Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Eitt af mörkunum sem hægt er að hugsa til í ellinni - sagði Þorvaldur Örlygsson sem tryggði Fram sigur á Val með frábæru marki GLÆSILEGT mark Þorvaldar Örlygssonar varð það sem skildi á milli Vals og Fram er liðin mættust á Hlíðarenda í gærkvöldi. Fram sigraði 1:0 í leik sem aðallega bauð upp á mikla baráttu á miðjunni en fá marktækifæri og hefur nú fimm stiga forskot á toppi deildar- innar. Það er greinilegt að Fram hefur það sem þarf til að verða ís- landsmeistari og sjálfsagt veija þeir titilinn," sagði Ingi Björn Al- bertsson, þjálfari Frosti Vals eftir leikinn og Eiðsson bætti við. „Við feng- skrifar um færi, en á meðan við skorum ekki mörk þá vinnum við ekki leiki.“ Mark Þorvaldar varð það eina sem að yljaði áhorfendum í fyrri hálfleiknum. Markverðir beggja liða höfðu það þá náðugt, knötturinn gekk á milli vítateiganna, Fram hafði undirtökin á miðjunni en Vals- menn vörðust vel. Síðari hálfleikur var heldur opnari. Valsmenn freist- uðu þess að sækja og fengu tvö upplögð tækifæri til að jafna með mínútu millibili. Jón Grétar skallaði framhjá markinu af stuttu færi á 61. mínútu og Gunnar Már Másson fékk enn betra færi mínútu síðar, en skallaði framhjá frá markteig. Valsmenn sóttu stíft undir lokin án þess að skapa sér umtalsverð færi, Fram náði hins vegar hættulegum skyndisóknum og úr einni slíkri fékk Anton B. Markússon upplagt færi rétt utan markteigs eftir þver- sendingu. Anton tók boltann við- stöðulaust en hitti illa á knöttinn sem fór framhjá og stuttu síðar átti Kristinn R. Jónsson fallegt skot að markinu en Bjarni Sigurðsson varði skot hans vel. Fleiri urðu ÍÞR&mR FOLK ■ ÓLI P. Olsen mun dæma vin- áttuleik ólympíuliða Svía og Norð- manna, sem fer fram í Ostersund í Svíþjóð 7. ágúst. Línuverðir verða Egill Már Markússon og Gunnar Ingvason. ■ EINAR Páll Tómasson, lands- liðsmaður, lék ekki með Valsmönn- um gegn Fram. Hann er meiddur á fæti og þarf að taka sér vikuhvíld. ■ RÍKHARÐUR Daðason, landsliðsmiðheiji, var ekki í byijun- arliði Fram gegn Val. Hann var með 39 stiga hita þegar hann lék gegn Stjörnunni á dögunum og lagðist í rúmið eftir leikinn. Ríkharður, sem er allur að hress- ast, kom inná sem varamaður í gærkvöldi. ■ EIRÍKUR Porvarðarson, markvörður Breiðabliks, fótbrotn- aði á æfíngu í fyrrakvöld og verður ekki meira með í sumar. Þorvaldur Jónsson tók stöðu hans í liðinu. ■ PETER Beardsley gekk til liðs við Everton í gær. Félagið borgaði Liverpool eina millj. sterlings- punda fyrir hann. Beardsley, sem er 30 ára, skrifaði undir þriggja ára samning. ■ BAYERN Miinchen keypti brasilíska miðvallarspilarann Maz- inho frá Bragantino í gær. Hann er 25 ára og annar Barsilíumaður- inn sem Bayern hefur kaupt á stuttum tíma. Hinn er Bernando, sem er einnig miðvallarspilari. OD. UililUVU gClL Baldur Bjarnason sendingu frá vinstri vængnum, inn í vítateiginn utarlega hægra megin. Þar var Þorvaldur Örl- ygsson sem tók við sendingu Baldurs á lofti og skaut við- stöðulausu skoti í fjærhornið óveijandi fyrir Bjarna Sigurðs- son. Stórglæsilegt mark. Morgunblaðið/KGA Framara fagna Þorvaldi Örlygssyni, eftir glæsimark hans. Pétur Arnþórs- son, Þorvaldur, Pétur Ormslev, Kristján Jónsson og Steinar Guðgeirsson. mörkin ekki og líklega bíður Reykjavíkurrisanna misjafnt hlut- skipti. Fram stendur vel að vígi í toppbaráttunni en Valsmenn blanda sér tæplega í þá baráttu. „Þetta er eitt af þessum skemmtilegu mörkum sem hægt er að hugsa til í ellinni og ekki spillti fyrir að þetta var sigurmarkið," sagði Þorvaldur. „Ég kann vel við Valsvöllinn, ég skora alltaf mörk þegar ég spila hér.“ Odýr mörk í Garðabæ „VIÐ komum í þennan leik til þess að ná í stig og það tókst. Það er góður stígandi í þessu hjá okkur núna og við munum ná í mörg stig i næstu leikj- um,“ sagði Sverrir Sverrisson KA-maður eftir jafntefli Akur- eyrarliðsins 1:1 gegn Stjörn- unni í Garðabænum í gær. Stjömumaðurinn Valdimar Kristófersson var hins vegar ekki ánægður með leik liðs síns á Stjömuvellinum. „Það var doði í ■■■■■ leikmönnunum og Andrés við náðum okkur Pétursson engan veginn á skrífar strik. Það er ekki þægileg tilfinning að vera svona nálægt botninum enda emm við með allt of gott lið til að vera í fallbaráttu. Næstu lið eru hins vegar ekki langt undan og við munum gefa allt í næstu leiki.“ Greinilegt var á öllu að hvomgt liðið mátti við því að tapa. Leik- mennirnir vora ekki mjög mark- sæknir og þess má geta að einung- is ein hornspyrna var dæmd í fyrri hálfleik. Stjörnumenn vora öllu meira með boltann án þess þó að skapa sér verulega hættuleg færi. Mark þeirra kom m.a. einungis eft- ir mistök Hauks i marki KA. Stjörnumenn hófu síðari hálfleik- inn með nokkrum krafti og Valgeir 1B Valdimar Kristó- ■ ^Jfersson skoraði á 22. mín. af stuttu færi eftir að Haukur Bragason hafði misst fasta fyrirgjöf Ingólfs Ingólfs- sonar. Haukur virtist hafa hand- samað knöttinn en Valdimar var réttur maður á réttum stað er hann féll fyrir fætur hans. 1a Æ Sverrir Sverrisson ■ I skoraði með lafiausu skoti á 43. mín. eftir að hafa fengið mjög góða sendingu frá Ormari Örlygssyni. Sverrir hafði nægan tíma til at leggja knött- inn fyrir sig, hitti boltann hins vegar illa en inn fór hann nú samt. Baldursson átti hörkuskot í stöng KA-marksins eftir góða fyrirgjöf Þórs Ómars Jónssonar. KA-menn komu síðan meira inn í leikinn og síðasta stundarfjórðunginn þjörm- uðu norðanpiltarnir að sunnan- drengjunum án þess þó að uppskera laun erfiðis síns. Besti maður KA-liðsins var Sverrir Sverrisson og átti hann margar gullfallegar sendingar á samheija sína. Auk þess skoraði hann jöfnunarmarkið þó svo að það komi varla til greina sem mark árs- ins. Vöm KA, með þá Steingrím Birgisson og Halldór Kristinsson í fararbroddi, stóð sig einnig vel og klippti framheija Stjömunnar vel út úr leiknum. Stjörnumenn geta varla verið ánægðir með þennan leik. Barátt- una og sigurviljann virtist vanta og verða þeir Garðbæingar að taka sig á í þeim efnum ef ekki á ver að fara. Valdimar Kristóferssson var ógnandi að vanda og einnig átti Þór Ómar Jónsson góða spretti eft- ir að hann kom inn á. ÚRSLIT Valur-Fram 0:1 Valsvöllur, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild - Samskipadeild - fimmtudaginn 1. ágúst 1991. Mark Fram: Þorvaldur Örlygsson (39.) Gult spjald: Baldur Bjarnason (42.),Fram. Dómari: Egill Már Markússon. Áhorfendur: 1306. Lið Vals: Bjarni Sigurðsson, Arnaldur Loftsson, Jón S. Helgason, Sævar Jónsson, Magni B. Pétursson, Ágúst Gylfason, Stein- ar Adolfsson, Jón Grétar Jónsson, Baldur Bragason (Gunnlaugur Einarsson Y4.), Gunnar Már Másson (Gunnar Gunnarsson 74.), Anthony Karl Gregory. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Pétur Ormslev, Kristján Jónsson, Jón Sveinsson (Viðar Þorkelsson 61.), Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson (Ríkharður Daðason 49.), Þorvaldur Örlygsson, Baldur Bjarnason, Steinar Guðgeirsson, Jón E. Ragnarsson, Anton B. Markússon. Stjarnan-KA 1:1 Stjömuvöllurinn í Garðabæ. Islandsmótið í knattspyfnu, 1. deild - Samskipadeild - fimmtudaginn 1. ágúst 1991 Mark Stjöraunnar: Valdimar Kristófers- son (22.) Mark KA: Sverrir Sverrisson (43.) Dómari: Kári Gunnlaugsson. Áhorfendur: 200 greiddu aðgangseyri. Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson, Val- geir Baldursson, Ragnar Gíslason, Heimir Erlingsson, Birgir Sigfússon, Bjarni Bene- diktsson, Sveinbjöm Hákonarson, Kristinn Lámsson (Þór Ómar Jónsson 25. mín.) Valdimar Kristófersson, Ingólfur Ingólfs- son, Bjami Jónsson. Lið KA: Haukur Bragason, Halldór Krist- insson, Gauti Laxdal, Öm Viðar Amarson (Páll Gíslason 68. mín.), Erlingur Kristjáns- son, Pavel Vandas, Sverrir Sverrisson, Ein- ar Einarsson, Árni Hermannsson, Steingrímur Birgisson, Ormarr Örlygsson. Hlynur Stefánsson, ÍBV. Hallsteinn Arnar- son, FH. Jón S. Helgason, Steinar Adolfsson, Magni Blöndal Pétursson, Val. Pétur Ormslev, Kristinn R. Jónsson, Baldur Bjamason, Þorvaldur örlygsson, Fram. Sverrir Sverris- son, Steingrímur Birgisson, Haljdór Krist- insson KA. Valdimar Kristófersson Stjöm- unni. Adolf Óskarsson, Friðrik Sæbjöms- son, Bergur Agústsson, Leifur Geir Haf- steinsson, Tómas Ingi Tómasson, Arnljótur Davíðsson, ÍBV. Ólafur Jóhannesson, Izud- in Dervic, Hörður Magnússon, Andri Mar- teinsson, Þórhallur Víkingsson, FH. Heimir Guðjónsson KR. Guðmundur Hreiðarsson, Helgi Björgvinsson, Helgi Bjamason, Janni Zilnik, Atli Einarsson, Guðmundur Steins- son, Víkingi. Guðmundur Guðmundsson, Arnar Grétarsson, Hilmar Sighvatsson, Breiðabliki. Jón Örvar Arason, Grétar Ein- arsson, Steinar Ingimundarson, Björn Vil- helmsson, Víði. SAMSKIPADEILD - 1.DEILD Fj. leikja u J T Mörk Stig FRAM 12 8 2 2 16: 9 26 KR 12 6 3 3 23: 9 21 VÍKINGUR 12 7 0 5 19: 18 21 FH 12 5 3 4 16: 14 18 BREIÐABLIK 12 4 5 3 17: 16 17 ÍBV 12 5 2 5 21: 21 17 VALUR 12 4 2 6 14: 16 14 KA 12 4 2 6 12: 15 14 STJARNAN 12 3 4 5 14: 18 13 VÍÐIR 12 1 3 8 13: 29 6 Markahæstir Markahæstir Hörður Magnússon, FH.............9/2 Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV......8 Steindór Elíson, UBK.............7/3 Guðmundur Steinsson, Víkingi.....7/3 Ingóifur Ingólfsson, Stjömunni.....5 Steinar Ingimundarson, Viði........5 Næstu leikir: ■ 13. umferð; 11. og 12. ágúst: KR - Valur, Víðir - Stjaman, KA - Fram, FH - UBK, Víkingur - ÍBV. ■ l t. umferð; 14. og 15. ágúst: Stjaman - FH, Fram - Víðir, Valur - KA, UBK - Víkingur, ÍBV - KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.