Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST' 1991 Austurríki: Viðræðumum EB-aðild fagnað Vínarborg. Reuter. AUSTURRÍKISMENN fögnuðu í gær ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB) um að mæla með inngöngu þess í bandalag- ið og gerðu um leið lítið úr því að hlutleysisstefna þjóðarinnar gæti valdið erfiðleikum. Gagnrýnisraddir heyrðust aðeins úr röðum græn- ingja. Franz Vranitzky, kanslari Aust- urríkis, sagði í útvarpsviðtali í gær að hann væri sérlega ánægður með að framkvæmdastjóm EB hefði mælt með því við ráðherraráð EB að taka upp formlegar viðræður við Austurríkismenn um inngöngu Austurríkis í bandalagið árið 1993. Hann sagðist ekki hafa áhyggjur af viðvörunum framkvæmdastjórn- arinnar um að endurskoða þyrfti hlutleysisstefnu Austurríkismanna rækilega þannig að hún samræmd- ist stjómmálalegu hlutverki banda- lagsins í framtíðinni. Nú er unnið að því að mynda sameiginlega stefnu Evrópubanda- lagsins í utanríkis- og öryggismál- um en Frakkar, Þjóðveijar, ítalir og fleiri þjóðir telja að hún verði að ná til vamarmála einnig. Vran- itzky sagði að laga yrði stöðu Aust- urríkis að stefnu Evrópubandalags- ins en minnti einnig á að hún væri enn í smíðum. Austurríkismenn sóttu formlega um aðild að Evrópubandalaginu árið 1989 en framkvæmdastjórn þess mælti með því að samningavið- ræður um aðild hæfust ekki fyrr ■ HELSINKI - I NÆSTU for- setakosningum í Finnlandi, sem verða að öllum Iíkindum snemma árs 1994, mun finnska þjóðin kjósa-for- seta í beinum kosningum í fyrsta skipti síðan landið varð sjálfstætt árið 1917. Hingað til hefur sérstakur kjörfundur sem skipaður hefur ver- ið 301 manni kosið forseta lýðveldis- ins. Mauno Koivisto Finnlandsfor- seti undirritaði stjómarskrárbreyt- ingu þessa efnis í síðustu viku. Sam- kvæmt breyttri sjómarskrá Finna verður valdsvið forseta mun minna en áður. Hann getur ekki lengur rofið þing nema að frumkvæði for- sætisráðherra og endurkjör forseta verður takmarkað þannig að sami maður getur.ekki gegnt því embætti nema tvö kjörtímabil, samtals tólf ár. en árið 1993 til að núverandi aðild- arlönd hefðu nægan tíma til að vinna að efnahags-, mynt- og stjómmálabandalagi sín á milli. Austurrískir græningjar sögðu í gær að með inngöngu í EB væru Austurríkismenn að gefa eftir hlut- leysi sitt, feia þjóðarhagsmuni í hendur 16.000 skriffínnum í Bmss- el og að hún myndi þýða að búskap- ur legðist af á um 50.000 bændabýl- um í Austurríki. Serbnesk fjölskylda býr sig undir að flýja frá Króatíu yfir Dóná til Serbíu eftir að harðar bardagar ___________ blossuðu upp í landamærabænum Dalj. Varnarmálaráðherra Króatíu leystur frá störfum: Króatar ekki í stakk búnir fyr- ir átök við sambandsherinn - segir Franjo Tudman forseti landsins Zagreb. Reuter. FRANJO Tudman, forseti Króat íu, leysti í gær varnarmálaráðherra landsins frá störfum. Ráðherrann hefur þótt fremur vígreifur í skoð- unum um hvernig bregðast eigi við átökum Króata og Serba. Tu<(j- man sagði í gær að Króatía væri ekki í stakk búin til að standa í átökum við Serba og sambandsherinn. Væru hersveitir þeirra of illa vopnum búnar og veikburða til þess. Króatar yrðu þó þrátt fyrir það að vera undir það búnir að stríð gæti brotist út. Sú stefna króatískra stjórnvalda að reyna að forðast átök hefur sætt nokkurri gagnrýni innanlands en Krótar hafa átt í skæmm við serbneskar sveitir og sambandsher Júgóslavíu allt frá því lýðveldið lýsti yfír sjálfstæði og sagði sig úr ríkja- sambandinu þann 25. júní sl. Forsetinn varði þessa stefnu í sjónvarspávarpi í gær. Hann sakaði Serba um að vera að undirbúa alls- heijarátök og sagði Króata myndu beijast ef þeir yrðu til þess neydd- ir. Þjóðvarðlið landsins og lögregla væm hins vegar illa vopnum búin og því auðveld bráð fyrir serbneska skæmliða og sambandsherinn. Vegna vopnasölubannsins sem flest ríki hefðu sett á Júgóslavíu gætu Króatar ekki orðið sér úti um vopn og meðan svo væri ástatt væri tómt mál að ætla að kalla.út fjölda manns í herinn eins og kröfur væm uppi um, sagði forsetinn. Tudjman hefur lagt mikla áherslu á friðarumleitanir undanf- amar vikur og m.a. stungið upp á því að serbnesk svæði í Króatíu verði gerð að sjálfstjómarsvæðum. Þá yrði skipuð samsteypustjórn í Króatíu sem fulltrúar Serba ættu einnig aðild að. Sime Djodan, varn- armálaráðherrann, sem leystur var frá störfum, hafði sett sig mjög upp á móti þessum hugmyndum. Til harðra átaka kom í gær í bænum Dalj í Króatíu, skammt frá landamæmnum að Serbíu. Serb- neskir skæmliðar og króatískir lög- reglumenn höfðu átt í bardögum aðfaranótt fímmtudagsins en um morguninn komu allt að fjörutíu skriðdrekar sambandshersins ak- andi frá Serbíu. Skutu þeir m.a. á lögreglustöð bæjarins. Að minnsta kosti fjórir létu Iífíð í bardögunum og á þriðja tug manna særðust. Þrír utanríkisráðherrar EB-ríkja, Hollands, Lúxemborgar og Portúg- als, halda til Króatíu í dag til að reyna' að miðla málum. Ráðherram- ir munu ræða við króatíska ráða- menn en síðan halda til *Slóveníu og Belgrad. Stjómvöld í írak: Ótímabærar yfirlýs- ingar Irökum í óhag Bagdad. Reuter. ÍRAKAR sökuðu kvæmdastjóra í gær fram- Alþjóðalqarn- Sósíalísk skurðgoð er ekki bara að finna í götuheitum: Heiðursborgarar A-Berlínar valda borgaryfirvöldum heilabrotum ÞAÐ ER EKKI auðveit að sameina á ný Berlín, höfuðborg Þýska- lands, sem um áratuga skeið var skipt í tvær borgir í tveimur ríkjum. Ekki nóg með að Eberhard Diepgen, fyrsti borgarsljóri sameinaðrar Berlínar, þurfi að endurskíra aðra hverja götu og torg í austurhlutanum, sem skirðar voru í höfuðið á einhveijum forystu- mönnum sósíalismans, hann þarf einnnig að skera úr um hveijir þeirra sem gerðir voru að heiðursborgurum austanmegin, frá því borgin skiptist í austur og vestur árið 1948, eigi að fá að vera heið- ursborgarar Berlínar áfram. Allt frá árinu 1808, e_r borgarlög voru sett um Berlín, hefur verið til sérstök bók sem nöfn heiðursborg- ara eru færð inn í. Borgaryfírvöld- um er að sjálfsögðu ekki sama um hveijir fá nöfn sín skráð í bókina og velta menn nú vöngum yfír því hveijir þeirra sem hin kommúnísku stjómvöld Austur-Berlínar ákváðu að heiðra eigi virkilega rétt á heið- ursborgaratitlinum. Bókin með nöfnum heiðursborg- aranna var geymd í Vestur-Berlín og hafa borgaryfirvöld vestanmeg- in því alfarið tekið ákvarðanir um skráningar í hana frá 1948. Með allra fyrstu ákvörðunum þeirra, á fundi 16. desember 1948, var að strika út nöfn ýmissa forystu- manna nasistaflokksins, þeirra Hitlers, Göbbels, Görings og Fricks. Þá var á sama fundi einnig strikað út nafn Wilhelms Piecks, eina heiðursborgarans sem sameig- inleg stjóm borgarinnar hafði skip- að frá stríðslokum. Pieck sem hafði verið í forystu kommúnista fyrir stríð var formaður austur-þýska kommúnistaflokksins (SED) á ár- unum 1946-1954 og á ámnum 1949-1960 fyrsti og síðasti forseti Austur-Þýskalands. Borgaryfírvöld í Berlín líta nú svo á að með þessari ákvörðun hafí Pieck verið afgreiddur í eitt skipti fyrir öll og þurfi því ekki að taka nafn hans til skoðunar á ný þó svo að hann sé enn fyrsti heið- ursborgari Austur-Berlínar af alls 28. Þá þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af Erich Honecker, fyrr- um leiðtoga Austur-Þýskalands, en borgaryfírvöld í Austur-Berlín sviptu hann heiðursborgaratitlinum í desember 1989. Enn em þó ýmis helstu skurðgoð austur-þýsks sósíalisma á borð við Walter Ulbricht og Friedrich Ebert „heiðursborgarar Berlínar — höf- uðborgar Þýska alþýðulýðveldis- ins“ en engin hætta er á að þeir muni njóta þess heiðurs áfram í sameinaðri Berlín. Töluverðar líkur em hins vegar á því að rithöfundarnir Anna Seg- hers og Wieland Herzfelde, leikar- inn Wolfgang Heinz, málarinn Otto Nagel og teiknarinn Heinrich Zille verði áfram heiðursborgarar Berlínar. Það sama gæti hugsan- lega einnig orðið uppi á teningun- um varðandi Sigmund Jáhn. Hann var yfirmaður í austur-þýska hem- um og fór fyrstur Þjóðveija í geim- ferð með sovéska geimskipinu Soj- us 31 árið 1978. Langflóknast er málið varðandi hina fjórtán Sovétmenn sem gerðir vora að heiðursborguram austan- megin. Á tíu ára afmæli falls Berlínar, þann 7. maí 1945, voru ellefu „framúrskarandi Sovét- menn“, allt marskálkar og yfír- menn í Rauða hemum, gerðir að heiðursborguram Austur-Berlínar. Meðal þeirra voru liðsforingjamir Kantaríja og Jegorov sem 30. apríl 1945 drógu sovéska fánann að húni á Reichstags-þinghúsinu í Berlín. Opinberlega var útnefning þeirra skýrð með því að þeir hefðu í einum bardaganum bjargað lífí þýsks bams og þar með orðið að fyrirmyndunum að sovéska minn- ingarmerkinu um sigurinn sem reist var í Berlín. Auk „frelsaranna" ellefu vora síðar þrír Sovétmenn til viðbótar útnefndir heiðursborgararar. Hvað á að gera við þessa fjórtán Sovét- menn?, spyija menn sig þessa dag- ana. Að skrá þá alla sem heiðurs- borgara sameinaðrar Berlínar væri í hæsta máta óréttlátt gagnvart öllum þeim Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum sem börðust fyrir frelsi Berlínar á áranum 1945-1990 en að útiloka þá alla hefði hins vegar mjög slæm áhrif á samskiptin við Sovétríkin. Byggt á Frankfurter Allge- meine.Zeitung orkumálastofminarinnar (IAEA), Hans Blix, um að vera of fljótur á sér að draga ályktanir sem gætu verið notaðar sem átylla fyrir hernaðaraðgerðir gegn ír- ak. Samkvæmt vopnahlésskil- málum ber IAEA ábyrgð á að finna og hafa eftirlit með kjarn- orkuvinnslustöðvum íraka til að tryggja að þeir geti ekki búið til kjarnorkuvopn í framtíðinni. Blix segir óhugsandi að áætlun Iraka um auðgun úrans, sem þeir reyndu í fyrstu að leyna, hafi verið gerð í friðsamlegum tilgangi. Opinbera íraska fréttastofan hafði eftir ónefndum embættis- manni innan IAEA að BIix væri of fljótur á sér að gefa yfirlýsingar og spá fyrir um hlutina áður en niðurstöður eftirlitsnefnda Iægju fyrir. „Við teljum að þessar mót- sagnakenndu og ótímabæru álykt- anir gefi þeim, sem bíða færis á að valda írökum tjóni og gera árás á írak, ástæðu og átyllu,“ sagði í frétt fréttastofunnar. Heimildarmaður fréttastofunnar sagði að starfsmenn IAEA, sem hafa fyrir hönd Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) eftirlit með að írakar framfylgi vopnahlésskilmálunum sem þeim voru settir, hefðu enn ekki lokið störfum sínum. Hann sagði að írakar ættu gott samstarf við eftirlitsmennina. David Kay, sem fer fyrir hópi þeim sem síðast var sendur til eftir- lits til Iraks, sagði á miðvikudaginn að svo virtist sem breyting hefði orðið á afstöðu og viðmóti íraka 6g væra þeir m mjög samsfyrfsfús-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.