Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 44
 LVKIIJJNIM \n GÓniJ KVÖLItl - svo vel liSi^ m - LÉTTÖL SJÓVÁ®ALMENNAR FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Hitaveita Suðurnesja: Fyrsta hús- ið úr íslensk- *um steinull- areiningum NÚ ER að rísa hérlendis fyrsta húsið sem að hluta er reist úr nýrri tegund útveggseininga úr íslenskri steinull er bandarískt stórfyrirtæki framleiðir. Eining- arnar eru notaðar í aðveitustöð sem Hitaveita Suðurnesja er að byggja að Fitjum. Að sögn Einars Einarssonar, framkvæmdastjóra Steinullarverk- smiðju Sauðárkróks, er þetta í fyrsta skipti sem þessar útveggsein- fTingar eru notaðar á íslandi en Stein- ' ullarverksmiðjan framleiðir stein- ullina í einingarnar. Björn Stefáns- son, innkaupastjóri Hitaveitu Suð- urnesja, sagði að þessar nýju út- veggseiningar væru notar í hluta af stálgrindarhúsi í aðveitustöð sem verið væri að byggja að Fitjum. Einingarnar eru ný framleiðsla hjá Butler Manufacturing Company sem er langstærsta fyrirtæki ver- aldar í byggingu stálgrindarhúsa. Einingarnar eru úr stáli með inn- -iwbrenndum lit og steinull frá Sauðár- króki. í auglýsingum um einingarn- ar segir að steinullin í klæðningun- um sé umhverfisvæn, þ.e.a.s. hún valdi engum skaða á ósonlaginu við bruna. á . m. Morgunblaðið/BB Starfsmenn Hitaveitu Suður- nesja reisa fyrsta húsið úr nýrri tegund útveggseininga úr íslenskri steinull. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson. í Ósvör hafa verið byggð upp verbúð og verkunarhús í þeirri mynd, sem slík mannvirki voru um og fyrir síðustu aldamót. Úr Ósvörinni blasa Bolungarvík og Bolungarvíkurhöfn við. Bolungarvík: Verksamningur undirrit- aður í elztu verstöð landsins Bolungarvík. VERKSAMNINGUR vegna hafn- arframkvæmda í Bolungavíkur- höfn var undirritaður i gær. Samningurinn var undirritaður í hinni fornu verstöð Ósvör, sem er elsta verstöð landsins. Samningurinn var gerður við verktakafyrirtækið Gunnar og Guðmund í Kópavogi og hljóðar upp á 196 milljónir króna, sem er m 61% af kostnaðaráætlun. Um er ræða byggingu brimvamar- garðs, sem ná mun um 90 metra út fyrir núverandi brimbrjót. Þessar framkvæmdir í Bolung- arvíkurhöfn eru stærstu fram- kvæmdirnar á fjögurra ára áætlun Vita- og hafnarmálastofnunarinn- ar. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa um miðjan þennan mánuð og hafa verktakarnir sett sér það markmið að ljúka verkinu á næsta ári- _ Gunnar Verksamningurinn var undirritaður á steini við verbúðargaflinní Ósvörinni. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Vaxlahækkun bankanna ekki í samræmi við raunveruleika Þýðir 12-15% raunvexti miðað við verðbólgu á þessari stundu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að vaxtahækkun bankanna þýði að þeir séu að taka 12-15% raunvexti af óverðtryggðum lánum, miðað við verðbólguna þessa stundina. Vaxtahækkunin sé því í engu samræmi við raunveruleikann og svo virðist sem bankarnir séu með T*lienni að mæta tapi vegna óvarkárni í starfsemi sinni. „Mér finnst þessi vaxtahækkun úr takt við raunveruleikann, því staðreyndin er sú að verðbólga er á hraðri niðurleið og ef miðað er ná- kvæmlega við þennan tíma stefnir í að raunvextir á nafnvaxtalánum bankanna verði milli 12 og 15%. Það er auðvitað miklu hærra en eðlilegt er,“ sagði Davíð. Hann gagnrýndi þau vinnubrögð bankanna að miða við hækkun láns- kjaravísitölu aftur í tímann, því láns- kjaravísitala hefði m.a. hækkað í júlí vegna þess að eingreiðsla í júní til launafólks samkvæmt kjarasamn- ingum hækkaði launavísitölu sem aftur hækkaði lánskjaravísitölu. „Framfærsluvísitalan er auðvitað miklu lægri, og lánskjaravísitalan mun hrapa niður næstu mánuðina,“ sagði Davíð. Þegar Davíð var spurður hvort hann teldi koma til greina að beita lögum um Seðlabanka til að þvinga bankana til að lækka vexti, sagðist hann ekki vilja grípa til slíks. En hann hefði verið að skoða þetta mál í gær og myndi í dag ræða áfram við menn sem því tengdust. „Mér finnst bankarnir hafa gengið þarna lengra en eðlilegt er, og þeir séu í raun að bæta sér upp með þessum vaxtahækkunum hluti eins og töp, sem menn hafa orðið fyrir, kannski vegna óvarkárni í bankastarfsemi," sagði Davíð. Kjörvextir almennra verðtryggðra útlána bankanna eru nú 8,5% en raunvextir almennra verðtryggðra skuldabréfa bankanna eru allt að 10,25%. Bankamenn segja að ekki sé hægt að lækka þessa vexti meðan ríkið bjóði um 8% raunvexti á spari- skírteinum sínum. Þegar Davíð var spurður hvort vænta mætti lækkun- ar á vöxtum ríkisskuldabréfa, sagð- ist hann hafa átt von á því að þeir færu lækkandi með haustinu. „En þessi hækkun bankanna nú er ekki gott innlegg í það,“ sagði Davíð Oddsson. Gaf lögreglu blómvönd LÖGREGLU á Akureyri barst myndarlegur blómvöndur í gær- kvöldi frá ökumanni sem stöðv- aður hafði verið á Öxnadalsheiði um morguninn. Blómunum fylgdu bestu kveðjur frá gömlum Akureyringi fyrir höfðinglegar móttökur við sýslumörkin. Akureyrariögregla stöðvaði bif- reið mannsins vegna ábendingar um að eitthvað væri athugavert við aksturinn. Þar reyndist þó allt í stakasta lagi og ökuþórinn sá ástæðu til að launa löggæslumönn- um samviskusemina. Vigdís á Vínlandi FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tekur þátt í hátíðahöldum í l’Anse-aux- Meadows á Vínlandi í dag en Iangskipið Gaia er væntanlegt þangað síðdegis. Stjórnvöld á Nýfundnalandi ákváðu að breyta nafni landsins í einn dag til þess að minnast landafunda Leifs heppna. Forsetinn kom til St. John’s á Nýfundnalandi í gær. Frú Vigdís Finnbogadóttir var viðstödd form- lega opnun á skrifstofu Eimskipafé- lagsins síðdegis í gær en í gær- kvöldi efndu Islendingar og Norð- menn til sameiginlegs kvöldverðar- boðs. Rætt við Rússa um viðskipti VIÐRÆÐUR um viðskiptasamn- ing milli Islendinga og lýðveldis- ins Rússlands hófust í Moskvu í fyrradag og var þeim fram hald- ið í gær eftir að sérfræðingar aðilanna höfðu farið yfir texta draga að viðskiptasamningi og viðskiptabókun. Að sögn Ólafs Egilssonar sendi- herra hefur viðræðunum miðað vel áfram. Formaður sendinefndar íslands er Sveinn Á. Björnsson frá utanrík- isráðuneytinu en einnig sitja við- ræðurnar af íslands hálfu Jón Ög- mundur Þormóðsson frá viðskipta- ráðuneytinu og fulltrúar þeirra fyr- irtækja sem hagsmuna eiga að gæta. Hitamet á Hveravöllum Meðaihiti á Hveravöllum í júlí mældist 10,5 stig en það er hæsti meðalhiti er hefur mælst þar frá því að mælingar hóf- ust árið 1965. Meðalhiti í júlí í Reykjavík var 13 stig. Jafnhár meðalhiti hefur mælst í sama mánuði í Reykjavík 1917, 1939 og 1944 að sögn Trausta Jónssonar veðurfræð- ings hjá Veðurstofu íslands. Meðalhitinn í Reykjavík var 3,5 stigum fyrir ofan meðallag. Á Akureyri var meðalhitinn í júlí 12,6 stig en mestur meðalhiti mældist þar árið 1955 13,3 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.