir, köllum við harð- stjórn yfir okkur,“ segir She- vardnadze. Sjá „Sundruð lýðræðisöfl kalla yfir sig harðstjórn11 á niiðopnu. hafa bein tengsl við Frelsissamtök Palestínu (PLO). Hanan Ashrawi, ein þeirra Pal- estínumanna sem átt hafa fundþmeð Baker á fyrri ferðum hans til ísra- els, sagðist ekki skilja af hveiju menn væru að „gera svona mikið veður“ út af þessari yfirlýsingu Shamirs. „Skilyrt já er í raun nei. Palestínumenn leggja áherslu á að fá að velja fulltrúa sína sjáifir," sagði hún. Baker hittir fulltrúa Palestínu- manna í dag. Vítalí Tsjúrkín, talsmaður sovéska utanríkisráðherrans, sagði í gær að ráðherrann útilokaði ekki Mið-Aust- urlandaferð á næstunni. Hann sagði hins vegar ekki vera ákveðið hvenær Sovétríkin tækju upp stjórnmála- samband við ísraela á ný en þeim var rift í kjölfar sex daga stríðsins árið 19,67. Tsjúrkín sagði aftur á móti að friðarráðstefna myndi ger- breyta andrúmsloftinu í Mið-Austur- löndum. George Bush Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn um borð í þotu sinni á leið frá Moskvu að enn væri mikil vinna framundan en þessi yfir- lýsing ísraela hlyti að túlkast sem jákvæð fyrir friðarumleitanir í Mið- Austurlöndum. Nákvæma tímasetningu og stað- setningu friðarráðstefnunnar á enn eftir að ákveða. Baker er sagður vilja halda hana í Mið-Austurlöndum og allra helst í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. ísraelar hafna hins vegar Kaíró, að sögn bandarískra embættismanna, og Sovétmenn vilja síður halda ráðstefnuna í Washing- ton. Borgin Genf í Sviss er einnig talin hugsanlegur kostur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.