Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐÍÐ FÖSTUDÁGUR 2. ÁGÚST 1991 Tilbúnir að rýmka lönd- FERÐAMIÐSTÖÐ FJÖLSKYLDUNNAR ALLT í ÚTILEGUNA TIL LEIGU EÐA SÖLU Þýsk hógæða hústjöld, 4-5 manna. 49.900,- Vönduð fjölskyldutjöld. Verð fró kr. 25.900,- Kúlutjöld, 3ja-4ra manna, ólhúðuð. Verð kr. 8.900,- BOLIR. Fróbærir í útileguna. Verð fró kr. 1.380,- KOMNIR "■"TUR Bakpokar. Verð kr. 4.550,- 50 I Bakpokar. Verð kr. 6.990,- 70 I Gönguskór með G0RE-TEX eiginleika. Verð fró kr. 4.550,- S?OTT FERÐflVÖRUR - TJflLDflVIÐGERÐIR VIÐ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA SÍMAR 19800 - 13072 Fróbærir svefnpokar. Verð kr. 4.500,- +0° Svefnpokar. Kr. 7.950,- +10° — Ferða-Gasgrill kr. 7.950,- unarheimildir skipa EB - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson sjávarútveg’sráðherra segir að íslensk stjórn- völd séu tilbúin til að rýmka löndunarheimildir gagnvart skipum Evrópubandalagsins á sama hátt og gert hafi verið gagnvart EFTA- þjóðum, þannig að sú rýmkun taki til löndunar úr þeim fiskistofn- um sem sérstaklega hafi verið samið um skiptingu á. Þetta hafi komið fram í umræðum um fiskveiðisamning Islands og EB. Uffe Elleman-Jensen utanríkis- „Það kemur mér á óvart ef [Elle- ráðherra Danmerkur sagði á blaða- man-Jensen] veit það ekki, að við mannafundi fyrir helgina, að á móti tollfijálsum aðgangi á markað EB fýrir íslenskar sjávarafurðir, gætu komið ýmsar tilslakanir af hálfu íslendinga, svo sem lönd- unarréttur EB skipa hér á landi. erum tibúnir að rýmka löndunar- heimildir með sama hætti og gagn- vart EFTA-þjóðunum, þannig að það taki til löndunar úr þeim stofn- um sem samið hefur verið um,“ sagði Þorsteinn Pálsson þegar þetta var borið undir hann. Þorsteinn sagði að enginn samn- ingur lægi fyrir við EB um skipt- ingu á rækju og karfastofninum, og þeir stofnar myndu því falla fyrir utan þessa skilgreiningu. Hins vegar væru til samningar um skiptingu á loðnustofninum. „Það hefur komið fram, að í tengslum við almennan fiskveiðisamning erum við tilbúnir að láta sömu regl- ur gilda um þetta og gagnvart EFTA,“ sagði Þorsteinn. Kemur ekki til greina meðan ósamið er um nýtingu fiskistofna - segir Krislján Ragnarsson um löndunarrétt EB-skipa KRISTJÁN Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að sér finnist ekki koma til greina að heimila erlendum skipum afnot af íslenskum höfnum meðan ósa- mið sé um nýtingu fiskistofna, sem séu sameign íslendinga og erlendra þjóða. „Ég er þeirrar skoðunar, að það komi ekki til greina að erlend skip geti nýtt íslenskar hafnir til veiða úr fiskistofnum, sem eru sameign okkar og annarra þjóða, fyrr en samið hefur verið um nýtingu þeirra,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við höf- um ekki samið við Grænlendinga um skiptingu á karfastofninum og rækjustofninum og loðnusamning- urinn við þá rennur út næsta vor og það hefur ekki verið neinn sjáanlegur vilji af þeirra hálfu til að ljúka slíkum samningum. Með samningi um afnot af íslenskum höfnum væri því í raun verið að semja um aðgang útlendinga að íslenskum fískistofnum og því er ég algerlega andvígur.“ Kristján sagði að vissulega mætti sjá ákveðinn viðskiptalegan ávinning af því að erlendir aðilar lönduðu afla hér á landi, umskip- uðu honum eða sæktu hingað þjón- ustu af ýmsu tagi. Hins vegar væru slíkir hagsmunir hverfandi ef litið væri til þess, hveijar afleið- ingarnar yrðu, ef aðgangur er- lendra skipa að íslenskum höfnum auðveldaði þeim veiðar úr íslensk- um stofnum Grænlandsmegin við miðlínu milli landanna. Morgimblaðið/Þorkell Vélbyssuskytta á verði í byrgi sínu í Grindavík. Landvarnarlið Islands á æfingu: Obreyttir borgar- ar verða hermenn LANDVARNARLIÐ íslands, sem nú stundar æfingar hérlendis, kem- ur hingað frá Nýja-Englandi í Bandaríkjunum. Alls er um að ræða í kringum 700 manns, sem alla jafna eru óbreyttir borgarar en gegna þjónustu í Landvarnarliðinu eina helgi í hverjum mánuði auk tveggja vikna æfinga á sumri hveiju. Margar starfsstéttir eiga fulltrúa í lið- inu. I hópi liðsmanna eru fyrrverandi hermenn og töluvert er um námsmenn og kennara, sem veija hluta sumarleyfis síns til æfinga með Landvarnarliðinu. Aldur hermannanna er allt frá tvítugu og upp undir sextugt. Blaðamenn fengu tækifæri til þess að fylgjast með æfingum liðsins s.l. miðvikudag. Að sögn Friðþórs Eydal blaða- fulltrúa Varnarliðsins eru viðhorf hermannanna í Landvarnarliðinu til starfs síns ekki ósvipað viðhorfum íslenskra björgunarsveitarmanna. Æfíngarnar með liðinu veita þeim félagsskap og ákveðna þjálfun auk þess sem þeir fá greidda nokkra þóknun fyrir störf sín. Hlutverk Landvarnarliðsins er að vera reiðu- búið til að veija ísland ef til ófriðar kemur. Markmið æfinganna sem nú standa yfír er að æfa varnará- ætlanir og taka á móti liðsauka til varnar íslandi á hættu- eða stríðs- tímum. Thomas F. Hall, sjóliðsforingi og yfírmaður Varnarliðsins á Islandi, og Peter W. Clegg, herforingi og yfirmaður Landvarnarliðsins, sögðu að æfingarnar nú væru mjög mikil- vægar fyrir varnir landsins, þar sem Landvarnarliðið þyrfti að kynnast öllum aðstæðum hér. Aðspurðir um hvort ekki væri þörf fyrir sambæri- legar æfíngar að vetri til sagði Hall, að á því væru ýmsir annmark- ar. Sem dæmi nefndi hann að marg- ir í Landvarnarliðinu væru bundnir í skólum á veturna, ýmist sem námsmenn eða kennarar. Hall tók fram að öllum væri ljóst mikilvægi þess að Landvarnarliðið kynntist aðstæðum hér að vetrarlagi og fyr- irhugað væri að koma á vetraræf- ingum liðsins. í tengslum við æfingarnar hefur verið sett upp færanlegt sjúkrahús á Keflavíkurflugvelli. Húsið er upp- blásið tjaid, búið öllum útbúnaði til neyðarþjónustu og getur á stríðs- tímum tekið á móti 400 sjúklingum. Arnold B. Briggs herráðsforingi sýndi stjórnstöð Landvarnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, þar sem starf- að er í ýmsum deildum allan sólar- hringinn. Einnig var hluti þess bún- aðar sem fluttur var hingað sýnd- ur, meðal annars tveir hertrukkar sem á ensku eru kallaðir HMMWV (Highly Mobile Multipurpose Whe- eled Vehicle). í tengslum við æfing- arnar voitj flutt til landsins alls 76 ökutæki. Til Grindavíkur var flogið í tveim- ur þyrlum af gerðinni UH-1 og fylgst með æfíngum í fjarskipta- stöðinni þar. Meðal viðbúnaðarins í og kringum stöðina gat að líta nokkur vélbyssuhreiður, sem Land- varnarliðsmenn höfðu gert sér í hrauninu til að veija stöðina. Æfíngum Landvarnarliðsins lýk- ur 7. ágúst og flutningum héðan þann 11. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.