Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. .ÁGÚST .1991 32? — ■ ----- Minning: Guðleifur Sigurðsson múrarameistari Fæddur 9. júlí 1918 Dáinn 24. júlí 1991 Hver á sér fegra föðurland með ijöll og dali og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð, með friðsæl býli, ljós og Ijóð svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstrið." Það var glaður hópur sem lagði á stað frá Akranesi sólbjartan júlí- morgun, eins og reyndar flestir morgnar á þessu blessaða sumri hafa verið. Þessi ferðahópur er að leggja í 31. sumarferð sína á vit náttúru og sögu lands síns. Þó margt sé búið að skoða, bæði í byggð og öræfum landsins, er margt eftir að sjá, og líka er gott að endurnýja gömul kynni, við land sitt og þjóð og alltaf bætast nýir í hópinn og fylla í skörð þeirra sm göngulúnir eru orðnir. Guðleifur, (Gulli á Lundi) og hún Margrét kona hans hafa farið í nokkrar ferðir með þessum hópi og nú voru þau mætt glöð i sinni. Ferð- inni var heitið norður og austur á land. Hann hafði gam'an af að rifja upp fyrir okkur síldarævintýri, frá Siglufirði, Raufarhöfn, hvernig síld- in óð við Mánáreyjar, út af Sléttu, sjórinn var svartur af síld, og líka þegar veiðin brást, ævintýri í landi, syngja síðan um þessa daga, þegar síldinni „var landað sitt á hvað á Dalvík og Dagverðareyri". Þannig liðu þessir sólbjörtu dagar okkar, út við sjó og inn til dala. Út við Hraunhafnartanga, við hið nyrsta haf, inn við Dettifoss, „þar sem aldrei á gijóti gráu, gullin mót sólu hlægja blóm“ glitrandi Hólm- tungur, við hin ægifögru Jökulsár- gljúfur, og þannig mætti lengi telja. Síðasta kvöldið í þessari ferð héldum við kvöldvöku, spiluðum, sögðum sögur, sungum, og fórum með ljóð. Gulli var mikill unnandi ljóða og fór hann með ljóð og stök- ur þetta kvöld, sem hann dró upp úr sjóði minninganna. Síðasta stakan sem hann fór með, er mér ofarlega í huga á þessari sorgar- stundu er við nú kveðjum vin okkar. „Þó að leiðin virðist vönd, vertu aldrei hryggur. Það er eins og hulin hönd, hjálpi er mest á liggur." Eina bók hafði hann með sér í þessa ferð. Gamalt og lúið ljóðakver eftir Jakob Thorarensen, sem hafði fylgt honum frá barnæsku og öll kvöld opnaði hann þessa bók og las. Eitt kvöldið vildi hann endilega lána mér þessa bók og ég las nokk- ur ljóð úr henni, sem hann benti mér á. Ég hef hugsað um það síð- an, að mér finnst ég skynja lífssýn hans betur. Skilning hans og samúð með þeim sem minna mega sín. Við komum heim úr þessari ferð, glöð og með tilhlökkun og áætlun um næstu ferð. Rúmum sólarhring seinna er hann Gulli okkar lagður upp í þá ferð sem við getum ekki fylgt hon- um að sinni. Meinið sem hann hafði borið í hjarta sér, náði yfirhöndinni og á snöggu augabragði var allt um garð gengið. Hann féll í faðm kon- unnar sinnar og var dáinn. Guðleifur hét hann Sigurðsson, ávallt kenndur við Lund á Akanesi. Foreldrar hans voru þau hjónin Sig- urður Símonarson múrarameistari og um skeið oddviti Akraneshrepps og kona hans, Valgerður Halldórs- dóttir, sem lengst af bjuggu á Lundi t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR ÞORBERGSDÓTTIR, Krókatúni 11, Akranesi, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Páll Björnsson, dætur, tengdasonur og barnabörn. t Móðir okkar, RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Óttarstöðum, Hringbraut 36, Hafnarfirði, er látin. Sigurður Kristinn Vilhjálmsson, Gunnar Vilhjálmsson, Ásta Vilhjálmsdóttir. t Frú MARGRÉT KRISTÍN HERMANNSEN, (GRÉTA YOANG) frá Ásbyrgi, Vestmannaeyjum, sem andaðist í Englandi 30. júlí sl., verður jarðsungin í West- Sussex, Englandi, 4. ágúst. Vandamenn. t Faðir minn og sambýlismaður RAGNAR SKAGFJÖRÐ JÓNSSON verkfræðingur, Mainz, Þýskalandi, varð bráðkvaddur norður í Skagafirði 14. júlí sl. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Sjálfsbjörg. Katrín Ragnarsdóttir Jónsson, Gitta Niessen. á Akranesi. Hann var elstur sjö systkina, og fyrstur til að kveðja. Systkinin frá Lundi eru auk hans Engilbert bifreiðastjóri, Siglufirði, Guðrún húsmóðir, Akranesi, Hall- dór ríkisendurskoðandi, Jakob for- stöðumaður tölvudeildar Flugleiða, Halldóra, búsett í Svíþjóð og Val- gerður húsmóðir í Kópavogi. Gulli var fæddur Akurnesingur og hér átti hann heima alla tíð. Hér vann hann sitt ævistarf, fyrst sem sjómaður og sigldi öll stríðsárin á togara. Hann stundaði nám í Sjó- mannaskóla íslands. Síðan lærði hann múraraiðn og starfaði lengi við þá iðn sína í Sementsverksmiðju ríkisins. Árið 1944 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Margréti Ein- arsdóttur, ættaðri úr Reykjavík. Börnin þeirra eru þijú: Valgerður sem búsett er í Bandaríkjunum, Einar vélvirki, kvæntur Sigrúnu Rafnsdóttur og Sólrún bankamað- ur, gift Sigurði Gylfasyni. Barna- börnin eru 12 og eitt barnabarna- barn. Gulli á Lundi var sannur Skaga- maður. Þótti vænt um bæinn sinn, var knár á íþróttavelli, stundaði knattspyrnu eins og aðrir Skaga- strákar. Glaður og góðlyndur fé- lagi, tryggur og styrkur maki og faðir. Það er fallegt heimilið þeirra og garðurinn fyrir utan, vel snyrtur, grýddur tijágróðri og blómskrúði. Ég kom til þeirra stuttu áður en við fórum í ferðina okkar, þá síð- ustu sem hann fór, þá sátu þau hjónin úti á svölum og nutu sumar- blíðunnar. Ég fann að þau hugðu gott til ævikvöldsins, saman í kyrrð og friði. Gulli leiddi mig síðan inn í her- bergi inn af bílskúrnum. Þar var vinnustofan hans, þar sem hann stundaði útskurð. Þegar hann hætti að stunda fasta vinnu, lærði hann útskurð, sem hann síðan stundaði af miklu kappi og eru margir mjög fallegir hlutir eftir hann, sem bæði prýða heimili þeirra og annarra. Hann var með nokkra hluti, sem hann var að vinna að og hlakkaði til að halda áfram við. En nú eru dagarnir taldir, stundaglasið tæmt, en minningin lifir og ég held að stakan sem hann fór með síðasta kvöldið í ferðinni okkar góðu sé eignuð konunni hans og bömunum þeirra. Við ferðafélagarnir þökkum og blessum minninguna um góðan dreng, og félaga. Við biðjum góðan Guð að styrkja og styðja konuna hans, hana Möggu, börnin þeirra, tengdaböm, barnabörn og aðra ást- vini. Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi. Þetta sumar hefur verið sannkall- að sólarsumar. Á morgnana þegar við vöknum og lítum út, trúum við vart eigin augum, því enn einn sól- ardagur heilsar. Það leynir sér held- ur ekki í svip samferðafólksins að við höfum sameiginlega upplifað eitthvað stórkostlegt. — Einn slíkan morgun í júlí hitti ég Guðleif Sig- urðsson. Hann var að kaupa ferða- kort. Ferðinni var heitið um Norður- land í hópi góðra ferðafélaga. Til- hlökkun og gleði var í augum hans. Hann var sannarlega einn þeirra sem upplifðu fegurð sumarsins. — t INGÓLFUR NIKÓDEMUSSON húsasmiðameistari, Freyjugötu 3, Sauðárkróki, lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga 31. júlí. Börn hins látna. Móðir okkar, lést þann 31. júlí. MARGRÉT ÍVARSDÓTTIR kennari, Börnin. t Sambýlismaður hninn, STEFÁN KRISTJÁNSSON, Yzta-Koti í V-Landeyjum, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 3. ágúst kl. 14.00. Valgerður Sigurjónsdóttir. Sonur minn og bróðir okkar, MAGNÚS SIGURÐUR MARKÚSSON, Bláhömrum 4, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja heiðra minningu hans, er vinsamlega bent á Land- spítalann, deild 11E. Sigríður Magnúsdóttir, Hrefna Markúsdóttir, Eygló Markúsdóttir, Erla Markúsdóttir, Grímur Markússon, Ester Markúsdóttir, Þorsteinn Markússon, Erna Markúsdóttir. Ferðin gekk að óskum, hjónin voru komin heim, þá var skyndilega grip- ið inn í. Hann var kallaður í aðra ferð. Enginn tími vannst til undir- búnings. Ekkert ferðakort. Þannig eru forlögin. Ég hef þekkt Guðleif, eða Gulla, eins og við nefndum hann oftast, frá því ég man fyrst eftir mér. Lundur (Suðurgata 42 á Akranest) var næsta hús við æskuheimili mitt og góð vinátta ríkti á milli heimil- anna. Foreldrar Gulla, hjónin Val- gerður Halldórsdóttir, ættuð af Eyrarbakka, og Sigurður Símonar- son, ættaður af Vatnsleysuströnd, voru samhent og framsýn. Heimilis- bragur allur einkenndist af góðvild, reglusemi og myndarskap. Það var gott andrúmsloft á heimilinu. Hús- móðirin var hlý og elskuleg og hús- bóndinn hress og kátur í viðmóti. Fjölskyldan var stór, sjö börn, en alltaf var tekið vel á móti dreng úr næsta húsi, enda þótt hann væri töluvert yngri en fjölskyldumeðlim- irnir. Sigurður var múrarameistari að iðn og mikill dugnaðarmaður. Hann tók virkan þátt í opinberum málum á Akranesi og var einn af frumkvöðlum byggingar Sements- verksmiðjunnar. Valgerður var dugmikil húsmóðir, virt af öllum fyrir góðvild og myndarskap. Á þessu heimili fékk Gulli sitt uppeldi, sem varð honum gott vega- nesti fyrir framtíðina. Hann þurfti snemma að taka til hendinni og hjálpa til við heimilisstörfin og það gerði hann sannarlega af fullri ábyrgð. Leiðir okkar lágu saman í skáta- starfi, en sem fullorðinn maður tók hann að sér að kenna okkur strák- unum í hverfinu ýmislegt í skáta- fræðum. Til dæmis meðferð átta- vita, hjálp í viðlögum, hnýta hnúta og heilmikið um stjörnurnar og víð- áttu himinhvolfsins sem alltaf var svo spennandi og leyndardómsfullt. Við þessa kennslu kom sér vel að hann hafði stundað nám í Stýri- mannaskólanum og varð það okkur ómetanlegt veganesti. Síðar störfuðum við saman í Oddfellowreglunni, en þar fann hann hugðarefnum sínum fárveg. Reyndist hann þar sem annars stað- ar virkur og ábyrgur hvort heldur var í ýmsum nefndarstörfum eða í stjóm stúkunnar. Fyrir það vill regl- an þakka honum hér og nú. Við Egilsbræður minnumst sérstaklega jólahugvekju, sem Gulli flutti okkur á sfðasta jólafundi. Þar rifjaði hann upp sín bemskujól. Sú frásögn var áhrifamikil í einfaldleika sínum og lýsti vel aðstæðum sem við þekkjum ekki í dag í allsnægtum okkar. Gulli stundaði margvísleg störf. Sautján ára fór hann á síldveiðar og stundaði þær á sumrin en var á vertíðum á veturna. Stríðsárin var hann í siglingum á togaranum Sindra frá Akranesi og tók þátt í því hættustarfi að flytja stríðs- hijáðu fólki björg í bú. Arið 1946 fór hann að vinna við múrverk og tók síðar sveinspróf í þeirri iðn. Hann varð síðar einn af þeim mörgu Akurnesingum sem hófu störf við byggingu Sementsverksmiðjunnar og þar starfaði hann síðan sam- fleytt til ársins 1989, en þá lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Eins og áður er sagt voru systk- inin á Lundi sjö, en þau em auk Guðleifs, sem hér er minnst, Engil- bert bifreiðastjóri á Siglufirði, Guð- rún húsmóðir á Akranesi, Halldór ríkisendurskoðandi, Jakob yfirmað- ur tölvudeildar Flugleiða, Halldóra og húsmóðir og fv. tækniteiknari búsett í Svíþjóð og Valgerður skrif- stofumaður og húsmóðir í Kópa- vogi. Eftirlifandi eiginkona Guðleifs er Margrét Einarsdóttir fædd í Reykjavík. Böm þeirra em: Val- gerður verslunarmaður, og húsmóð- ir og búsett í Bandaríkjunum, Einar vélvirki á Akranesi og Sólrún skrif- stofumaður og húsmóðir, einnig búsett á Akranesi. Útför hans fer fram frá Akranes- kirkju í dag. Við bræðurnir í Oddfellowstúk- unni Egill I.O.O.F. á Akranesi send- um Margréti, fjölskyldu Guðleifs og systkinum hans samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu góðs félaga. Bragi Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.